Dagur - 21.05.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 21.05.1921, Blaðsíða 2
82 DAGUR 21. tbl. sér hugmynd um uppgripin í sæmi- iegu atvinnuári. Það er altaf öryggi fólgið í vernd samtakanna gagnvart atvikum og undir vissum kringum- stæðum. Samtökin gera pví fremur, að laða menn til bæjanna, heldur en að hamla, einkum pegar vel iætur f ári. Þær umkvartanir fara í vöxt, að hugsunarháttur lausafóiks og vinnu- iýðs sé að breytast og spillast. Óbeit á vinnu fari sífelt í vöxt. Sjálfsum- vöndun fari minkandi, en menn einblíni fastar og fastar á upphæð vinnulaunanna. Það sé að verða minna um það en áður var, að menn hafi verulegan áhuga á því, að afkasta sem mestu. Húsbónda- hollustan minki. Menn vilji ekki vinna fyrir lítið kaup, jafnvel um hávetur; vilji heldur vera ómagar sjálfra sín og annara, heldur en matvinnungar. Yfir höfuð, að stefn- an sé að verða sú, að hafa sem allra minst fyrir lífinu. Hér skal ekki neitað, að þetta hafi við einhver rök að styðjast, þó um það megi sjálfsagt mikið deila. En þetta er kent verkamannasam- tökunum og predikunum foringj- anna. Það hlýtur að verða álitamál, hvort svo er og þá að hve miklu leyti. Ýmislegt hefir hjálpast að, til að spilla hugsunarhætti manna á síðustu árum, t. d. dýrtíðin. Hún hefir gert meira að því að auka peningagræðgi manna og jafnframt lítilsvirðingu fyrir peningum—vinnu- Iaununum — en menn gera sér í hugarlund. En að þykja lftils um vert, það sem menn bera úr být- um fyrir vinnu sína, hefir áhrif á afstöðu þeirra gagnvart sjálfri vinn- unni. Mönnum finst, að til lítils sé barist. Það, út af fyrir sig, getur lamað ábyrgðartilfinninguna og stuðl- að að almennu kæruleysi. Hinsvegar ber ekki að neita þvf með öllu, að verbamannasamtökin kunni að eiga sinn þátt í breyting- um á hugsunarhætti manna. Þau hafa, ásamt sóknaraðferð foringjanna, dregið skarpar Iínur milli manna. Mörmum hefir verið kent að sækja hlut sinn á hendur #öðrum. Þann hlut hefir oft þurft að sækja með harðneskju. Við það er tekin ákveð- in andstaða, jafnvel fjandsamleg, stundum. Menn slitna með rótum frá atvinnuvegum Iandsins; Iáta sér fátt um finnast á hverju veltur fyrir þeim, ef þeirra fyrirfram ákveðni hlutur er trygður. Það er ekki ósennilegt, að samúð með atvinnu- vegunum geíí minkaö, löngunin til þess að afreka sem mestu, hús- bóndahollustan minki og almenn ábyrgðarkend fyrir eigin þegnfélags- Iegum skyldum. Jafnaðarstefnan á sína heitu hug- sjónamenn. Þeir slá fram kenning- um, sem ekki eru tímabærar, en sem geta gengið í menn og vakið hrifningu. Til dæmis að taka, að allir eigi að fá sama kaup, klaufinn og letinginn jafnt þeim, sem er lag- virkur og stórvirkur, vegna þess að allir hafi sama réit til að lífa. Þessi kenning kann að geta átt við, ein- hverntíma út í framtíðinni, en hún á ekki enn við í okkar breyska heimi. Nú hefir verið í greinum þessum bent á nokkra drætti þess öfug- streymis, sem virðist vera að leggja sveitirnar í auðn, en offylla bæi með iðjulitlum, eyðslusömum lausa- lýð. Áður var bent á þau öfl, sem í sveitum htynda á. Hér hefir verið bent á verkamannasamtökin, sem ásamt háum kaupframboðum sjáv- arútvegarins, hefir togað í. Tvö sam- taka öfl viðhalda og auka þetta öf- ugstreymi. Við það kemur betur og betur í ljós þverbresturinn í at- vinnuskipulag þjóðarinnar. 