Dagur - 03.11.1920, Blaðsíða 4

Dagur - 03.11.1920, Blaðsíða 4
112 DAGUR. Karlmanna vetrarírakkar mjög smekklegir með fyrirtaks góðu sniði og fóðri nýkomnir til Baldvin Ryel. Færi Ongultaumar Onglar * 1 Kaupfélagi Eyfirðinga. litlu fólki holl, hentug og ódýr íbúðar- hús til leigu eða til kaups Félagið hef- ir nú þegar bygt 3 steinhús og 3 timb- urhús yfir 28 fjölskyldur. Er talrð, að húsin hafi orðið mun ódýrari en örm- ur hús í Rvík, reist á sama tíma, og leigan alt að helmingi lægri en nú ger- ist víða í borginni. Samvinnan á víðar heima en í verzl- un. Bruninn í Fíatey. Nóttina þann 23. okt. s.l. kom upp eldur á heimili Jóhannesar Bjarnasonar hreppstjóra í Flatey á Skjálfanda. Húsa- skipun var svq háttað, að timburhús stóð í bæjarþorpi framanverðu en að baki stóð baðstofa, og var búið í báð- um húsum. í timburhúsinu bjuggu tvær gamlar konur og gamall maður blindur. Uppi á lofti svaf föðursystir hreppstjórans, Þorgerður Bjarnadóttir ásamt börnum hjónanna. í baðstof- unni svaf húsmóðirin og fleira fólk, en Jóhannes var fjarverandi. Um nóttina kom upp eldur í timb- urhúsinu. Reir sem bjuggu uppi á loft- inu urðu hans ekki varir, fyr en hann hafði magnast svo, að ófært var ofan stigann. Börnin tóku það ráð að fara út um glugga á stafni hússins. Gátu þau fengið táfestu á dyra eða glugga- sillu sem dróg nr fallinu. SIuppu þau ó- meidd, nema einstúlkasem skar sig lítil- lega á handlegg. Gamla konan treysti sér ekki út þessa leið. Hvarflaði hún inn í herbergi sitt í hinum enda húss- ins og kvaðst mundu bíða þess, að hjálp kæmi. Hafði þó orð á því, að líklega mundi hún inni brenna. Börnin hlupu á húsabak og vöktu móður sína. Ennfremur vöktu þau fólk í b», sem er þar fast hjá. Þegar fólk kom til bjargar, var eld- urlnn orðinn svo magnaður, að við ekkert varð ráðið og engjnn kostur að bjarga konunni og lét hún þar líf sitt. Húsið brann því næst til ösku og í því allar eigur hjónannanna nema tvö rúm, sem stóðu í baðstofu. Allur mat- ur og búsáhöld, 3 pokar af æðardún o. fl. Eldur kornst og í hey, en því varð bjargað, en þó allmikið skemdu. Fn baðstofunni varð bjargað. Prjónles. Alsokka, hálfsokka og vetlinga kaupir Verzlun Kr. Sigurðssonar. SlLUN Q saltaðan, stóran og góðan hefir undir- ritaður til sölu. Björn Björnsson. Hjá Otto Tulinius. Steingrímur sýslumaður, sem fór út í eyjuna og hélt réttarhald út af bruna þessum, hefir tjáð blaðinu, að mestar líkur séu til, að eldurinn hafi komið upp á þann hátt, að kviknað hafi í sóti í leirpípunni út frá eldstó daginn áður, en eldurinn ekki brotist út fyr en um nóttina. Skaðinn af bruna þessum er mjög tilfinnanlegur, þó geta megi því nærri, að hann sé léttvægur borinn saman við sársaukann, af að vita ósjálfbjarga gam- almennið brenna inni. Hundapestin er kotnin til Reykjavíkur. Méstar iík- ur til að 'nún hafi komið með innflutt- um hundum. Dýralæknir M. Einarsson varar menn við að koma með hunda sfna til Reykjavíkur, en ekki virðast vera gerðar ráðstafanir, tij þess að varna reykvískum hundum að bera pestina út um land. Kennarar. Dr. Ólafur Dan. Daníelsson hefir ver- ið skipaður adjunkt við Mentaskólann. Dr. Helgi Jónsson tekur stöðu Ólafs við Kennaraskólann. Mag. art. Jakob Smári kennir íslenzku við Mentaskólann í stað Pálma sál. Pálssonar. (Alþýðubl.). Ritstjóri: Jónas Porbergason. Prentsmiðja Björns Jónssonar. Fóöursíld með afslætti, séu teknar fleiri tunnur í einu, fæst hjá Otto Tulinius. LEIRVÖRDR bollapör, mjólkurkönnur og m. fl. nýkomið í Kaupfélag Eyfirðinga. er ein hin alira bezta ameriskra hveititegunda. Biðjið ávalt um þá tegund, ef þér viljið fá veruíega gott hveiti. Hveitið Trumpeter er einnig góð tegund, þótt það jafnist ekki að fullu við Lifebuoy. Það er mjög ódýrt eftir gæðum. Par sein alt hvesti hefir nú hækk- að í verði, er enn brýnni þörf en ella að ná í noíadrýgstu tegundirnar. Síldarmél frá síldarverksmiðju Hinna sam. íslenzku verzlana á Sigiufirðh \ Verð: sé tekið minst 100 hálfpokar 55 Mirar pr. kg. annars 57 aurar. Pantanir má senda beint til verksmiðjunnar eða undirritaðs, og er nauðsynlegt að þær komi sem fyrst. Par eð af- gangurinn verður fluttur til útlanda. _________________Otto Tulinius. Tímarit íslenzkra samvinnufélaga. Fyrsta og annað hefti þessa árs eru komin út og eru þar í þessar greinar. Heima eg erlendis. — Verðlagningardeilan (J. G. P.) — Sam- vinna í Ameríku. — Um framþróun samvinnustefnunnar í Finn- * landi (O. K.) — Ullarþvottahús (Jóh. Fr.) — Samvinnuskólinn 1919—20. — Um samvinnu á Rússlandi (Ó. K.). Afgreiðslu annast Jón Finnbogason verzlunarmaður hjá Kaupfélagi Reykjavíkur, í Gamla bankanum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.