Dagur - 05.03.1921, Qupperneq 1
DAGUR
kemur út á hverjum laugard.
Kostar kr. 8.00 árgangurinn.
Gjalddagi fyrir 1. ágúst.
IV. ár.
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni t>. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112,
Innheimtuna annast ritstjórinn.
10. blað.
Líndal
»kastar hanzkanum«.
s. í. s.
Eins og áður var ritað, bar hr. B.
L. það fram, að afstaða samvinnu-
foringjanna til Landsverzlunar og
viðskiftahaftanna væri stjórnarfar-
stefna komin fram móti betri vitund
þeirra og í eigin hagsmunaskyni.
Hagsmunanna ættu þeir að gæta,
þar sem væri atvinna þeirra og vald
yfir „viljalausu verkfærunum"' þ. e.
bændunum. Landsverzlun vildu þeir
halda uppi, til þess að gera hana
að þeim lánardrottni, sem þeir gætu
haft f hendi sinni og velta á þann
hátt, ef ílla kynni að fara, skuldum
sínum yfir á alla þjóðina.
Nú mætti ætla, að hr. B. L. hafi
ekki rogast upp á ræðupallinn með
slíkar drápsklyfjar af mannskemm-
andi ásökunum á hendur þeim mönn-
um, sem hér eiga hlut að máli, án
þess að hafa í bakhendinni einhver
þau gögn, sem ásakanirnar þyrftu
óneitanlega, að vera reistar á. það
verður verkefni þessa kafla, að at-
huga gögnin.
Fyrst og fremst liggur það í aug-
um uppi af útdrættinum, sem gefinn
var af erindi hans, að honum hefir
farið eins og þeim hershöfðingja,
sem leggur til höfuðorustu, áður
en hann fylkir liði sínu. Hann slær
fram niöurstöðum sínum á undan
rannsóknininni; ályktunum sínum á
undan rökunum. Pað er óhyggilegt
af þeim manni, sem hefir slíka
bardagaaðferð, að brjóta allar brýr
að baki sér, og eiga ekki undan-
komu auðið, þegar ofurefli Iiðs kem-
ur í opna skjöldu tvístraðra her-
sveita hans sjálfs. En einmitt þetta
hefir hr. B. L. orðið á. Hann hefir
slegið fratn þeim fullyrðingum, sem
hann getur ekki gengið frá, en
stendur og íellur með. Hann verð-
ur því sóttur á þeim hólmgöngu-
velli, sem hann hefir sjálfur haslað
og sem hann getur ekki runnið af,
án þess að ganga með bleyðiorð á
baki.
Pað væri mikil ástæða, til þess að
líta á þessa framkomu hr. B. L. sem
sögulegan atburð í lífi þjóðarinnar,
ef því mætti treysta, að persónan,
sem á bak við stendur, gæti orðið
við þeim kröfum, sem sagan gerir
til slíkra sakarábera. Árásir hans
eru þess eðlis, að þeir menn væru
ótvíræðir skálkar, sem reyndust sann-
ir að þeim sökum, er hann leitast
við, að koma þeim á hendur. Fyr-
ir árásunum verða þeir menn, sem
fara með umboö og traust mikils
hluta þjóðarinnar. Altnenningur á
mikið af hagsæld sinni undir því
komna, að þessir menn fari vel
með umboðið og misnoti ekki
traustið. Árásirnar eru ennfrémur
gerðar á þeim tíma, þegar helzt
mætti ætla, að þær gætu orðið sam-
vinnufélögunum til hnekkis.