777 /ónasar Sveinssonar og Bjargar Björnsdóítur, 19. maí 1921. Vel gerðu dísir þær sem böndin bundu, sem biessast hafa ykkur svona vel: trygðreynd er ást f muna og f mundu, minningar fagrar, gegnum birtu og él. Breiddu nú framtfð blómin þfn á veginn, brostu dú gæfa enn þá móti þeim hjónum, sem trúðu á Guð, og mátt og megin mannlegra dygða og Ijóss í þessum heiro. Signdu nú Ðrottinn silfurbrúðkaups full, sillrinu breyttu loks í rauðagull! 3). J. Yfirlit yfir heilsufar í Akureyrarhéraði 1920. (Úr skýrslu til landlæknis). Sjúkraljúsið. Aðsóknin var meiri en nokkru sinni áður. Sjúklingatalan 176. Legudagar 7095. Af sjúklingunum vorú 29 úr bæn- um, 76 úr Eyjaíjarðarsýslu (utan kaup- staðar), 67 úr öðrum sýslum og 4 útlendingar. Ennfremur sóttu 21 sjúklingur spftalann til Ijóslækninga en bjuggu út í bæ (voru 10 þeirra heimilisfastir f bænum, 3 utan úr sveit, 6 úr Skagaíjarðarsýslu, 1 úr Húnavatns- sýslu og I frá Vopnafirði) Árangurinn af spftalavist hinna eiginlegu spftalasjúklinga var þessi: 104 fengu fullan bata, 19 nokkurn bata, 2 engan bata, 22 dóu og 19 urðu eftir við áramót. Dauðameinin voru þessi: Elli og þvagteppa 1, barnsfararsótt 1, krabba- mein 9, tæring 8, graftarsótt 1, garnengja 1, langvinnt lungnakvef 1, gula 1, nýrnabólga 2, lungnabólga 1, vatnssýki 1. 62 meiri háttar skurðir voru gerðir og 23 minni háttar aðgerðir. Árang- urinn varð sá að 69 fengu fullan bata, 6 nokkurn bata og 10 dóu (dauða- meinin þessi: krabbamein 4, gula 1, lungnabólga 1, nýrnabólga með sulla- veiki 1, barnsfararsótt (fæðing fyrir tímann) 1, graftarsótt eftir brjóstmein 1, garnengja eftir aðgjörð á garna- ffstli 1.) Um árangurinn af ljóslækningum skal eg sérstaklega geta þess að alls voru til meðferðar á árinu 40 sjúk- lingar með berkla. Af þeim fengu 19 fullan bata, 8 nokkurn bata, en 13 voru enn til lækninga flestir á góðum batavegi við áramót. Á ljóslækningunum var byrjað í aprll og hafa þær farið fram daglega flesta virka daga. Notaðir eru tveir kvikasilfur-kvartslampar í einu eða annar þeirra og einn »soIlux€ lampi. Venjulega liggja 4 sjúklingar saman undir lömpunum í einu, en stundum 5—6 ef börn eru. Sjúklingarnir eru geislaðir frá 10 mínútum til klukku- tfma í senn. Ljósin gefast mjög vel við útvortis berkla á unglingum og kirtlaveiki í börnum, en sfður við berkla í roskn- um mönnum. Röentgensgeislatæki þau er eg keypti f Berlfn f íyrra komu fyrst í haust og varð ekki komið upp fyr en um nýár. Þau hafa reynst ve! til skoð- unar, en lítil reynd enn þá komin um lækningatilraunir. Mér er það ánægju- efni, að hafa keypt þessi nytsömu á- höld í tæka tíð, meðan þau fengust með sæmilegu verði (kr. 9326.85), því nú kosta þau um 26 þúsund krónur samkvæmt tilkynningu frá um- boðsmanni verksmiðjunnar. Frá því f haust hefir sjúkrahÚ3Íð baft góða yfirhjúkrunarkonu og vel menntaða, ungfrú Júlfönu Friðriks sem lært hefir hjúkrun í Amerfku og þjón- að við sjúkrahús þar. Fyrir þetta hafa fleiri stúlkur en áður leitað hingað til að æfast í hjúkrunarstörfum. 8 stúlk- um höfum við veitt tilsögn f vetur fyrir hjúkrunarfélög norðanlands. Stœkkun sjúkrahússins og umbcetur. Hin meiri aðsókn þetta ár en und- anfarin, er sumpart að þakka Ijós- lækningunum, en sumpart því, að sjúkrakúsið hefir verið stækkað svo, að það rúmar nú helmingi fleiri sjúk- linga en áður. Og endurbætur hafa verið gerðar, sem gera það vistiegra. Stækkunin er fótgin f því, að stein- steypuhús með kvisti var reist norðan við sjúkrahúsið og tengt við það með millibyggingu sömuleiðis úr stein- steypu. Einar Jóhannesson