Dagur - 13.10.1920, Qupperneq 3
DAOUR
69
uppfræðslunnar. Bókin virðist einkum
skrifuð fyrir borgaiýð, þar sem fundum
manna ber sífelt saman í heimsóknum
og heimboðum, við miðdegisverði,
kvöidboð og dansleika, í kirkju, söfn-
um, við satnsöngva og í leikhúsum, á
götu, á ferðalagi og í veitingahúsum,
við hirðir o. s. frv. í bókinni er lengst
af dvalið vlð að kenna okkur rétta
hegðun við öll þessi tækifæri. 011 á-
herzla lögð á það, að við lærum að
hegða okkur eins og aðrar þjóðir gera.
Ekkert skeytt um að gera grein fyrir
því, hvað muni vera íslenzkar siðvenj-
ur. Að þessu leyti er bókin ekki sem
hollusi. Við eigum líka kröfu tii þess
að vera teknir til greina. Pað eru ekki
tvímælalaus rök fyrir gildi ýmissa ytri
siða, þó þeir eigi rót sína að rekja til
erlendra stórborga. Vitanlega er margt
af þessum siðvenjum, sem tíðkast í
stórbrotnu og glæsilegu samkvæmislífi,
tildur eitt. Og apaháttur okkar er nóg-
ur, þó ekki séu gefnar út kenslubækur í
þeirri grein.
Svo virðist sem tveir straumar ráði
meðferð efnisins. Annar runninn frá
hinni erlendu fyrirmynd. Hinn frá brjósti
höfundarins sjálfs. Þetta er mjög eðli-
legt. Annarsvegar ráða yfirborðs sið-
venjur misjafnlega rótfastar í sjálfu sið-
gæðinu. Hinsvegar siðgæðið sjálft yfir-
lætislaust og sannleikskært. Einkum verð-
ur þetta ábærilegt i síðasta kafla bók-
arinnar. Hann er í alla staði svo ágæt-
ur, að hans vegna er bókin þess verð,
að hún sé sem víðast keypt og lesin.
Par er varað við lýginni í ðllum mynd-
um. Það er að vísu getgáta, að þessi
kafli sé einkum runninn undan rifjum
höfundaritts sjálfs, en hún er sennileg.
F*ar stendur meðal annars:
»AndmæIið strax lýginni, þegar þér
niætið henni, hvaðan sem hún kemur;
að öðrum kosti magnast hún og breið-
ist milli fjalls og fjöru. Herðið upp
hugann og verið einarðir gegn sjálfum
yður og öðrum. Hafið þrek til að játa
fátækt yðar, þrek til að neita yður um
það, sem yður er óholt eða um megn
að veita yður, þrek til að setjast þar á
bekk, sem þér eigið heima, þrek til að
fyrirlíta tízkuna, þrek til að játa van-
þekkingu yðar og læra af þeim, sem
betur vita, þrek til að halda svörurn
uppi fyrir sannfæring yðar og hugsjón-
um, þrek til að taka sannleikann —
einnig beizkan og tötrum klæddan —
yður í faðm og hafna lýginni, þótt hún
birtist í litklæðum, og að síðuslu —
þrek til að stjórna geði yðar og fýstum
í öllum greinum, þá eruð þér og verð-
ið — hvernig sem ytri hag og áliti
líður — miklir menn og ágætir, því
að »sá, sem atjórnar geði sinu, er betri
en sá, sem vinnur borgir.«
Það er ekki laust við, þegar hér
kemur, að bókin virðist gera uppreist
á móti sjálfri sér. Vitanlega er margt
af þeim ytri siðveiyum, og kurteisis-
reglum, sem bókin fjallar uní)1 bygðar
á hrœsni, sem er eins og höfundur
tekur fram ein tegund lýginnar. F*að er
öðru nær, en að verið sé að kenna
okkur, að fyrirlíta tízkuna, heldur er
verið að kenna okkur að þjóna henni
sem nákvæmlegast, og það jafnvel þeirri
tízku, sem er sprottin upp af hégóm.
legu tildri, stéttamun o. fl. Mætti í því
sambandi benda á ýmislegt t. d. um
kveðjur ogkynningar, heimsóknil', klæða-
burð, borðsiði og ýmsa samkvæmissiði.
