Dagur - 22.01.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 22.01.1921, Blaðsíða 1
' DAGUR kemur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni l>. t>ór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Innlieimtuna annast ritstjórinn, IV. ár. Sfefái) Stefánssor), skólameistari andaðist aðfaranótt fimtudags, 20. þ. m. Hans verður nánar minst í næsta blaði. Atvinnuvegir landsins og verkalýðurinn. Rifuð segl. í síðasta blaði var allrækilega sýnt fram á, að landbúnaðurinn mundi ekki framvegis geta goldið slík verkalaun, sem síðastliðið ár, heldur mundi hann verða nauðbeygöur, að óbreyttum kaupkröfum, til þess að draga saman seglin. Rödd Jóns Gauta Péturssonar er ekki rödd „hrópandans í eyðimörkinni". Slíkar raddir berast nú að hvaðnæfa bæði hátt og í hljóði. í Tímanum birtist allsköruleg grein eftir Jörund Brynj- ólfsson fyrv. leiðtoga verkalýðsins í Reykjavik. Jörundur er nú orðinn bóndi og hefir komist að raun um, við hvað landbúnaðurinn hefir átt aö stríða síðastliðið ár. Það fer svo um flesta, að þeir finna glegst þann skóinn, sem kreppir að þeim sjálf- um. Jörundur heldur því fram, að bændastétt landsins verði r.ú að bindast samtökum til varnar atvinnu- vegi sínum. Er sú tillaga ekki kom- in fyr fram, en vænta mátti. Þessi tillaga er nú þegar farin að hafa áhrif. Eyfirskir bændur hafa tekið málið til meðferðar í fundafélagi sínu, sem nær yfir mikinn hluta sýsl-_ unnar. Eftir því sem Degi er kunn- ugt, hafa þeir tekið málið þe.m tök- um, að rannsaka eftir mismunandi Ieiðum, hvaða kaup Iandbúnaðurinn sé fær um að gjalda, eftir því sem nú horfir. Enn hefir ekki heyrst um árangur þessara rannsókna. Yfirleitt er því nú haldið fram af bændum, að landbúnaðurinn hafi á þessu síðasta ári verið rekinn með miklu tapi. Það er engin ástæða fyrir þessa stétt þjóðarinnar, að komast í uppnám, þó yíir komi eitt Akureyri, 22. janúar 1921. 3. blað. tapár. Tæplega sæmilegt að sjá of- sjónum yfir því, þó vinnulýður landsins hafi að þessu sinni gengið með ríflegan hlut frá borði, þar sem því mun tæplega verða mótmælt, að hann hefir alloft orðið að Iáta sér nægja skaröan hlut. En þar sem það er hinsvegar vit- anlegt og viðurkent af alþjóð, að með landbúnaðinum stendur og fellur menning þessarar þjóöar, tunga hennar og þjóðerni og að vaxtar- broddur íslenzkrar framsækni er í íslenzkum sveitum, þá er auðsætt, að alls ekki má stefna til hnignunar þessum atvinnuvegi. Bændur hafa því ekki eingöngu þjóðfélagslegan rétt, heldur þjóðfélagslega skyldu, lil þess aö rísa upp til varnar, þeg- ar kröfur verkalýðsins vaxa land- búnaðinum yfir höfuð og þegar bæjarfélög beita þá geræði í skatta- tögum. Pað er því tvímælalaus nauðsyn að bændur vakni nú alment til með- vitundar um þörf athyglinnar í þessu máli. Þeir þurfa að rannsaka gjaldþol atvinnuvegarins og bindast samtökum um að verjast öfgum. Hinsvegar mega samtökin alls ekki fara út í öfgar. Þau eíga að vera stofnuð, til þess að verjast kúgun, en ekki til þess að kúga. Eins og það er fávíslegt og hættulegt sjálfum verkalýðnum, að fylkja sér um yfir- spentar kröfur á hendur atvinnuveg- unum, eins er það fávíslegt og hættulegt atvinnuvegunum, að gera verkalýðin að hálfgeröum þrælum. Hvorttveggja er jafn hættulegt og ómannúðlegt, frá hvaða hlið sem það er skoðað. Þessvegna þarf sann- girni og mannúð að vera íeiðar- stjarna hvors aðila fyrir sig. Því leiðarljósi þarf að fylgja, ef unt á að verða aö mætast á miðri leið. Sé hinsvegar ekkert hafst að í málinu og bændur láti skeika að sköpuðu, er viðbúið að alt sitji við það sama. Verkalýðurinn, sem þrátt fyrir háa kaupiö mun ekki hafa úr miklu að spila, mun þá sennilega enn halda fram sömu kröfum. Bænd- ur, sem hafa fyrír augum halla síð- asta árs, munu setja fyrir sig fætur og draga saman seglin. Afleiðingin veröur sú, að landbúnaðurinn verð- ur fyrir þeim hnekki, sem kemur alþjóð í koll á einn og annan hátt. Það er óbrigðul reynsla um víða veröld, að hver sá atvinnuvegur, sem er rekin með tapi, kiknar og leggur árar í bát. Fréttir um slíka fyrirburði berast nú hvaðanæfa úr heiminum. Verksmiðjum er lokað og verkafólkið stendur uppi. með tvær hendur tómar þrátt fyrir hærra kaup, en atvinnuvegirnir þola. Slík er orðin ráðgáta