Dagur - 08.01.1921, Síða 3

Dagur - 08.01.1921, Síða 3
1. tbl. DAGUR 3 jafn vel eftir ójöfnunum, þegar rakstr- artækin eru viðfest. Vegna rakstrartækjanna gat eg notað sláttuvélina talsvert meira í sumar en áður; sló keldudrög og blautt mýrlendi, og fékk heyið að mestu hreint og leirlaust, sem ekkert viðlit hefði verið að vélslá rakstr- artækjalaust, vegna þess að heyið hefði troðist niður í leirinn af vél- arhjólum og hestafótum. Víða var hægt að færa heyið úr Bleytu og á þurkvöll eða tiltölulega þurra bletti, með rakstrartækjunum, svo mikið hagræði var að. Reynsla mín við hagnýting rakstr- artækjanna er: að þau spara til muna vinnukraft við að losa heyið og flekkja* Get eg því miður eigi með ná- kvæmum samanburði ákveðið, hve miklu sá verksparnaður mundi nema, enda mismunandi eftir aðstöðu: grasvexti, rakstrar- gæðum o.fl. En eg tel það muni eigi of ætlað, að rakstrartækin spari mannsvinnuna um '/3 við slátt og rakstur. að þau stækka vélfæra landið, því votlendar engjar verða áreiðan- Iega frekar vélslegnar með því að nota rakstrartæki, en ella.' að þau auka heyfenginn. Taka hvert strá, sem slæst. En vélarslægja rakast fremur illa. Stráin sitja föst í hjólförum og hestasporum. Ókostirnir—aukin dráttarþyngsli og seinkun sláttarins — hins vegar svo lítils háttar, að enga verulega þýð- ingu hefir. Þess vil eg geta, að notkun rakstr- artækjanna er víða hagað á annan veg, en að framan er lýst. Sumstaðar aðeins einn maður hafður við slátt- inn, sem þá í einu stjórnar vél, hest- um og rakstrartækjum. Annarstaðar annast «vélarmaðurinn« rakstrartæk- in, en sérstakur maður stýrir hest- unum, og þá oftast notaður til þess unglingur. Skal eg engan dóm á leggja, hver aðferðin er heppilegust, Geta enda hentað misjafnlega. Að- eins virtist mér slátturinn ganga fljót- ast með minni tilhögun. En aftur sá galli, aö á votu leirlendi vildi »hrífu- maöurinn" troða grasið niður, frem- ur til skemda. Með línum þessum vildi eg beina athygli manna að um ræddu áhaldi, sem eg hygg, að ekki muni nema fremur lítið útbreitt enn. Því eg tel það ómissandi þarfaþing hverjum, sem sláttuvél notar á útengi. Yrðu rakstr- artæki þessi þó vitanlega meiri ger- semi, ef takast mætti að láta sláttu- vélina sjálfa annast þau að mestu leyti, án þess nothæfni hennar skert- ist. Stunda nú ýmsir að úrlausn þess með áhuga miklum. Ekki hvað sízt sjálfur höíundur rakstrartækjanna; hinn þjóðþarfi »Haukur í horni". Fjósatungu 28/i2 1920. Ing. Bjarnarson. Kirkjan. Messa kl. 2 c. h. á morgun. Sr. Jakob Kristinsson prédikar. f Ritstjóri: JÓNAS ÞORBERGSSON~S K Prentari: ODPUR BJÖRNSSOJJ Símskeyti Reykjavík 7. jan. Verzlunarsamningar Breta og Rússa fullbúnir til undirskrifta. Bethman Holveg dáinn. Voðalegt uppreisnarástand á írlandi og engar friðarvonir. Miljón manna atvinnulaus á Bretlandi. Stjórnin styttir vinnu- tíma, til að koma fleirum að. Skáldið D’Annunzio flúinn frá Fiume. Italskur her þröngdi kosti hans. Afarmikil uppskera í Banda- ríkjununi: Hveiti brent í stað steinkola. 