Dagur - 12.02.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 12.02.1921, Blaðsíða 2
22 DÁGUR 6. tbl. kann eigi fótum sínum forráð, þó flotið hafi um stund, meðan við værum að fleyta flotið af kjötpotti styrjaldarinnar — sem því miður var þó blóði drifið og blandað galli. Útlend og að komandi dýrtíð hefir að vísu komið yfir okkur. En okkar afurðir hafa selst þeim mun hærra en áður til jafnaðar, að mætt getur sú sala dýrtíðinni — þó má undanskilja gæru og ullarsölu s. I. haust, — ef sölu skyldi kalla, þar sem þær vörur eru óseldar enn. Ef þjóðin hefði kunnað að fara með fjármuni, mundum vér vel staddir nú, eða að minsta kosti standa eins og vér stóðum áður en dýrtíðin kom til skjalanna. Versti þáttur dýrtíðarinnar í Iandi voru er sá þátturinn, sem skapaður er innanlands — að óþörfu, af því að vitsmunajafnvægið hefir raskast í höföum fjölda fólks. Eg skal nefna dæmi. 1. dæmi. Skriðuland í Möðruvalla- sókn fcr selt og keypt á 20,000 kr., jörð sem metin er að fornu nálægt 20 hndr. Eigi veit eg til að þar séu álitlegar líkur til umbóta, sem rétt- lætt geti þetta vitleysuverð. Eigi er kyn þó að Iífsreynslulitlir unglingar heimti gengdarlaust kaup og haldi að bændur geti greitt svo og svo hátt, þegar bændurnir eru á svona litum báðum buxunum í kaupum og sölum. Sjávarborg í Skagafirði er seld og keypt á 100,000 kr., eftir því sem stóð í blaði s. 1. ár; hlunn- indajörð að vfsu og engjajörð. En þó mun sá græða, sem seldí, en ekki sá, sem keypti Borgina þá, svo valt sem völubeinið er enn á markaðs- vörum Iandbændanna. 2. dæmi um vitsmuni komna úr jafnvægi. ' Kröfurnar sem Sunnlendingaslátur- félagið gerði til kjötverðs í fyrra og í öðru lagi kröfurnar, sem útgerðar- menn gerðu um síldarverðið þá, þær kröfur reyndra manna og grein- dra í öðrum efnum, erb vel fallnar til þess, að vinnulýðurinn geri á sínu sviði kröfur sem eru hóflausar, eða of háar a. m, k. 3. dæmi: Innlent söluverð á fénaði einkutn hestum er bandvitlaust og hefir verið. Lát- um alt stíga og stíga í ^eröi. En jafnvægi á að haldast milli fénaðar- tegunda. Gömul undirstaða er til í þessu efni: tíundar mælistikan. Kýr og 6 ær eru jafnar tíundarstærðir, og tveir hestar móti kú, eða 6 ám. Nú hefir hestur jafnvel, og einkan- lega útigangsbikkjan, farið fram úr heilii kú á sölutorgi, og kýrin fram úr 6 ám. Engin sanngirni getur rétt- lætt hrossasöluverðið innanlands, þar sem útlenda verðið hefir verið rniklu lœgta. Reyndar er vonlegt, að söluprangarar hafi viljað nota sér grunnfærni kaupendanna, úr því að hrossin seljast svona hátt. En þó er sá hængur á þessu, að hrossaprang- arar eru flestir manna lýgnastir á þeim augnablikum, sefn hross eru höfð á boðstólum. Og kaupendur sem eru ráðvandir í orðum og gerð- um átta sig eigi á ósvífni hinna og trúa þvf, að þar sé vel ættaður og góðgengur gæðingur, sem eigi er annað en ómannbær útigangstrunta lélega kynjuð og kostalaus. Þessi tegund dýrtíðar er heimasköpuð. Þetta innlenda verðlags- óvit skap- ar að sjálfsögðu heimtufrekju alls- konar: kaupkröfur, sem ekki fá stað- ist alment, æði í hugsunarhætti: skemtanaæöi, skólagöngusótt, kvik- myndaásókn, íerðaslangur og leik- æði, í staðinn fyrir heilbrigða vinnu og hófstiilingu í hvívetna. 