Dagur - 17.11.1920, Page 1

Dagur - 17.11.1920, Page 1
DAGUR kcmur i'il á hverjum miðvikua. Kosíar kr. 4.50 til áramóta. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór. Norðurgötu 3. Talslmi 112. Innheimtuna annast rltstjórinn. III. ár. Akureyri, 17. nóvember 1920. 30. blað. Séra Matthías Jochumsson hálfnirœður. Við og við renna upp dagar yfir þessa þjóð, sem eru svo miklir gœfudagar, að þeir orka því að stilla saman hugi manna til þakklœtis og lofgerðar. Slík- ír dagar bera með sér minning- ar, sem eru hjartfólgnar, ekki eingöngu einstaklingum, heldur þjóðinni. Aðeins örfáir einstak- lingar meðal mannanna eru svo mikil gæfunnar börn, að þeim auðnist að gefa þjóðinni slikan dag. Og þeir einir verða svo mikil gœfubörn, sem eru guðsbörn. Einn þessara daga er 11. nóv- ember. Matthias fochumsson hef- ir gefið okkur þenna hátiðisdag næst guði. Ekki með þvi einfalda atviki, sem honum var ósjdlfrátt, að fœðast þann dag, heldur með þvi að verja lifi sinu svo vel, að auka á þann hátt þjöðinni guðs- traust og lifsbirtu að mikíum mun. Um daginn þann ellefta var hver fáni uppi í bœnum. Sam- fagnaðar og ástúðarskeytum hvaðanæfa af landinu og frá öðrum löndum rigndi niður á Sigurhæðum. Þann dag var skáldinu sýndur sá sómi, er þjóðin getur mestan veitt. Hann var gerður að heiðursdoktor i guðfræði við Háskóla Islands og heiðursborgari Akureyrarbæjar. Mörg skeytin voru þess verð, að birta þau hér, en þar sem annað blað hefir gert það ræki- lega, skal því slept. En það sem einkendi þau var ástúðin og lotn- ingin. Eitt skeyti, sem að minum dómi skarar fram úr, skal tek- ið. Það er frá Lárus H. Bjarna- syni, og hljóðar svona: „Að muna þig er að meta sig, að hylla þig er að heiðra sig.“ Hvers vegna er Matthiassvo virtur og elskaður? Til þess liggja mörg drög. Hann hefir eins og Hallgrimur Pétursson, fónas Hallgrimsson og fleiri gef- ið okkur Ijóð, sem bera i sér kjarria ódauðleikans. Hann hefir gefið okkur erlend listaverk í afbragðsvel gerðum þýðingum. Þó orkar hitt mestu, að hann hefir verið blossandi viti mann- úðarinnar, bróðurkœrleíkans og guðstraustins á skerjaströnd lífs- ins. Guð gefi þjóðinni að hún beri gæfu, til þess að helga jafnan þessum dygðum hátíðisdaginn 11. nóvember. Hann blessi þig M att h í a s. Um skólamál. Verklegt nám. í umræðunum um skólamálin hér í blaðinu var þess getið, að siðar mundi verða vikið að þeirri hliðinni, þar sem er verklegt nám. Blaðið hefir lagst á móti kröfunni um lærðan skóla á Norðurlandi, vegna þess að það lítur svo á, að eins og högum þjóðarinnar og þörfum er nú háttað, sé hetini langt um meiri þörf að leggja áherzluna á aukna almenoa lýðmentun og sérmentun, heldur en að auka svið lærðrar mentunar. Það hefir ekki getað fylgt þeirri kröfu, að alþýðuskólinn okkar Norðlendinga vaeri gerður að nokkurskonar selstöð laerðrar mentunar. Að hingað væru fluttir nemendur og kennarar úr Reykjavíkurskólanum, svo að hann geugi saman, en alþýðuskól- inn okkar væri um leið gerður ónot- hæfur öllum þeim, sem nauðsynlega þarfnast hagkvæmrar alþýðumentunar. Hins vegar legst blaðið á þá sveif, að krefjast þess fyrir hönd Norðlend- inga jafnt og allrar þjóðarinnar, að svo sé af þingi og mentamálastjórn búið um hag hins lærða skóla, að hann verði þjóðskóli, og að það sé trygt, að í gegnutn hann náist i beztu krafta hvaðanæfa af landinu í embætti lands- ins og trúnaðarstöður. Áður hefir verið gerð nokkur grein fyrir því, á hvern hátt við þurfum að sundurgreina fræðslustarfið, þ. e., draga merkjah'nu milli lýðmentunar og sér- mentunar, og um leið samræma það þannig, að upp úr lýðskólum liggi op- in leið í sérskólana, þó í gegnum þau próf, sem kynnu að þykja hagkvæm og nauðsynleg. Jafnframt því, sem alþýðuskólum þarf að fjölga, þarf að færa sérskólana í það horf, að þeir nái tilgangi sínum. Var áður í greinurn þessum sýnt nieð nokk- urum dráttum fram á, hversu mikið skortir á það sem stendur. En auk