Dagur - 13.10.1920, Side 1

Dagur - 13.10.1920, Side 1
DAGUR kt mur úí á hverjum miðvikud. Kostar kr. 4.50 til áramóta. Gjalddagi jyrir 1. ágúst. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni P. Pór. Norðurgðtu 3. Talsimi 113. lnnheimtuna annast ritstjórinn. III. ar. Akureyri, 13. október 1920. 25. blað. Í7KT7V Um skólamál. Stéfnumunur. Engann þarf að undra þó í odda sker- ist með íslendingi og Degi í skólamál- um. Flestir lesendur munu sjá, að til grundvallar fyrir ágreiningnum liggur gagngerður stefnumunur í mentamálum. íslendingur er blað íhaldsins og þröng- sýpinnar í þessum málum, og er að því leyti einstakt í sinni röð og sténdur eitt uppi. F*ar er sjónin hvest aftur í tímann, á hinn forna Hólaslól og skóla. Vígslubiskupstitillinn verkar eins og lífs- ins balsam á þessa margþjáðu fornald- ardýrkun, en eftir stendur opið sár, þar sem var hinn lærði skóli á Hólum. Patta ræður fyrsi og fremst. Þess vegna svo létt og munntamt að æpa á sögu- legan rétt. Hitt verða þyngri umsvif, að líta í kring um sig og fram í tímann og finna gild rök, sprottin upp úr ástandi þjóðfélagsins fyrir réttmæti kröfunnar um lærðan skóla á Norðurlandi, eins og nú standa sakir. Dagur fyllir af^ur á móti flokk þeirra manna, sem sjá og skilja, að mikið hefir um skipast á landi hér í þessu efni síðan á dögum Hólaskóla og harma það ekki. Þeir vita vel, að Hólaskóli var þjóðinni mikils virði eins og þá var háttað. F’eir vita, að þá var all kapp lagt á æðri mentun. Önnur mentun var í litlum metum. Allur þorrimi fór var- hluta þeirra gæða. Síðan hefir hugsun- arhátturinn breyzt, þarfir og kröfur breyzt. Víðsýnir menn og framsýnir sjá, að okkur er ekki einungis þörf lærðra manna, heldur er okkur þörf vel merit- aðra manna á öllum sviðum. Landbún- aðurinn bfður viðreisnar, samgöngumál- in bíða úrlausnar, sjávarútvegur, sigling- ar og verzlun eru á framfaraskeiði, iðn- aður er að rísa upp í landinu. Atvinnu- hættirnir eru alsfaðar að breytast og fær- ast út. Með hverju ári hrópa þarfirnar hærra á hæfa menn í trúnaðarstöðurnar, hvort sem um verklega forstöðu er að ræða, eða skrifstofustörf. Með hverju ári verður þjóðinni Ijósara hversu yfir- gripsmikil lýðmentun og sérmeniun i ýmsum greinum, er mikilsvert skilyrði fyrir vexti þjóðarinnar, þrifum hennar og sannarlegu sjálfsstæði. Hvel- einstak- lingur þarf að vera starfi sínu vaxinn; sjá vel út yfir sinn vcrkahring, öðlast meira víðsýni, svo hann skilji, hvaða þýðingu hlutverk hans hefir í starfi al- þjóðar. Gætnir framsóknarmenn sjá, að þjóðin þarf að víkjast skynsamlega og með glðggum skilningi við þessari miklu þörf. Hinsvegar er ástandið slíkt í landinu, að langmestur hluti þjóðarinnar fær þá mentun eina, sem heimtuðermeð barna- fræoslulögunum. Sáralitlu af alþýðu- fræðslu þörfinni er fullnægt, en á hverju ári útskrifast úr mentaskóla landsins fleiri lærðir n enn en þjóðin þarfnast í embættin og til vísindalegra starfa. F’eg- ar ástandið er svona, rís upp einn af skólamönnum okkar og blaðamönn- um og beitir sér efiir sínum litlu kröfturn fyrir því, að fá lærðan skóla stofnsettan á Norðurlandi. Hann kemur ekki auga á aðra meiri þörf í mentamálunr okkar. Þesoa kröfu byggir hann fyrst og fremst f sögulegum rétti og ályktar svo, að sá, sem vill ekki setja þenna sögulega rétt efst á blað, vegna gerbreyttsástands í landinu, telji Hólastól og skóla hafa verið einskis virði þjóðinni. F*etta sýnir ekkert annað, en að þessi maður skilur ekki hinar breyttu ástæð- ur, að hann er gersamlega ófær, til þess að skilja sitt eigið umhverfi, að hann er fæddur að minsta kosfi 3 öldum of seint, og að hartn er Iíkari gömlum uppvakningi úr Hólagarði, heldur en einum af skólamönnum og blaðamönn- um Íslendínga á 20. öldinni. Stefnumunurihn er því auðsær. Ann- ars vegar afturhaldið, sem sér ekki ann- að, en það sem var. Hins vegar fram- sóknin, sem sér líka það sem er og vérða vill. Lýðmentun og sérmentun. í framanskráðum greinum hefir verið bent á, hversu alþýðufræðsluhliðln á mentamálum okkar er stórum umfangs- meiri og erfiðari viðfangs en hin, sem horfir að æðri mentun. Með þessu er ekki kastað rýrð á gildi æðri mentunar. það þarf að leggja mikla áherzlu á, að búa sem bezí um hag hins lærða skóla; að öllum verði trygður jafn réttur og aðstaða, til þess að, njóta hans, svo sem framast má verða. En hér er leiðin þeg- ar brótin, vantar aðeins herzlumuninn, til þess að færa