Dagur - 03.11.1920, Blaðsíða 2

Dagur - 03.11.1920, Blaðsíða 2
106 ÐAQUR þess að greiða úr fjárhagsvandræðun- um, að óinnieysanlegu seðlarnir hverfi ekki að minsfa lcosti, svo miklu leyti sem þeir verða ekki yfirfœrðir og sem fyrst úr sögunni.« Yfirlit. , I. Hér að framan hefir verið gefin a!l- ítarlegur útdráttur úr umræðum manna um þessi lang alvarlegustu mál sem nú eru á dagskrá þjóðarinnar, viðskifta- kreppuna og íslandsbankamálið. Skulu nú, lesendum til hægðarauka, dregnar saman helztu niðurstöðurnar. Kaaber bankastjóri legst á sveif með Alþyðubl. og telur orsök vandræðanna þá, að íslandsbanki hafi bundið óhæfi- lega stóran hlut af veltufé sínu ásamt lánstrausti erlendis með lánveitíngum sínum til fiskverzlunar. Pað hafi gert hann ófæran, til þess að yfirfæra fé fyrir landsmenn og Landsbankann. Petta orsaki umtalið um gengismuninn á ísl. og dönskum gjaldeyri. Hinsvegar víkur hann ekki beint að því, hvort um geng- ismismun sé að ræða eða ekki. Jón Laxdal stórkaupmaður álítur að ekki sé um gengismismun að ræða, held- ur tilraun danskra viðskiftaaðila að fá greitt vaxtatap, þó gengismunur sé ekki óhugsanlegur framvegis. Aðalorsök við- skiftakreppunnar álítur hann þá, að bank- arnir hafi ekki yfir nógu miklu fé að ráða. Garðar Gíslason stórkaupmaður kennir um illu ástandi í heiminum, sem hafi orsakað verðfall ísl. afurða, sölu- tregðu og fjárkreppuna. í grein hans kennir frekar varnar bankanum til handa. En Morgunblaðið vill helzt gera orð hans að sínum. Stjórn íslandsbanka telur að fjár- málaástandið í landinu sé að kenna ó- væntu og snöggu verðfalli afurðanna og viðskiftaástandinu í heiminum yfirleitt. Hún veit til þess, að gengismunur hefir átt sér stað á íslenzkum og dönskum gjaldeyri, þó ekki I gegnum íslands- banka. Telur að bankanum einum og engum öðrum komi það við, hvernig hann ráðstafi fé sínu. Neitar að bank- anum beri skylda, til þess að sjá Iands- mönnum fyrir erlendum gjaldeyri. Neit- ar ennfremur, að bankanuin beri skylda tii að hlýta lagafyrirmælum, sem sett hafa verið að skilyrði fyrir auknum seðla- útgáfurétti, vegna þess að bankinn hafi aldrei viðurkent þau. Kvartar yfir árás- ura, sem gerðar hafi verið og stuðli til þess að veikja og vekja tortrygni á ís- Iandsbanka. Fjármálaráðherrann teiur aðalor- sökina of mikla eyðslu landsmanna og innflutning vara og að framleiðsla síð- asta árs hafi ekki selzt því verði, sem henni bafi verið haldið í. G. Ó. lcemst að þeirri niðurstöðu, að um eðlilegan gengismismun sé að ræðí, Við getum ekki með neinum ráð- um haft inuleysanlega seðla, gengis- skráning þyrfti að fara fram í íslenzkum bönkum, en eina ráðið til þess að laga gengið, sé að takmarka innflutning vara og flytja sem mest út. Eggert Briem frá Viðey telur aftur á móti frnmorsökina til peningakrepp- unnar vera óinnleysanleik seðtanna og henni létti ekki af fyr en þeir hverfi. Sölyn sé hjá íslandsbanka að því leyti, sem hann hefir gert sig ófæran, til þess að annast yfirfærslu á fé fyrir Iands- menn, en hðfuðorsökin si hjá þingi og stjórn, þar sem seðlarnir hafi verið gerðir óinnleysanlegir og Landsbankinn ekki látinn njóta heimildar sinnar að taka út gull og nota það til yfirfærslu fyrir landsmenn. j (Meira.) Á vesturvegum. iii. 1 Winnipeg. Eftir 60 klukkustunda næstum því hvíldarlausa fleygiterð, komum við til Witinipeg. Enn er þó ekki komið lengra en sem næst f mitt land. Við verðum íegin að losna af pínubekkjun- um, og vera komirin á aðaláfangastað eftir þessa löngu ferð. Dyrum er sleg- ið opnum og fólkið streymir út úr járn- brautarvögnunum inn í geysistóra hvolf- bygða járnbrautarstöð. Þar inni