Dagur - 15.12.1920, Blaðsíða 3

Dagur - 15.12.1920, Blaðsíða 3
DAQUR 135 Verzlun Björns Grímssonar hefir til: Flestallar matvörur, mikíð af álnavöru, allskonar bökunarvörur, niðursoðna ávexti, syltetöj, reyktóbak margar tegundir, jólatrósskraut, konfekt margar teg., póstport. Hentugttil jólagjafa: Perlutöskur, seðlaveski, brjóstnælur, slaufu- prjóna, saumakassa og fleira. Því meira sem keypt er, því betra verð. Skrá yfir niðurjöfnun aukaútsvara í Akúreyrarkaupstað fyrir árið 1921 liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu bæjarstjórans frá 17. til 31. des þ. á. að báðum dögum með töldum. Kærum út af skránni sé skilað til formanns niðurjöfnunarnefndar eigi síðar en 14. jan. 1921. Bæjarstjórinn á Akureyri 15. des. 1920. fón Sveinsson. Rvík 14. des. nægileg hey fyrir nægan bústofn, svo að óbilandi sé í öllu, verði því að voga á tvær hendur eða sjá fram á búskap- arþrot, sem ekki er minsta vogun, þá telur höf., að eg sé að hvetja menn til skynsamlegrar vogunar, sem svo á að þýða á mínum vörutn »vítaverð fífldirfska* eða »gálaus ásetningur*. — Auk þess, sem höf. leyfir sér að mis- þyrma málinu, þá fer hann með stað- laus ósannindi. Enginn heilvita maður getur skilið það af orðum mínum, að eg hvetji bændur til fífldirfsku eða gáleysis í á- setningi, og ekki einu sinni til skyn- samlegrar vogunar, þar sem eg tel, að 200 daga innigjöf sé ekki nægilegt fóð- ur í öllum árum hér um slóðir, þegar ófyrirsjáanleg óhöpp bætast ofan á af- taks harðindi. — Eg taldi það dýrm'ett, að þurfa aldrei að voga bústofni í hættu vegna fóðurskorts, og þyrfti að finna ráð án þess að kaldhamra járn í »skýj- um uppi«. Pað er barnaleg hárlogun að segja, að það sem í éaun og veru er talið skynsamlegt, í hverju sem er, sé fíflska eða gáleysi. Það er t. d. »skynsamleg vogun« að gera vel við fé sitt, þó heyin ekki hrökkvi, ef hægt er að bæta við aukafóðri. Það er ein- att óhjákvæmilegt, að fela fjárhirðingu á hendur viðvaningum eða Iítt þektum niönnum, sem reynast misjafnlega. Pess vegna er líka það skynsamleg vogun. Enginn mun telja það fífldirfsku, þó tckið sé tillit til góðrar útbeitar eða fjörubeitar við ásetning, ef skynsamlegr- ar varúðar er gætl og sjáanleg eru ráð, þó sem verst fari, að skortur sé ekki á kraftfóðri til uppfyllingar á næstu höfn- um. Með berum orðum læt eg þá skoð- un í ljós, að aidrei hafi verið kveðinn upp of harður dómur yfir þeim ögð- um, sem fella úr hor. Eftir ummælum höf. verður að skilja þessa yfirlýsingu mína á þann hátt, að eg gerist mál- svari þeirra, sem kvelja skepnur. Þess vegna er eg »agði« sjálfur í þeirri merkingu, sem eg nota orðið, eða »hor- kongur«, sem höf. þykir íslenzkulegra. Eg gerist svo djarfur, að bera hönd fyrir höfuð mér og allra bænda, sem komist hafa í heyþröng, en þó bjargað fé sínu sómasamlega. Pað mun vera allur þorri íslenzkra bænda, sem fyrir því hafa orðið fyr og síðar af ýmsum orsökum, t. d. Torfi í Ólafsdal. Lét hann sækja um langan veg hvalket til fóðurdrýginda á heimili sínu. — »Bún- aðarvísindi* höf. ná ekki svo