Dagur


Dagur - 05.10.1920, Qupperneq 2

Dagur - 05.10.1920, Qupperneq 2
94 DAQUR. unum. Naumast að kvenfólkið fái prjón- að handa sínum, nema með því að nota til þess næturna, og festa sjaldan blund. Karimennirnir sjást nú sjaldan með þrjóna, sem áður var þó algeng sjón. Halldóra segir: »Það er engin skýring á hnignun heimilisiðnaðarins, þó fólk- inu hafi fækkað í sveitinni. Fólkinu hefir fjölgað í landinu. Pví skyldu ekki kaup- staðabúar geta stundað heimilisiðnað eins og sveitafótk?* Jú, auðvitað gæfu þeir það, eins og mörg einstök dæmi sýna, en þeim dæmum þarf að fJölga.jRað er hlutverk Heimilisiðnaðarfélags íslands, að búa svo í hendur kaupstaðarbúum jafnt og öðrum, að verkefni og verkfæri (spunavélar, prjónavélar, vefstólar) verði auðfengnari en til þessa. Óneitanlega hefir mikill þorri kaup- staðarbúa alt of náðuga daga, einkum á kvöldin. Lausakonum og lausamönnum fjölgar fram úr hófi Pað er orðin tízka og þykir kurteisi, að safnast til kaupstaðanna, til að eyða ríflegu sumarkaupi, að miklu Ieyti f aðgerðarleysi. Pað væri mörgum þarft, að taka sér heldur prjónaíhönd, eða með einhverju öðru starfi hressa upp á samvizkuna. Eg hefi oft fundið að þessu aðgerða- leysi við sjómenn, og þeir hafa margir játað, að ilt væri það og óholt rnanni. En þeii»1cvarta um atvinnuleysi og þyk- ir létt verk og löðurnrannlegt að fara að prjóna. Eg hefi þá sagt þeim að fara þángað, sem atvinna er í þeirra fagi, — til ísafjarðar eða Vestmannaeyja meðan vertíðin stendur þar yfir — eins og líka sumir dugnaðarmenn hafa gert. Eða segjum fara til Noregs á veturna, en koma aftur á vorin. Sumir dugnaðar- menn hafa Ifka gert þeíta. En sleppum þsssu langferðalagi, því hægt er að haf- ast annað að. Sjómennirnir geta búið til flest öll sín veiðarfæri sjálfir. Til þessa hafa að eins örfáir starfað að netabæt- ingu á veturna. Á skipunum sjálfum þyrfti sðmuleiðis endilega að taka upp handavinnu. Vinnan göfgar manninn og vitkar. Sjómennirnir bíða oft byrjar inn á höfnum svo vikum skiftir vor og sum- ar. Hvað eftir annað kemur það fyrir, að langminstur tími vertíðarinnar fer til veiða og annara starfa á skipsfjöl. Há- setarnir liggja niðri í sínum loftillu káet- um, eta kröftugap mat, reykja og tyggja tóbak, rabba saman og spila, eða má ske kveðast á, þegar bezt lætur. Melt- ingin fer í ólag, þéir verða þunglyndir og fer að Ieiðast aðgerðaleysið. Ekki einu sinni hægt að fara í eina brönd- ótta, og of dimt á daginn til að lesa nokkuð — og þá engin bók þegar til á að taka. Oft hefir mér fundist, þegar eg hefi komið um borð í fiskiskipin okkar, að óvistlegt sé þar, og hefir mig þá stundum furðað á, að svo margir góðir menn skuli sækjast eftir sjómensk- unni. — Pað hljóti að vera hundalíf, sem hásetar eigi á mörgum skipunum. Og svo mun það vera þá dagana, sem veðráttan hindrar hrausta menn í að hefjast handa og kljást við Kára og þorskinn og kúldar þá niður í þröngri káetukytru til svefns og doða. Petta má ekki svo til ganga. Helm- ilisiðnaður þarf umfram alt að komast á meðal sjómanna, bæði á landi og sjó. Enginn sjómaður má reiðast mér fyrir þessa hugvekju. Hún er í góðum til- gangi rituð. Ef til vill er sumt í henni málað of dökkum litum, en þó á eg heimildarmenn meðalsjómannanna sjálfra fyrir því öllu. Stgr. Matth. Grasbrestur, Fellir. Fóðurbirgðafélög heitir ritlingur, sem Degi hefir borist til íhugunar og umsagnar. Ritlingur þessi er eftir skólameistara Stefán Stef- ánsson og er skrifaður grasbrestsárið 1918. Pó hann sé ekki »nýr af nálinni«, er efni hans enn tímabært, og verður að líkindum lengi enn — því miður. Ritlingurinn er auðsjáanlega skrifaður, til þess að vekja menn til varúðarþeg- ar grasbrestur um alt land freistaði manna til ógæfilegs ásetnings meira en oftast áður. En hér er meira en hvellandi hljómur og stóryrði. Hér eru bornar fram viturlegar tillögur, sem til fram- búðar eiga að geta komið í veg fyrir fóðurskort og