Dagur - 02.04.1921, Side 2
54
DAGUR
14. tbl.
og verður ekki fjölyrt um það að
sinni. Siðferðislega hliðin á tillög-
unum er alvarlegri. Hann vill að
samvinnumenn losi sig við samá-
byrgðina af tveimur ástæðum. Vegna
þess að hún sé mannspillandi, þeg-
ar til hennar þurfi að taka, af því
að pyngjan sé flestum viðkvæmari
en mannúðartilfinningin og sumum
viðkvæmari en æran og mannorðið.
í öðru lagi til þess að forða mönn-
um frá að verða öreigar félagsskap-
arins vegna.
Sú stefna samvinnumanna, að
Iryggja hverjum manni sannvirði
innlendra og erlendra vara, að frá-
dregnum nauðsynlegum kostnaði og
sjóðaauka, er samhljóða boðorðinu:
„Gjaldið keisaranum það sem keisar-
ans eru. Eins og þeir heimta þenn-
an rétt sér til handa, eins viður-
kenna þeir hinn sama rétt öðrum
til handa. Þeir munu því ekki
gleypa við tillögu um það, að
tryggja sig gegn því að gjalda
keisaranum, það sem keisarans er.
Tökum nú einfalt dæmi: Tvö félög
reka verzlun. Annað er samvinnu-
félag, hitt hlutafélag. Vegna óhappa
eða iilrar fjármálastjórnar, fara bæði
félögin á höfuðið. Sjóðir og eignir
hvorugs félagsins hrökkva fyrir
skuldum. í samvinnufélaginu er
samábyrgðin sem baktrygging. Eng-
inn tapar fé sfnu hjá því, meðan
eignir félagsmanna hrökkva. Hluta-
félagsmenn geta aftur á móti sagt:
»Hingað og ekki lengra. Við höf-
um með okkar skipulagi trygt okk-
ur gegn því, að borga meira en
hlutaféð". Má þá spyrja siðavandar-
ann hr. Björn Líndal: Hver á að
borga, það sem fram yfir er hluta-
fé? Á Iánardrotnum, sem. í góðu
trausti hafa lánað fé sitt, að blæða ?
Er ekki tillaga hans um það að
fyrirbyggja þá hættu, að félagsmenn
tapi meira en hlutafénu sama og
það, að gera mönnum fært að ak-
ast undan því, að borga réttmæta
skuld? Er það ekki sama og að
firra sig tapi á kostnað annara, með
fjárdrætti og svikum? Er ekki þessi
tillaga um að létta samábyrgðinni
af, í raun og veru tillaga um, að
létta af mönnum, ef illa færi, á-
byrgðinni á sínum eigin viðskift-
um?
Sú viðbára hr. B. L. er hugsan-
leg, að með hlutafélags fyrirkomu-
lagi væri trygt, að viðskiftunum yrði
sniðinn stakkur eftir vexti, þ. e. upp-
hæð sjóðanna. Sú leið er honum
ófær út úr þessari rökvillu, því hún
liggur í gegnum rústir daglegra
hlutafélaga gjaldþrota um víða ver-
öld.
Hr. Björn Líndal hefir i umbrot-
um sínum að gera samábyrgðina
tortryggilega vegna siðspillingar-
áhrifa hennar leiðst út í siðspillandi
hugsanaflækju. Hann er að reyna
til að telja menn á, að umsteypa fé-
Iögunum til hæfis þeim mönnum,
sem er pyngjan viðkvæmari en
mannúðartilfinningin og jafnvel við-
kvæmari en æran og mannorðið!
Nýr spámaður er risinn upp með-
al vor. Hann bendir okkur ekki
á hærri leiðir né göfugar hugsjónir.
Hans kenning er þetta: Tryggið
yður fyrst og fremst, jafnvel gegn
því að gjalda réttmæta skuld. Látið
skipulag ykkar aldrei heimta þá
fórn, sem pyngjan er, látið það ékki
brjóta bág við hugsunarhátt þeirra,
sem er pyngjan viðkvæmari en
mannúðartilfinningin og jafnvel ær-
an, því það leiðir af sér siðspill-
ingu!
Heyr á endemi!
Símskeyti.
Reykjavik 1. apr.
Bolsévíkar hafa bælt niður
uppreist í Pétursborg og Kron-
stadt. En ný uppreist talin mðgn-
uð í Suður-Rússlandi og Síbe-
ríu.—Frakkar telja sífeld komm-
unista upphlaup geysa í Þýzka-
landi. Ásaka Þjóðverja fyrir að
hafa ekki afvopnað borgarana
fullkomlega. — Bonar Low seg-
ir af sér forustu enska íhalds-
flokksins. Chamberlain tekur við.
