Dagur - 08.12.1920, Blaðsíða 3

Dagur - 08.12.1920, Blaðsíða 3
DAQUR 131 Stór Jólaútsala. Frá Mánudegi 6. þ. m. gef eg 10—15°|0 AFSLÁTT á öllum vörum. Góða alsokka, hálfsokka og sjóvetlinga tek jeg eins og áður, fyrir hæsta verð, gegn peningum eða vörum. Baldvin Ryei. fullsiginn, og járnbrautarfélögin rík, eru hrautirnar steinlagðar og steinsteyptar milli þvertrjáa. Pær brautir eru traustar og beztar yfirferðar, enda haggast ekki né þurfa mikils viðhalds. í víðlendi Vesturálfunnar hafa brautirn- ar verið lagðar óðfluga um þvert land og álmur frá aðalbrautum út um óbygð fiæmi. Kapps hefir verið kostað um að teygja þær sem lengst og sem vfðast, til þess að hægt væri að beygja undir mannsviljann harðsvíraða skóga og vilt- an sléttugróður þessara víðu Ianda. Rar sem brautargrunnarnir eru ekki mölbornir heldur þvertré lögð á bera mold, missígur grunnurinn og sporið raskast allavega, þegar lestir fara yfir. Er þá teinum og þvertrjám hættara við broti. Auk'þess er'óhemjumikill grasvöxt- ur á slíkum brautum. Leggist grasið á teinana getur það stöðvað lestirnar. Gras- ið merst undir hjólunum og verkar setn borin væri olía á hjólin. Pau fá ekki viðnám á teinunum, og snúast án þess að hreyfa lestina. Að viðhaldi brautanna vinnur því mesti aragrúi nianna um alla Atneríku. Þar sem umferð er mikil en brautirn- ar^ ekki steinbygðar, er liðið sem svarar einum manni fyrir hverja mílu enska (1,609 km.). Svona margir menn vinna á brautunum alt sumarið frá því jörð þiðnar og þar til hún frís aftur að haustinu. Peitn er skift í hópa 6--8 manns í hverjum, tneð verkstjóra yfir hverjum hðp og með mismunandi langa brautarkafla til umsjónar. A veturna vinna færri menn. Pí eru venjulega tveir til umsjónar, þar sem að sumrinu er einn af áðurnefndum hóp- um. Kl. 7 að morgni leggjum við frá næturhreysinu (það er gamal! vöruvagn fast við brautina). Farartækið er hand- knúinn járnbrautarvagn (hand car), setn 6 — 8 manns geta með naumindum stað- ið á. Langslá sem leikur á stoðum und- ir miðju hennar og með þversköftum framan og aftan, úr langslánni járnteinn, sem festur er á tannhjól undir botni vagnsins, en það tannhjól knýr ganghjól hans. Á sköftunum vegum við salt og neytum allrar orku, þegar móti blæs eða upp á við er að fara. Við komum á ákveðin stað, þar sem vinnu skal hefja. Vagninn er' tekinn af sporinu, og við tökum verkfæri í hönd og hefjum vinttuna. Höggvum gras frá sporinu eða skifum um þvertré eða lyft- um spori svo lárétt verði eða línurétt- um sporið alt eftir því, sem við horfir og verkstjórinn segir fyrir um. Sólin stígur hærra og hærra. Um deg- tnálabil er hitinn orðinn yfir 20° C. og hann vex eftir því sem á daginn líður, unz hann verður alt að 40° C. Geisl- arnir eru eins og glóandi nálastungur, himininn er alheiður og blæjalogn á. Loftið þungt af reyk og móðu. Inn- flytjandanum verður þungt um andar- dráttinn og honum virðist hitinn muni drepa sig á næstu augnablikum. Engin svalandi hafgola eða fjallablær, engin kælandi lind ekki einusinni forsæla með- an borðaður er miðdegisverður klukkan 12 á hádegi. Pegar