Dagur - 27.01.1921, Blaðsíða 2
14
DAGUR
4. Ibl.
fyrir Akureyrarkaupstað verður haldinn Iaugardaginn 29. p. m,,
í samkomuhúsi bæjarins Hafnarstræi 57, og byrjar kl. 7 'E e. h.
Öll sæti niðri eru ætluð kjósendum, aðrir fá aðgang uppi eftir
pví sem húsrúm leyfir.
Akureyri 25. janúar 1921.
JW. J. Kristjánssoi)
VEXTIR
«« Sparisjóð /trnarnesshrepps
árið 1921 eru sem hér segir:
Af innlögum 5%,
— víxlum 7°/o,
— öðrum lánum 6°/<>.
Stjórnin.
Jteimilisiðnacfarfé/ag
Js/ands
hefir, svo sem áður hefir verið auglýst,
áfojmað að hafa sýningu í Reykjavík
næsta sumar á ýmiskonar heimilis-
iðnaði. Leyfum vér oss hér með, að
snúa oss til almennings f þessu efni,
væntandi þess, að hann vilji veita þjóð-
þrifamáli þessu stuðning.
Vér erum þess fullviss, að vfða um
land eru margskonar munir sýnanlcgir
en vitum hinsvegar, að eifiðleikar muni
verða á þvf, að fá menn t'l að senda
þá á sýninguna, og leitum þvf aðstoðar
góðra manna þvf viðvíkjandi.
Vér höfum ákveðið að sýningin
hefjist 5. júlí f sumar, og að hún
standi yfir að minsta kosti viku tíma,
en helst nokkuru lengur, verði hún f
góðu lagi.
Viðutkenning verður veitt fyrir muni
í hverri grein heimilisiðnaðarins, en
vér viljum taka það fram, að vegna
fjárskorts verður ekki hægt að verja
eins miklu til verðlauna og æsk legt
hefði verið.
f
A sýningunni verður ætlað rúm fyrir
sera flest af heima unnum munum, sem
notaðir eru hér á landi, bæði gömlum
og nýjum; viljum vér nefna ýmis-
konar saum, vefnað og aðra tóvinnu,
smíðar ýmiskonar, úr tré og máimi,
útsagaða muni og útskorna, skófatnað,
sóps, bursta, körfur, bókband o. fl.
þá vildum vér og, að hægt yrði að
sýna viðgerðir á klæðnaði og áhöldum.
Útlent efni ýmiskonar og áhöld til
heimilisiðnaðar reynum vér að sjá um
að verði á sýningunni.
Sýnendum ber að annast um sending
munanna á sinn kostnað til sýningar-
nefndarinnar. Sýningarnefndin veitir
mununum móttöku, annast um þá á
sýningunni og sendir þá sýnendum að
kostnaðarlausu með strandferðaskipum
til þess viðkomustaðar skipanna, er
næstur er eigendunum, en þangað
ber þeim að vitja munanna (á sinn
kostnað) Sýnendur í nágrenni Reykja-
víkur vitji sinna muna hjá sýningar-
nefnd.
Ó;ki sýnendur, að munir þeirra verði
seldir, og tilgreini þeir verð, annast
sýningarnefnd um söluna og sendir
andvirði hins selda til eiganda að
sýningunni afstaðinni.
Allar frekari leiðbeiningar viðvfkj-
andi sýningunni erum vér fús að gefa
og sömuleiðis framkvæmdastjóri Sam-
bands heimilisiðnaðarfélaganna, ungfrú
Halldóra Bjarnadó:tir á Akureyri.
Reykjavfk, 22 desember 1920
í stjórn Heim;lisiðnaðarfélags íslands:
Laufey Vilhjálmsdóftir,
forseti.
Einar Helgasor),
skrifari.
Ingibjörg H. Bjarnason.
Ragnhildur Pétursdóttir.
Steinunn Bjarnason,
gjaldkeri.
Mafthías Þórðarson.
Sigríður Björnsdóttir.
í sýningarnefnd:
Bjarni Jónsson. Elín Briem Jónsson. Fríða Proppé.
Jón Halldórsson. Kristjana Pétursdóttir.
finnast, að við fráfall hans sé fallinn
í valinn einn þeirra bezti vinur.
Rannsókn og umbætur á gróðrar-
lífi lancfsins var hans kærasta hug-
tak. Þar vann hann drýgsta verkið
og það svo mikið, að það eitt hefði
verið nægilegt, til þess aðsHipahon-
um í flokk nýtustu manna þjóðar-
innar.
Minningarsjóður sá, sem stofna
á og bera á nafn hans, er helgað-
ur þessu markmiði. Jeg er þess því
fullviss, að hver og einn af hans
mörgu lærisveinum og vinum um
land alt er fús að leggja sinn skerf
til þess að þessi sjóður geti orðið
sem stærstur og minningu hans sam-
boðinn. Með því getum við goldið
lítinn hluta þeirrar skuldar, sem við
stöndum í við þennan dána mérkis-
mann.
Látum framtíðina sjá, að við höf
um fylgst með í starfi hans. Reynsl-
an sýnir, hvort fjöldinn hefir verið
svo andlega þroskaður. —
Væri margir eins stefnufastir, ó
sérplægnir, samvizkusamir og trúir
hugsjónum sínum og hann, myndi
renna upp yfir þjóð vora og land
önnur gullöld.
Friður sé með minningu hans.
Einar /. Reynis.
Þingmálafundurinn.