Setjum nú svo, að samvinnufor-
ingjarnir væru með kænlega hugs-
uðum ráðum og með pólitísku fylgi
»viljalausu verkfæranna*, að efla
Landsverzlunina; gera hana að sam-
stæðum hlekk sjálfu S. í. S. f ein-
okunarfjötrinum, til þess að geta
róið eftir vild í þeirri Keflavfk, á
kostnað og ábyrgð allrar þjóðarinn-
ar. Þeir menn, sem frá sjónarmiði
hr. B. L., hefðu ríkastar hagsmuna-
legar ástæöur, til þess að róa slíkan
launróður að baki öllum almenningi,
eru auðvitað Hallgr. Kristinsson og
Magnús J. Kristjánsson. En nú koma
fleiri menn við þessa sögu. Það eru
sem sé engar líkur til þess, að
framkvæmdarstjóri S. f. S. sé einn
í ráðum, þegar um þesskonar stór-
ræði er að gera, sem frá sjónar-
miði alþjóðar hlyti að verða skoð
að sem nokkurskonar landráð. Hali-
grímur Kristinsson myndi því, hvort
sem hann vildi eða ekki, hljóta að
hafa með sér í ráðum formann Sam-
bandsins Pétur Jónsson, atvinnu-
málaráðherra og meðstjórnendurna
Ingólf Bjarnarson í Fjósatungu og
Sigurð Kristinsson. Pétur er einn af
þeim mönnum, sem um mun verða
sagt, að hafi haldið skildi sínum
hreinum gegnum langa stjórnmála-
sögu. Það er því nýnæmi að heyra
hann bendlaðan við pólitíska
óknytti. Jafnmikið nýnæmi verður að
heyra slíkt um meðstjórnendurna
tvo, en ekki að sama skapi gómsætt
þeim, sem þekkja mennina. Annað
hvort er stjórn Sambandsins með
fullri vitund og vilja í þessum ráð-
um með framkvæmdarstjóranum,
ellegar viljalaus verkfæri f höndum
hans. Hr. B. L. getur ráðiö því
sjálfur, hvorn kostinn hann velur
þeim.
Lesendunum fer nú sennilega að
verða mál á því, að gögn hr. B. L,
séu tekin til greina, að því leyti sem
því verður komið við. Rétt þótti, að
taka ádeilur og gögn hans í þeirri
röð, sem hann gerði sjálfur. En nú
verða menn að vera lítillátir. Það
er af litlu að taka. Gögn hr. B. L.
eru sem sé ekkert nema spurningar!
í sambandi við þá fullyrðingu, að
samvinnufélögin væru orðin pólitisk
klíka, spurði hann að því, hvort
ekki væri hugsanlegt, að menn
greiddu atkvæði eftir því, hvort þeir
skulduðu í kaupfélögum eða ekki.
í sambandi við þá fullyrðingu, að
félögin væru að verða einokunar-
stofnanir, spurði hann, hvort hann
sem kaupfélagsmaður mundi mega
selja eina tunnu af keti hérna í bæn-
um. Út af aðaládeiluefninu um stein-
bítstak það, sem S. í. S. mundi vera
búið að ná á Landsverzluninni, var
ekki nema eðlilegt að hann spyrði um
það, hvað mikið Sambandið skuld-
aði Landsverzlun Enda gerði hann
það. En hann gerði meira. Hann
gerði ágizkun um það efni óg sagði:
„Setjum svo að Sambandið skuldi
Landsverzlun 2'h milljón og að það
skuldi annarsstaðar 2 V2 milljón,
samtals 5 miljónir." Svo setti hann
upp deilingardæmi og gat á þann
hátt komið um 500 króna ábyrgð
á hendur hverjum einasta bónda
í samvinnufélögunum. Þegar hann
var búinn að teyma sjálfan sig
svona langf, var ekki nema von,
að hann yrði vondur. Enda heimt-
aði hann þá, að fá að vita, hversu
mikið Sambandið skuldaði Lands-
verzlun, hversu mikil ábyrgð hvíldi
á hverjum samvinnubónda og hversu
mikil ábyrgð hvíldi á sér og öðr-
um utanfélagsmönnum, vegna skuld-
ar S. í. S. við Landsverzlunina.
Hann kvað þjóðina eiga heimtingu
á því, að samvinnufélögin gerðu
henni opinberlega grein fyrir hag
sínum og ástæðum. Reykhúsafor-
sjðnin nægði nú ekki Iengur.
Þessar kröfur eru auðvitað reist-
ar á því, að S. í. S. sé í samvinnu
við Landsverzlun og með skulda-
skiftum við hana, að velta ábyrgð
á herðar allri þjóðinni.