degi hallar slær fyrir hægum andblæ úr ýmsum áttum, og hann ber með sér bylgjur af megnustu ýldulykt úr þornandi stöðutjörnum í nánd. Inn- fiytjandanum verður enn þyngra um andardráttinn, honum finst hann klemd- ur milli kistufjala og vera kviksettur í þessari víðáttu, og hann bölvar þeirri stund, er hann lét sér detta í hug, að flytja til þessa lands. Þegar sól færist í miðaftansstað er hald- ið heim. Hitinn er að réna þó hann sé enn mikill. Flugurnar koma á kreik — »mosquitoes«, sem Vestur-ísl. kalla mýflugur og »bulldogs« (nautahundar) afarstórar og illvígar flugur en ekki marg- ar. »Mosquitoes stinga í gegnum skyrtu og jafnvel gegnum tvær skyrtur. Pær hafa langan sograna. Bit þeirra er eitr- að, svo óvanir og jafnvel sumir inn- lendir menn þoia það mjög illa. Hlaupa upp bólguþrimlar og hellur með verkj- um og ofsalegum kiáða. Dagsverkinu er lokið. Nóttin er erfið og heit og næsti dagur svipaður þeim síðasta og þeim næsta, stundum vikum saman. Aðeins er hitinn nokkuð mis- munandi mikill. Ritfregnir. jónaa Jónasson: islcnzk málfrœði hauda byrjendum, þriðja, endurskoðuð útgáfa. Akureyri 1920. Þetta er þarfari bók en margt af því, sem gefið er út í þessari dýrtíð. Bók- in er orðin þjóðinni vel kunn, þar sem þetta er þriðja útgáfa. Hún er ítarleg eftir því sem byrjendabækur gerast, en að líkindum tæplega eins ljós fyrir þá, sem vilja stauta sig áfram tilsagnarlaust, eins og t. d. Ritreglur Valdemars. Bók- in er prentuð á dýrtíðarpappír, en verð- ið er líka lágt aðeins 2 kr. Að öðru leyti er frágangur hennar góður. Sig. Ein. Hlíðar: Samband manna- berkla og nautgripa- berkla. Akureyri 1920. Sigurður dýralæknir hefir gert sér far um að rannsaka og láta rannsaka nautgripi hér í umdæmi sínu, til þess að séð yrði, hversu mikil brögð væru að nautgripaberkluni. Eins og gengur, hefir aljaýða orðið misjafnlega við. Sum- ir hafa fylst hræðslu og viíjað helzt grafa gripi, sem berklar eða berkla- smittun hefir fundist í, með húð og hári. Steingr. læknir hefir ritað um mál- ið alhtarlega í blaðinu og nú hefir Sig- urður dýralæknir ritað um málið ofan- skráðan ritling. Raunar virðast nú báð- ir komast að mjög líkum niðurstöðum urn árangurinn af rannsóknum í þessu máli. Pó virðist Sigurður vilja gera öllu meira úr hættu þeirri, sem mönnum stafi af berklaveikum gripum. En að þessum ritlingi verður helzt fundið, að hann kemur ekki fram með ákveðnar tillögur í málinu. Um það geta sjálfsagt allir verið á sama máli, að nauðsynlegt sé að rannsaka, en ekki er það einhlýtt til útrýmingar berklunum. Niðurskurðar- leiðin án íhlutunar og tilstyrks þess op- inbera er varhugaverð leið, og einangr- un sýktra gripa er óhugsanleg nema með ærnum tilkostnaði. Skynsamlegasta leiðin virðist vera sú, að leggja kapp á að bæta fjósin sem mest og sem fyrst, rannsaka alla gripi, gerilsneyða mjólk úr sýktum gripum eftir því sem dýra- læknir álítur nauðsynlegt og lóga þeim smátt og smátt eftir þvi sem hentug- leikar leyfa, án þess að gera sér stór- feldan skaða- En flaustur og örþrifa- ráð ætlu menn að varast. Bæði þessi rit eru gefin út af bóka- forlagi O^ds Björnssonar. Símskeyti. Rvík 7. des. Póstflutningum haldið uppi á öllum höfuðvegum í Noregi. Nokkrar járnbrautarlestir ganga, þó unnið sé að allsherjarverkfalli. Bretar lofa járnbrautamönnum styrk. 