Dagur - 03.11.1920, Blaðsíða 3

Dagur - 03.11.1920, Blaðsíða 3
DAGUR. 111 ir gerði á berklaveiku barni, er sýkst hafði af gripasýklum. Um 5 ára skeið héidust sýklarnir óbreyttir. Mannasýklar hafa verið látnir ganga gegnum 8 naut- gripi úr einum í annan á tveggja ára tímabili — látnir lifa og tímgast í holdi gripanna án þess að sýkja |)á að nokkr- um mun. A öllum Iaeim tíma varð engin breyting á sýklunum. Og rann- sóknarnefndin brezka komst að þeirri niðurstöðu, að breyting einnar tegund- ar berldasýkla í aðra geti ekki álitist, að eiga sér stað. Rað er nú áreiðanlegt, að venjulega þarf mikið af bakteríum til að sýkja menn af neyzlu mjóikur. Maginn tek- ur oftast mannlega á móti og meltir bakteríurnar stfndur og saman. Það er svo um fleiri bakteríur enn tæringar- bakteríur. Það er margsannað, að mörgum getur að ósekju haldist uppi um langan tíma að eta í sig t. d. tauga- veikis- og jafnvel kólerubakteríur. Það má því óhætt ráða mönrium frá að ganga í algert mjólkurbindindi, þó það vitnist að einhverjar kýr séu með berkl- um — að minsta kosti ef sömu gripir eru með góðri heilsu, halda vel hold- inu, eta vel o. s. frv. En svo er eitt ráð til að taka rúr mönnum allan ugg, og það er að sjóða mjólkina. Með því móti má drepa allar bakteríur. Víða erlendis er það nú orðið alsiða að gerilsneyða alla eða mestalla sölumjólk, og þykir góð tryggiug með því fengin. (Meira.) Símskeyti. Rvík 27. Okt. Grikkjakonungur dáinn af apa- bitinu. Pingið, sem rofið hafði verið, kvatt saman til að kjósa ríkisstjóra. Frönsku stjórninni og þjóðar- ráðinu kemur illa saman. Rússar hafa ekki enn lagt nægilegt gull inn í erlenda banka til greiðslu þýsku varanna. Almenn sorg í Cork vegna dauða borgarstjórans. Tveir breskir togarar hafa ver- ið sektaðir hér, um 1400 krón- ur hver, fyrir landhelgisbrot í sumar. Rvfk 2. nóv. Bretar afsalasér rétti, til þess að leggja löghald á þýzkar eign- ir í Bretlandi geti Þjóðverjar eigi uppfylt friðarsamningana. Times mótmælir. Frönsk blöð hamslaus. Þjóðverjar eiga að afhenda Bandamönnum 83 þú$. smálesta skipastól fyrir herskipin, sem sökt var í Scapaflóa. Fulltrúar kolamanna bera til- lögur brezku stjórnarinnar undir námumenn. Atkvæðagreiðsla um tillögurnar fer fram í dag. Vinna hefst 8. þ. m. komist samkomu- lag á. De Geer orðinn forsætisráð- herra í Svíþjóð, Wrangel greifi utanríkisráðherra. Sambandsfélag verkalýðsins í Danmörku hefir samþykt tillögur um fyrirkomulag verkamannaráða og sent þær atvinnurekendafé- laginu. Forsetakosning í Bandaríkjun- um fer fram á morgun. 55 milj. kjósenda. Skærur með Pólverjum og Lithauum. Fregnir berast af óeirðum á Rússlandi vegna kornlaganna, ó- staðfestar þó. Grikkir vilja taka Pál prins til konungs. Hann tekur við kon- ungdómi vilji þjóðin hvorki Kon- stantin föður hans né Georg bróður hans. Norskir jafnaðarmenn eru gengnir í ^Rriðja internationale«. (Alþjóða bolsévíkafélag?) Alþjóða viðskiftastofnun líklega sett á stofn í Kaupmannahöfn, á að hafa umsjón með viðskift- unum við Rússa. A laugardaginn kemur verða kosnir hér í Reykjavík 8 inenn í niðurjöfnun og 1 í bæjarstjórn. Fréttaril. Dags. t Sigurður Guðmundsson bróðir Jóns Guðmundssonar verzlunar- stjóra á Siglufirði druknaði á Siglufirði þann 6. þ. m. Blaðið Fram segir svo frá láti hans, að honum hafi siysast fratn af bryggju í myrkri að kvöldi til, er hann var þar að verki. Lík hans fanst skamt frá bryggju þann 9. Sigurður var 72 ára gamall. Þingey- ingur að uppruna og dvaldist þar lengst. Hann var giftur og átti að konu Önnu Jónsdóttur, sem nú á heima í Mývatns- sveit. Fósturbarn eitt eiga þau, Jón læknisefni Arnason frá Garði við Mý- vatn. Sigurður var hversdagslega gæf- ur maður og umgengnisgóður. Ekki margskiftinn um það, sem kotn honum ekki við, en trúr og staðfastur í sínum verkahring. Barnelskur maður og eng- inn kvartaði yfir viðskiftum eða sam- vistum við hann. Hann unni ákaflega fóstursyni sínum, og kom vel í ljós trúleiki hans og staðfesia við uppeldi hans og styrk til menta. fræðingar, Guðmundur Finnbogason, próf., Gísli Guðmundsson, gerlafræð- ingur, Skúli Skúlason, ritstjóri, Frank Fredericksson, flugmaður o. fl. o. fl. Tímarit þetfta verður ársfjórðungsrit í sama broti og Skírnir 32 bls. lesmáls. Og kostar 6 