Dagur - 21.05.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 21.05.1921, Blaðsíða 3
21; tbl. DAQUR 83 það er torsótt !eið til fjárafla að þurfa að sækja allan styrk. í hendur þremur stjórnarvöldum, þ. e. bæjar- stjórn, sýslunefnd og alþingi, en neyðarúrræði að bækka stöðugt dag- gjöld sjúklinga (þau eru nú kr. 5 fyrir sýslubúa, kr. 6 fyrir utansýslu- búa og 10 kr. fyrir útlendinga. Akureyri 1. maf iQ2i. Steingrímur Matthiásson, héraðslæknir. Símskeyti. Reykjavík 20. maí. Lloyd George Iýsti yfir í parla- mentinu, að yfirlýsingar pólsku stjórnarinnar um hlutleysi í Slesíu væri helber fyrirsláttur. Kvað Breta ekki mundu pola pað brot á friðarsamningunum. Stjórn Frakka tók upp pykkju fyrir Pólverja og liggur nærri að upp úr slitni bandalagi Frakka og Breta. Hafa báðir stór orð og vilja í engu vægja. Sum ensk blöð telja Iíklegt, að til vináttu dragi með Bretum og Pjóðverj- um. Enska kolaverkfallið heldur áfram. Vandræða ástand í Eng- landi. Steingrimur Arason heldur sumarskóla fyrir börn yngri en 10 ára til júníloka. Mikil aðsókn. Síldveiðifrumvarpið dagar uppi í efrideild. Fasteignabankinn sampyktur, prátt fyrir megnan andróður B. Kr., Kvarans, Steinssonar, H. Snorras. Guðjóns og Jóhannesar Jóhannessonar. Jón Magnússon siglir næstu daga, líklega vegna lántöku. — Viðskiftaástandið fer síversnandi, svo og allar atvinnuhorfur. Valdemar Halldórsson frá Kálfaströnd nýkominn úr Italíu- ferð. Talin vera fyrsti ísl. bóndi, sem fer skemtiferð pangað suður. Fréttaritari Dags. Pingfréttir. Frumvarp 8 Ed. þingmanna f banka- málum samþykt f Nd. f fyrradag, með litlum breytingum. Til einnar umr. í Ed. f gær. Búist við samþykt. Þessi verður þá niðurstaðan f þessu mikla rnáli: íslandsbanki hafi seðlaútgáfurétt sinn óskertan, til 31. okt. 1922 (breýting Nd. úr 1. maf 1922I, þá má bankinn hafa úti mest 8 miljónir. Draga síðan inn eina miljón árlega ofan í 2V2 miljón. Ur því jafnar upp- hæðir til loka leyfistfmans 1933. Seðlaútgáfan rennur þannig smám saman - til rfkissjóðs. Bankanum er skylt að selja ríkissjóði við nafnverði það af gullforða sfnum, sem hánn þarínast tii tryggingar seðlum Gull- forðinn skal allur geymdur f Reykja- vík. Hlutafé bankans skal auka um 100% á þann hátt að ríkisstjórnin leggur fram hlutafjáraukann úr rfkis- sjóði, ef það þykir hyggilegt, eftir að rannsókn hefur farið fram. Meðan bankinn hefir á hendi seðlaútgáfu, eða rfkið ber ábyrgð á skuldbindingum hans, skal rfkisstjórnin skipa tvo af bankastjórunum. Lögin öðiast þegar giidi, /en falla úr giidi 30, sept. 1921 nema því aðeins að hluthafafundir bankans verði þá búnir að gera þær ráðstafanir, sem lögin áskilja. Einar Arnason og fl. báru fram í samein. þingi í fyrradag þingsálykt- unartillögu um að skipa nefnd milli þinga stjórninni til ráðuneytis f pen- ingamálum, en var feld. Tillaga M. Kr. um Landsverzlun samþ. í Nd. með 18 gegn 5. Hún fer í þá átt, að halda Landsverzlun f horfi. Búist við að frumv. til laga um sfldveiði dagi uppi í Ed. Sömu- leiðis frumv. um skatístofna til sýslu- vegasjóðs. Fjárlögin afgreidd f íyrra- dag með 2 miljöna tekjuhalla. Forsætisráðherra sigldi í gær til Dan- merkur. Þinglausnir í dag. Sterling fer úr Reykjavfk á morgun. Akureyri. Látinn