4. dæmi: Sjálfir embættismennirnir gera verkfall, til þess að knýja fram launahækkun sem er á næstu grös- um. Þeir hótuðu því a. m. k. og létu uppsagnir drífa suður í höfuð- staðinn. Prentararnir koma á eftir, til að bæta úr skákinni, sem bók- mentir og bókaútgáfur vóru í. Er þetta skynsamlegt vit? Eg hefi nú tekið fjögur dæmi, sem undir geta fall- ið allar höfuðgreinar ringulreið- arinnar, sem er á málum vorum innbyrðis á athafnasviðinu og alt sjálfskaparvíti. Allar þessar stéttir sem eg nefndi og þessar stéttir eru höfuðstéttir þjóðfélagsins — hafa spent boga sinn, án þess að íhuga, hvað hann þyldi — hvort hann þyldi spennuna. Og bogarnir eru brostnir fyrir handvömm, eða þó réttara sagt handvammir því að fleirtala er rétta orðið. Öllu kaupþoii í Iandinu er auð- velt að ofbjóða, þegar heimtað er hærra fyrir hverja tegund framleiðslu en viturlegt er eða sanngjarnt. Pttta ofboð er nú komið svo Iangt, að dagur hefndarinnar er upptunninn — sá dagur sem ber í skauti sínu sjálfskaparvítin þau, sem koma sjálf- krafa í koll þjóðar, sem kann sér eigi hóf. Það%r fagnaöarlaust verk að rifja þetta upp, og eg geri það eigi mér til dægrastyttingar, heldur of nauð- syn, því að enn þá er þó hægt að rétta við þjóöarfleytuna ef bjargráða er leitað með manndómi. En til þess að viturleg ráð verði tekin og fram- kvæmdir, þarf að gera sér og öðrum Ijóst, hvar þjóðin er stödd og hvernig hún er slödd — á glapstigum. Eg heyrði —í auðtryggni minni-- s. 1. vor, að þá myndu kröfurnar taka til að lækka, bæði til Iands og sjávar, á einstökum varningsgrein- um. Pá var það augljóst, að hestar vóru óseljanlegir erlendis fyrir hærra verð en svo sem 400,00 kr. þá var það bersýnilegt, að kjöt, ull og gærur var fallið stórum, frá því sem þær vörur seldust árið 1919. En hvað verður uppi á teningnum? Sköinm er frá að segja, en segja verður þó hverja sö^u eins og hún gengur. Næstliðið vor var boðiö f ána, óframgengna, 100,00 kr. Mér ofbauð, enda sköðuðust kaupendur, sem eg þekki, um 20 — 30 kr. á ánni, jafnvel 40,00 kr. Hestar sem Skagfirðingar hafa rekið s. 1. sumar hópum saman alt austur í Múlasýslur seldust eins og 1919, þegar þó var vissa um allhátt hesíaverð utanlands góðar horfur um fjárverð - sauðfjár afurðaverð. Og á sumri síðast!. fór kýrin upp í 1000,00. Eigi er kyn, þó keraldið leki, þegar botninn er kominn svona gersamlega úr því. Fisk höfum vér sveitabændur keypt hærra verði öll þessi ár í fjörunni, en hann hefir gengið í búðinni sama daginn. Úr því að eg minnist á þetta atr- iði, skal eg geta þess, að smérið okkar hefir ekki stigið í verði til jafns við fisk í innlendum viðskift- um og skal jeg sanna þetta með ó- mótmælanlegu dæmi. — Þegar eg var ungur, og þó íulltiða, gekk smérpundið á móti Iýsipundi fiskjar (stór og smár) smérið þá á 50 aura pundið. Hefir því fiskurinn verið 3V< eyris bundið. Nú hefir fiskur- inn verið seldur 20—25 au. bundið. það er 6 falt verð eða sjö falt frá fornu fari. Aftur hefir smérið stigið svo að það er fimmfalt. Sjávarsíðu mennirnir hafa því ekki ástæðu til að bregða okkur sveitamönnum utn okurverð á sméri, eins og gert hef- ir verið, að selja Iöndum sínum vöruna hærra verði, heldur en hægt er að fá utanlands, t. d. smáfiskur. Allar þessar misfellur eru sjálf- skaparvíti og innlendir annmarkar. Kaupkröfur verkalýðsins er einn Iið- urinn í þessari ólánshalarófu. Um það atriðið er örðugt að tala, af því að það mál er svo viðkvæmt. Það er viðkvæmt þessvegna, að þörf- in knýr marga til kaupfrekju — þá sem eru fjölskyldumenn og hafa ekki aunað en daglaunin sfn á að lifa. Þeir þurfa að ýta sínu peði tví- mælalaust. Þetta á við sérstaklega um handiðnamenn og sjómenn. Aft- ur á