Dagur - 08.12.1920, Blaðsíða 4
231
DAQUR
Tóbaksverzlun
Jóh. Ragúels
er flutt í uýja húsið sunnan við íslandsbanka.
Tilky nning.
Samkvæmt bráðabyrgðalögum útgefnum og staðfestum 26. Nóv. þ. á. eru
rjúpur alfriðaðar frá þeim degi og alt árið 1921, en árið 1922 takur við frið-
un rjúpna samkvæmt hinum almennum friðunarlögum. Er þannig allskonar
rjúpnadráp bannað og liggja sektir við lagabrotunum.
Petta tilkynnist til eftirbreytni.
Lögreglustjóri Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar 20/ii 1920.
Júlíus Havsteen
settur.
arfarar Séra Matthíasar. Prestar þeir, sem
getið er annarsstaðar í blaðinu. Fjöldi
bænda og búaliðs úr nágrénninu. Sig-
urmundur læknir Sigurðsson frá Breiðu-
mýri og frú hans, Anna Eggertsdóttir,
bróðurdóttir skáldsins. Fjölda tnanns
mætti nefna, en þess gerist ekki þörf.
Óánægja
mikil var hér í bænum út af póstaf-
greiðslunni l.des. Lagarfosskom snemma
morguns. Með því að frídagur var, lok-
aði póstmeistari húsinu nema einn kl.t.
fyrir hádegið. En þá var Lagarfoss-póst-
urinn ekki nærri því kominn um allan
bæ. Peir, sem svara þurftu bréfuin og
senda póst f ábyrgðarpósti komu að
luktum dyrnm og máttu sitja með bré
sín heima, þó ferðin félli til lítlandaf
Á pósthúsinu var auglýst, að Lagarfoss.
tæki póst klukkan 5, en þar var auð-
vitað aðeins um almenn bréf að ræða.
Eftir alt saman fór Lagarfoss ekki fyr
en laust fyrir hádegi daginn éftir. 23
kl.tímum eftir að pósthúsinu var lokað
fyrir ábyrgðarpósti og böglum og 18
klukkutímum eftir að því var lokað fyrir
almennum pósti.
Sjálfsagt hefir póstmeistari haft Ieyfi,
til þess að loka húsinu, en betur hefði
hann getað hagað þessu, ef nærgætni og
lipurmenska hefðu ráðið.
Úr öllum áttum.
Kosningar
þriggja alþingismanna fyrir Reykjavík
fara fram í janúar n. k. Undirbúningur
kvað vera hafinn. Þó hefir ekki frézt um
frambjóðendur.
Tíðarfarið.
Enn er ákveðin landátt og hláka.
snjóhrafl er að taka úr fjöllutn. Hvass-
viðri hafa þó nokkur verið undanfarið.
Rjúpur
eru friðaðar samkv^mt bráðabirgða-
Iögum staðfestum 26. Nóv. s. 1. Harð-
indaveturinn síðasta hefir sorfið allmjög
að þeim auk þess sem mikið hefir ver-
ið drepið. Er því að sögn fítt um rjúp-
ur. Næsta ár er hið lögákveðtia friðun-
ár þeirra.
Aðaldælingar
hafa í haust stofnað fóðurbirgðafélag,
Væri æskilegt að fá fréttir af fyrirkomu-
lagi þess og svo því, hvernig það gefst.
Berklarannsókn
á kúm fór nýlega fram í Mývatns-
sveit á öllum bæjum nema 3, og fanst
engin kýr berklaveik. Berklaveiki í mönn-
um er enn mjög sjaldgæfur sjúkdómur
austur þar. Lífsskilyrði þessara drysil-
djöfla, berklasóttkveikjanna, virðast vera
allslæm í Mývatnssveit.
Skömtun
á hveiti og sykri er nú af stjórnar-
ráðinu fyrirskipuð eftir nýárið. En etig-
in ráðstöfun gerð, til þess að iáta fara
fram rannsókn á birgðum manna áður
skömtun hefst- Menn geta því dregið
í bú sín ársforða eða meira og fangið
skamtinn að auki. Annað hvort er þetta
glappaskot eða kænskubragð stjórnar-
innar, að láta þá sem gráðugastir eru sitja
uppi með dýrari vörurnar þegar verð-
fallið kemur. Sennilegt er þó, að þetta
verki sem glappaskot og skömtunin
fyrirbyggi ekki óhóf og eyðslusemi nema
að litlu leyti.
Eign verzlunar J. V. Havsteens
í Norðurgötu 31
er til sölu nú þegar. í eigninni er inni-
faiið: íbúðarhús og geymsla fyrir 2 — 3
fjölskyldur, matjurtagarður og tæplega
7 dagslátta tún, sléttað og varið gegn
ágangi af Glerá.
Nánari igjplýsingar hjá
J. H. Havsteen.
Ritstjóri: Jónas Þorbergsson.
Prentsmiðja Björns Jóussonar.
Verzlunin ,BRATTAHLIБ
gefur
afslátt
til jóla af öllum eftirtöldum vörum:
Á/navara:
Peysufataklæði frá 26 kr. mtr., 3 tegundir. Cheviot frá 14,50 mtr., kamgarn
svuntusilki mjög gott, hvít léreft, flónel, tvististau, sirz, borðdúkar og borð-
dúkadregill, handklæði, manchet-skyrtur, flibbar, hálsbindi, enskar húfur, lífs-
stykki, blúndur, vasaklútar beztu teg., buxur, lasting, sérting og margt fleira.
Járnvörur:
Katlar, pottar, balar, bakkar.'hakkavélar, brauðhnífar, formar, hnífapör, skeiðar,
vöflujárn, kaffikvarnir, prímusar, naglbítar hverfisteinar, hamrar, tommustokkar,
sagir og margt fleira.
Ennfremur barnaleikföng, bollapör og ýmsar tegundir af skófatnaði.
Notið tækifærið 10% afsláttur til Jóla.
Brynjólfur E. Síefánsson.
r*
Ársstúlka
óskast frá næstu sumarmálum til sra. Gunnars Benediktssonar í
Saurbæ. — Upplýsingar hjá Kristjáni Árnasyni kaupm. Akureyri
(Verzl. Eyjafj.) og í Saurbæ.
í Kaupfélagi Eytirðinga
fást:
Primushausar með hring. Spólurokkar.
Kolahattar margar teg. Straupönnur 4,50 stk.
Náttlampar margar teg.
ALNAV0RU
alla, HÖFUÐFÖT, tilbúinn FATNAÐ og til FATA, svo sem
tölur, tvinna etc., sel eg til áramóta með
15°
a f s 1 æ 11 i.
Otto Tulinius.
c
Sonora-grammoíónarnir
amerísku eru heimskunnir sem beztu og fullkomnustu
grammófónar, er húgvitsmennirnir hafa búið til.
Pantið einn slíkan grammófón hjá kaupfélagi yðar, eða
kaupmanni, með nokkrum plötum, og þér munuð undr-
ast hve mikill ánægjuauki það verður fyrir heimili yð-
ar, þegar þetta snildar áhald lætur þar til sín heyra.
0
é
9K