't Kosning alþingismanna fyrir Reykjavík fer fram 5. febrúar. Fjórir frambjóðendalistar kom- nir fram. Efstu menn Jón Bald- vinsson, Jón Rorláksson, Rórð- ur á Kleppi og Magnús Jóns- son, dósent. Eimskipafélag Islands hefir lækkað flutningsgjöld um 20%. Fréttaritari Dags, Rvtk. Petta tbl. af £>e#i er sent ýmsum, sem ekki hafa áður verið kaupendur blaðsins. Eru þéir vinsam'ega beðnir að gerast kaup- endur þess. Dagur hefir mikla von um að geta orðið þeim átta króna virði yfir árið. Þeir, sem sjá sér ekki fært að verða við þessum tilmælum, eru beðnir að gera svo vel og senda blöð- in til afgreiðslunnar, eða tilkynna henni það á annan hátt. Akureyri. U. M. F. Akureyrar heldur 15 ára afmælishátlð sfna f dag. Misklíöarefni. Sú nýlunda hefir gerst nýlega hér í bænum, að 87 af 134 símanotend- um hafa hætt að nota bæjarsfmann. Ástæðan er sú, að sfmagjöldin hafa hækkað allmikið nú um áramótin. Sfmanotendur hafa kvartað um það, að afnot símans væru ekki svo góð sem skyldi og er skiftiborðinu kent um. ítrekaðar umkvartanir hafa þó ekki borið þann árangur, að bót yrði á ráðin. Nú hafa þessir 87 símanot- endur neitað að greiða hækkunina, nema vissa fáist um það, að nýtt skiftiborð fáist á þessum ársfjórðungi, og hætt að nota sfmann. Svar er ekki komið frá símastjórninni og á meðan er ekki hægt um að segja, hvern enda þessi togsperra fær. En ástandið er fremur leitt. íslending: hefir nú fyrv. eigandi og ritstjóri, Brynl. Tobíasson, selt Jóni ritstj. Stef- ánssyni. Kom það á óvart, að Jón skyldi kaupa, þar sem hans eigið blað héfir ekki nú undanfarið komið út, nema með höppum og glöppum og alls ekki nú í 2 mánuði. Síðan hefir það heyrst, að kaupmenn hafi myndað félag og keypt íslending og muni halda honum út, þegar þeir geta feng- ið einhvern, sem vill hengja bjölluna á köttinn, þ. e. gerast ritstjóri. Frímann B. Arngrímsson hélt fyrirlestur í samkomuhúsinu s. 1. sunnudag. Voru það áminningar og hvatningar á víð og dreif, fluttar af mælsku og áhuga. Fleiri erindi mtín hann flytja nú innan skamms, um steinarannsóknir sínar, um veru sfna í Parfs og um rafveitu Akureyrar. Er áhugi Frímanns dæmalaus og ó- sérplæginn. Böðvar Bjarkan, lögfræðingur, lýsti yfir því á sfð- asta bæjarstjórnárfundi, að hann mundi ekki geta sint störfum f bæjarstjórn, vegna þess, að hann væri á förum úr bænum. Ákvað fundurinn, að láta fara fram kosningu á manni í stað hans, samhliða áður auglýstri kosningu 13. þ, m. Skrúfan. Ut af kröfu símanotenda bæjarins, hefir landssfmastjórnin fengið ákveðið svar frá verksmiðjunni. Kveðst hún muni hafa skiftiborðið til f febrúar- mánaðarlok n. k. Vill landssímastjórn- in þá undirgangast, að hafa skiftiborð- ið sett hér niður fyrir lok marzmán- aðar. Um aðra miðlun af hendi sfma- stjórnarinnar hefir ekki heyrst, Ráfveitumálið. í gærkvöld flutti Frímann B. Arn- grímsson fyrirlestur um málið. Hann hefir í höndum feikna mikil skjöl og skilrfki frá hinu ameríska félagi, sem hann hefir snúið sér til. Hann fu)l- yrðir að stöðin, sú hin minsta, verði stórum ódýrari eftir áætlunum þeim, sem hann hefir í höndum. Tveir menn úr raforkunefndinni, J. Sv. og E. F. skoruðu á hann að flytja fyrirlestur um málið næsta Sunnudagskvöld og mun hann verða við þeirri áskorun, ef ekkert ófyrirsjáanlegt hamlar. Er hér með skorað á almenning, að sækja þennan fyrirlestur. Frfmann stendur ekki með tvær hendur tómar. Kafli ur bréfi af Suðurlandi 12. nóv. 1920. — — — Vetur frá nýári með hagbönnum og hrakviðrum svo undr- um sætti. T. d. var haglaust í Bessa- staðanesl f 9 vikur, en slíkt var ekki áður í minni elztu