Dagur - 05.10.1920, Blaðsíða 3

Dagur - 05.10.1920, Blaðsíða 3
DAGUR 95 tryggja sér lögforða handa hverri skepnu ár hvert, geldur 2 krónur í félagssjóð og gengst að öllu undir lög félagsins. Tillagið greiðist gjaldkera ekki síðar en á haustfundi ár hvert. Gróði sá er verða kann á vörukaupum félagsins rennur í félagssjóð, og hann ber halla þann, sem á þeim kann að verða, enda verði ein- stökum mönnum eigi um það kent. 5. gr. Félaginu stjórna 3 menn, kosnir á aðalfundi, er halda ber í júnímánuði ár hvert; er einn þeirra formaðúr ann- ar ritari, þriðji gjaldkeri. Slcal lcjósa þá hvern um sig. Formaður annast allar framkvæmdir félagsins, kallar saman fundi og stýrir þeim og sér um allar eignir félagsins. Ritari annast allar skriftir og bókhald og gjaldkeri fjárheimfur og geymslu félagssjóðs, og báðir aðstoða þeir formann við stjórn félagsins yfir- leitt. Tveir fundir skulu að minsta kosti haldnir á ári hverju vorfundur fyrri hluta júnímánaðar og er það aðalfundur, og haustfundur í öndverðum nóvember; ennfremur aukafundir, hvenær sem stjórn- in eða 10 félagsmenn telja þess þörf. Á aðalfundi skulu lagðir fram til úr- skurðar reikningar félagsins endurskað- aðir af tveimur endurskoðendum, sem aðalfundur kýs árlega. Á öðrum aðal- fundi frá stofnun félagsins fer ritari eða gjaldkeri frá, eftir hlutkesti og skal þá kosið á ný. Eftir 2 ár fer sá þeirra frá, sem eftir varð og þá kosið að nýju í hans stað. Að þrem árum liðnum frá félagsstofnun fer formaður frá og skal þá formann kjósa á ný. Allir skulu þeir hver um sig kosnir til þriggja ára og fer þá fram kosning eins stjórnarmanns á hverjum aðalfundi í þeirri r'Sð, sem hlutkestið ákvað ffyrstu. Félagsárið telst frá fardögum til fardaga, eða frá 6. júní tii jafnlengdar næsta ár. 6. gr. Félagsstjórnin skal sérstaklega láta sér umhugað um, að félagsmenn vandi hirð- ingu búpenings síns, hagnýting fóðurs og beitar, húsavist og allan aðbúnað, sem allra bezt að föng eru á og ber félagsmönnum að styðja hana sem bezt í^þassu efni. Prennum verðlaunurn skal heita á ári hverju fyrir það, sem hér hefir talið verið og skal þeim útbýtteftir reglum, sem stjórnin setur um það og félagsfundur samþykkir þegar eftir stofn- un félagsins.« , Eins og menn sjá, er hér aðeins um frumvarpsuppkast að ræða. Tilgangurinn sá að marka höfuðlínur. Með reynslunni koma fleiri drættir. Þessa leið ber að stefna, svo fram úr verði ráðið mesta vandamáli landbúnaðarins á þá leið, sem öllum væri til sóma og landbún- aðinum til fullrar tryggingar. Símskeyti. Rvík 29. sept. Amerískir auðmenn hafa síofn- að fjármálasamband við EvrójDU gegn Englandi, eru það sumpart þýzk-amerískar skipasmíðastöðv- ar, sumpart fransk-amerískir auð- menn. Pólverjar hafa aftur hafið sókn. Ekkert hefir orðið úr konung- dómi í Bayern. Rvík 5. okt. Helferich fyrverandi þýzkurráð- herra spáir að að því hljóti að reka, að allar eignir Pýzkalands verði’gerðar upptækar. Ríkisskuld- irnar nú 283 miljarðar. Rýzkir Bolsévíkar hafa bolað ritstjóra blaðsins »Freiheit« frá blaðinu. Noregur hefir tekið 20 miljón dollara lán í Ameríku gegn 9°/o vöxtum. Pólverjar sækja fram og hafa tekið hergögn og fanga. Bolsévíkauppreisn í Mexikó. Rýzki flotinn er nú allur af- hentur og liggur