Gögnin fyrir þessum sakaráburði
á einstaka menn eru þá engin önn-
ur en tortrygnislegar dylgjur og
spurningar. Samkvæmt eigin yfir-
lýsingu frammi fyrir guði og mönn-
um, er hr. B. L. maður, sem er
verulega ant um sannleikann. Það
er því svo stórfurðulegt, sem mest
má verða, að hann skyldi þurfa
að brölta upp á svona háa hrúgu
af stórum orðum, fullyrðingum,
dylgjum og sakaráburði, til þess
að auglýsa það, að hann stæði með
tvær hendur gersamlega tómar af
öllum gögnum. Mörgum mun senni-
lega virðast, að mikil ástæða sé til
að efast um það, að honum sé
svona ant um sannleikann. Þó mun
sennilega öðrum þykja enn meiri
ástæða, til þess að efast um það,
að hann hafi verjð með öllum
mjalla þá stundina, sem hann var
að leika þenna skrípaleik í pólitfk.
Hr. B. L. hefði sennilega getað
fengið réttar upplýsingar um það
atriði, * sem alt þetta veltur á, þ. e.
skuld S. í. S. við Landsverzlun. Það
er ekkert Iaunungarmál. Hún er á
sjöunda hundrað þúsund kr. Með
því að deila f þá upphæð með
sömu tölu samvinnumanna, einsog
hr. B. L. gerði, verða það um 67
kr. á hvern samvinni^mann. Þessi
upphæð slagar þá hátt upp í ær-
verð hjá hverjum bónda. Á hvern
mann í landinu kæmu auðvitað að-
eins örfáar krónur. Ef hr. B. L. á
nokkuð til muna af brúkuðum frí-
merkjum, stæðu þau líklega sem
nægileg trygging fyrir upphæðinni,
sem á hann kynni aö falla. Er það
í raun og veru svo, að hr. B. L.,
sem er sjálfur bóndi, sjái ofsjónum
yfir því, að þjóðin eigi þessa upp-
hæð hjá stéttarbræðrum hans um
stuttan tíma? Er hann slíkur haturs-
maður samvinnufélaganna og bænda,
að hann noti svona lítilfjörlegt át-
riði, til þess að vekja geig og tor-
trygni þjóðarinnar gagnvart félög-
unum? Hélt hann að upphæðin
væri miklu meiri og hirti ekki þessi
fulltrúi sannleikans um, að fá sér
réttar upplýsingar. Hefir hann óvilj-
andi látið blekkjast af lognum upp-
lýsingum, Gróusögum og rógi fjand-
manna samvinnustefnunnar? Hvers-
vegna hefir hr. B. L. spilt áliti sfnu
með slíkri framkomu? Enn er ekki
komin tími, til þess aðkryfja hr. B.
L. og rekja sundur þættina, svo það
geti orðið Ijóst, hver ástæðan hefir
verið í raun og veru.
Samvinnumenn munu nú sjá, að
allar þessar gífurlegu ásakanir hr.
B. L. á hendur trúnaðarmönnum
þeirra, eru tómar staðleysur bygðar
í lausu Iofti. Jafnframt er þeim holt
að hugleiða það, að nú er mikil
nauðsyn að láta ekki þessi né önn-
ur illmæll um Samband fsl. Sam-
vinnufélaga, sem nú er mjög á lofti
haldið af andstæðingunum, vinna
það hermdarverk, sem þeim er ætl-
að, sem er það, að sundra liðinu.
Samvinnumenn standa, eins og aðrir
aðilar þjóðarinnar höllum fæti, ekki
efnalega, heldur viðskiftalega, eins
og nú standa sakir. Engin Ieið er
jafn örugg og fljótfarin út úr vand-
ræðunum, eins og sú að standa i
þéttri fylkingu, með sífeldri gætni
í kaupum og atvinnurekstri. En
minsta krafan sem hægt er að gera
til samvinnumanna er sú, að þeir
trúi ekki að óreyndu illmælum um
þeirra beztu menn, sem í viðskifta-