Dagur - 21.05.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 21.05.1921, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Ojalddagi fyrir 1. ágúst. AFOREIÐSLAN er hjá Jóni t>. t>ór, Norðurgötu 3. Talsími 112, Innheimtuna annast ritstjórinn. IV. ár. J Um verkamál. Rverbrestur. Framh. í síðasta blaði, var lauslega getið nokkurra orsaka fólksstraumsins úr sveitum til sjávar. Verkamanna sam- tökin voru þá ótalin, sem hljóta þó að koma til greina í þessu sam- bandi. Þessi samtök eru f alla staði eðlileg og sjálfsögð og bera í sér viðreisnarskilyrði fyrir þjóðina, ef hægt verð'ur að stýra hjá þeim öfga skerjum, sem þau sjálf mundu brjóta skip sitt á. Verkalýðurinn hefir í öllum lönd- um og á öllum tímum átt um sárt að binda. Hann hefir ekki verið borinn til landsgagna og gæða, heldur með tvær hendur tómar. Til- viljun ein virðist ráða þvf, að marg- ur bóndasonur er borinn til óðala, auðs og víðra landa, en verka- mannssonurinn til nokkurra fer- faðma af ófrjórri kaupstaðarlóð. Það er víst ástæðulaust, að telja það guðs eilífa ráðstöfun. Slíkt er mann- anna verk, sem í upphafi skiftu löndum milli sín með ránshendi eða rétti landnemans, sem sfðan hefir gengið að erfðum eða kaup- um og sölum. , Þessi eignarréttur einstaklinga >á landi, sem i upphafi er grundvall- aður af handahófi, með þeim til- verknaði einum, »að slá eigu sinni á" landið, hefir í ýmsum löndum staðið fyrir þrifum; tafið fyrir rækt- un og notkun stórra landflæma, sem hafa lent í klóm „spekúlanta", eða einstakir broddborgarar hafa haldið óbygðum veiðimörkum sér til skemt- unar. Einhver merkasti þjóöhags- fræðingur, sem uppi hefir verið, Henry Oeorge, telur, að megin orsök ógæfu og misréttis þjóðanna, sé eignarréttur einstaklinga á landi. En hjá þessu mun hvergi hafa verið sneitt f víðri veröld, og ann- að hvort hlýtur jafnan að verða, eignarréttur eða erfðafesta, sem trygg- ir hverjum, sem á landi býr, ból- festu fyrir hann og afkomendur hans og fullan rétt til að njóta þeirra umbóta, sem hann kemur sjálfur til leiðar. En á þann hátt yrði landið losað úr óheilla klóm þeirra, sem nota það til fjárglæfralegra gróða- bragða. En eignarrétti einstakiinga á landi hefir verið misbeitt og hefir orðið til ógæfu, vegna þess að honum hefir verið gert of hátt undir höfði. T. d. að taka, er Ieigumáli Ianda f Akureyri, 21; maí 1921. .—m— j 21. blað. Norður-Ameríku sá, að eigandi fær hálfa uppskeru, en leggur ekki til, frá ári til árs, annað en helming útsæðis, Eignarrétturinn er þá lagð- ur að jöfnu allri vinnu Ieigjanda og annara, sem á jörðinni vinna, leigu fyrir hross og verkfæri, setn jafnan eru mörg og yfir höfuð öllum til- kostnaði bóndans við árléga rækt- un Iandsins. Réttinn, til þess að skattleggja um aldur og æfi svo gifurlega þá, sem á landinu búa, leggur Iandnámið upp í hendur manna. Þann réít öðlast Pétur, sem náði í síðasta landið i einhverju bygðarlagi í fyrra, fram yfir Pál, sem kemur þangað í ár. Ekki er að furða, þó að því geti rekið, að eignarrétturinn á Iandi, geti orðið að þrælataki á þeim, sem á landinu búa og að þeirri gróða- lind, sem hann hefir reynst svo- kölluðum aðalsmönnum og %örð- um. Auðurinn hefir verið kallaður afl þeirra hluta, sem gera skal. Hann hefir verið skoðaður og viðurkend- ur sem einn af framleiðsluaðilum á jörðu hér.' Valdi hans hefir verið misbeitt á líkan hátt og eignarrétti einstaklinga á landi. Hann hefir á sama hátt og lávarðarnir haft stöð- uga tilhneigingu, til þess að skamta erfiðislaunin til hnífs og skeiðar. Þessi tvö öfl hafa víða um heim staðið hlið við hlið á Iiðnum öldum og undirokað alþýðuna, þriðja að- ilann, mannsorkuna. Misbeiting iands yfirráða og misbeiting auðs gegn- um iðnað og verzlun, hefir orðið að þeim þrýstiþunga, sem knýr fram samtaka viðleitni fjöldans, að varpa af sér okinu. Ofbeldi knýr til ofbeldis. Verkamannasamtökin með öllum verkföllunum, er ekkert ann- að en ofur eðlileg tilraun, að bjarga frá borði með ofbeldi þeim hlut verkalýðsins og honum máske ríf- legum, sem með ofbeldi hefir verið af honum tekinn á liðnum öldum. Það er þvf ástæðulaust, að lita á verkamannasamtökin í heiminum, sem eitthvert óheilbrigt tákn eða plágu. Þau verða ekki stöðvuð. Enda eru þau i fullu samræmi við lögmál lífsins. Ofbeldi og ójafnaður knýr tii samskonar mótverkana og rétt- lætiö er sú þungamiðja, sem knýr til jafnvægis. Það er Ifka ástæðulaust að ýfast við það, að verkamannasamtökin hafa borist hingað til lands. Annars var ekki að vænta. Það mun ekki leiða til góðra úrslita, að Iftilsvirða þá hreyfingu. Hitt