langt, að hann skilji að hægt er að uppfylla all- ar mannúðarkröfur um fóðrun á sképn- um, þó heyskortur verði, »Dæmist því rétt að vera«: Ailur þorri bænda á landi nér eru: »vílkrákur, barlómar, gorgeirshrokar, trassar, agðar, horkong- ar, drýgja glæpi« (glæpamenn!). »Smekk- legt* er nú mentamálið! Pegar hérvið bætast þessi ummæli höf.: »Bændur vinna fyrir sjálfa sig; geta því ekki vænst stuðnings frá þjóðfélaginu. Þeir geta og verðá*) að bjargast af«, og þeir mega ekki fá eyris !án úr ný- ári hjá verzlunum sínum, til bjargar, hvorki mönnum eða skepnum, ef þeir af einhverjum orsökum eru of tæpir með hey, að^dómi forðagæzlumanns!, — þá veröur sannarlega ekki annað á- *) Leturbreyt. allar gerðar af mér P. G. litið, en að þrssi nýi ráðunautur land- búnaðarins sé núkið fremur ráðhollur(!!) í garð bændastéítarinnar. Eðlilegt að hann tylli sér á bekk hjá Torfa í Ól- afsdal, sem hélt því fram, að landið ætti ætíð að liggja með feikna birgðir af útlendu kraftfóðri til tryggingar bún- aðinum í hörðum árum. Það virðist svo sem höf, »hafi ekki haft við hend- ina« ritgerðir Torfa frekar en blaðið »Tímann« með áskorun »merku kon- unnar« og kanske lítið séð af því. Því ekki samt að »nota tækifærið« til að votta Torfa »beztu þakkir«! í sann- leika átti hann það skilið; því má hver maður trúa í blindni. — Eg segi: »Þeir sem engan annan fróðleik hafafram að bera landbúnaðað- inum til viðreisnar, en að bændur geti »sett svo vel á«, að aldrei verði hey- þröng, hvað sem á dynur, en hrak- yrða bændur, ættu vissulega að þegja«. — Þessum ummælum mínum vísar höf. í garð Torfa og allra mætra manna, sem ritað hafa um landbúnað. — Rétt er nú það. Höfðu þá þessir menn ekkert fram að bera til viðreisnar og stuðnings landbúnaði vorum, en fóru að eins með hrakspár, ósannindi og svívirðileg uppnefni í garð bænda? Þar á meðal skólameistari St. St. í fóður- birgða-athugunum sínum og lögform- legum tillögum um stofnun fóðurbirgða- félaga. Flestir munu telja, að þar séu fundin óbrigðul ráð gegn fóöurskorti að fráskildum S. J. lækni, sem telur það hið mesta tjón fyiir búándi mann, að gefa útlent kraftfóður. »Skárra að vísu, en fella úr hor!« Hér gefur á að líta búnaðarvísindin! Næstliðinn vetur kostuðu 100 pd. af rúgméli 31 — 33 kr. Jafngildir það að allra dómi sem fóðurgildi að minsta kosti 300 pd. af töðu. Meðalverð á þeirri töðuþyngd mun hafa verið í það minsta 45 krón- ur; verður þá þriðjungi ódýrara að gefa kraftfóðrið, auk þess sem blandað fóður gefur meiri arð af mjólkurgrip- um. Eg vil fullyrða, að um 30 ár hafa verðhlutföil verið þau á töðu og kraftfóðri, miðað við fóðurgildi, að fremur hefir verið beinn hagur að kraft- fóðursgjöf. (Meira). Porsteinn Gislason. Sfmskeyti. Rvík 8. Des. Sinnfeinar hóta að myrða hvern Ira, sem reynir að semja við Breta. Verkamannaþing verður hfaldið í London 22. Desember þ. á. til að ræða um hráefnaskort, gengis- bætur, þjóðnýting framleiðslu- tækjanna og varnir gegn ofsókn- um gegn verkalýðnum. Skonnortan »Dragör« strand- aði í Landeyjum á Mánu- daginn