móti er fjöldi verkamanna, sem stundar hlaupavinnu og er á laus- um kili, kaupfrekur um skör fram, þar sem fólk vill leika sér tvo hluti úr árinu, eða Iiggja í iðjuleysi, ella reika um. Þetta hátterni ber sig ekki í nokkru Iandi. Þessi tegund kaup- frekju er ámælisverð í mesta máta. Og hún hefnir sfn áður en öll æfi- kurlin koma til grafarinnar. Eg skal taka dæmi um kaupfrekju: í kaupstað er sláturhús og þar er kaupið ákveðið 1.00 um klst. og aukreitis borgun nokkur til afburða- manna. Þessu kaupi una sveitamenn og sæta því, vita sem er, að allan veturinn vinnur bóndinn og ársmað- urinn kauplaust að fjármensku og sú vinna er þó eigi auðveld. En kaupstaðabúarnir vildu ekki, nema örfáir, nýta þessa vinnu wsvona látt borgaða" og þeir liggja á hálsi þeirra, sem taka þessum boðum. Svona er gikkshátturinn kominn út í veður og vind í landi voru á sumum stöðum. Jörundur Brynjólfsson fyrrum »jafnaðarmanna«-þingmaður í Rvík, nú bóndi í Biskupstungum, hefir ritað í Tímann ávarp til atvinnu- rekenda í Iandi voru, um samtök, sem hann vill að þeir geri sín á milli um kaupgjald. — Þetta er rélt og sjálfsagt. Samtök meðal verk- veitenda hlýtur að verða lífsnauð- synlegt bjargráð frá þeirri hlið á þessari samíakaöld, þegar verkalýð- urinn er genginn á undan og er Hjartans þakklæti votta eg öllum, sem á einn og annan hátt sýndu mér hluttekningu við fráfall konunnar minnar Þorgerðar Septinu Sigurðardóttur og heiðruðu útför hennar með nær- veru sinni og minningargjöfum. Kjarna i Möðruvallasókn 5. febr, 1921. ) Rósinkar Guðmundsson. fullur af þverúð, oft um skör fram. Ef bændur og útgerðarmenn halda áfram að gjalda kaup, sem atvinnu- vegur þeirra þolir eigi, eins og þeir hafa gert s. 1. ár — þá er honum stefnt á helveg, vfssvitandi. Ef engu tauti verður hægt við að koma þá, sem vinnunnar þarfnast, þá er bezt að lofa þeim að sigla sinn sjó á eigin*fleytum Þegar eg var barn, heyrði eg að verst af öílu illu væri að vera þrœll þrœls. Þetta skildi eg eigi þá. Nú skil eg það — skil órðaleikinn. Þó vil eg eigi kalla neina menn þræla í Iandi voru. En hvað á að kalla það, sem nú gengst við og hefir gengist: að vinnuveitendur eru kúg- aðir af verkalýðnum, svo að vinnu- veitendurnir virðast eigi þora að tala upphátt um það, sem þeir þurfa að tala um og gera samtök um? Hvað á að kalia það? Það er eigi þrælmenska að vísu. En það er þá ragmenska. Guðmundur Ftiðjónsson. Akureyri. Kappskák símleiðis háðu fyrir skömmu nokkr- ir menn úr Skákfélagi Akureyrar og Taflfélagi Rvíkur. Sjö menn tefldu hvoru megin og höfðu Reykvíkingar 1 vinoing framyfir að þessu sinni, en i fyrra varð jafnt á komið. Þá tefldu 5. Svo var til ætlast að Dagur flytti við og við skákþrautir og skákir, en vegna þess að blaðið skifti um prent- smiðju getur ekki af þessu orðið fyrst um sinn. Sterlingr fór héðan á sunnudagsmorgun og fékk hina beztu ferð til Rvíkur. Með skipinu fóru auk þeirra þingmanna ým3ir farþegar, þar á meðal Guðmund- ur á Sandi, frú Kristín Pálsdóttir, bræðurnir Aðalsteinn og séra Jakob Kristinssynir o. fl. Böövar Bjarkan. fór landveg til Reykjavíkur með síð- asta pósti. Fyrir þingið f vetur verð- ur lagt fram frumvarp um fa3teigna- banka, sem hann hefir starfað að. Verður honum að sjálfsögðu falin for- staða slfkrar bankadeildar enda senni- lega ekki um annan færari mann að gera. Akureyringar sjá á bak góðum dreng og glöggskygnum, þar sem Böð- var er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.