felli. Hér í blaðinu hefir verið rætt um þetta mál að undanförnu. Tveir sæmd- armenn hafa látið í Ijós álit sitt, og komið fratn gagngerður skoðanamuuur. Dagur vill sem minst blanda sér í þá deilu. Pó verður hann að lýsa yfir því, að hann er á sama máli og Sigur- jón læknir um, að það, sem kall- að er »ákynsamleg vogun« í ásetningi búfjár, megi ekki eiga sér stað. Við þurfum að stefna hærra, stefna tit fullrar tryggingar bústofninum og um leið land- búnaðinutn. Hinsvegar verður blaðið frekar Porsteins megin um það, að við ramman reip sé að draga í þessu efni og meiri erfiðleika en sumir menn gera sér Ijóst. Gagngerð umbót í þessu efni fæst ekki tneð hrópyrðum, skipunum eða hótunum, heldur þarf að kóma til þroski manna vaxinn upp af reynslu og samhjálp. Bæklingurinn, sem áður er getið, bendir mönnurn einmitt á þessa leið til þroskans. Degi er einkar ljuft að endur- vekja ummæli og tillögur höfundarins, vegna þess, að þær aru bygðar á hrein- um samvinnugrundvelli. Fer hér á eftir meginéfni ritlingsins. — En þegar fóðurskortur er fyrir dyr- um, að haustinu um land alt, eða í ein- stökum héruðum og fyrirsjáanlegt er, að ekki er hægt að afla þess fóðurs í land- inu, sem nauðsynlegt er, til þess að halda við haéfilegum stofni, þá er sjálfsagt að reyna að útvega sér útlent fóður, heldur en að skerða stofninn til stórskaða, eða setja á í voða. Eg hefi hugsað mér að einfaldasta og beinasja ráðið til þess að afstýra því með öllú, að fellir búpen- ings vegna fóðurskorts geti nokkurntíma átt sér stað, sé það, að bændur bind- ist alment traustum félagsskap tiltrygg- ingar fóðurbirgðum. Ætti slíkt fóður- birgðafélag að koma'st á í hverju sveita- félagi. Grundvallarskipulag þeirra mætti ákveða með almennum heimildarlögum, til þess að festa kæmist á þau; en taka vil og það fram, að eg tel heppilegast að sem mest sé Ltil þeirra stofnað af eigin hvötum og frjálsum vilja og félags- anda einstaklinganna, en að afskiti hins opinbera sé frernur styðjandi, hvetjandi og leiðbeinandi en beint reisandi og fyrirskipandi. Pað tel eg muni verða farsælast í reyudinni- Grundvallarsetningar félagsskaparins séu þessar: 1. Enga skepnu má á vetur setja, að eigi sé til handa henni nægi- legt fóður á haustnóttum fram úr, hverju sem viðrar. 2. Á 3 ára fresti, í fyrsta sinni árið, sem félagið er stofnað, skal metið, hvað hæfilegt sé að stla hverri skepnu minst vetrarfóður á hverj- um stað, að beztu manna yfirsýn og teljast þeir forðagæzlumenn hreppsins og tveir eða þrír góðir og vitrir menn aðrir, er hrepps- nefndin kýs til þess. 3. Á hverju hausti skulu forðagæzlu- menn rannsaka nákvæmlega fóð- urbirgðir manna og skepnufjölda þann sem á vetur á að seija, hverr- ar tegundar. NákVæma skýrslu um þetta, svo og hve mikið hvern skepnueiganda vanti af fóðri sam- kvæmt 1. og 2. gr., sendi þeir svo hreppsnefndaroddvita og ann- ist hann svo um, eftir nánari regl- um f lögurn félagsins, að birgðir þær, sem vantar, séu komnar á hentuga staði í hreppnum fyrir þann tíma, sem fsa er fyrst von, 1. des. eða þar um bil. Ef snúist verður að þessu ráði og vel og viturlega um ait búið, ætti horfellir á skepnum að vérða með öllu landrækur og um leið svartasti bletturinn á ís- lenzkum búnaði afþveginn. — Par sem bændur eiga með sér góð kaupfélög, færi bezt á því, að þau önnuðust fóður- birgðakaup fyrir fóðurbirgðafélögin, þar setn hér er um samvinnufélagsskap að ræða og því lang-eðiilegast að öll þessi félög væru ein lífræn heild. Til inála gæti og komið að landið annaðist fóð- urkaupin. Sjálfsagt verða Iandbúnaður og fiski- veiðar enn um langt skeið aðalatvipnu- vegir vorir, þó vonandi bætist fleiri greinar við, þegar fram líða stundir, svo sem stóriðnaður, rekinn með vatnsafli og rafmagni o. s. frv. Fiskiveiðarnar samfara siglingum og verzlun, verður að Iíkindum lengi sá atvinnuvegur, setn veitir oss aðallega afl ogjmegin, til þess að velta stórbjörgunum úr vegi, sem til- finnanlegast hefta för vora fram á leið til frama og hagsældar, veitir oss þrótt og áræði til þess að komast áfram til meiri manndóms og menningar, svo vér getum farið að bera oss saman við ná- granna vora og frændur. Að því marki verðum vér að keppa ótrauðir í fullu trausti þess, að það takist að komast svo langt og lengra þegar tímar Iíða. »Hátt ber að stefna!