er hin mesta ös og troðningur. Um sex hundruð íslendingar eru þarna staddir, margir til þess að fagna ástvinum og kunningjum, aðrir af samúð og hjálp- fýsi, enn aðrir af forvitni. Augu mín hvarfla um matinþröngina, en eg þekki ekkert andlit. Rað er svip- að því, sem opnuð sé lambakró á stekk. Hver leitar að sínum. Við, sem höf- um haldið hópinn á latigri ferð, tvístr- umst innan um manngrúann, og erum um leið skilin og töpirð hvórt öðru. Út frá þessari höfuðstöð, sem Winni- pegborg er f samgöngukerfi Vesturfylkj- anna, liggja langar og skildar leiðir út í víðáttuna og tínsluna. Pað er eins og grípi mig hálfgerður söknuður. A ferðinni var eg í þeim hóp, þar sem allir urðu jafningjar, og töldu sér skylt að vera það. Allir urðu jafningjar, vegna þess að þeir áttu að baki sameiginlega ættjörð, framundan sameiginlegt óskaland og umhverfis hafsauðnina, sem fer ekki í manngrein- arálit. Pegar svona verður líkt ástatt fyrir mörgum, hverfur margt, sem sund- urgreinir og aðskilur. Um stöðu og stétt er ekki spurt, ekki um afrek né ávirðingar, heldur raeður systkinaþelið, meðan leiðir liggja saman milli skers og báru út í lokkandi óvissuna. Það grípur mig söknuður, því eg er einn í öllum þessum mannfjölda. En þegar Vestur-íslendingar fjölmenna til móts við innflytjendur, verður enginn einstæðingur í innflyljendahópnum. Flest- ir verða fegnir, að mega taka einhverja að sér, og láta hann njóta gestrisni sinnar og þjóðernishlýju. Og mitt hlut- skifti verður gott. Vandalaus vinur, s«m eg hsfi aldrei séð né heyrt, tekur inig heim með sér. Alt er mér veitt, sem bezt er og hugþekkast. Gestgjali minn, sem er ógift, roskin kona, er mér jafnhlý og nákvæm eins og eg væri drengurinn hennar, kominn heim úr langri fjarveru. Gott er að þvo af sér ferðarykið í baðinu. Betra er þó að finna hlýjustraum íslenzkrar gestrisni baða viðkvæman huga sinn. Eg er háttaður í bezta rúmi. Það eru mikil viöbrigði eftir Ieguna á tré- bekkjum lestarinnar. Pað er mikil nautn að teygja úr limum sínum og velta sér í dúnmjúkri sænginni. Út um gluggann sé eg bláskygðan stjörnuhiminn. Og eg stari norðaustur í geiminn, í áttina, sem er orðin mér kærust og sárust. Einhversstaðar þarna í hvolfinu skerast sjónbaugar minn og þeirra, sem eftir urðu. Nú er ekki tími til hugarvíls. Eg finn að mér fer líkt og manninum í æfintýrinu, sem ekki mátti horfa til baka, hvað sem á gengi, því þá yrði hann að saltstólpa. Um að gera að horfa fram en ekki aftur. Þó verður hvorugt. Hugurinn staðnæmist við á- hrif síðustu stundanna. Hlýtt hjartaþel og góðgerðir, sem aldrei er hægt að þakka. En þó — þó einhver mikil vöntun fyrir íslenzka vandfýsi. Tungu- takið breytt, fasið annað, yfirbragðið nýtt. Hugsunarhátturinn stórbreyttur og ekki geðfeldur í fljótu bragði. Ró er það alt skiljanlegt. En eg hefi séð sex hundruð íslendinga í kvöld, með ýmsum blæbrigðum við þetta tækifæri, séð margt sem eg bjóst við og bjóst ekki við. Og hú finn eg að þetta, sem vantar, muni eg aldrei finna vestan megin hafs. Kúaberklar og mannaberklar eftir Steingrím Matthíasson. III. Víða erlendis eru gripaberklar mjög algengir. Regar farið var að rannsaka kýr með túberkúlíni kom í Ijós, að í sumurn sveitum hafði næstum helming- ur kúnna berkla. Ekki sást þó að berklaveiki í mönnum væri í þessum sömu héruðum útbreiddari enn þar sem minna var af gripaberklum. Það er áreiðanlegt og margsannað, að sýking- ar frá gripum gætir lítils í samanburði við sýkingu rnann frá manni. Rví fyrst er nú það, að þó kýr sé berklaveik, þarf mjólkin ekki að vera sóttmenguð af bakteríum. Og svo er hitt, að þó menn drekki sóttmengaða mjólk, þá