Dagur - 15.12.1920, Blaðsíða 4

Dagur - 15.12.1920, Blaðsíða 4
136 ÐAOUR Nýjar myndir. Fjórar ágætar litmyndir eftir listamanninn H. Copping: (t.) Hirðarnir við Betlehem; (2.) Hirðarnir finna Mariu og barnið; (3.) Flóttinn til Egyptalands; (4.) Góði hirðirinn; (stærð 25X16 sm.) fást á Sjónarhæð, og kosta aðeins 25 au. stykkið. Allir listavinir ættu að sjá þessar myndir. Biblíur og testamenti eru góðar jólagjafir, og fást í skinnbandi og í ódýrara bandi á Sjónarhæð. PRJÓNASAUM kaupir móti vöru-úttekt, v e r z 1 u n OTTO TULINIUS. Jörð til sölu. Vatnsendi í Ólafsfirði verður seldur fyrir 16000 krónur ef ekki fæst hærra boð. Borgunarskilmálar: !|10 greiðist strax. Hitt með afborgunum á alt að tíu árum. Munið eftir: 7—800 hesta heyskapur. Hrísey 5. des. 1920. PáU Berg'sson. Heilbrigðisfulltrúinn nýi (Sig. Ein. Hlíðar) lét til sín taka á síðasla bæjarstjórnarfundi. Hann hafði séð öskuhauga og margskonar saurindi og óþrifnað við hús manna og vegi í bænutn. Ólöglegar skólprennur o. s. frv. Gaf síðan skýrslu á fundinum um það, sem hann hafði orðið áskynja. Bæjarstjórinn og fl. álitu, að þessi skýrsla ætti ekkert erindi fyrir bæjar- stjórn. Hún ætti að ganga beint til lög- reglustjórans, sém ætti að sjá' um að fyrirmælum heilbrigðissamþyktarinnar væri hlýtt. Hann ætti að sækja menn til sekta fyrir brotin og gera ráðstaían- ir, sem þurfa þættu. Lögreglustjórinn vildi ekki láta vísa slíkum klögumálum til sín. Sagðist vera hér frekar, til þess að vernda bæjarbúa, heldur en til þess að sekta þá. lJá spurði einhver, hvort hverskonar sökudólgar ættu sér vísa vernd lögreglustjórans. Annar bæjarfull- trúi tautaði í bringu sína og sagðist ekki geta séð, að í því væri sérlega inikil vernd, þó mönnum væri Ieyft að dreifa skarni og saurindum út um torg og götur. Það hjálpar rnönnum að skilja afstöðu lögreglustjórans að vita, að hann er friðsamur maður og ljúf- menni. En líklega hefir heilbrigðisfull- trúinn ekki getað fengið á fundinum ótvíræða uppiýsingu um það, hvert hann á að snúa sér með klögumál sín. Kirkjan er orðin þrætuepli bæjarstjórnar innar A tveimur fundum er búið að þrátta um hana og bæjarfulltrúarnir geta ekki orðið á sama máli um, hvort bær eða söfnuður eigi hana. Síðasti bæjarstjórn- arfundur gafst svo upp við þetta flókna mál og vísað því frá sér til úrskurðar stjórnarráðsins. En ágreiningsatkvæði gerðu þeir Jóh bæjarstjóri og Ingimar Eydal. Alitu að málið væri ekki form- lega afgreitt til æðri úrskurðar, þar sem bæjarfulltrúarnir hefðu ekki talið sér fært að gefa úrskurð í málinu. Kirkjugjöldin hafa hækkað. Bæjarstjórnin leyfði fyr- ir sitt léyti að þau hækkuðu, en gat ekki gert það að beinu úrskurðaratkvæði sínu þar sem er óútkljáð um það, hvort kirkjan er bæjarkirkja eða safnaðarkirkja. En gjöldin hafa nú hækkað samt, en blaðið veit ekki með hvaða heimildum það er orðið. Bæjarbúar, sem hafa ekki enn greitt áskriftar- gjald blaðsins fyrir árið 1920, eru beðn- ir að gera það nú þegar. Oddeyrarbú- ar greiði þau til Jóns t\ Þórs Norður- götu 3 en aðrir bæjarbúar til ritstjór- ans, sem kynni að vérða var við rauðstjörnótta hryssu, 2ja vetra, ómarkaða, er vinsamlega beðinn að gera undirrituðum aðvart hið fyrsta. Bændagerði 14. des. 1920. Askell Sigurðsson. Verkstæði mitt við Túngötu 1 á Oddeyri hefir fyrirliggjandi með tækifærisverði: ferðakistu, »Ser- vant*, bökaskáp, kofforl, borð. Allar pantanir fljótt og vel af hendi leystar. Sanngjarnt verð. Gunnf. Friðriksson, . trésmiður. Úr öllusn áttum. Barnaveikin stakk sér niður á Siglufirði fyrir nokkuru síðan og var illkynjuð. Aðeins fá börn veiktusl og tvö dóu. Veikin var þcgar kæfð fyrir ötula framgöngu héraðslæknis. Sala á innlendum framleiðsluvörum geng- ur ekki sem bezt. Ket S. I. S. mun þó að mestu selt. Ofurlítil von um ullar- sölu en gærur óseldar og horfur með þær hinar verstu. Fiskur kvað vera að mestu seldur, en ekki allur fluttur úr landi. Langverst gengur með síldina. Nú selst alls ekki af henni sem stend- ur og síðasta sala með tapi. Verðfall virðist nú vera í aðsigi. Sagt að er- lendar verksmiðjur segi upp verkafólki og dragi saman seglin. Kaupgræðgi al- mennings og kaupþol að bila, en til- kostnaður hinsvegar hinn sami, Frézt hefir einnig um vsrðfall í Reykjavík á vefnaðarvörum 10 — 40°/o. Verðlagsnefndin er sett yfir alt landið. Bruni. Sunnudagsnóttina var brann bærinn í Holtakoti í Ljósavatnshreppi í Suður- Ringeyjarsýslu. Kúnum, sem voru í bæjarþorpinu, var bjargað en litlu af muiium. I Holtakoti býr Jón Jónsson Jóhannssonar, sem áður bjó á Rauðá, giftur Sigríði Friðriksdóttur frá Skógar- seli. I3au eiga tvö börn. Par eru og til heimills foreldrar Jóns, Jón og Mekkín. Vestanpóstur hafði flutning á 21 hesti þegar hann fór frá Stað, I Kaupfélagi Eyfirðinga fást: Unglingastígvél á 27 kr. parið. Pappírsserviettur, margar teg. o. fl. o. fl. mu Samband íslenzkra Samvinnufélaga útvegar beint frá verksmiðj' unni hið viðurkenda, ágæta Mc.Dougall’s Baðlyf MhSI SÖLDBUÐ Kaupfélags Eyfirðinga verður lokuð I. til 24. janúar n. k. vegna vöru- könnunar, reikningsskila og málningar á búðinni. Akureyri 13. d«s. 1920. Félagsstjórnin. Tóbaksvörur allskonar eru áreiðanlega ódýrastar hjá Jóh. Raguels. Verzlunin er elzta tóbaksverzlun landsins. Ritstjöri: Jónas Porbargsson. Prentsmiðja Björns Jónssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.