F>ví er ekki rieiíað, að margt af því sé
gott og gilt, en margt af því eru líf-
taugar hræsninnar. F’ví miður er rúm
blaðsins svo takmarkað, að ekki er hægt
að gera jafn ítarlega grein þessa ósam-
ræmis sem skyiai. F’ó skal gerð lítils-
liáttar tilraun. Á bls. 36 er sagt, að
það sé hræðilegt að sjá menn fara að
stanga úr tönnum sér eftir máltíð, og
síðar í hókinni er mönnum ráðlagt að
h?lda hendinni fyrir munn sér, ef þeir
þykjast ekki geta komist hjá því, að
stanga úr töununum. Áf þessu virðist
mega ráða, að það sé mikil ósvinna,
að láta sjá tennur sínar og inn á milli
þeirra. Pó er annarsstaðar í bókinni
bent á það, að vel teníur fríður munn-
ur prýði mjög andlitið. Pað munu
vera misjafnir siðir í þessu efni. Vest
anliafs þykir það kurteisi jafnvel í boð-
um, að stanga úr íönnum sér. Hitt þyk-
ir ósvinna og ókurteisi að láta tann-
stöngla vanta á borðið, enda eru þeir
verzlunarvara í svo að legja hverri
vörubúð. F*etta virðist því vera tildur,
sem ekki eigi sér neina algilda lög-
málsgrein í lögmáli háttprýðinnar.
Á bls. 38 er talað um hcimsóknir.
F*ar er skilgreint, hvað séu kurteisis-
heimsóknir. Eru það meðal atinars
kynningarheimsóknir, gagnheimsóknir,
heimsóknir eftir heimboð, hvort sern
því er tekið eða ekki, hamingjuóska-,
samhrygðar-, kveðju- og vináttuheim-
sóknir. Manni dettur í hug jólagjafa-
farganið í Ameríku, þar sem það er
orðið líkast vöruskiftaverzlun. Er ekki
eitthvað óheilbrigt við það, að gera ráð
fyrir hamingjuóska-, samhrygðar-, kveðju-
og vináttuheimsókuum í nafni kurteis-
innar? Væri ekki betra fyrir hlutaðeig-
endur að vera án slíkra heimsókna?
Eg get ekki hugsað mér að t. d. sam-
hrygð og vinárta spyrji um kurteisis-
reglur. Ef þær gera það, Verðskulda
þær ekki nafnið. F*ær eru þá ekki ann-
að en hræsni. F’að er öðru nær, en
að hér sé verið að kenna okkur að af-
neita lýginni (hræsninni) eða fyririíta
tízkuna.
Á bls. 33—34 er kafli um kynning-
ar. F*að eru 10 lagaboðorð um það
efni, sent einn af siðameisturum nútíð-
arinnar hefir safnað. Reglur þessar eru
sprottnar upp af metorðamun og tign-
ar og ýmsu öðru lítilsverðu tildri, sumu
lítt skíljanlegu. Par stendur meðal ann-
ars: »Menn kynni aldrei konu karli,
heldur ætíð karl konu. — Þegar karl
er kyntur konur, skal nefna nafn hans
fyrst. — Kynni maður tvær persónur
hvora annari, skal sfðar nefna nafn þeirr-
ar, sem hærra stendur í stöðu eða á-
liti.« F*að er ekki auðgert fyrir þá að
fyrirlíta tízkuna, sem eiga að haga sér
eftir þessum reglum.
Margt þessu líkt mætti benda á, þó
skal hér staðar numið. Bókin er skrif-
uð, til þess að gera okkur fær í »blekk-
ingarsjó veraldarinnar«, sem höfundur
nefuir svo, þar sem hann talar um
»umgengni við menn d ýmsum stétt-
um«. Margt er þarft og gott og snert-
ir almenna háttprýði eins og kaflinn á
bls. 47 um umgengni við gamalt fólk.
En margt gerir uppreisf gegn sannleika
og hreinu hugarfari og verður ekki sam-
rýmt síðasta kafla bókarinnar.
Jón Jacobson er ritsnjall maður og
hinn smekkvfsasti á fslsnzkt niál. Manni
ALNAV0RU
alla, HÖFUÐFÖT, tilbúmn FATNAÐ og til FATA svo sem
tölur, tvinna etc., sel eg til árauióta með
15°;0 a f s 1 æ 111.
Oito Tulinins.
verður að harma það, að slík bók sem
þetta kemur frá hendi þess manns, sem
þýddi >Einfalt líf«. Rær bækur fara
mjðg í gagnstæðar áttrr. Á þeim báð-
um er þó handbragð siðameistarans.
Okkur finst við eiga þarna mann, sem
væri mörgum öðrum betur fær, til þess
að segja okkur til syndanna, vegna
glöggskygni sinnar, einurðar og smekk-
vísi. Vonbrigðin yfir þessari bók verða
því meiri, af að sjá hann binda sig svo
mjög við erlenda fyrirmynd.