þeirra sérskóla, sem nú er til einhver mynd af, þurfum við skóla í tekniska átt. Þó viðleitnin þurfi að vera mikil, að fullnægja bóklegri fræðslu- þörf þjóðarinnar má ekki þar við sitja. Framsókn þjóðarinnar f verklegum efn- um og viðskiftamálum krefst æ meiri víðsýni og hagnýtrar þekkingar þeirra, sem störfin inna af höndum og þeirra, sem fara með verkstjórn. Seinlæti okkar í verklegum framför- um hefir verið við brugðið, einkum í sveitum landsins. Er í því efni að vísu við margháttaða örðugleika að stríða, en miklu veldur þó skortur á verklegri mentun. Handtökin hafa áreiðanlega mismunandi mikið gildi. En fáir gera sér það ljóst af sjálfs dáðum. Það þarf að sýna mðnnum það svart á hvítu n sanna mönnum það áþreifanlega, að bætt handtök geta aukið bjóðarauðinn um leið og þau létta stritið. Reynslan hefir sýnt að mentun einstaklinga og framtak þeirra orka því helzt, að brjóta á bak aftur þann harðvítuga mótþróa, sem rótgróinn vani skapar. Reir, sem fara um sveitir landsins, sjá víða, að mikilli orku hefir verið kastað á glæ í byggingu vegaspotta, sem hafa reynst ófærir öllu öðru en sjáifu fyrirhyggjuleysinu. Vegaspottar þessir, sem nú gróa óáruttir á hverju vori, eru bendingar um það sem á skortir. Við þurfum að læra ekki ein- göngu að taka til höndunum við hvers- konar stritverk og iðju, heldur að sljórna verki og stjórna íyrirtækjum, gera réttar áætlanir um fyrirkomulag, framkvæmdir, kostnað o. s. frv. Menn munu nú geta sagt, að þetta geri verkfræðingarnir okkar, sem við sendum til náms í útlöndum, eða þá verkfræðingar, sem við fáum frá út- löndum. Það sé óvitaæði, að fara fram á stofnun verkfræðiskóla. Rað sé land- inu ofureíli. En nú höfum við mikil- vægt skilyrði fyrir því, að iðnaður blómgist, þar sem er fossa-aflið og hagnýting raforku. Hví skyldum við þá ekki mega hngsa svo hátt, að veita okkur sjálfir sérfróða menn, til þess að stjórna framkvæmdum okkar í þessa átt. En þó hvorttve rgja sé látið liggja á milli hluta, hvort okkur beri nauðsyn til og hvort okkur sé kleift, að stofna fullkominn verkfræðiskóla, er óhætt að fullyrða að okkur ber brýn nauðsyn, til að eignast skóla í þá átt. Iðnir hljóta að fara í vöxt í landinu, raforkan verð- ur tekin til hagnýtingar, vegagerð og og jarðabætur liggja fyrir. Áður en langt líður þurfum við jafnmarga eða fleiri forstöðumenn og verkstjóra en við þurfum lærða menn í embætti. Okkur er því óhætt að gera okkur ljósa þörf- ina í þessu efni. Nábúar okkar Norðmenn eiga all- marga slíka skóla, sem hér er sigtað til. Skal hér bent á Skiensfjordens mek- aniske Fagskcle. Tilgangur þess skóla er að veita nemendum sfnum þá ment- un, sem gerir þeim fært að takast á hendur vélstjórn. verkstjórn og for- stöðu minniháttar fyrirtœkja N-'m^- |< -.ójó ef t 'ó 'ír, «>" r s^ó' t eir b -kkt. Fyrsi bekkur r e n d Id, þa sem öllum nemendum veitist sama fræðsla. Annar bekkur er tvær deildir. Og er í annari kend aflfræði, véifræði, smíðar, dráttlist o. fl. í hinni deildinni er kent að mestu hið sama með sér- stakri áherzlu á meðferð og hagnýlingu rafmagns. Dagur vill nú gera það að sinni kröfu, að slikur sköli sem þetta, snið- nn eftir okkar sérstöku þörfum, sé stofnsettur i sambandi við fullkominn lýðskóla hér á Akureyri. Mun þá sannast að betur er stefnt og réttar í skó'.amálum, heldur en að gera Oagn- fræðaskólann að lærðum skóla. Um kostnaðarhliðina á þessurn mál- um vill Dagur ekkert segja. Til þess þarf meiri rannsókn en hann getur veitt sér, og hann vill ekki spilla heilsu sinni með því, að vaða slíkan reyk í því efni, sem íslendingur hefir gert. Heilbrigðissamþykt fyrir Akureyrarkaupstað gekk í gildi 15. júlí s.I. Verður að Iíkindum ástæða til þess athuga hana við og við eftir því sem tímar líða. í 2. gr. er gert ráð fyrir, að heilbrigðisfulltrúi sé skipaður. Þetta ákvæði er nú þegar brotið og þar með að líkindum öll samþyktin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.