er meiri þörf, að skilja hana og viðurkenna og leitast við að stýra henni hjá þeim öfgum, sem mundu skaða allar stéttir þjóð- arinnar jafnt. Hitt er annað mál, að ærið margt getur verið að athuga við aðferðir verkamannafélaganna og túlkun blaðanna á stefnunni hér á landi. Tæplega mun verða bent á, að að neitt frumlegt hafi komið fram f verkamannasamtökunum hér, eða að stefnan hafi verið sveigð til sam- ræmis við þá staðháttu, sem hér voru fyrir hendi. Foringjar verka- manna líta, ef til vill, svo á, að þess gerist ekki þörf. Þeir líta, ef til vill, svo á, að bolsévísmi eigi jafn brýnt erindi hingað eins og til Rússlands, eða að sömu aðferðir eigi við hér, í því nær iðnaðarlausu landi, eins og f iðnaðarborgum og kolahéruð- um Englands. Þeir Iíta, ef til vill, svo á, að engu skifti, hvernig bjarg- ræðisvegum hvers lands er háttað. Sömu aðferðirnar hljóti að eiga al- staðar jafn vel við. Það virðist vera íhugunarefni, hvort svo er. Land, sem bjargast því nær eingöngu á Iandbúnaði og fiskiveiðum, og þarf að sæta Iagi og áhlaupa í kviklátu árferði um tiltölulega stuttan bjarg- ræðistíma, hlýtur að krefjast þess, að öðrum aðferðum sé beitt, en þau lönd, sem hafa iðnað og verzlun að megin atvinnu. Starfshættir verkamannasamtak- anna hafa, að því er kunnugt er því nær eingöngu miðað að þvi, að tryggja verkalýðnum ákveðiö kaup. Lágmarkskaup hefir verið ákveðið, sem öllum hefir verið skylt að taka fyrir vinnu sína eða standa auðum höndum ella. Samtökin gátu í upp- hafí ekki haft aðra aðferð. Þetta varð byrjunarsporið. En starfsemin má ekki einangrast við það og sízt' hér á Iandi. Bjargræðismöguleikum landsins er ekki ósvipað háttað og fiskitorfu. Ef byrjað er á, að þrátta um kaupgjald og vinnutíroa, þegar hún kemur að borði, getur hún verið farin og með henni tækifærið til aflans, þegar deilan er útkljáð. Um það hljóta allir að vera sam- mála, að atvinnuvegum íslands sé svo háttað, að þeir krefjast einhuga atorku allra manna í landinu. Þeir eru í sjálfu sér svo veikburða og vanstiltir, að þeir bila, ef sú sóknar- leið er farin á hendur þeim, að ákveðið kaup miðað við ársfram- færsluþörf, sé heimtað fyrir fárra mánaða vinnu. Og ef atvinnuveg- irnir bila, fellur sú sókn niður af sjálfu sér og þá er ekki framundan annað en fum og fáræði. Megin takmark verkamannasam- Hjartans þökR til allra þeirra, er sýndu okkur hluttekningu við frá- fall og jarðarför Margrétar sál. dótt- ur okkar og systur, og heiðruðu minningu hennar á ýmsan hátt. Akureyri 19/s 1921. Arnfriður Stefánsdóttir. Kristján Guðmundsson. Áki Kristjánsson. takanna, er auðvitað að tryggja al- menna hagsæld verkalýðsins. Það er göfugt og þjóðnýtt takmark, sem öllum er skylt að hjálpa þeim til að ná. En því takmarki verður ekki náð með því einu, að fylkja sér um ákveðnar kröfur á hendur þeim at- vinouvegum, sem hér eru fyrir hendi. Þær kröfur slá í baklás, ef atvinnuvegirnir draga saman seglin, einangrast eða bila. Þá verða sam- tökin máttlaus og að engu. Meðan þríf verkamanna eru komin eingöngu undir þrifum gagnstœðra aðila, sem þeir þurfa að sækja alt í hendurnar á, eru samtökin bygð á sandi. Verka- menn verða þá ósjálfbjarga, þrátt fyrir samtökin, þegar á bjátar. Aðal starfshættir þessarar stefnu, þurfa að verða alt aðrir, ef vel á að fara. Hér þarf fyrst og fremst að tryggja meiri vinnu. Verkamenn þurfa að gera þá kröfu á hendur þjóð- inni, að þeim sé trygð vinna, þar sem þeir taka jafnan sjálfir þátt í skaða og ábata. Peir þurfa að verða sínir eigin vinnuveitendur, að minsta kosti tfma úr árinu. Aðalmarkmiðið þarf að vera, að framleiða sem mest. Hitt má ekki vera aðalatriöið, að nægilega hátt kaup sé trygt fyrir ákveðinn vinnutíma um nokkra ;mánuði, til þess að framfleyta sér og sínum á yfir alt árið. Á þann hátt verður ekki trygð almenn hag- sæld verkafólksins og blómgun at- vinnuveganna. Það verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir mönnum, að þjóðin er stödd í hættu, meðan skilningslítill verkalýður brynjar sig gegn bolmagnslitlum atvinnuveg- um, og meðan aðrir aðilar dauf- heyrast við kröfum hans með sama skilningsleysi. Það mun mega segja með nokk- uð miklum rétti, að verkamanna- samtökin hafi átt sinn þátt í því, að draga fólk úr sveitunum, þó öll- um sé Ijóst, að það er ekki mark- mið þeirra. Tilvera verkamanna- félaganna ein nægir, til þess að gera atvinnuleit fbæjunum álitlegrii Það er svo auðvelt, að veröleggja vinnu sína eftir ákveðnum kaup- taxta. Auk þess er þá hægt að gera

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.