* Undir landbúnaðinum mun attur jafn- an verða komin eðlileg þróun og þrif^hins þjóðlega lífs vors. í sveitasælunni og dala- skjólinu munu þau blómin dafna er bezt og fegurst mega skarta á þjóðlíts- meiði vörum, og þar munu þeir kjarn- viðir eiga dýpstar rætur, er máttugastir og endingarbeztir munu reynast í kon- ungsdkinu nýja. — Tæmist sveitirnar og landbúnaðurinn veslist upp, eins og því miður bólar á, annaðhvort fyrir heimsku eða hugleysi fólksins, þá á þjóðerni vort skamt eftir og »þjóðarsálin íslenzka hverf-; ur þá bráðlega undir græna torfu,« eins og Guðmundi skáldi Friðjónssyni fórust orð nýlega, í öðru satnbandi. Pað væri því sannarlega vel til fallið, ttð vér byrjuðutn fullveldisskeið vort með því að finna örugg ráð, til þess að Iækna það meinið, sem landbúnaðinum er banvænast; tryggja hann gegn því, aö það geti framar unnið honum veru- legt tjón. Hér má ekki lenda við orðin tóm og ráðagerðirnar. Bindumst traust- um samtökum um land alt með fram- sýni og viturlegum ráðum og léttum eigi fyr en vér höfum algerlega firt landbúnaðinn horfellisvoðanum. —• — Frumvarpsuppkast. LÖG fóðurbirgðafélags .........hrepps í ........sýslu. 1. gr. Tilgangur félagsins er sá, að tryggja búpeningi félagsmanna nægilegt fóður frá haustnóttum til fardaga, hvernig sem viðrar. 2. gr. Um leið og félagið er slofnað, og úr því þriðja hvert ár, skulu 5 reyndir, glöggir og smviskusamir menn: forða- gæzlumenn hreppsins, og svo margir menn aðrir, að talan sé full, venjulega stjórn félagsins, eða aðrir menn, kosnir af sveitastjórninni meta eða áætla, hve mikið vetrarfóður hver skepna hverrar búpeningstegundar þarf að meðaltali á hverju býli í sveitinni og er það Iög- forði, sem þe.r akveða, sem ásetning ber að miða við árlega. Matsmennirnir skulu hafa þóknun fyrir starfa sinn eigi minna en 5 kr. á dag, meðan þeir eru að mati, og greiðist sú þóknun úr fé- lágssjóði. Mat þetta skal fram fara 5. hvert ár og tekur eðlilega breytingum eftir því sem reynslan kennif mönnum. Matið skal innfært í gerðabók félagsins og breytingar þær, sem á því kunna að verða. 3. gr. Forðagæsiumenn skulu að lokinni haustskoðun, er eigi sé síðar en í októ- bermánaðarlok, tilkynna formanni félags- ins fóðurbirgðir félagsmanna. Semur hann þá skýrslu um birgðirnar, er sýni glögglega birgðir hvers félagsmanns og hve rnikið hann hefir yfir eða und- ir lögforða. Skýrslu þessa legg- ur formaður fyrir haustfund félagsins; beri skýrslan það með sér, að félags- menn vanti upp á lögforða meira en fram yfir er hjá félaginu í heild, ákveð- ur fundurinn eftir tillögum stjórnarinnar, hvaða fóðurauka beri að kaupa í skarð- ið og hvort heldur útlendan eða inn- lendan, er jafnan ber fremur að nota að öðru jöfnu. Sér stjórn félagsins um útvegun fóðursins og sé það komið á ákveðna staði í hreppnum fyrir 1. des. ár hvert, þar sem íshætta er nokkur, en þar sem eigi er hætt við að samgöng- ur teppist, þarf eigi að flytja það inn í hreppinn fyrir nýár. — Hver félags- maður er skyldur að borga fyrirfram eða í síðasta lagi fyrir árslok til gjald- kera félagsins þann fóðurbirgðaauka, sem hann vantar upp á lögforða og fyrir hann er pantaður. Nú eru fóðurbirgðir félagsins í heild fram yfir lögforða meiri samtals en það sem á vantar og semur þá stjórnin við einhverja þá, sem fram yfir hafa, að miðla þeim félagsmönnum svo nægi sem ávantar fullan lögforða. 4. gr. Félagsmaður getur hver hreppsbúi orðið, sem skepnur hefir á fóðrum, skuldbiudur sig til að eiga jafnan eðtt

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.