er í Kaupmannahöfn á hvítusunnudagsmorgun Valdemar Thor- arensen, lögfræðingur. Hann sigldi með Gullfossi fyrir rúmum mánuði sfðan, til þess að leita sér lækninga. Valdemar var rúmlega fimtugur að aldri. Hann er mörgum kunnur hér á iandi. Þótti vera snjall löfgræðingur. SÍr'lUÍ, skip Bergenska félagsins kom hingað á annan f hvítusunnu. Skipið var yfirfult af farþegum. Frá Reykjavík komu: Mag. Hallgr. Hall- grfmsson frá Reistará ( kynnisför hingað norður í land og á leið til útlanda. Guðm. skáld Friðjónsson á Sandi á heimleið eftir allianga kynnis- för til Reykjavíkur, þar sem hann hélt ailmarga fyrirlestra. Stúdentarnir Jón Steingrímsson, bæjarfógeta og Theódór Lfndal. Svanfríður Jónsdóttir kona Sig. H. Jónssonar, verkstjóra o. fl. Skipið fór aftur kl. 12 um nóttina. Sig. S. Skagfeidt, söngvari kom til bæjarins íyrir nokkru síðan. Á annan f hvftusunnu söng hann f Sam- komuhúsinu og gazt mönnum ágæt- lega að, sem íyrri. Sigurður dvelur í Skagaflrðinum f surnar, en siglir til útlanda að hausti til frekara náms. Heyrst hefir, að að þingið muni ætla að veita honum styrk til fararinnar að upphæð 3000 kr. Kaupendur Dags, sam hafa bú- staðaskifti eru beðnir að tilkynna af- greiðslunni það tafariaust, clla bera þeir sjálfir ábyrgð á vanskilum á blöð- um þeirra. Silfurbrúðkaup sitt héldu þau f fyrradag, Jónas Sveinsson frá Uppsöl- um f Skagafirði ogfkona hans Björg Björnsdóttir. Gestunum var veitt af mikilli rausn og alúð. Davfð Jónsson, hreppstjóri flutti þeim hjónum erindi, sem birtist á öðrum stað f blaðinu. Brynjólfur Bjarnason frá Þverárdal mælti fyrir minni hjónanna, mjög skörulega og laglega, en brúðguminn þakkaði báðum. Fjöldi heillaóskaskeyta bárust þeim hjónum og margar dýrar gjafir. Það var létt og bjart yflr brúð- hjónunum þenna minningasama dag. Dagurinn varð endurskin 25 ára gæfu. Hann var éndurtekning 25 ára rögg- semi og rausnar, enda varð þessi samverustund frjálsmannleg og ánægju- leg. Jónas er alþektur dugnaðar og atorkumaður og þau hjón bæði marg- reynd að góðu. Auk einkadóttur sinn- ar, Sigurlaugar, hafa þau fóstrað upp tvö börn. Dagur óskar brúðhjónunum einlæg- lega til hamingju. Minningarspjald lét Steingr. iæknir gera og gaf listigarðinum gjöf til minningar um frú Ötinu Ch. Schiölh, sem lézt hér í bænum 27. f. m. Frú Schiöth var ein af þeim fáu erlendu konum, sem festu verulegar rætur f íslenzku þjóðlffi. Leit hlýjum vinar- augum á þenna bæ og þetta land, enda ávann sér ástúð og virðingu þeirra sem þektu hana. Listigarður- inn er sagður orðinn til að mestu fyrir hennar framgöngu. Garðurinn var henn- ar ellidraumur. Ekki verður henni þvf annan hátt betur þakkað hennar starf og fagurt dæmi, en að hlynna að óskabarninu. Úr öllum áttum. Séra Gunnar Benediktsson var nýlega kosin prestur f Grundarþingum. Inflúenza er á ný gosin upp í landinu. Hún kom snögglega upp á Seyðisfirði um hvítusunnuleytið, og vita menn ekki hvaðan hún er komin. Veikin er talin vera upp á Héraði og telur Seyðisfjarðarlæknir að meiri líkur séu til þess að hún hafi borist þaðan f kaupstaðinn, heldur en úr kaupstaðn- um þangað. Telur litlar eða engar lfkur til að hún hafi borist frá útlönd- um. Hátt á 2. hundrað manns hafa lagst á Seyðisfirði, en