Næsta þing þarf að skera úr raikl-
um vandamálum, þar sem eru í 'lands-
bankamálið, íjárkreppan, skuldagreiðsla
landsins, afurðasala, áframhald Lands-
verzlunar, viðhald innflutningshafta o.
fl. Stórkaupmennirnir í Reykjavík vilja
láta leysa öll höft og leggja niður
Landsverzlun, svo hægt sé að flytja
inn nýjar vörur ofan á of miklar vörur,
sem fyrir liggja, Á þann hátt má velta
hverri krónu, sem losnar við sölu afurð-
anna út f skuldahylinn erlendis, en
láta eldri skuldir þar og hér heima
standa á meðan þeim er stætt. Yfir-
varpið er þetta : Landsverz^un og inn-
fiutningshöft standa fyrir verðlækkun.
Hvað skyldu vörurnar lækka mikið í
verði hjá stórkaupmönnum? Smásal-
arnir geta, ef til vill, getið þvl nærri.
Þeim verður sennilega hollara, að skifta
við Landsverz'un fyrst um sinn.
Þeir, sem láta sig einhverju skifta
þessi mál, ættu að sækja þingmála-
fundinn á laugardaginn. Hann verður
sennilega fjörugur. Og það er ekki
einkisvert hvað þetta kjördæmi legg-
ur til málanna.
Hann er —.
1.
Hann er hinn mes'.i myndarmaður,
bæði í sjón og reynd. Oj sérstakur
dugnaðarmaður er hann lfka talinn,
enda befir honum græðst vel fé, jafn-
vel óskiljanlega vel. Ea drottins vegir
eru órannsakanlegir, og því skyldu þá
eigi vegir þeirra manna, er ganga á
guðs vegum, einnig vera órannsakan-
legir— stundum?
Hann fer f kirkju, að minnsta kosti
einu sinni f mánuði, en húslestra les
hann ekki. Hann les yfir höfuð ekki
mjög mikið. Hann er hinn mesti trú-
maður, biður guð að hjálpa sér.í heyr-
anda hljóði, og les jafnvel bænir með
börnunum sfnum á kvöldia. Hann veit,
að það er útlátalaust að nefna guðs
nafn og hafa yfir guðs orð, við og við,
ef maður kann eitthvað f þvf. Hann
er hygginn maður, en þó einkum hag-
sýnn. Honum þykir ekki með öllu á-
hættulaust að eiga alt undir einum,
og jafnvel þótt þrír sjeu. Hann trúir
á alla guði, sem eitthvað getur verið
upp úr að hafa, f þann svipinn.
Þegar einhverjum mætum manni ér
hailmælt, í hans eyru, — í margmenni,
er oftast honum að mæta. Hann te'tur
þá svari slfkra manna, með hægð og
stillingu, nema einhver sérstakur and-
stæðingur haris eigi í hlut, t. d. ein-
hver, sem hefir snúið á hann í við-
skiftum eða náð í einhvern bita, sem
hann ætlaði sér. Hann getur elskað
óvini sína, þótt honum veiti örðugt að
blessa þá sem honum bölva. Hann
Hér með tilkynnist vandamönnum
og vinum, að dóttir okkar
K'istín Guðrún Sigurjónsdóttir
andaðist 24 þ. m. að heimili okkar,
Aðalstræti 74
Jarðarförin er ákveðin fimtudaginn
3. febrúar, kl. 12 á hádegi.
Foreldrar hinnar látnu.
getur verið sannkallaður maankærleika-
maður fyrir því. Stundum hrósar hann
llka þessum mönnum, fyrir áræði og
dugnað, enda ber hann dálltinn virð-
ingarvott fyrir þeim, í hjarta sínu.
Helzt verður honum á að taka í sama
strenginn, þegar verið er að narta í
einhvern, sem honum sjálfum hefir
farist ódrengiiega við, á einhvern hátt.
Slíkt getur komið fyrir mestu heiðurs-
menn, eins og hann. Samviz'ru hefir
hann auðvitað, eins og aðrir góðir
menn. Og bann elskar friðinn, bæði
við hana og annað. Ef hann verður var
við einhver ónot af hennar hálfu, sem
sjaldan er, reynir hann auðvitað að
mýkja hana. Og þetta tekst honum
snildarlega vel, eins og alt annað.
Hann hefir margoft veitt því eftirtekt,
að það kemur undireins værð yfir hana,
ef talað er illa um einhvern, í hans
eyru, sem aldrei hafir gert neitt á
hluta hans, en þó orðið fyrir þungum
búsifjum, af hans hálfu, Satt að segja
er honura ósárt um, þótt töluvert ó-
þokkaorð komist á slíka menn, því að
heiðarlegum manni er það altaf nokk-
ur afsökun, þótt honum farist miður
heiðarlega við menn, sem hafa á sér
misindis orð.
Hann er ágætur heimiliafaðir, sér-
staklega góður við konuna — og
annað kvenfólk líka — eins og sönn-
um mannkærleika manni sæmir. Hann
er gestrisinn maður og glaðvær, í
góðra vina hóp. Ea í margmenni er
hann alvarlegur og athugull. Hann
veit, að það er talinn hygginna manna
háttur, að hugsa margt en tala fátt,
og margur maðurinn hefir orðið viður-
kendur spekingur, fyrir það eitt, að
segja sem rninst, ef mátulega drýg-
indalega er á fámælginni haldið. Hon-
um er tsérstaklega sýnt um það að
leggja á minnið, það sem hann heyr-
ir aðra menn segja vel og viturlega,
og lauma þessu út úr sér aftur, á
öðrum stað, á þann hátt að svo virð-
ist sem hann hafi sagt þennan vísdóm
fyrstur manna.
Fremur virðist erfitt að benda á
nokkur stórvirki, er eftir hann liggi,
1
/