skipulagið í það horf, sem verður til roestrar gagnsemdar fyrir þjóðina, Öðru máli er að gegna um alþýðu- fræðsluna. Par er leiðin að mestu ó- brotin þann dag í dag. í því efni hefir lítið verið gert nema klóra í bakkann. Barnafræðslufyrirkomulagið er stórgallað. Sú kynslóð, sem hefrr vaxið upp við það, sér, að það fullnægir hvergi nærri kröfutíi okkar um alþýðufræðslu. Sú skoðun ryður sér til rúins, að áherzlan eigi að leggjast á unglingafræðslu. Sú kynslóð, sem sér framundan það hlut- verk, að koma alþýðufræðslunni í við- unanlegt horf, veit, að það er blátt á- fram heimskuleg sóun á viðleitni, að ætla sér að troða allri bóklegri þekk- ingu, sem hver fullvita og starfandi mað- ur þarfnast, í börn, áður en skilnings- gáfa þeirra er vöknuð nema til hálfs, og áður en dómgreind og ályktunargáfa þeirra lætur á sér bæra. En unglingafræðslan hefir ,'altaf .setið á hakanum frá hendi þess opinbera. Gagnfræðaskólarnir okkar, búuaðar- skólarnir, kennaraskólinn og kvennaskól- arnir hafa átt að nægja til alþýðufræðslu, Raun hefir borið vitni um, hversu mjög hefir á það vantað. Einstakir menn með skólaáhuga, sem hefir blætt í augum þetta sleifaralag á alþýðufræðslunni, hafa haldið uppi lýðskólum; Iagt þar fram alla krafta sína og fjármuni með litlum styrk frá þvi opinbera. Má þar til nefna Benedikt Bjarnarson, Húsavík, Sigurð F*órólfsson, Hvítárbakka og ýmsa fleiri. F’ingeyingar, sem sitja þó á næsta leiti við gagnfræðaskólann á Akureyri, sjá hvert siefnir í þessum málum. F*eir hafa unnið að stofnun lýðskóla í sýslunum, og safnað þegar miklu fé. Ungmenna- íélögin beita sér fyrir málinu. Frá Suð- urlandsundirlendinu heyrist það sama. Austfirðingar hafa umsteypt svokölluð- um búnaðarskóla í alþýðaskóla. Alstað- ar sveigist áhugi uppvaxandi lýðs í land- inu í þessa átt. F’ess verður naumast langt að bíða, að vaxandi þörf og skiln- ingur auki skrið þessa máls, svo að til gagngerðrar byltingar horfi í mentamál- um, og knýi fram skipulagsfast kerfi, sem fullnægi þörfurn vaxandi, siðaðrar og sjálfstæðrar þjóðar. Enn er ekki um annað að ræða en fálm í þá átt, að fullnægja einhverju af alþýðufræðsluþörfinni á einhvern hátt. í stuttri og fljótskrifaðri blaðagrein er ekki tiægt að reifa mál þetta svo sem vert væri, j»(í má henda á htfMðálrætti. Að því rnun stefna, að aðaláherzla verði lögð á unglingafræðsluna. Hennar þarf allur þorri þjóðarinnar að njóta. Barnafærðslan verður meira uppeldis- viðleitni f siðlega átt en bókleg fræðsla. F*á fyrst eru menn hæfir til fræðináms þegar þörfin er orðin mönnum Ijós og þráin eftir fræðslu er vöknuð. F*á fyrst förum við að Iæra okkur til gagns, þeg- ar við finnum samstæður í því, sem við erum að læra og þvi sem við er- um að reyna, og sjáum framundan. F*egar áiyktunargáfan er vöknuð, starft- þráin og löngunin, til þess að taka ein- hverja ákveðna hlutdeild í starfi alþjóð- ar, með öðrum orðum: þegar við er- urn vöknuð til lífsins, þá fyrst er tími kominn, til þess að opna fyrir okkur paradís þekkingarinnar. En við byggingu skólakerfis okkar, þurfa tvö áherzluatriði að koma fyrst og fremst til greina, Fyrst það að sntða alþýðumentunarkröfurnar við hcefi, og f annan stað að draga skýra merkjallnu milli lýðmentunar og sérmentunar. Við hófum ekki alt að þessn átt neina sér- skóla, sem geta heitið því nafni, nema ef til vill stýrimannaskólann. Orsökin er sú, að undirbúninginn hefir vantað, þ. e. alþýðufræðsluna. Skólarnir hafa orðið að gegna tvennskonar skyldu; vera bæði lýðskólar og sérskólar. Almenn fræðsla hefir af sjálfsagðri nauðsyn orðið að ganga fyrir, áður en sérmentun yrði kom- ið við. Útkoman hefir því orðið sú, að sérmentunin hefir setið á hakanum og orðið lítið úr. Við eigum því í raun réttri engan búnaðarskóla, engan hús- mæðraskóla, engan kennaraskóia, sem geti heitið sérskólar. Pessu þarf að breyta. Skilyrði fyrir því að við eignumst sér- skóla, er, að við komum alþýðufræðsl- unni í sæmilegt horf. Að þessu þarf þá að stefna í fram- tíðinni: 1. Að finna réttan mælikvarða fyrir al- mennri fræðslu og gefa hverjum manni kost á henni. 2. Að fullnægja fræðsluþörfinni á rétt- um tíma þroskaskeiðsins. 3. Að draga skýra merkjalínu milli alþýðufræðslu og sérfræðslu. 4. Að haga sérfræðslunni eftir þörfum og hneigðum. 5. Að samræma alt okkar skólakerfi svo það verði ein lífræn heild, þó án þvingandi sambands,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.