Dagur - 15.12.1920, Blaðsíða 1

Dagur - 15.12.1920, Blaðsíða 1
DAGUR ktmur ut á hverjum miðvikuá. Kostar kr. 4.50 til áramóta. Qjalddagi fyrir 1. ágív~ AFGREIÐSLAN er hjá J ó ni P. P ó r. Norðurgotu 3. Talsimi 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. III. ár. Spor styrjaldarinnar. i. Við, sem búum hér á hala veraldar, eigum sjálfsagt erfitt með, að gera okk- ur grein fyrir þeim djúpu og blóðugu sporum, sem styrjöldin hefir markað á jörðunni. Við getum aldrei getið nærri þeim hörmungum, sem hafa dunið yfir stór og fjölmenn þjóðlönd. Aldrei sjá- um við né skiljum ógnir dysjanna, þar sem merg þjóðanna hefir verið kasað saman á vígvöllunum. Við þekkjum ekki hungurvofuna, sem hefir farið um löndin, »skiljum ekki 'þá »hörmunga stærð«, sem hún hefir skilið eftir í slóð sinni. F’unganiður sorgarinnar frá sund- urtættum heimilum hefir ekki borist okkur til eyrna. Við getum því betur ekki skilið þá fólsku, að gera tilraunir til þess að sveita inni heilar þjóðir og láta afleiðingarnar bitua á ómálga börn- um og gamalmennum. Enginn hagfræðingur getur nokkurn- tfma komist að réttri raun um það, hversu mikið þetta stríð hefir kostað fjármunalega séð. Stórsigrar í heilbrigð- ismálum hafa snúist í ósigra. Velsæld og framtak í örbirgð og ráðleysi. F*ar sem áður gengu friðsamir borgarar hver til síns verks, úir og grúir af ör- kumlamönnum, betlurum, svikurum og þjófum. F*ó verður siðferðislega tjónið jafnan alvarlegast og ómetanlegast. II. Við, sem erum ein af hlutlausu þjóð- unum, ættum að geta Iitið rólegum hlutleysisaugum á styrjöldina og orsak- ir hennar. F’eir, sem hafa getað nokk- uð fylgst meá stefnnm og atburðum í kappi þjóðanna á undan stríðinu, ný- lendupólitík þeirra, undirróðri þeirra, rógmælgi og bakferli hverrar í annarar garð, hervæðingu og viðsjám í ræð- um og ritum, munu sennilega komast að þeirri niðurstöðu, að dýpri og geig- vænlegri orsakir en skot úr serbneskri skammbyssu hafi legið til heimsógæf- unnar. Hlutlausir menn leggja að jöfnu prússneskan »militarisma« og brezkan herskipastól. F*eir leggja að jöfnu ásælni og ofurkapp keisaraveldisins rússneska og þess austurríska. F’eir gera litinn eða engann raun ítalskra stjórnmálahvata óg tyrkneskra. í þeirra augum verða Banda- Akureyri, 15. desember 1920. 34. blað. mannaloforð jafnvel enn viðbjóðslegri, heldur en prússnesk ofuryrði um heims- drotnun og í þeirra augum verður þjóðabandalagið, eins og það er, háð- ung og voldug auglýsing um nýja heimsstyrjöld. Hlutbundnir menn öðruhvoru megin geta altaf sagt við okkur, sem erum að leitast við, að skilja ástandið, að við getum aldrei dæmt um þessi mál. Við þekkjum ekki hin ótalmörgu atvik, sem sveigja mál og úrslit mála sitt á hvað. Við sjáum aðeins stóra drætti, sem við lítiim á með augum hins fjarstadda og ábyrgðarlausa manns. F*eir segja okkur að við getum aldrei skilið flækju mál- anna; hinn margþætfa vef heimspólitík- urinnar eða jcá skerjaleið, sem forustu- menn þessara mála þurfa að sigla, þar sem dulsegull gagnstæðra og gagn- kvæmra hagsmuna og hvata trufli átta- vfsun leiðarsteinsins. Við segjum þeim aftur á móti, að engir menn séu jafn ófærir til þess að skilja eðli þeirra atburða, sem eru að gerast eins og þeir, sem standa í sjálfu byltingaöngþveitinu. Örlagaþrungnir at- burðir heimssögunnar hafi aldrei verið skildir tíl fulls af samtíðinni og sízt af þeim, setn næstir hafi staðið. F'jóðirnar hafi svo að segja leift sig sjálfar á höggstokkinn án skilnings á orsökunum, sem þær Iögðu sjálfar til grundvallar í blindni sinni. Köld og hlutlaus dóm- greind framtíðarinnar geti ein til fulls skilið orsakir og afleiðingar. Og við segjum þeim, að hinir smærri atburðir, sem eru svo mikilsverðir í augum þeirra, séu aðeins auka-atriði, sera ganga hvert upp í öðru og hverfi. Hin rnikla saga birtist í stórura dráttum orsaka og af- Ieiðingalögmálsins. Sorgarleikur verald- arsögunnar verði ekki skilinn eða dæmd- ur eftir orðum og atvikum, heldur eft- ir stefnumiðum og leikslokum. Við segjum þeim ennfremur að þó okkur skorti framsýn, höfum við þó okkar megin annað höfuðskilyrði skilnings og dómgætni, og það er hlutleysið. (Meira). Kona, sem sendi Degi greinarkorn um raf- vetumálið, er beðin að senda ritstjór- anum nafn sitt. Ekkert birtist í blaðinu, nema ritstjórinn viti nafn höf. Jólin nálgast! »Bráðum koma jólin! Ó, hvað