í Forthfirði. Norska stjórnin hefir hafnað verzlunarsamningum við Litvinoff hinn rússneska. * Austurríki hefir samþykt sér stjórnarskrá. Eftir henni er Aust- urríki sambandsríki með þjóð- kjörnu þjóðráði og sambandsráði kjörnu af þingmönnum landshlut- anna. Ráðin kjósa forsetann í sameiningu. Kolaverkfallinu enska frestað til 16. október. Landsþingskosningar í Dan- mörku fóru svo að Vinstrimenn fengu 31 sæti, Jafnaðarmenn 23, höfðu áður 20, íhaldsmenn 13, töpuðu 1, rótnemar 8, unnið 1. Alls á þingi nú 76, tveir ókosnir. Bátur hvolfdist á HvammsfiVði síðastliðinn fimtudag og drukkn- uðu 3 karlmenn og 1 kona. Fréttartt. Dags. Úr öllum áttum. Fjárkreppan sú sama. Bankarnir tæmastaf útlánafé vegna geysilegrar umferðar á seðlum. Vegna dýrtíðarvérðs á öilum hlutum þarfnast þjóðin meira veltufjár handa á rnilli. En stjórnin kvað setja fyrir sig fætur um aukna útgáfu óinnlcysanlegra seðla. Síldin selst illa. Hún hefir fallið í verði síð- an sala hófst, og mátti þó verðið ekki minna vera. Yfir þessum atvinnuvegi hvílir einhver ógæfublær. Hann er rek- inn í vitleysisæði. Úrslitunum ráða höpp og glöpp. Of mikil áherzla lögð á það, að hauga setn' mestu á land. Skortir fólk og aðstöðu, til þess að gera aflan- um þau verkunarskil sem skyldi. Og það dofnar yfir silfurglampanum á síldarroð- inu, þegar fram á vetur Iíður. Sambandið hefir uú þegar selt allmikið afkjötinu. Um verð er blaðinu ókunnugt. Enn eru slæmar horfur á gærusölu. Heyskaparlok hafa orðið góð hér nyrðra og hey- skapur f góðu meðallagi að minsta kosti í Ringeyjar og Eyjafjarðarsýslum. Tíðsr- farið má heita einmuna gott hér norð- an lands um þessar mundir. Guðm. Finnbogason, prófessor hefir verið kosinn háskóla- rektor að þessu sinni. Valtýr Guðmundsson doktor, er orðinn prófessor við Khafn- háskóla í íslenzkri sögu og bókmenta- sögu. Landfræðislega uppgötvun hafa Danir gert eftir því sem fregnir herma. Peir hafa fundið hærri staðj í Danmörku en Himinfjallið. Má þetta heita eitt af stórmerkjum 20. aldarinnar og vísindalegum sigrum. Því miður get- ur blaðið þó ekki að þessu sinni stað- fest fregn þessa. Aíhugasemd. { íslendingi seinast er því haldið fram, að samvinnustefnunni sé teflt í öfgar með andstöðu lærðs skóla á Norður- landi, og ennfremur því, að samvinnan þarfnist samkepni. Retta er misskilningur. Samvinnu- stefnan afneitar allri samkepni í þjóð- málum. Samkepnin er hennar höfuð- fjandi. Pessi fámenna þjóð á að sam- eina krafta sína um að eignast einn góðan lærðan skóla. Pað fullnægir langsamlega þörfum hennar enn um skeið. Þeir, sem álíta þjóðinni nauðsynlegt, að landshlutarnir beiti kappi hvor gegn öðrum í menfamálum, geta haldið hinu réttilega fram, að slík samkepni þarfn- ist samtaka landsfjórðunga. Með öðrum orðum: Samkepnin þarfnast samtaka á þrengri sviðum, en samvinnan ekki samkepni. Ráðlegging. Hvað gætum vér Norðlendingar gert fyrir hið fyrirhugaða heilsuhæli Norð- urlands? Með eftirfylgjandi línum vil eg reyna að svara þessari spurningu. Flestum virðist vera ljóst, hvílíkt vel- ferðarmál hér er um að ræða, og því mætti gera ráð fyrir góðum vilja, fórn- fýsi og samtökum hjá öllum þorra manna til að styðja það eftir megni, og »mikið má ef vel vill«, segir mál- tækið, og »margar hendur vinna létt verk«, því ekki er að gera ráð fyrir á þessum erfiðu tímum, að hver einstak- ur geti látið mikið af hendi rakna, en alt er undir þvf komið, að hver sem getur, geri sér að skyldu, að láta það eitthvað vera, og dettur mér í hug að benda hér á ráð, sem á síðustu árum hefir verið reynt með góðum árangri í útlöndum, til fjársöfnunar, til þess að koma á fót ýmsum nauðsynlégum stofn- unum, sem sé það, að ákveða vissan dag á ári hverju iil fjársöfnunar. Skyldi nú vera svo mikil fjarstæða að fara fram á það, að reynt yrði hér á landi svip- líkt ráð til að koma upp sem fyrst áð- urnefndri uauðsynjastofnun á Norður- landi. Mætti ekki gera ráð fyrir þeirri fórnfýsi hjá öllum þorra manna, að þeir vildu af frjálsum vilja leggja á sig einskonar »nefskatt«, til styrktar góðu málefni? Bjartsýnu fólki, sem mikið finst til um »framfarir« nútímans, verð- ur sérstaklega skrafdrjúgt um vaxandi mannúð, og nú er tækifæri til að sýna hana í verki, með því að hver og einn geri sér að skyldu að Ieggja fram sinn litla skerf til líknar sjúkum og bágstöddum. Eg hefi heyrt, að hið fyrirhugaða »Heilsuhæti Norðurlands« muni kosta sjálfsagt eina miljón króna, og líklega meira, en ef gera mætti ráð fyrir, að hver maður hér norðanlands gæfi að meðaltali 1 kr. á ári til hælisins, þá kæmu inn með því móti 40,000 til 50,000 kr. árlega. Eg geri ráð fyrir að í hverjum hreppi sé einhver, sem væri fús til að gangast fyrir slíkum samskotum, og, eins og áður er áminst, álít eg heppilegast að velja til þeirra einhvern vissan dag á ári hverju, og þá helst að haustinu, einhverntíma á sláturtíðinni, því þá hafa flestir mest peningaráð. Með þessu móti fengist á 10 árum alt að hálfri miljón króna, og ef til vill meira, því lfklegt er, að hæl- inu áskotnist fleiri gjafir fyrir tilstilli góðra manna. Og þegar þetta væri fengið, mætti ef til vill vænta þess, að ríkissjóður hlypi undir baggann með það sem eftir væri. Að endingu bið eg góðfúsa Iesend- ur að taka þessar fátæklegu bendingar til athugunar, í fuilu trausti þess, að enginn telji eftir sér að neita sér um lítilfjörlegan óþarfa til að geia Iátið af hendi 1 kr. á ári til styrktar hinu þarf- asta mannúðarfyrirtæki. ]■ 100000 amerískar kýr til Þýzkalands. Nautgriparæktunarfélag eitt í Ameríku hefir nýlega gefið deild «Rauðakross. ins« í Þýzkalandi 100 þúsund mjólkur- kýr til hjálpar matarlausum börnum f landinu. Er þetta slík mergð, að Þýzka- Iand hefir ekki skipakost, til þess að flytja gripina á, og hefir því verið leit- að til Englendinga að leggja fram nauð- synleg flutningaskip. — Er þetta hin höfðinglegasta gjöf og ætti að geta bætt mikið úr þeirri neyð, sem ríkt hefir og ríkir enn á meðal barna og fullorðinna á Þýzkalandi. Morgunbl. Akureyri. Gagnfræöaskólinn var settur eins og lög standa til 1. okt s. 1. klukkan 12 á hádegi. / niðurföfnunarnefnd fyrir kaupstaðinn voru kjörnir án at- kvæðagreiðslu, með því aðeins einn listi ,kom fram, þeir Jakob Karlsson kaup- •maður, Halldór Friðjónsson ritstjóri og Jón E. Bergaveinsson, kaupmaður. Byggingafélag með samvinnusniði eru nokkurir menn að stofná hér í bæ. Hvatamaður þess mun vera Sveinbjörn Jónsson bygginga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.