Dagur - 29.12.1920, Blaðsíða 3

Dagur - 29.12.1920, Blaðsíða 3
140 DAOUR. bæjarins frá uppfyllingu Kaupfélagsins suður ,að innri bryggju. Þetta átti að kosta taepl. 600 kr. og takast af vegafé. Tillagan var feld með jöfnum atkvæð- um. Þeir af bæjarfulltrúum, sem kunna að hálsbrjóta sig á götunum í vetur, greiða þó að minsta kosti ekki atkv. á móti slíkri tillögu næsta'ár. Stjórnarskrárbrot taldi bæjarstjórinn það, að kosta snjó- mokstur í kringum kitkjuna af almanna- fé bæjarins, en bæjarfulltrúunum þótti þetta of mikil samvizkusemi gagnvart stjórnarskránni og aurum gjaldenda og vildu láta moka kring um kirkjuna. Pétur Pétursson, kaupmaður hér í bænum hefir verið kærður fyrir óleyfilegan innflutning á súkkulaði og ferskum ávöxtum. Lög- reglustjórinn hefir rannsakað málið og gefið viðskiftanefndinni skýrslu og lagt haid á súkkulaðið Enn hefir ekki heyrst, hvað nefndin leggur til málsins. Ra fveitumálin u brá fyrir á fundi bæjarstjórnarinnar 21. þ. m. Rafveitunefndin skýrði frá því, að koslnaðaráætlanir frá Svíþjóð kæmu með Gullfossi, sem nú er á leið til landslns. Áætlun yfir stöðvar hjá Tröllhyl og Rángárvöllum, er báðar til samans geta gefið 2500 hestöfl og kosta 3 miljónir króna. Þetta er þó aðeins bráðabirgðaáætlun. En þar að auk fylgir fullnaðaráætlun yfir mikið minni stöð, er aðeins getur gefið 300 hestöfl, og kostnaður við að koma henni upp, ásamt leiðslum um bæinn er talinn vera 330 þús. kr. reksturskoslnaður árl. 45 þús. og tekjur 50 þúsund, óg er þá gert ráð fyrir, kwst. kosti 10 au. til Ijósa en 25 au. til suðu. Stöð þessi mundi nægja fyrst og fremst til lýsingar í öllum bæn- um bæði úti og inni og auk þess nokkuð til suðu eða þá smáiðnaðar. Af lítilfjör- legum umræðum, sem urðu um málið má helzt ráða það, að ekki muni annað gjörlegt en snúa sér að því að koma þessari litlu stöð á fót, og væri þá óskandi að að því yrði unnið með dugnaði og forsjá. jólahugleibingin, sem er hér fremst í blaðinu er tekin upp úr Jólablaði félagsins »Stjarnan í Austri.* Kosningar fara fram 13. jan. n. k. á 4 mönn- um í bæjarstjórn, 2 endurskoðendum bæjarreikninga og 2 mönnum í stjórn- arnefnd bókasafnsins. Kjörskráin er aug- lýst á öðrum stað í blaðinu og er at- hygli bæjarbúa leidd að því að nota kærufrestinn til athugunar á kjörskránni. Símskeyti. . Rvík. 22. des. Enska herstjórnin hótar að líf- láta alla Ira, sem brjóta umsát- urslögin. Pósturinn, sem gengur milli Isafjarðar og Hesteyrar, hrapaði ásamt hesti í núpnum hjá Grunna- vík 17. þ. m. Samferðamaður hans stóð eftir á brúninni og komst til bæja. Daginn eftir fóru 13 menn að leita póstsins. Tók snjóflóð 4 af þeim út á sjó. Druknuðu 3 af þeim, en einn bjargaðist á sundi. Lík niann- anna ófundin. Póstflutningurinn, sein glataðist, ekki verðmikill. Rvík 28. des. Rússar biðja Rúmena að rýma úr Bessarabíu. Rúmenar vísa til Versalafriðarins, en vilja þó semja vegna grannaskyldunnar. Rússar draga saman her á Djesterbökk- - um. Dollarsgengið bakar Ameríku stórtjón daglega. Atvinnuleysið eykst, vinnulaun lækka, fram- leiðsla