Verði bók þessi gefin út að nýju,
væri þess óskandi, að höf. ritaði hana
sem mest frá eigin brjósti, að hún yrði
þá meir við alþýðuhæfi, að gripið yrði
niöur á lægri stöðum, að minna væri
hirt um að kenna okkur að vera apar,
meira sjálfstæð þjóð líka á þjóðlegum
og fögrum ytri siðum, að þar yrði trú-
legar rekið erindi sannleikans eu hræsn-
in fordæmd, að tildrinu verði minna
hampað, og þeim einum siðum haldið
á lofti, sem eiga traustar rætur í hreinu
hugarfari og sönnu siðgæði.
Gjafir
til geislalækninga við sjúkrahnsið >Gud-
rr.anns Minde< meðteknar nieð þðkkum
fyrir þess hönd.
Meðtekið á árinu 1919:
Frá Sambandi norðlenzkra
kvenna . Kr. 6777,16
— Tönnes Wathne.... — 500,00
— O. Bjerkvik.............— 500,00
— Verksmiðj. Krossanesi — 100,00
— »Arinbirni«.............— 100,00
— Frú Thoru Havsteen . — 50,00
Kr. 8027,16
Á þessu ari:
Frá Carl Höepfner . . . . Kr. 1000,00
— Chr. Evensen............— 1000,00
— Ragnari Ólafssyni ... — 1000,00
— Rögnv. og G. Snorras. — 1000,00
— Sameinuðu ísl. verzl. . — 500,00
— Birni Guðmunds. Bás. — 50,00
— Sofie Johnsen Oddeyri — 50,00
— Leikfimisfl. Akureyrar — 313,90
— ónefndum bónda ... — 25,00
— Jóhannesi F'orsteinssyni — 500,00
— Margrjeti F>órðardóttur — 50,00
— Krístfnu ogjakob Karlss. — 500,00
— Irigibj. Jónsd. Klömbrum—- 50,00
— Holdö Krossanesi . . — 200,00
— Jórunni Jónsd. Litlubr. . - 100,00
Listi (241) safnað af Elínu
Jónsd. Sveinsstöðum . — 150,00
Listi safnað af Sigr. Sigfúsd.
Arnheiðarst. Fljótsd. . — 1S1,30
Listi af Sauðárkrók . . . ■ — 153,00
Kr. 6823,20
beðið ritstjórann fyrir ofanritaðan lista
til birtingar í blaðinu.
Ánægjulegt er að vita, að menn hafa
brugðið svo drengilega við sem raun
er á orðin, til þess að koma upp geisla-
stofnuninni. F’örfin fyrir hana er mikil
og sparar mörgum dýrar ferðir til
Reykiavíkur og óþægindi, sem því
fylgja.
Steingrímur læknir er óþreytandi í
því, að auka og endurbæta sjúkrahúsið
á sem flestan hátt og sýnir í því mik-
inn dugnað. En erfitt mun það vera
á þessum tímum vegna óviðráðanlegrar
dýrtíðar.
Sjúkrahúsið mun því vera í fjárþröng.
Væri vel gert að rétta þar hjálparhðnd.
Engin þörf er eins sár og sú, að Iétta
sjúkraböliö.
ilji Akureyri ekki, sitja í myrkri jafnt
sem kulda enn um nokkur ár,
éða greiða stórfé fyrir steinolíu
jafnt sem fyrir steinkol, svo verð-
ur hún aj koma upp rafljósastöð undir
eins, og við Glerá verður það auð-
veldast og ódýrast, og alls ekki ómögu-
legt fyrir þessa árslok, ef símað væri
eftir rafmagnsáhöldunum nú þegar.
13. okt. 1920.
F. B. A.
Söngskemtun
halda þau Ingimundur og ungfrú Sig-
ríður núna á föstudagskvöldið.
Nánar auglýst.
TIL ATHUGUNAR,
þeim er þegar hafa trygt sig í
Lífsábyrgðarfélaginu „DANIARK“
eða hafa í hyggju að gera það, skal
O
þess getið, að peningaviðskifti viðkom-
andi félaginu ganga óhindruð gegn um
póstinn.
Lárus J. /Rist.
DAGUR
vill stefna að þvi, að verða frjálslynt
og viðsýnt samvinnumálgagn fyrir alt
Norðurland. Hann
v e r ð u r
þvi, að leita sér liðsinnis margra góðra
ritfœrra framsóknarmanna og sam-
vinnumanna. Góð kvæði eru honum
og hið
b e z t a
hnossgœti. Síutta og kjarnyrta bréf-
kafla og fréttir úr öllum áttum þarf
hvert
Samtals bæði árin 14850,36.
Akureyri 10. okt. 1920.
L. J. Rist.
Aths.
Reikuingshaldari sjúfctjahússins hafir
blað
að flytja, sem vill verða útbreytt og vin-
scelt blað
N o rður tn nd s,