það verður gaman«, heyrði eg eina litla stúlku segja hérua um daginn. Og eg geri ráð fyrir þvf, að það séu mörg börn— og kannske fleiri — sem hugsa eitthvað á þessa leið, án þess þó að láta hugsanir sínar í Ijósi með orðum. Jólin eru sú hátíð, sem hrífur hug og hjörtu fjöldans, á einn eður annan hátt — enda er engin gleði og fögn- uður fullkomnari en sú, að vita að oss er frelsari fæddur, — sem kemur þezt í Ijós með gjöfum þeim og glaðningu, sem menn leitast við að veita hver öðrum. Víða, þar sem maður kemur fyrir jólin, heyrir maður talað um jóla- gjafir og sér viðbúnað, sem steínir að því, að gera hátíðina sem gleðiríkasta og tilkomumesta að unt er. -r- En við vitum, að margir eru svo efnum búnir, að hin ytri viðhöfn og dýrð jólanna verður mjög takmörkuð. Pess vegna viljum við í 'Hjálpræðishernum leitast við að vanda, með aðstoð guðs og góðra manna, að varpa geislum gleði og dýrðar inn til þeirra, sem þannig er ástatt tyrir. Eins og við erum vön, þá látum við út »Jólapottana« núna fyrir jólin. Minnist barnanna, gamal- mennanna og munaðarleysingjanna með því að leggja gjafir í »Jólapottana«. í fyrra höfðum við jólatrésskemtun með góðgerðum fyrir um 600 manns — börn og gamaimenni — og til þess að geta gert hið sama f ár, þurfum við minst 1000 kr., eftir því verði, sem nú er á öllu. En við treystum því, að þér viljið öll hjálpa okkur nú sem að undanförnu, til þess að ná þessu tak- marki. Eftir því sem gjafirnar eru stærri og því fyr sem þær koma, þess meira get- um við gert. — F’ér kaupmenn! Send- ið okkur vörur til jólaglaðningarinnar. — Pér sveitamenn, sem komið til bæj- arins núna fyrir jólin, réttið okkur einn- ig hjálparhönd. — Umfram alt, allir þér, sem gangið fram hjá »JóIapottun- um«, leggið í þá yðar skerf — lítinn eða stóran — eftir efnum og ástæðum og minnist þess, að »kornið fyllir mæl- *rinn«. Hermaður. Ritfregnir. Þorst. Gíslason: Ljóðmæli. Útg. F*orst. Gíslason. Rvík 1920. Þessi bók hefir Degi verið send og mun vera ætlast tii, að hann geti henn- ar að einhverju. F*að er honum að Hjaríans þakkir til allra, sem sýndu mér samúð og hlut- tekningu við veikindi og andlát manns- ins mins elskulega Kr/st/áns Valdemarssonar frá Böðvarsnesi og heiðruðu útför hans með nærveru sinni og minningargjöfum. Hvammi 4. des. 1920. Sigurlaug Svafa Jóhannesdóttir. vísu Ijúft. Hins vegar eru honum Ijós vandkvæðin, sem á því eru, að dæma um ijóð. Ábyrgð ritdómarans gagn- vart höfundinum og almenningi er mikil. Honum er fengið vopn í hendur, sem auðvelt er að misnota. Hann getur skapað fordóma almennings gagnvart höf. með kænlega rökstuddu, einhliða lasti og hann getur lamað gagnrýnis- viðleitni almennings og sjálfsumvöndun höfundar með einhliða lofi. En raun- verulcgu gildi ljóðanna getur hann ekki breytt. Hann getur aukið eða rýrt gengi Ijóðmyntarinnar, sem höf. Iegg- ur í Ijóðasjóðinn, en aldrei rýrt né auk- ið þyngd og göfgi málmsins sjálfs. Ljóðgáfa og ljóðást er runnin okkur íslendingum nijög í eðll. Ljóðþorsti fjölda manna er svo mikill, að formið er þeim alls vert, en þeir hirða lítið um kjarnann. F’etta gefur hagyrðingum og leirskáldum undir fótinn. F*ess vegna birtist svo mikið af kvæðum, sem hafa ekkert annað til síns ágætls, en að vera feld í skorður íslenzkra bragreglna. Braglistin er ekki nema einn þáttur ljóð- listarinnar, að vísu mikilsverður, en langt frá því að vera einhlítur. Kjarn- inn er enn meira verður, göfugar Ifk- ingar, scm bregða birtu yfir eðli og skyldleik; útsýn og leit á langvegum mannlegrar þrár, það sem grætir um leið og það huggar, alt sem kemst í námunda við eða er sannur skáldskap- ur, sem ekki verður með orðum lýst, en sem við sitjum höggdofa fyrir, auð- mjúk og þakklát. Handhægastur og almennastur mæli- kvarði á gildi ljóðmæla er sá, hversu mikið af áhrifum þeirra verður eftir í vitundinni að loknum lestri og hversu oft hugurinn hvarflar þangað, sem bók- in er, þrátt fyrir áhrif nýrra bóka. Frá almenningi og öllum þorra ritdómara, getur höfundur ekki vænst dóma, sem eru á öðru bygðir. Nú verður þessi mælikvarði lagður á þes8a bók F’orsteins, sem fyrir liggur. í bókinni er ekkert, sem særir. Alt er slétt og felt. Porsteinn er braghag- ur og smekkvís. En mörg kvæðin og meginhluti margra kvæða er allra mesta léttmeti. Að eins raælt mál skrifað í »1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.