Dagur - 22.01.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 22.01.1921, Blaðsíða 3
3. tbl. DAGUR 11 Sement fæst í 7 a. J*or$töðu$tarfið við Sjúkrahúsið Gudmanns Minde er laust frá 14. maí n. k. Upplýsingar hjá héraðslœkni. Spífalanefndiiv * * • •• • • • • •••••• Ödýrt plötutóbak (bæði munn- tóbak og reyktóbak) fæst í Kaupfélagi Eyfirðinga * T - >• • •• • •••••• • * Jörðin Sverfingssfaðir í Öngulstaðahreppi fæst til kaups og ábúðar í n. k. fardögum, ef um semur við eigandann. Friðrik Sigurðsson. Vinum og vandamönnum tilkynnist að maðurinn minn elskulegur skólameistari Stefán Stefánsson andaðist að heimili okkar fimtudagsnóttina 20 p. m. Akureyri 21. jan. 1921. Steinunn Frímannsdóttir. Akureyri. Nýr söngmaSur er kominn til bæjarins, hr. Sigurð- ur Skagfeldt. Hann hefir verið við söngnám í Danmörku og kom heim s. 1. sumar. Hann hefir ágæt með- mæli írá frægasta söngkennara Dana, Paul Bang, konungiegum söngkennara við óperusöngskólann í Khöfn og fleirum. Hr. Skagfeldt gerir ráð íyrir að dvelja hér ( bænum þar til Sterl- ing kemur næst, þá tekur hann sér far til útlanda til frekara náms. Hann hefir í hyggju, að gefa bæjarbúum kost á að heyra til s(n meðan hann dvelur í bænum. Gullfoss kom fyrra laugardag. Með skipinu var fjöldi farþega. Þórólfur Sigurðsson bóndi í Baldursheimi, Kristjana Pét- ursdóttir, ráðherra, Sig. Skagfeldt, söngvari, Þórhallur Baldvinsson, Nesi, Aðaldal o. fl. Skipið fór aítur á mið- vikudagsmorgun. Þá tóku sér íar: Einar Haraldsson frá Einarsstöðum til Ameríku. Til Khafnar tóku sér far Þórhallur Bjarnarson, pientari, kaupm. Ragnar Ólafsson og kaupm. Rögnvald- ur Snorrason með frú sinni. Ennfrem- ur fór með skipinu Einar Jónsson prentari og sjálísagt fleiri. ísrek varð hér á Pollinum á laugardaginn. Stór ísspöng losnaði og dreif undan hvössu sunnanveðri. Ruddist fsinn upp á Oddeyrartangann og bylti um tveimur fiskiskipum, sem stóðu þar upp á landi og brotnaði annað þeirra. ísinn skemdi hornið á uppfyllingu Kaupíélags Eyfirðinga og fleiri skemd- ir mun hann hafa unnið. Endurskoðendur bæjarreikninga voru kosnir þann 13. þ. m. um leið og bæjarstjórn var kos- in. Sjálfkjörnir voru þeir Kristj. Árna- son kaupm. og Tómas Björnsson verzl- unarmaður, þv( engir keppinautar voru. Þessa láðist að geta í síðasta blaði. Kæra hefir komið fram frá nokkrum kjós- endum í bænum út af síðustu bæjar- stjórnarkosningum, kæruatriðin eru: 1. Að mönnum hafi verið bætt á kjörskrá á ólögmætan hátt. 2. Að ekki hafi verið auglýst lögum samkvæmt hvenær kosningarathöínin skyldi hafin. 3. Kjörseðlakassarnir hafi verið of litlir svo iðulega hafi þurft að hrista þá. 4. Að maður eða menn hafi kosið, sem ekki stóðu á kjörskrá. 5. Að milli þess, sem kjörstjórnin sjálf gekk til kosninga, hafi aðrir kjós- endur kosið. 6. Að seðlar hafi verið teknir gildir, sem ranglega hafi verið meiktir af kjósendum. 