veikin talin væg. Menn liggja 2—3 daga og fá sumir allháan hita. Enginn dáið og ekki talað um lungnabólgu. Á Austfjörðum eru ráðstafanir gerðar til þess að hefta úlbreiðslu veikinnar og vilja sumir miklu kosta til, að stöðva hana með öllu. Stjórnaráðið er að hugsa sig um, hvaða hlut það vill eiga í sóttvarnar- ráðstöíunum og er óráðið þegar þetta cr skrifað. Fyrsta sjálfsagða ráðstöf- unin væri sú, að láta Sterling fara fram hjá Seyðisfirði. Halinn á þinginu er að verða jafn- langur ómagahálsinum. Þó er talið óhjákvæmilegt að kleppur verði á end- anum og sum mestu vandamálin verði afgreidd í hálfgerðu fumi og tjaldað til einnar nætur. Ritstjórann er að hitta á Eyrarlandsvegi Nr. S (Æsustöðum). Gengið upp á loft að sunnan. Hreinsun fata, strauning; og þvott afgreiðir jósefína Eyjólfsen, Hótel Akureyri, niðri. Frímanrj B. Arngrímsson biður þess getið, að vegna annrfkis hafi hann ekki getað tekið til athugunar ritgerð Friðriks Möllers: Húsnæðis- leysi, sem birtist fyrir nokkru í íslend- ingi, en muni gera það svo fljótt, sem kringumstæður leyfa. Viðkvæmni. Verkamaðurinn er undarlega viðkvæmur fyrir þvf umtali, sem bændur hafa haft með sér um það, hvaða kaup þeir telji landbúnað- inum fært að borga, eins og nú horfir. Bændur hafa þó ekki enn slegið föst- um neinum tsxta, svo vitanlegt sé, heldur aðeins reynt að gera sér grein fyrir gjaldþolinu. Þetta þykir Verka- manninum ótanngirni, svo bændum farist nú ekki um að tata ósanngirni verkafólksins; jafnvel að nú sé óvand- ur eftirleikurinn! Ekki bendir það á, að öflug samtök bænda yrðu vel þol- uð af verkamönnum. Mönnum getur hnikt við, að sjá í spegil. Dagur lft- ur svo á, að það sé alls engin ósann- girni af bændum, að gera sér grein íyrir þessu, fremur en það er ósann- girni af verkafólkinu, að gera sér grein fyrir þvf, hvaða kaup það þurfi að fá. Hitt er annað mál, að eins og raálum er skipað og nú horfir, munu hvortveggja aðilar þurfa að ganga feti framar, en þeim þykir gott. Afíurganga. nú er það orðið þjóð- kunnugt, að Morgunblaðið sá það vænlegast, virðingar sinnar vegna, að bera Einar Sigfússon á Stokkahlöðum út f -sorphauginn fyrir utan og biðja þjóðina afsökunar á þvf, að hafa hleypt honum inn. Sfðan hefir hann legið þar í greinarleysi og enginn viljað kannast við hann, ekki einu sinni hann sjálfur. í eyru fleiri manna en eins hefir hann þverneitað því, að hafa akrifað bréf það úr Eyjafirði, sem frægt er orðið. En þegar böndin bárust að honum, sá hann sér ekki fært, að halda þá leið, Nú hefir bréf þetta >gengið aftur* f íslendingi og er Einar hreykinn yfir þeirri velvild, sem blaðið sýni sér, að skjóta yfir sig skjólshúsi eftir hrakninginn fyrir sunnan. Eftir ástæðum er það við hæfi ísl. að hirða þetta úrkast Morgunbl. og eru þeir vel sæmdir hver af öðrum ísl. og Einar. Dagur ætlar ekki að svara Einari neinu, að svo stcddu. Bréfi þessu hefir verið svarað hér áður f blaðinu í umræðunum við hr. B. L, það er hvort sem er aðeins jórturtugga af fyrirlestri hans. Það hefir engin áhrif hér í Eyjafirði, nema ef vera kynni, að þess sæjust merki á viðskiftareikn- ingum Einars við Höepfners verzlun og sumar aðrar verzlanir hér f bæ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.