Dagur - 13.10.1920, Page 4
100
DAOUR.
Kartöflur
fást í
Ketbúdinni.
Úr öllum áttum.
/
Druknun
4 m*nna í lendingu á Haga á Barða-
strðnd hefir nýlega frézt. Einn maður-
inn er nafngreindur: Qestur Magnús-
aon frá Staðarfelli í Dðlum, ungur efn-
iamaður. Qleggri frétta má vænta um
þenna sorglega atburð.
Skfpafregnir:
Búiat er við að íkipin reki nú hvert
annað hár norður um land á næstunni
Lagarfoss, Qullfoss, Sterling og Borg.
Enn eru þó óglðggar fréttir um sum
þeirra. Lagarfoss kemur með hveiti
frá Ameríku og tekur ket hjá kaupfé-
lögunum hér á Akureyri, Svalbarðseyri,
Húsavík og ef til vill víðar. Á mánu-
dagsnóttina kom hingað skip, sem tekur
síldarmél í Krossanesbót. Ennfremur er
von skipa til þess að taka fisk hér
norðan lands. Útflutningiir varanna
virðist ætla að ganga eins og i sögu.
Síld.
Um 130— 140 þús. fullpakkaðar tunnur
hafa veiðst á landinu f vertíðinni. AII-
mikið þegar flutt út. Hitt bíður byrjar.
Salan gengur því miður mjög illa. Hætt
við að atvinnuvegurinn rísi ekki undir
stórfeldu tapi í ár eftir það, sem á und-
an er gengið. Frá því sala hófst, hef-
ir verðið verið á stöðugri niðurleið.
Markaðurinn er allur í höndum Svia.
Kunnugur maður hefir sagt ritstjór'an-
um, að ef ekki rýmist um markaðinn
fraravegis, muni síldarútgerðin leggjast
niður. Einræði á markaðnum gerir selj-
endur máttlausa gagnvart sínum eigin
atvinnuvegi. Sami maður fullyrti, að
mat hefði verið með nákvæmasta og
bezta móti í sumar. En kaupendurnir,
•em ekki hafi við neina samkepni að
etja á heimsmarkaðinum, standa vel að
vígl, til þess að skrúfa niður verðið og
finna sér alt til. Af því munu að mestu
•tafa tröllasðgur þær, sem borist hafa
um slæma verkun á síldinni.
rtskur
selst nú óðum, að sagt er. Einkum
eftirspurn eftir Labradorfiski, en það er
sm*rri fiskur verkaður á sérstakan hátt.
Hann er ekki flattur aflur úr, heldur
skorið út úr og stirtlsm látin halda sér.
Auk þess er hann Iinþurkaður. Mestur
Austfjarðarfiskur er þessarar tegundar.
U1I.
Lftilsháttar hluti af þessa árs ull kvað
vera seldur. Verðið í Kaupmannahöfn
um 4 kr. kg.
Fj&rkroppan
sú sania. Ef vörur okkar halda áfram
að seljast, ætti að losna um hana áður
en langt um líður, sí ummæli ráðherr-
anna hafa verið á rökum bygð, sem
getið var um hér í blaðinu fyrir nokkuru.
Akureyri.
Kvef
er víst með meira móti, í bænum.
Inflúenzan ioðir við og tekur menn
aftur og aftur. Er hálfömurlegt að
heyra hósta þann og óheilinda-hljóð,
sem pest þessari fylgir hér í bænum,
þegar hanstmyrkrið grufir yfir götunum,
og er Akureyri myrkfælnum mönnum
óhollur staður.
Otto Tulinius kaupmaður
tekur sig upp með fjölskyldu sinni
og flytur alfarinn tii Kaupmannahafnar
með Gullfossi næst. Sjálfur mun hann
koma snögga ferð aftur hingað, til að
ráðstafa innbúi sínu o. fl. Verzlun sína
rekur hann hér áfram. Kunnugum mönn-
um og starfsbræðrum Tuliniusar þykir
sem stórt skarð verði eftir, þegar fólk
þetta fer. Tulinius er atorkumaður
mikill, framtakssamur og góður drengur.