— 99% greiddu atkvæði í Efri
Slesíu, par af 61°/« með Þýzka-
landi. Þjóðverjar óttast samt úr-
skurð Bandamanna, pví að Pól-
verjar eru í meirihluta í helzta
iðnaðarhéraðinu.
Fréttaritari Dags.
Þingfréttir.
Á fimtudaginn voru afgreidd lög
um friðun rjúpna. Eru rjúpurnar al-
friðaðar, þangað til i. okt. 1924. —
Sama dag voru afgreiddir landsreikn-
ingarnir frá fjárhagstímabilinu 1918 —
1919—Fjáraukalög fyrir árin 1920—
1921 voru sama dag til annarar um-
ræðu og var henni þá ekki lokið. Á
frumvarpinu er 20 þús. kr. fjárveit-
ing Akureyrarspítalans. Magnús Pét-
ursson, læknir bar fram breytingar-
tillögu um að færa upphæðina niður
í 17 þús. — Ekkert heyrist enn frá
nefndum um Landsverzlunina. Pen-
ingamálaneíndirnar úr báðum deildum
kusu undirnefnd, til þess að flýta fyr-
ir málunum. Nefndina skipa Eiríkur
Einarsson, Björn Kristjánsson, Einar
Árnason og Jakob Möller. — Frum-
varp til laga um fasteignabanka er
til umræðu um þessar mundir. Langs-
arar leggjast á móti þvf.
ATHS.
Ýmsar þvættingssögur um þingið
hafa gengið hér í bænum undanfarna
daga. Sagt, að nú væru 15 menn
búnir að slá sér saman um vantrausts-
yfirlýsingu til stjórnarinnar og væru
nú þeir fremstir í flokki, sem mest
heíðu varið hana á dögunum. Sagt
enn fremur, að Magnús Kristjánsson
væri genginn f lið langsaranna og
Þorst, M. jónsson væri genginn úr
Framsóknarfloknum. Eftir viðtali við
einn þingmanninn getur Dagur upp-
lýst, að þetta er altsaman uppspuni.
Væri fróðlegt að vita, í hvaða lyfja-
búðum andstæðingarnir fá þessa hjarta-
stýrkjandi dropa. Ennfremur hefir það
heyrst, að Tíminu sé genginn í lið
með íslendingi og farinn að skamma
Dag. Er líklegt að aðstandendum ís-
lendings verði Tfminn kærkomnari, en
áður hefir verið. Það er svo líklegt
að blað, sem hefir farið sigurför um
landið á undanförnum árum, orki meiru
um það, að hnekkja Degi, heldur en
íslendingur, sem siglir með Ifkið af
fyrirlestri Björns Lfndals f lestinni.
Vináttan til bæjarins.
Motto: >— — — — — — —
eitt rekur sig á annars horn,
eins og graðpening hendir
vorn.<
Jórt Þorláksson.
í 18. tbl. íslendings birtist skamma-
grein til Dags út af ummælum
blaðsins um skólameistarastöðuna.
Greinin er nafnlaus, en hún er svo
ranghverf og stirðbusaleg, að hún
stimplar höfundinn ótvírætt. Engum
dettur því í hug, að hún sé eftir rit-
stjórann. í niðurlagi greinarinnar er
t. d. sagt, að nemendur f >teknisk-
an< skóla, hlytu að veljast af handa-
hófi! Mætti spyrja þenna háttvirta
skólafræðing, eftir hvaða reglu nem-
endur veljast f skólaf Annað er þó i
niðurlagi greinarinnar, sem hér verð-
ur sérstaklega minst á. Höf. er að
reyna að koma Akureyrarbúum til þess
að trúa þvf, að Dagur sé óvinveittur
bænum.
í sama blaði birtist greinarkorn
um Kristjánssund f Noregi, þar sem
skýrt er frá þvf, að sá bær sé búinn
lýsa sig gjaldþrota vegna óbæfilegrar
fjármáiastjórnar jafnaðarmanna. Heim-
ildin er blaðið Fram á Siglufirði. Svo
bætir ísl. þessu við:
>Vonandi lfður eitthvað áður en Ak-
ureyri verður látin fara sömu leiðina,
en varlega skyldi þvf samt treystandi,
að jafnaðarmenn Akureyrar, sem mestu
ráða nú um fjármál bæjarins, séu
meiri fjármálagarpar, en þeir flokks-
bræður þeirra, sem sfðasta ár réðu
fjármálunum f Kristjánssund. — Eða
hvernig lýst mönnum á fjármálaráðs-
menskuna hér á Akureyri í ár og
undanfarin dýrtfðarár<.