kr. árg. Þar með talið burðargjald. Rilstjóri verður Otto B. Arnar. A k u r e y r i. Espholin Co. eru byrjaðir að tnylja grjól það sem bæjarstjórnin hefir keypt af þeim í orði. Þeir fá afl hjá Gefjunni. Grjótið taka þeir á Gleráreyrum og aka á sporvagni heim að verksmiðjunni. Vélin mylur og aðskilur mulningin eftir stærð og eru þrjár teg. mulnings. Er aðferð þeirra bræðra hin verklegasta. Baðhús Rögnva/ds Snorrasonar er bráðum fuligert. Hús- ið er tvílyft. í neðri hæð er mótor og rafmagnsvél, sem lýsir mörg hús í bæn- um. Auk þess stór geymsla. Á efri hæð eru 2 baðherbergi, biðstofa, íbúð- arstofa Ijósa- ogbaðvaiðar, aukgeymslu. Mótorinn í húsinn er hagnýttur til þess ýtrasta. Hitar húsið og lýsir, hitar vatnið og dælir það upp í vatnsgeymi, sem er uppi á hanabjálkalofti. Þess er óskandi, að hreinlætisþörf tnanna reynist ekki minni en viðleitni Rögnvalds, að fullnægja henni. Fyrirlestur Sveinbjarnar Jónssonar á föstudags- kvöldið var ekki sóttur sem skyldi. Um- bótanýmæli, einkum þau, sem miða til altnenningsheilla, verða sjaldan fyrir á- troðningi. Hér var þó ekki mannfæð- in til stórlýta. Fyrirlesturinn var hinn fróðiegasti. Um 50 skuggamyndir gerðu sjón sögu ríkari um afrek samtakanna úti í heimi, um að gera jörðina að mannabústöðum. Verður fróðlegt að sjá viðbragð manna hér í sömu átt. Niðurjöfnun aukaútsvara á bæjarbúa næst mun nema rúmum 109 þús. kr. Jarðarför Aðalsteins Þórðarsonar fór fram á föstudaginn. Aðalsteinn var fátækur verkatnaður hér í bænum. Hann and- aðist á Vífilsstöðum fyrir alllöngu síð- an og var lík hans flutt heim með Sterling stðast. Aðalsteinn heitinn lætur eftir sig konu og börn. DAGUR vill stefna að því, að verða frjálslynt og viðsýnt samvinnumálgagn fyrir alt Norðurland. Hann v e r ð u r því, að leita sér liðsinnis margra góðra ritfærra framsóknarmanna og sam- vinnumanna. Góð kvæði eru honum og hið b e z t a. hnossgæti. Siutta og kjarnyrta bréf- kafla og fréttir úr öllum áttum þarf hvert b 1 a ð að flytja, sem vill verða útbreytt og vm- sœlt blað Norðurlartds. í bókaverzlun Kr. Guðmundssonar nýkomið: Sig. Sig.: Um áburð. St. G. Stephánsson: Vígsbóði. Ben. Þ. Gröndal: Öldur H. C. Andersen: 25 æfintýri. Ól. Dan. Daníelsson: Flatarmyndir. Leadbeafer: Æðri heimar. B. Harte: Geðyeikin, alþ.fræðirit. Steingr. Matthíasson: Heilsufræði. Karl Finnbogason: Landafræði. B. Sæm.: Landafræði. Sigf. Einarsson: Sálmasöngsbók. ísl. Söngvasafn I. Tolllög o. fl. Bókmentafélagsbækur. Einnig útlendar bækur. Lesendur! Ef ykkur þykir blaðið þess virði, að fá það sent ykkur með hverjum pósti, [)á reynist því skilamenn, ella segið því upp að öðrum kosti. Um nýjár verður hætt að senda það óskilvísum kaupendum. Fluttar kr. 798,00 Ónefndur í Hólasókn Eyjaf. — 10,00 Frá .Skáleyingum Breiðafirði — 50,00 Kristinn Einarsson — 10,00 Fanney Einarsdóttir — 2,00 Jón Bergdal — 5,00 Frá Ljósvetningum — 16,00 A. D. 5 kr. (afh. Páli Árdal) Kr. 891,00 Eins og áður er getið, veitir blaðið Nýtt málgagn. Degi hefir borist dréifibréf frá »Iðn- fræðafélagi íslands*, Reykjavík. Er til þess mælst að hanti boði komu tíma- rits, sem iélagið byrjar að gefa út ura þessar tnundir. Tímarit þelta á að vera málgagn fyrir innlendan iðnað og iðn- fræðaframfarir bœði innan lands og atan. Margir góð/r menn hafa íofað aðsltoð sinni um að gera rit þetta sem vand- aðast og gagnlegast. Verkfræðingar, vél- fræðingar, byggingameistarar, ratmagns- Úr öllum áttum. Samskot til barnanna í Austurríki. Áður anglýst Kr. 706,00 Óuefndur í Arnarnesshr. - 15,00 í Hrafnagilshr. - 2,00 Valdemar Pálsson - 10,00 Frá Ljósvetnitigum — 35,00 Einar Árnason - 10,00 Sigursteinn Steinþórsson - 10,00 Pórður Magnússon - 10,00 Flyt kr. 798,00 ekki móttöku frekari samskotum. Ofan- skráð upphæð er öll send áleiðis til Ólafs Ólafssonar fríkirkjuprests og kvitt- un frá honum meðtekin fyrir mestu eða tveimur fyrri sendingunum, þar sem hann leggur blessun sína yfir alla gef- endur. Pakkar blaðið og fyrir sitt leyti góðar undirtektir. Sérstaklega hafa Ljós- vetningar brugðist fallega við. Hafa sent alls 439 kr. *By^gtngafé!ag Reykjavfkur, samvitmulélag*, var stofnað 15. júlí 1919. Ætlun þess var að koma upp húsum í þeim tilgangi, að útvega efna-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.