7. Að mörgum kjósendum hafi verið bægt frá kosningu og kosningarat- höíninni hafi ekki verið slitið á lög- legan hátt. Það er álitamál milli mauna f bæn- um, sem þykjast hafa vit á, hvort kærenduvnir muni ekki komast undir 22. kap. hegningarlaganna fyrir rangar sakargiftir f opinberri kæru. Alþm. Magnús J. Kristjánsson kom með Gullfossi síðast, Hann mun sennilega hafa fund með kjósend- um sínum meðan hann stendur við. Úr öllum áttum. Bruni. Nýlega brann bærinn á prestssetrinu Stað í Grunnavík til kaldra kola. Presturinn séra Jónmundur Halldórsson tók staðinn fyrir skömmu mjög nið- urntddann. Hann hefir með sérstak- legum dugnaði bygt upp öll bæjar- hús og fjárhús. Nú, þegar því er fyrir skömmu lokið, brennur bærinn. Skað- inn er metinn um 20 þús. króna. Gengismunur, gjaldeyris í bönkunum og á póst- húsinu þykir roönnum undarlegur. Þann 13. þ. m. var gengið: Dollar Sterlingsp. íslandsb. 6 80 — 24 50 Pósth. 625 — 22.50 Gengið er tilkynt frá hærri stöðum eins og gefur að skilja. Annaðhvort er Póststjórnin að spila íé úr hendi sér eða íslandsbanki að taka meira en honum ber. Frá útlöndum ber mest á fréttum um kreppur og hrun. Hallgr. Kristinsson, sem var á ferðalagi erlendis. s. 1. tvo mánuði segir frá því að verzlunarhús fari unn- vörpum á höfuðið og fyrverandi millj- ónerar verði öreigar. Um það leyti sem hann var í London, íór þar stórt verzlunarhús, sem verzlaði með skinn, á höfuðið, og tap þess var um- fram alt hlutaféð yfir 36 milljónir króna. Vilhjálmur Þór starfsm. K. E., sem dvelur nú í Danmörku og hefir ferðast um Skandinaviu, hefir sömu sögu að segja. Jafnvel gömul verzlun- arhús eru á heljarþremi. Verksmiðjur segja uijnvörpum upp starfsfólki sínu og loka. Sumar gera þó verkafólkinu þá kosti, að veita því atvinnu áfram, ef það lækki kaupið um lU. Yfir höf- uð virðist atvinnnlíf og viðskiíti vera að hlaupa í baklás. Fólkið íarið að takmarka eyðslu og innkaup; býður eftir frekara verðfalli. En ekkert hjól f þessu dýrtíðarsigurverki má atanza. Spennuþrýstingin hrindir á og orsak- ar sprengingar. Heimurinn þarf senni- lega að ganga fram af sér, til þess að geta bætt ráð sitt. Veðráttan. Mánudag brast á norðan ofstopa- veður,’ þó ekki með miklum fannburði. Uppbirta á þriðjudag. Slðan bjart og rnugguveður til skiftis. Fimtudaginn var út3ynningur m^ð renningsrokum, Frost hafa verið lítil þessa viku. Þingmálafundi hafa þingmenn Eyjafjarðarsýslu haldið undanfarna daga. Mun Dagur sfðar geta þess merkasta er á þeim hefir gerst. , Vefnaður. Vegna forfalia er rúm autt, skemri eða lengri tíma, á námsskeiði Heim- ilisiðnaðarfélagsins, Brekkugötu 15. Stjórnin. L E 8 1 Ð! Borffstofu- og svefnher- bergismubiur (sett) útvegar und- irritaður. Sömuleiðis sjerstök' buffet, borð og stóla, skrifborð og mynda- saulur og fl. Myndir innrammaðar fljótt og vel. Hvergi ódýrara. Kristinrj Helgasorj, trésmiður. Aðalstræti 14 Akureyri. Búsáhatdasýningin í Reykjavík 5,—12. júli 1921. Þeir, sem ætla sér að senda muni íil sýningarinnar verða að vera bún- ir að tilkynna það til Búnaðarfélags íslands eða Ræktunarfélags Norður- lands fyrir 28. febrúar næstkomandi. Akuréyri 18. janúar 1921. Cinar J. Sleynis. Ritstjóri: JÓNAS PORBERGSSOJj"* Vi V. Prentari: OPDUR BJÖRNSSOJJ .y

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.