Þarna er verið að gefa f skyn, að
eitthvað sé meira en Iftið bogið við
fjármálastjórn bæjarins, að þeim, sem
stjórna þeim málum, sé varlega treyst-
andi og með þvf áframhaldi, sem verið
hafi nú síðast, muni, ef til vill, ekki
verða langt að bfða þess, að bærinn
verði gjaldþrota. Þarna er verið á
lævíslegan hátt, að smegja inn hjá
mönnum tortrygni gagnvart bænum.
Þannig kemur fram vináttau til bæjar-
ins. Og þetta er f sama tbl. sem vftir
Dag fyrir of litla vináttu til Akureyr-
ar. Báðar greinarnar eru nafnlausar.
Ritstjórinn tekur ábyrgð á báðum.
En nú er það bezta eftir. Sama
blað flytur fyrir nokkru auglýsingu
frá bænum um útboð á milljónarláni
til raforkuveitu fyrir bæinn. Og sama
blað hvetur almenning, til þess að
kaupa skuldabréf bæjarins. Blaðið
segir við almenning. >Kaupið þið
skuldabréfin, góðir hálsar<, en jafn-
framt segir það; >það eru ekki svo
litlar líkur til að bærinn (ari bráðum
á hausinn <
Það er ekki von að vel fari, þegar
ritstjóri íslendings teflir virðingu sinni
í uppnám, með því að lána nafn sitt
hinum og öðrum vesalmennum, sem
hvorki þora né géía borið ábyrgð á
orðum sfnum. Það er ekki nema von
að skoðanir og staðhæfingar rekist á
í slfku málgagni.
Pingið og þjóðin.
Það er á almæli að aldrei hafi virð-
ing íslenzku þjóðarinnar fyrir löggjafar-
þingi hennar verið jafn tæpt stödd og
nú. Eftir fréttum að dæma hefir mjög
mörgum dögum verið varið, frá úr-
iausn nauðsyujamála, til þess að rífast
um völdin, án þess að komast að
neinni niðurstöðu. Árangurinn einungis
aukin sundrung. Strákapör eru framin
fyrir augum þingdeildarinnar og forseta
(Nd.) Margir menn dæmdir í þingvfti
fyrir þingsafglöpun. Mörgum virðist
vera mjög í mun að fella stjórnina
hvað sem við taki. Stjórninni aftur á
móti mjög umhugað að sitja sem fast-
ast. Mönnum virðist hún vera að
kaupa sér frið með því að hallast
sitt á hvað, og mundi sitja þó ýms-
ar tillögur hennar yrðu steindrepnar.
Mönnum virðist að stefna hennar sé
ekki það að standa eða falla með
mikils verðum málum, heldur að standa
með meiri hlutanum f þinginu, hvoru
megin sem hann kann að verða.
Vonandi rætist betur úr en á horfist.
Þjóðin situr f vanda og horfir í gaupnir
sér meðan þingmenn stangast í úrslita-
lausum deilum. Varlega skyldu þeir,
sem álengdar eru dæma um þingið,
en von er, að mönnum virðist vera
minna iim alvöru og ábyrgðartilfinn-
ingu í þingsölunum en vænta mætti
á þessum tfmum.
Akureyri.
SKemtisamkoma var baldic f
Gagnfræðaskólanum s. 1. þriðjudag.
Skólasveinar fluttu erindi og var margt
til skemtunar. Einkum þótti mönnum
það viðbrigða skemtun að séra Geir
lét á ný til sfn heyra. Söng hann
einsöng og þeir Steingr., læknir og
hann sungu saman.
Áskell Snorrason endurtók söng-
skemtun sfna á fimtudagskvöldið. Að-
sókn var fremur lftil, en mönnum
þótti Áskell syngja betur en f fyrra
skiftið,
Sfeingrímur, sýslumaður, jónsson
ásamt frú sinni og Kristjáni syni þeirra
kom til bæjarins með Sterling. Stein-
grfmur tekur við embætti sfnu hér
þessa dagana. Mun hann sfðan fara
til Húsavfkur, til þess að skila af sér
embættinu þar f hendur Júlfusi, sýslu-
manni, Havsteen sem við tekur. Dagur