Dagur - 27.01.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 27.01.1921, Blaðsíða 1
DAGUR kernur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. IV. ár. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Innheimtuna annast ritstjórinn, 4. blað. Stefan Stefánsson, skólameistari. Snemma morguns fimtudaginn, 20. þ. m. var hinn klofni, mikil- fenglegi ríkisfáni hafinn í hálfa stöng á Gagnfræðaskólanum. Nem- endum skólans var snúið aftur; þann dag og tvo þá næstu var hljótt um skólann, því meistari hans var lagstur á Iíkbörurnar. Dauðinn hefir látið skamt höggva milli í fylkingu mentafrömuða okkar og eftirsjárverðustu manna þessi síðustu ár. Petta síðasta högg var raunar ekki óvænt; jafnvel var dauðinn aufúsugestur, eins og komið var heilsu og framtíðarvonum. Eigi að síður er skarðið stórt og missirinn mikill. Veðrið þann 20. var ömurlegt. Útsynningsrosinn kembdi kuldaél fram af fjöllunum. í hálfbirtu morgunsins veifaði fáninn mikli í löng- um togum þunglyndislegri kveðju út í daginn. Áhrif og svipur þessa herferðardags voru illa til þess fallin að koma mér í sólskins- skap. En aðeins í sólskinsskapi gæti eg flutt Stefáni skólameistara verðuga kveðju. Pað er svo erfitt, þegar veturinn kémur með dauðann, að varpa af sér þunganum og fljúga út í Iifandi vor liðinna ára. Pó verður þetta að gerast og einkum nú. Minningar mínar um Stefán, eru allar á vegum vors og sólar. Eg man hann í kenslustundum með grasasafnið sitt fyrir fram- an sig. Eg man bjartan svipinn og skær augu. Hugbrigði og geðbrigði leika í svip og dráttum. Röddin snjöll og hvert orð á takteini. Eg man hann gera veturinn að vori, þar sem við horfumst í augu við sóleyjar og fögnum glitskrúða gróinna landa. Eg man hann leiða okkur út á takmörkin, þar sem margbreytni guðs góðu náttúru rennur saman i einfaldleik stanzandi hugsunar, þar sem þekkingin vex til skilnings á eigin smædd og skammsýni og þar sem kaldræna þekkingarhrokans hjaðnar og breytist í samúð með öllu, sem andar. Eg hefi séð afburðamanninn í sinni fræðigrein skilja mikilvægi köllunar sinnar; séð hann fórna dýrmætri kenslu- stund allri orku sinni og innileik, sárbeitni sinni og naprasta liáði, þar sem kuldinn og heimskan urðu á Ieiðinni. Eg hefi notið ást- sæls og langsamlega snjallasta kennara, sem eg get hugsað mér. Eg man hann í hásal gleðinnar, sitja í öndvegi við veizluborð, þar sem við fósturbörnin hans sitjum til beggja handa. Hann er að kveðja okkur með skilnaðarsamsæti. Gleði og glaumi er stilt í frjálsmannlegt hóf. Alvaran er grunntónn fagnaðarins. Stundin er okkur afar hátíðleg og saknaðarblandin. Eg man yfirburði þessa glæsilega manns krjúpa við fótskör lítillætis og innileika og sam- þýðast geðblæ stundarinnar. Eg man snjöll minni, hvatningarræður og eggjunarorð, þar sem drengskapur og dáð var talið nauðsynleg- ast af öllu nauðsyniegu, hvar sem leiðirnar lægju, hvar sem við tækjum okkur stöðu í verkahring þjóðar okkar. Eg man hann í félagsskap okkar lítt þroskaðra barna, þar sem hann var alt í senn leikbróðir og jafningi en þó leiðtogi og ráðgjafi. Eg hefi séð hann vera tvent í einu, hluttaka hvers einstaklings í gleði eða vanda og stjórnsaman, ákveðinn húsbónda á heimili sínu. Eg man hann á björtu vori friða garðinn og fegra, vissi að heitasta ósk þessa gróðrarvinar var sú, að landið yrði klætt þelctum gróðri; fann að »hagsæ!d og manndáð« þessarar þjóðar var æfihugsjónin hans. Og eg man hann löngu síðar, þegar heilsu og æfi var tekið að halla. Lamandi sjúkdómur hafði andað fölvskva á æskueldinn. Hann var farinn að horfa fastar á misstigin spor á framsóknarleið þjóð- arinnar. Og innifyrir vakti sársauki, af því kraftarnir voru að þverra fyrir aldur fram, skólinn og starfið við hann, sem átti hann allan, að sleppa úr taki hans. Eftir það urðu dagarnir æ þyngri. En hver þolanleg stund var notuð í þarfir hjartfólginna mála í fljótu bragði finst okkur það næsta raunalegt að Stefán skuli vera dáinn frá starfi sínu og ástvinum. Pó er sársaukinn svo lítill í hlut- falli við gleði lífs hans og gæfu. Hann var gæddur afburða hæfi- leikum og neytti mikilla krafta á réttum vettvangi í fullan aldarþriðjung. Fór jafnframt með önnur trúnaðarstörf, gerðist brautriðjandi og mentafrömuður í grasafræði, átti kost á félagsskap og ástsæld æsk- unnar, eignaðist ótal þakkláta vini um alt land og sleit öllum kröftum sínum til þjóðnýtra starfa. Ekki ber að syrgja slíkan rnann.heldur þakka. Ekki horfafgröf hans,heldurgróðurinná leiðinu. Ekki dveljaviðskugga mótlætisstunda, heldur fylgja honum frá björtum æfidegi til bjartara. í huga mínum ýerður minning hans altaf bundin við gróandi vor og mikið sólfar. JARÐARFÖR mannsins mfns, Stefáns Stefánssonar, skólameistara tr ákveðin miðvikudaginn 2. febrúar næstkomandi — og hefst með húskveðju á heimili okkar kl. 12 á hádegi. Kransar afbiðjast. Gagnfræðaskólanuni á Akureyri, 26. jan. 1921. Steinunrj Frímannsdóttir. Minningarsjóður Stefáns skólameistara Stefánssonar. Alkunnugt er hvílíkur áhuga og starfsmaður Stefán sál. Stefánsson var í hvívetna. Vér undirritaðir, er allir vorum nákunnugir hinum látna, leyfum oss hér með að gangast fyrir sjóðstofnun til minningar um hann, og vænt- um þess, að hinir mörgu vinir hans fjær og nær, muni með Ijúfu geði styrkja þessa viðleitni til þess að heiðra minningu hans., Ætlast er til, að sjóðurinn standi undir umsjón Ræktunarfélags Norður- lands, sem hinn látni veitti forstöðu í tæp 17 ár. Minningargjafir sendist til skrifstofu Ræktunarfélags Norðurlands, Akureyri. Skipulagsskrá fyrir sjóðinn verður samin af Ræktunarfélaginu í samráði við aðstandendur hins látna. Ætlumst vér til, að sjóðurinn á sínum tíma, verði öflug lyftistöng til framkvæmda þeim málum er hinum látna voru hjartfólgnust. Akureyri 26. janúar 1921. Sigurður Sigurðsson, Sig. Ein. Hliðar, Björn Lindai, forseti Búnaðarfél. fsl., dýralæknir, lögmaður, Brynleifur Tobiasson, Einar J. Reynis, Sigurður Sigurðsson, kennari, framkvæmdarstjóri, járnsmiður, Ásgeir Pe'lursson, Pétur Pétursson, Sigurður Kristinsson, fúlius Havsteen, kaupmaður, kaupmaður, kaupfélagsstjóri,. bæjarfógeti, M. J. Kristjánsson, Bjarni Jónsson, Geir Sœmundsson, Steingr. Matthiasson, alþingismaður, útibússtjóri, vígslubiskup, héraðslæknir, Hallgrimur Daviðsson, Árni Porvaldsson, Lárus Bjarnason, Böðvar Bjarkan, verzlunarstjóri, kennari, kennari, lögmaður. Minningarsjóður. Eins og menn sjá á auglýsingq hér í blaðinu f dag, þá er ákveðið að stofna sjóð til minningar skóla- meistara Stefáns Stefánssonar. Stefán Stefánsson var einn af þeim mönnum, sem lengi mun verða minst, sem eins hins nýtasta og bezta meðai sona Fjallkonunriar. Trú hans á framtíð hins íslenzka þjóðfélags var óbifanlag og í hvf- vetna vann hann með sérstökum á- huga og hepni að þeiin málum, er hann taldi land vort og þjóð mestu varða. Er þar sama, hvort litið er á starf hans, sem bónda, kennara, skólameistara, vísindamanns eða Ieið- toga í framsóknarbaráttu vorri. — Það er því engin furða, þótt hann eignaðist marga trygga og góða vini. — Nú er þessi fjölhæfi starfs- maður horfinn yfir Iandamærin. Margar af hugsjónum hans eiga enn langt eftir að þvf marki, sem hann setti þeim. Fátt var honum kærara, en samúð og samvinna, á hvaða sviði sem var. Nú, þegar hann er liðinn, eigum við að taka upp merk- iö, þar sem það féll með honum og bera það áfram til sigurs. — Ræktun lands og lýðs var stefnu- skrá hans. Fáir á voru landi munu hafa lagt eins drjúgan skerf til þess- ara mála, sem hann. Lærisveinar hans eru orðnir marg- ir og undantekningarlítið mun þeim

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.