atvinnuskipulags þjóðanna nú á tímum. Menn geta Ieitt sér í hug hvílíkar afleiðingar hnignun landbúnaðarins og sveitalífsins hefði fyrir þjóðina. Hver einasti maður í Iandinu mun vera því mótfallinn, að svo sé að þessum atvinnuvegi búið, að hann eigi alvarlega hnignun fyrir höndum eða fullkomið niðurdrep og ísland verði ekki annað en veiðisker. Það er ekki ætlunarverk þessara greina, að bera fram kveinstafi fyrir hönd bænda. Heldur skal þess krafist hér vegna alþjóðar nauðsynjar, að landbúnaðinum sé forðað við falli. Er sú krafa fyrst og fremst gerð á hendur bændum sjálfum, að þeir hefjist handa í öllum sveitum lands- ins, geri sitt ítrasta til þess, að rann- saka hvaða kaup þeir geti greitt verkalýðnum þegar á næsta sumri. Ýmsir halda því fram, að ógerning- ur sé að komast að ábyggilegri niðurstöðu um það vegna mismun- andi staðhátta, en það er varasamt, að gera of lítið úr líkunum fyrir því> að þessi hagfræðislega gáta geti orð- ið ráðin. Nær má að minsta kosti komast með athygli og rannsókn, en ef alt er Iátið umhugsunar og af- skiftalaust, og handahóf og reip- dráttur ræður, svo sem verið hefir og heldur við og eykur úlfúð og illvilja manna hvors í annars garð. Krafa þéssi er ennfremur gerð á hendur verkalýðnum. Dagur lítur svo á, að verkalýðshreifingin eigi fullan rétt á sér. Hún er eðlileg af- leiðing þeirrar kúgunar, sem þessi flokkur manna hefir verið beittur af auðvaldinu í öllum Iöndum. En Dagur er ekki allskostar ánægður með starfshætti þessarar hreyfingar. Hann lítur svo á, að hún þurfi að gjalda meiri varhuga við eigin öfg- um. Þegar hætta vofir yfir þjóðinni má enginn flokkur hennar leggja aðaláherzluna á, að tryggja sig, held- ur láta sér skiljast, að á hverjum manni hvíiir ábyrgð gagnvart allri þjóðinni. Þetta gildir um verka- mannaflokkinn eigi síður en aðra. Síðast liðiö ár hefir flokkurinn og einkum forsprakkar hans einnig hér á landi beitt sér um of fyrir harvít- ugum kröfum og fengið þeim full- nægt. Afleiðingarnar eru að koma i ljós. Óhugur og afturkippur hjá framleiðendum, sem hafa borið á- byrgðina og orðið fyrir skellinum. Og ef atvinnuvegir Iandsins komast í verulegan bobba, kemur það eigi síöur niður á sjálfum verkalýðnum. Þá þarf að leita annara bragða, en að halda fram hörðum kröfum. Þá þarf að leita nýrra úrræða, brjóta nýjar leiðir í atvinnuháttunum, koma á nýju jafnvægi. En það jafnvægi fæst aðeins með miklum afslætti á eigingjörnum og skilningslitlum kröf- um allra flokka, sem líta aðeins á stundarhagnað. Jafnvægið fæst að- eins með einlægri Ieit og samvinnu allra með glöggum skilningi og viðurkenningu á þörf og rétti hvor annars. En sé ekkert hafst að, siglir þjóðin með rifuð segl út í óvissu vaxandi örðugleika. (Meira.) Sœluhús á fjöllum. Leiðinlegt að minnast þess, að við íslendingar (með allri okkar hásungnu menningu) stöndum í sumu að baki skrælingjum og öðr- um villiþjóðum. Við kunnum t. d. ekki að -gera okkur snjóhús í viðlögum, eins og Grænlendingar. Drepumst heldur úr kulda og verð- um úti. Við kunnum heldur ekki að gera okkur jafngóða skó og skinnsokka og þeir. Þó höfum við selskinn og mörg önnur skinn. ís- lenzku skórnir eru að vísu ágætir inni við og í þurki á sumrin, en í bleytu og snjó gagnslitlir og hættu- legir. Þó maður hafi ristarþvengi, bráðnar niður í skóna — en frost er á fjöllunum. Þó maðurinn sé knár, kemst hann ekki hjá kali, fyr eða síðar. En þessvegna mintist eg á snjó- húsin, að þau eru sæluhús Græn- lendinga. Sæluhús eru líka hjá okk- ur og varanlegri að vísu, því þau eru gerð úr grjóti og hnausum, en þau eru altof fá. Það er til skamm- ar, hvað þau eru fá, og erum við þó komnir fram á 20. öid e. Kr. Og eitthvað 9 aldir síðan Ólafur kyrri Haraidsson lét reisa sæluhús á fjöll- um í Noregi. Það ætti ekki að þurfa neina nefndarrannsókn til að slá því föstu, að það er sjálfsagður hlutur, að hið (slenzka ríki hlutist til um, að scelu- hús verði reist alstaðar á fjallvegum, þar sem nokkur veruleg mannaumferð er vcentanleg. Viö krækjum langar Ieiðir vestur í Hrútafjörð og vestur fyrir Horn- bjarg, til að komast suður til höfuð- staðarins. Væru sæluhús á fjöllunum, mundi hver meðalmaður geta spá-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.