steinsmiður og Þorsteinn Þorsteinsson, trésmiður önnuðust bygginguna og endurbæt- urnar, en trésmíðameistari Sigtryggur Jónsson hafði eftirlit með verkinu. Aðalinngangurinn í sjúkiahúsið er nú austan til, inn í nefnda millibygg- ingu. Er þar íyrst anddyri og sfðan rúmgóð forstofa, en vestan til bað- herbergi. Nýja húsið er 10x10 metrar um- máls með kvisti og háu þorti, en kjallara undir. Á neðri hœð eru þessi herbergi: austan til dagstofa fyrir sjúklinga, sem eru á fótum, Röentgenstofa og Iftil rannsóknastofa; en vestan til eld- hús og búr. Á efri hœð er kvistherbergi og tvö herbergi fyrir forstöðufólk, eitt harbergi fyrir hjúkrunarkonu og eitt fyrir vinnukonur. í kjallaranurn er eitt sjúkraher- bergi (fyrir 3 sjúklinga), rúlluherbergi, vatnssalerni, matargeymsla og þvotta- herbergi. En eftir miðjum kjallaranum er gangur og suður af honum liggja göng er grafin voru undir norðurálmu gamla hússins til að sameina kjallara beggja húsanna. Eldri byggingin er nú öll notuð fyrir sjúklinga nema lít- ið herbergi fyrir hjúkrunarnema og vÍDnumannsherbergi í kjallaranum. Rúmar nú alt sjúkrahúsið 40 sjúk- linga eða vel það. Eldri byggingunni hefir verið breytt þannig, að baðher- bergið þar og búrið voru sameinuð f eina stofu og bæði sú stofa, gamla eldliúsið og þrjár stofur forstöðufólks gjörðar að sjúkrastofum og geisla- stofu. Inngangurinn sunnan til í húsið var tekinn af, sólskinsbyrgið stækkað og afhólfað í tvö herbergi. Skurðarstofan var endurbætt og steypt í hana gólf og sömuleiðis steypt gólf í salernabygginguna. Ný vatnshitunartæki með tveimur miðstöðvarofnum voru fengin frá Nor- egi og þar að auki gufuketill til að hita vatn til lauga og annara nota þegar ekki er lagt í miðstöðvarofnana. Annars má taka heitt vatn úr hitunar- pfpunum. Norskur smiður fylgdi með áhöldunum frá verksmiðjunni og kom öllu fyrir á sinn stað. Gluggarnir í gamla kjallaranum voru stækkaðir og þeim fjölgað svo, að hann er orðinn bjartari. Stiga- göngunum niður f kjallarann var breytt f klefa fyrir óhreint lín. Vinnuraanns- herbergið var endurbætt og eldiviðar- klefinn stækkaður um helming. Sötnu- leiðis var stækkaður miðstöðvarklefinn. Brekkan framan við spftalann var öll hlaðin upp og umgirt. Var engin yanþörf á þvf þar eð hún var orðin að hálfgjörðu flagi og mjög til óprýðis. Þegar nú hér við bætist, að marg- ar stofur voru málaðar, gólfdúkur settur um gangana, í forstofuna og margar stofur, alt gamla húsið og nokkuð af því nýja ráflýst (frá aflstöð með benzfnmótor í kjallara sóttvarna- hússins; var það gjöjrt árið á undan) og svo geislatækin keypt, þá varð kostnaðurinn mikill eða samtals um 120 þúsund krónur. En þar af hefir raflýsingin og öll geislatækin kostað nálægt 30 þúsund krónum. Þess ber að geta, að af hinum síðarnefnda kostnaði fengust með frjálsum sam- skotum um 15 þúsund krónur fyrir forgöngu Sambands norðlenzkrakvenna. Þrátt fyrir allar þessar góðu endur- bætur vantar þó enn margt, sem sjúkrahúsið þarfnast, svo sem nægan rúmfatnað, húsgögn, lín, hjúkrunará- höld o. fl. En hugulsemi og dugnaði ungfrú Halldóru Bjarnadóttur og Júlí- önu Friðriks er það að þakka, að úr þessu hefur þegar bætst nokkuð og ætlar enn að bætast. Þær gengust fyrir þvf, að fá ýmsa góða menn og konur hér f bænum og út um sveitir til að styrkja sjúkrahúsið með íégjöf- um og útvegun ýmsra þarfra muna. Hefir þetta komið sér sérlega vel, því

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.