manna. í páskavik- unni komu upp hagar f öllum lægri sveitum sunnan lands. Við sjóinn varð »þöku þftt« á túnum, þar sem ekki lágu faunir. Á annan í páskum, þegar brá til norðan áttar, hljóp alt í gadd. Urðu þá miklar skemdir á túnum, og kom vfða fram kal. Þessi kuldahryna hélzt til hvftusunnu með litlum hvfldum. Eftir það gerði þurviðri, sem héldust þar til langt var liðið af *júl(mánuði, en þá brá til volviðra, sem haldist hafa sfðan. Má’ telja að allán þann tfma hafi aðeins sjaldan sézt sól. Nú íyrir viku sfðan féll nokkur snjór hér á Suðurlandi og f dag er jörð frosin og hefir snjóað í logni. — “ Þurviðrin í vor gerðu það að verk- um, að áburður nýttist ekki á túnum, svo að þau urðu mjög graslítil og mjög vfða V3 minna töðufall en f meðalári. Vegna votviðra hröktust héy og mór. Útengjar fóru viða undir vatn, svo þær urðu ekki slegnar, og hundr- uð hesta af lausu heyi, er nú komið f klaka. Mór er víða úti ónothæfur vegna bleytu. Bændur hér sunnan lands hafa þvf orðið að fargá mjög fé sínu vegna lítilla heyfanga nú í haust. Ofan á þær hrakfarir hefir það bæzt, að kjöt og aðrar sauðfjárafurðir' hafa selzt þriðjungi lægra verði, en þyrfti, til móts við aðkeyptar vörur, og alt sem bóndinn þarf að borga. Þegar nú fóð- urbætiskaupin frá sfðastliðnum vetri bætast ofan á, er auðsætt, að efnatap bænda hér sunnan lands árið 1920, nemur miljónum króna. — Sá, sem þetta ritar getur ekki talið sig stór- bónda. Þó getur hann talið tap sitt á rekstri búsins yfir árið 6000 krón- ur. Óhugur hefir slegið marga bænd- ur, að fást , við búskapinn. En hvað tekur þá við? Ritfregn. Dr. Bernard Hart: Geð- veikin. Bókav.'Sigf. Ey- mundssonar. Rvík 1920. Þetta er alþýðlegt fræðirit nr. 1. Má því eiga von á fleiri frá ofanskráöri bókaverzlun og er góðra gjalda vert. Munu þó útgáfur fræðibóka vera einna óárennilegastar. Annarsvegar gífur- legur kostnaður, hinsvegar tregur markaður fyrir slíkar bækur. Próf. Ágúst H. Bjarnason hefir þýtt bókina og mun það hafa verið vanda- verk, þar sem efnið hefir verið að mestu óbrotið á íslenzka tungu. Ný- yrði og ný hugtök birtast alþýðu manna. En enginn dómur getur hér orðið lagður á þýðinguna. Hún virðist vera létt og reiprennandi og flókið efni gert furðanlega Ijóst. Um efni það, er bókin fjallar um, eru ákaflega skiftar skoðanir i heimin- um, eftir því sem séð verður, og verð- urhuguralþýðunnar mjög á reiki,ekki sízt þar sem þeir menn, er mest þykj- ast vita, standa í sífeldu rifrildi um mál- ið. Munu sennur þeirra vera, ef til vill, minna við alþýðu skap, en þeir hyggja, ekkisízt þeim,sem máliðerviðkvæmt. Bók þessi er tilraun til að varpa Ijósi yfir þessa flóknu gátu. Hún er senni- íega sú tilgátan, sem þýð. hefir verið mest að skapi og er bygð á vísinda- iegum rannsóknum, svonefndri sálar- grenslan. Hvort tilgátan er að öllu rétt, getur enginn maður um dæmt. Bók um þetta efni, sem gæti kveðið niður ramma fordóma gagnvart sjúkl- ingunum, ofurhræðslu manna við sjúk- dóminn, en glætt skilning á eðli hans og einfaldleik, væri sannarlega þörf bók. Þessi bók er tílraun í áttina, en um gagnsemi hennar skal ekki að öðru leyti dæmt og því síður um réttmæti kenninganna, sem hún fiytur. En að mínum dómi er bókin þess verð, að hún sé keypt og lesin.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.