er magi flestra svo vel úr garði gerður, að geta melt bakteríurnar og gert þær ósaknæmar. Þær kýr eru hættulegastar, sem hafa berkla í júfrinu, en sem betur fer eru þær tiltöluiega fáar eða aðeins eitthvað I°/o þeirra sem eru berklaveikar. í mjólk úr kú með júfurberkla eru oft 100,000 bakteríur í hverjum teningssentimetra. Ef mjólk úr slíkri kú blandast saman við aðra mjólk, þá sóttmengast auðvit- að öll mjólkin. IJar er aftur sú bót í máli, að við blöndunina þynnast bakt- eríurnar og verða fyrir það ósaknæmari, einkum þegar um mikla mjólk er að ræða. En rannsóknir hafa sýnt að bakt- eríur geta líka verið í mjólk úr kúm þó júfrið sé heilbrigðt, en miklu minni brögð eru að því. Erlendis er það mjög títt, eins og væntanlegt var, að tæringarbakteríur finnist í mjólk, ef að er gáð. í Berlín er svo talið, að f 10°/o allra sýnishorna af venjulegri sölumjólk finnist tæringar- bakteríur. í öðrum löndum gætir þessa langtum meir t. d. sumum enskum stór- • bæjum, þar sem eftirlit með stórgripum og mjólkursölu er minna enn í Þýzka- landi. En sem betur fer, verða ekki allar þessar bakteríur mönnum að meini. í Berlín var athugun gerð á 360 mönn- um, sem vitanlega höfðu um langan tíma neytt mjólkur úr berklaveikum kúm. Aðeins 2 þeirra fundust með ótvíræða berkla (í hálseitlum). Á árunum 1902 — 1912, meðan berkla- veikisrannsóknarnefndin brezka sat á rök- stólum, voru ítarlega rannsóknir gerðar til að komast eftir, hve menti smittuðust oft af nautgripabakteríum. 1602 berklaveik- ir menn voru athugaðir. 1464 þeirra höfðu allir smittast af mönnum og höfðu mannasýkia. 126 höfðu smittast af naut- gripum og fundust í þeim nautgripa- sýklar. 9 höfðu berkla er orsökuðust af samanblönduðum báðum sýklateg- undum. 3svar sinnum fundust hænsna- bakteríur í mönnum. Ró var það at- hugavert við þessa rannsókn, að valdir voru afbrigðilegir sjúklingar þar sem fremur mátti vænta að finna nautgripa- sýkla; var því þessi rannsókn fremur i vil þeim, sem vilja kenna nautgripum um tíða sýkingu manna. Rýzkur læknir athugaði 147 menn með lungnatæringu. Aðeins í tveimur þeirra fann hann gripasýkla, en í hinum öllum aðeins mannasýkla. Samskonar raunsóknir fóru fram sfðar á Englandi og í Japan. 653 menn voru athugaðir, sem höfðu lungnatæringu. Aðeins í þremur fundust gripasýklar. Eins og fyr er ritað er ungbörnum, sem drekka ósoðna rnjólk, hættast við sýkingu af gripaberklum. Pað er því fróðlegt að heyra um þær athuganir, sem sérstaklega hafa verið gerðar á börnum. 115 börn, sem dáið höfðu af berklum víðsvegar í líkamanum, voru krufin. 95% þeirra höfðu mannasýkla en aðeins 5°/o gripasýkla. En þegar athuguð hafa verið eingöngu börn með beinberklum og útvortis eitlaberklum, hefir fundist talsvert meira af gripasýkl- um í berklunum. í Noregi fann dr. De Besche að alt að 10°/o berklaveikra barna hefðu sýkst af gripaberklum, en Stiles í Edinborg segir að þar sé það langtum algengara að börn fái berkla úr þeirri átt. Svo er víðar á Skotlandi, en þar hefir til skamms tíma verið lít- ið eftirlit með gripaberklurn og mjólk- ursölu. En flestum kemur saman um, að berklar, sem orsakast af gripasýkl- um, séu miklu hættuminni fyrir menn og auðlæknaðri enn venjulegir manna- berklar. Sumir hafa nú haldið því fram, að sennilega breytist gripasýklarnir smátt og smátt í mannasýkla við að dvelja langvistum í mannslíkamanum og get1 þannig síðar orðið illkynjaðri. Margar athuganir hafa verið gerðar til að ganga úr skugga um þetta, en aldrei hefír slík breyting sést eiga sér stað. Það nægir að nefna eina athugun, sem lækn-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.