takmörkuð. Álitið að Harding sé reiðu- búinn að gera verzlunarsamninga við Rússa. Frakkar hafa afnumið serfdi- herraembætti til Montenegro. Viðurkenna ekki sjálfstæði þess lengur. FréttarUari Dags. DAGUR kemur út á laugardögum framvegis. Næsta blað kemur út laugardaginn 8. jan n. k. Hlnthfafundar í hlutafélagi Dags verður haldinn á Akureyri miðvikudaginn 12. janúar n. k. og hefst kl. 2 e. h. Stjórnarnefndin. Pingmálafundir verða haldnir: í Möðrufelli 17. jan. n. k. á Möðruvöllum 19. jan. n. k. í Þinghúsi Svarfdæla 21. jan. n. k. og hefjast kl. 12 á hádegi á öllum stöðum. Stefán Stefánsson. Einar Árnason. Ur öllum áttum. Mlshermt er það, að þriðji frambjóðendalisti hafi komið fram í Reykjavík. Austanpóstur fékk erfiða ferð seinast. Snjór er meiri austur undan. Pósturinn teptist tvo daga við Jökulsá á Fjöllum vegna krapafara í ánni. Bændastétt landsins kvartar um lap á búskapn- um í ár. Er það alvarlegra en sjálf peningakreppan. Hnignun búnaðarins kemur víðar niður en í heimagarði bóndans. Samvinnusambandið norska í Kristianíu, sem tekur yfir mörg , hundruð félög um endilangan Noreg greiðir í alla skatta 14 þús. kr. Er það fróðlegt að bera það saman við útsvar K. E. til Akureyrarkaupstaðai. Bréf úr Bárðardal 3. des. 1920. Heill og sæll, Dagur minn! Af því eg veit að þér er geðfelt að fá fréttir víðsvegar að og þér er Ijúft að fylgja fram sanngjörnum hreyfingum, sem til bóta horfa fyrir einstaklinga og þá um leið alla þjóðina, langar mig til að send’a þér fréttir úr sveitinni, því altaf hafa menn gaman af að vita hvað ger- ist, minsta kosti er viðkvæðið er menn hittast, að spyrja fiéita. Verður þá fyrst að minnast liðna sumarsins. Mátti heita það væri hag- stætt úr því það byrjaði og spretta víðast sæmileg á útengi, þar sém ekki eru aldauðar skellur enn eftir kalið mikla; en kvartað var um blautar engj- ar venju fremur. Töðufall mun hafa orðið með allra bezta móti. Half erfitt var með þurka framan af sfætti og eins undir haustið, þó 'hröktust hey ekki til muna. Hygg eg að hey hér, yfirleitt, hafi fengist með fremur litlum erfiðis- munum, við vana, Öðru máli er að gegna hvað kostnaðinum viðvíkur, þeim peningalega, hann mun hafa orðið afar mikill víðast, og heyrst hefir að upp undir 20. au. hafi kostað kilóið af hey- inu á stöku jörðum hér í sveit. Pað sýnist ekki björgulegt tíl fram- búðar, ef nú niáske þyrftu 4 vættir af þessu heyi handa ánni yfir veturinn, og ekki hafa söluhorfur landbúnaðaraf- urða lofað svo góðu á þessu ári, að framleiðslan þoli annan eins tilkostnað við fóðuröflun framvegis. Fé mun hafa reynst töluvert lakar, til frálags en í fyrra, sérstaklega dilkar, en gæta verður þess, að síðastliðið haust var mun fleira af tvílembingum lógað en haustið áður, hjá mörgum, en það gerir mun, sem ekki er ætíð athugaður, þegar rætt er um vænleika dilka. Tíðin er með aíbrigðum góð og ganga allar skepnur sjálfala nema naut- gripir, hrútar og einn og einn hestur, sem verið er að brúka af og til. Til frétta gæti það talist, að stofnað var hér fóðurbirgðafélag, fyrir