Dagur - 22.01.1921, Blaðsíða 4

Dagur - 22.01.1921, Blaðsíða 4
12 DAGUR 3. tbl. Tilkynning. Verðlagsnefndin hefir ákveðið hámarksverð í Akureyrarkaupstað — pannig:' Höggvinn sykur í heildsölu kr. 2.00; í smásölu kr. 2.25 kg. Steyttur sykur í heildsölu kr. 1.85; í smásölu kr. 2.10 kg. Kaffibaunir í smásölu kr. 3.15 kg. Þetta tilkynnist hér með, og er jafnframt brýnt fyrir kaupmönn- um og kaupsýslumönnum, að peir mega ekki hækka verð á aug- lýstum nauðsynjavörum án leyfis nefndarinnar. Bæjarfógetinn á Akureyri 18. jan. 1921. Júl. Havsteei), settur. Tilbúinn karlmannafatnadur, regnkápur karla, kvenna og drengja fæst í KAUPFÉLAGI EYFIRÐINGA. Kjörskrá til alþingiskosninga fyrir Akureyrarkaupstað liggur frammi almenn- ingi til sýnis á skrifstofu bæjarins dagana 1. —14. febrúar n. k., að báðum dögum meðtöldum. Kærum út af kjörskránni sé skilað til oddvita kjörstjórnar fyrir 21. febrúar n. k. Bæjarstjórinn á Akureyri 17. jan, 1921. /ón Sveinsson. Ágæt fóðursíld til sölu hjá Kristjáni Helgasyni í Kaupfélagi Eyfirðinga. Samvinnuskólini) 1921—1922 Inntökuskilyrði: Nemendur, sem hafa í hyggju að vera í Samvinnuskólanum veturinn 1921—'22 verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði við inntökupróf: 1. Skrifa læsilega rithönd. Geta gert nokkurn veginn skipulega ritgerð um fengið efni. Hafa numið málfræði Halldórs Briem, siðustu“útgáfuna. 2. Hafa lesið Kenslubók í íslandssögu, eftir Jón J. Aðils, en í mannkynssögu kenslubók eftir Pál Melsteð eða eftir Þorleif H. Bjarnason. 3. Hafa numið Landafræði Karls Finnbogasonar. 4. Hafa lesið, undir handleiðslu kennara, bæði heftin af kenslubók í dönsku, eftir Jón Ófeigsson, og Enskunámsbók Geirs Zoéga. Hafa gert skriflegu æfingarnar í þessum kenslubókum. 5. Vera leiknir f að reikna brot og tugabrot. 6. Hver nemandi verður að hafa fjárhaldsmann, búsettan í Reykjavík eða þar í grend, sem stjórn skólans tekur gildan. Aths. Það er mjög óráðlegt, að hugsa til að sækja skólann, nema fyrir þá, sem eru vissir um að uppfylla þessi skilyrði. Reykjavík er nú orðin of dýr staður til að stunda þar það, sem nema má hvar sem er annars- staðar á landinu. Inntöku í skólann fá konur jafnt sem karlar. Peir, sem ekki kæra sig um að taka verslunarpróf, fá kenslu í bókmentasögu og félagsfræði, í stað þess sem þeir fella niður í námsgreinum sem lúta að verslun. — Kenslugjald er nú 100 kr. fyrir hvern nemanda. Raykjavík. 20. nóv. 1920. Jónas Jónssoi). MT T rjáviður. TH PlanKar og tré verða seldir með NIÐURSETTU VERÐI um 33V,|o AF8LÆTTI til 10. febrúar næst komandi. Tuliniusarverzlun. Heimilisiðnaðarsýningin í RvíK 1921. Heimilisiðnaðaríélag íslands hefir nú ákveðið, að sýningin hefjist 5. júlí næstkomandi og standi yfir ekki skemur en eina viku, Stjórn félagsins og sýningarnefnd skora hér með alvarlega á menn, svo konur sem karla, að senda á sýninguna sem flest og sem mest af góðum, þjóðlegum og vönduðum heimilsiðnaði, bæði gömlum og nýjum, og ennfremur góð áhold, sem notuð eða nothæf eru við heimilisiðnað. Sýnendum ber að annast sending munanna á sinn kostnað til sýningar- nefndarinnar. Sýningarnefndin veitir mununum móttöku, annast um þá á sýningunni og sendir þá sýnendum að kostnaðarlausu með strandferðaskipum til þess viðkomustaðar skipanna, er næstur er eigendunum, en þangað ber þeim að vitja munanna (á sinn kostnað). Sýnendur í nágrenni Reykjavfkur vitji sinna muna hjá sýningarnefnd. • Óski sýnendur, að munir þeirra verði seldir,- og tilgreini þeir verð, annast sýningarnefnd um söluna og sendir andvirði hins selda til eiganda að sýning- unni afstaðinni. Sýningarmunirnir þurfa að vera komnir til Reykjavíkur f maí mán. Allar frekari leiðbeiningar viðvfkjandi sýningunni erum vér fús að gefa, og sömuleiðis framkvæmdastjóri Sambands heimilisiðnaðarfélaganna, ungfrú Halldóra Bjarnadóttir á Akureyri. Reykjavík, 22. desember 1920. í stjórn Heimilisiðnaðarfélags íslands: Laufey Vilhjálmsdóítir, Einar Helgasoi). Steinunn Bjarnason, forset>. skrifari. gjaldkeri. Ingibjörg H. Bjarnason. Matthías Þórðarson. Ragnhildur Pétursdóttir. Sigríður Björnsdóttir. í sýningarnefnd: Bjarni Jónsson. Elín Briem Jdnsson. Fríða Proppé. Jón Halldórsson. Kristjana Pétursdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.