011 útflutningshöft á kolum af- numin í Bretlandi. Bretar hafa sent Bolsévíkum uppkast að verzlunarsamningi. Búist við að D’Annunzio fari biáðlega frá völdum í Fiume. Bandamenn mótmæla heim- komu Konstantins og draga af fjárstyrktil Grikkja. Konungssinn- ar greiddu einir atkvæði við þjóð- aratkvæðagreiðsluna. Presturinn Flannagen, bráða- birgðaforseti Irlands, segir Ira fúsa til að semja, láti Lloyd Ge- orge uppi, á hvaða grundvelli hann vill semja. Armeningar hafa neytt Tyrki til betri vopnahléssamninga. Hafa stofnað Sovét-ríki. Armeníu synj- að um upptöku í þjóðabandalagið. Argentína hættir samvinnu við þjóöabandalagið, nema öll sjáif- stæð ríki, ásamt Fýzkalandi, fái upptöku, smáríki hafi aðgang en ekki atkvæðisrétt, félagar ráðsins kosnir lýðfrjálst, gerðardómur stofnaður við starfandi dómstól í Haag. Matarstell, Testell, Postulínsbollapör, Diskar fleiri teg. fæst hjá /óni P. Pór. Forvaldur Thoroddsen Iiggur mjög veikur í Höfn af heilablóð- falli. Verðlagsnefndin skipuð yfir alt landið. Guðm. Eggerz veitt lausn í náð. SteindórGunnlaugsson skip- aður til bráðabirgða, sýslumað- ur í Árnessýslu. Dómur fallinn í undirrétti í Leósmálinu. Hallgrímur dæmdur í þriggja ára hegningarhúsvist, Geir tveggja ára og sex mánaða og Elías tveggja ára. Fréltaritari Dags', Akureyri. Fyrirlestra til ágóða fyrir Heilsuhælissjóð Norð- urlands flytur sr. Jakob Kristinsson. I Samkomuhúsi bœjarins S u n n u d a g i n n 12. þ. m. kl. 5 síðdegis. Á Grund Sunnudaginn 19. þ. m. kl. 11 árdegis (símaklukka). Skólarn eistarastörfum gegnir til bráðabirgða Árni Porvalds- son I. kennari Gagnfræðaskólans í for- föllum Stefáns skólameistara, sem enn er veikur. Steffensen læknir, sem undanfarið hefir verið veikur af völdum inflúenzu, er nú albata. Arfhur Gook trúboði, sem hefir verið í Englandi s.I. sumar, kom heim með Lagarfossi síðast. Hann segir ástandið í Englandi ekki eins slæmt og ráða mætti af frétt- um þeim, sem berast. Enginn órói né æsingar á meðan kolaverkfallið stóð yfir. Hann segir að vefnaðarvörur, skó- fatnaður og fleiri vörur hafi mjög fall- ið i verði i Englandi. Verksmiðjur sitji uppi með miklar vörubirgðir, sem unn- ar hafi verið eftir pöntunum frá Suður- Ameríkubúum, en sem þeir hafa ekki getað keypt vegna gengismismunar pen- inganna. Pessvegna séu vörur þessar nú boðnar við lægra verði og hafi á- hrif út í frá. Ennfremur telur hann að sumar iðnaðarvörur (járnvörur etc.) séu ótrúlega ódýrar. ViIIemoes kom frá útlöndum til Siglufjarðar !og Sauðárkróks og hingað í fyrrinótt. Tek- ur síld og fer með hana beint til út- landa. Með skipinu kom Sig. Bjarnason Ásg. Pétursson og P. Pétursson kaupm. frá útlöndum, og héðar fara þeirJónE. Bergsveinsson kaupm. og Jakob Kristjáns- sou prentari frá Reykjavík. Aökomumenn hafa verið margir í bænum vegna jarð-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.