allan hreppinn á síðastliðnu vori, með svip- uðu fyrirkomulagi og Fóðurbirgðafélag Porkelshólshrepps í Víðidal, sem Jakob H. Líndal bóndi á Lækjamóti hefir ritað um i >Tímanum« 50. og 51. bl. 1918. Lágmark ásetnings í íélaginu hér er: 4 til 5 vættir handa á, 3 vættir handa lambi, 70 vættir handa kú fullmjólkandi og 20 vættir handa hesti, sem ekki er brúkaður að vetri. Auk þessa hefir fóð- urbirgðafélagið nokkurn forða af heyi og kraftfóðri, sem grípa má til, ef ein- hverjir lentu í þroti, þrátt fyrir lélags- ákvæðin. Stofnun slíkra félaga virðist vera ein- faldasta ráðið til að tryggja ásetning- inn. Pó einhverjir séu ekki allskostar ánægðir í byrjun, munu þeir bráðlega sannfærast um ágæti slíks félagsskapar. En hæfilega verða lögin að vera ströng og frá þeim má hvergi skeika, mætti þá hætta öllum skrifum um horfelli I bæði sönnum lognum. Hér hefir verið I fjárbótafélas; tia?stum 40 ár og hefir það frá byrjun lagt mikla áherzlu á a bæta ásetning, en ekki voru kröfurna hærri framan af, en að hafa ekki minna en 2 vættir handa kind, og þótti sæmi- legt, en það er margt breytt frá því sem áður var, með fjármensku ekki síð- ur en annað. Beitarhúsin flest lögð nið- ur og ekki eins lagt á sig að nota snapir í fjarlægð. Pá er og mikil breyt- ing hvað fé hér um pláss er orðið þurftarmeira en áður, sem stafar sjálf- sagt af því að það er orðið Ví þyngra eða máske vel það, en var fyrir nálægt 30 árum. Kappsamlega hefir verið unnið að vegagerð hér eftir dalnum, norðan af þjóðveginum hjá Skjálfandafljótsbrú suð- ur dalinn austan fljóts, nú tvö undan- farin vor. En því get eg þessa, ef það gæti orðið öðrum til eftirbreytni, þar sem svipað hagar til, að ekki hefir veg- ur þessi verið gerður eftir »kunstarinn- ar« fullkomnustu reglum, heldur lagt mest kapp á að fá kerrufæran veg, sem ódýrastan og lengstan, eftir þessari löngu sveit. Vegur þessi er gerður á þann hátt, að sumstaðar er aðeins stungið ofan af þúfunni og fylt upp í lautir. Víða er hann dálítið upphlaðinn, en hvergi möl- borinn. Dálítið hefir plógur verið notaður til réttis og flýtis. Vegur þessi hefir reynst mjög vel undir kerrur, enda er vegarstæðið í besta lagi þurt. Nokkurt fé hefir sýslu- sjóður lagt til þessa vegar, og þó sum- um mönnum finnist ekki eiga að veita sýsluvegafé til svo ófullkominnar vega- gerðar, virðist að hitt ætti að ráða ekki litlu hvort vegurinn svarar til þeirra krafa, sem gera þarf til hans. Gangi þolanlega með áframhaldið á næsta vori, ætti vegur þessi að verða orðinn • sem næst 3 danskar mílur að lengd. Til andlegrar hressingar okkur hér lagði herra Benedikt Arnason söngmað- ur góðan skerf með söng sínum í Lundarbrekkukirkju 30. sept., lakast að sumir gátu ekki notið hans fyrir ann- ríki og ferðalögum. Er það eins dæmi hér, að slíkur söng- maður láti til sín heyra, og engum sem á Benedikt hlustar, dylst að þar er a f- b u r ð a söngmaður á ferðinni. Svo óska eg þér góðs gengis á kom- andi ári, Dagur. Pökk fyrir gamlíi árið,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.