Bæ/arst/órnarfundur
var haldinn í gær, sem slóð yfir frá
kl. 4 e. h. til kl. 1 í nótt. Fjárhags-
áætlun kaupstaðarins fyrir árið 1921 var
þar til annarar umræðu og var samþykt.
Urðu um hana mjög snarpar umræður.
Helztu nýmæli í bæjarstjórn þessi: Sam-
þykt að láta fara fram berklarannsókn á
mjólkurkúm í kaupstaðnum í þessum
og næsta mánuði. Sömuleiðis samþykt
að panta rottueituf1 (ratin) og gera gang-
skör að því, að útrýma rottúm í bæn-
um. Ennfremur samþykt að kaupa 300
ten.metra af muldu grjóti af Espholin
Co. til strætagerðar í bænum.
Barnaskóiinn
verður 6ettur í samkomuhúsi bæjarins
á morgun kl. 1 e. h.
Ritst/órinn
leitaði upplýsinga póstmeistara hr.
Guðm. Bergssonar urn það, hvort það
væri rétt hermt, að peningaviðskifti við-
komandi líftryggingarfélaginu *Danmark«
gengju óhindruð gegnum pósiinn og
lcvað hann það rétt vera.
Kaupfélag’ Eyiirðinga
hefir leigt til ketgeymslu íshus Tul-
iniusar kaupmanns suður í bænum.
Úr bæ/arst/órn
ganga um næstu áramót, eftir því sem
hlutkesti féll á bæjarstjórnarfundi í gær,
þeir: bæjarfulltrúar Júlíus Havsteen,
Otto Tulinius, Ingimar Eydal og Sig.
Bjarnason,
mm
Tryggið líf yðar í lífsábyrðarfélaginu
,,D A N M A R K“
Að félaginu standa hinir hyggnustu og beztu fjármálamenn á
Norðurlöndum enda reynst hið ábyggilegasta í öllum viðskiptum.
Lág iðgjöld. Hár bónus.
Félagið hefir lagt stórfé í bankavaxtabréf og þjóðþrifafyrirtæki
hér á landi. Pessvegna sérstök ástæða til aðtryggja sig í því félagi,
sem lætur landið njóta góðs af velíufé sínu.
Allir hyggnir fjármálamenn og framsýnir tryggja líf sítt í,Danmark,‘
Byrjið ungir að spara aurana. Þeir lcoma aftur með margföldum
vöxtum þegar mest liggur á. Læknisskoðun ókeypis.
Aðalumboðsmaður Porv. Pálsson, læknir, Reykjavík.
Nánari upplýsingar gefur Lárus J. Rfst.
mwmMwm
Síldarmél
frá síldarverksmiðju
Hinna sam. íslenzku verzlana
á Siglufirði.
Verð: sé tekið minst 100 hálfpokar 55 aiirar
pr. kg. annars 57 aurar. Pantanir má senda
beint til verksmiðjunnar eða undirritaðs, og er
nauðsynlegt að þær kotni sem fyrst. Par eð af-
gangurinn verður fluttur til útlanda.
Otto Tulinius.
Mógrá hryssa
tapaðist frá Skútustöðum í Mývatnssveit seint í ágúst s. 1. Hryssan er 5 vetra
gömul, hringeygð á öðru auga, mark: tvær fjaðrir fr. hægra, blaðstýft fr. vinstra'
Finnandi geri ritstjóra blaðsins aðvart eða undirrituðum eiganda hryssunnar,
sem borgar áfallinn kostnað.
Skútustöðum 10. okt. 1920.
Porlákur Jónsson.
:
amerísku eru heimskunnir sem beztu og fullkomnustu
grammófónar, er hugvitsmennirnir hafa búið, til.
Pantið einn slíkan grammófón hjá kaupfélagi yðar, eða
kaupmanni, með nokkrum plötum, og þér munuð undr-
ast hve mikill ánægjuauki það verður fyrir heimili yð-
ar, þegar þetta snildar áhald lætur þar til sín heyra.
é
~4>K