var. Var á leið frá Kaup- mannahöfn til Isafjarðar að taka fisk. Engar vörur voru í skipinu. Mannbjörg varð. Verðlækkun hér á ýmsum vör- um í smásölu. Næsta þjóðþing verður 5. sept- ember 1921. Wilson hefir fengið friðarverð- laun Nobels 1919. Leon Bourgeois, form. þjóðar- ráðsins, verðlaunin 1920. Tvö ítölsk herskip gengu í lið D’ Annunzio. Lloyd George hefir sagt í brezka þinginu, að stjórnin ætli að kúga Ira. Umsátursástandverði á vissum stöðum, dauðahegning lögð við að eiga vopn. Brezkir hermenn brendu meiri hluta Corksborgar til kaldra kola í fyrrinótt f hefnd- arskyni við Sinnfeina. Brezk blöð heimta rannsókn og taka ekki til greina sögusögn stjórnarinnar um að hún hafi í bili rpist stjórn á hernum í Irlandi. I Grikklandi greiddu 999954 Konstantín atkvæði, 10383 móti Hann heldur heim þrátt fyrir fjandskap bandamanna. Kolaverð fellur í Danmörku. Jarðskjálftar á Italíu eyðilögðu margar borgír, 200 manns fórust í Valona. Norrænn sjómannafundur hald- in í Gautaborg um þessar mundir. Dómur er fallinn í þjófnaðar- málinu hér: Kristján Bjarnason 12 mánaða betrunarhúsvist, Gúst- af Sigurbjarnarson 9 mánaða, báðir fyrir stórþjófnað. Upp á vatn og brauð fyrir að kaupa stolna muni eru dæmd: Vidar Vik 20 daga, Lydia Theil 15 daga, Guðjón Guðmundsson 15 daga, OJafur Magnússon 5 daga.Skilyrðisbund- inn dóin fengu: Siggeir Siggeirs- son 30 daga vatn og brauð, Jón Einasson 25, Albert Olafsson 15, Íftelgi Skúlason 10 daga, Bryn- jólfur Hannesson 5 daga, Stein- grímur Klingenberg Guðmunds- son 3 daga. Sýknaðir voru al- veg Geir Pálsson, Níels Petersen og Tómas Tómasson. Prír þeir fyrst töldu hafa áfrýjað til Hæsta- réttar. Frcttaritarl Dags', Akureyri. Fyrirlestur sr. Jakobs Kristinssonar var ágætlega sóttur. Hann gaf yfirlit helztu trúar- bragða heimsins og sýndi fram á skyld- leika þeirra eftir heimildum, sem allir samanburðartrúfræðingar eru sammála um. Yfirlitið sýnir glögt að öll helztu trúarbrögð eru greinar á sama stofni. Fyrirlesarinn brýndi fyrir mönnum að varast það dramb, sem mjög hefir brytt á í kristnum kirkjum, að álíta hina kristnu söfnuði eina á réttri leið til guðs, en velja öllum öðrum trúflokk- um heiðingjaheitið. Fyrirlesturinn var skörulega fluttur og af mikilli mælsku. Hann var þörf og harðvítug árás á þröngsýnina. Skrá yfú aukaniðurjöfnun í Akureyrarkaup- stað fyrir árið 1921 hefir blaðinu bor- ist. Hæstur gjaldandi er Kaupfélag Ey- firðinga með 15000 kr. Næstar eru Höepfnersverzlun og Hinar sam. fsl. verzianir með 6000 kr. hvor. Útsvarið sem lagt er á K. E. er í raun réttri lagt á eyfirzka bændur. Það eru teknartil bæjarþarfa 15000 kr.af geymslu- fé þeirra í þeirra eigin verztun. Þessi upphæð skiftist misjafnlega tiiður á fé- lagsmenn eft:r því, hversu mikla verzl- un þeir gera. Munu sumir bændur gjalda- meira til bæjarþarfa fyrir að nota vegi hans, helduren verkamenn gjalda til allra bæjarmála. Verður minst á þétta síðar. Jbúata/a Akureyrarkaupstaðar er samkv. ný- gerðu mauntali um 2500. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.