Dagur - 28.05.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 28.05.1921, Blaðsíða 3
22, tbl. DAQUR 87 UPPBOÐ. Laugardaginn þann 4. júní n. k. verður haldið opinbert uppboö við húsið nr. 102 í Hafnarstræti hér í bænum. Þar verður selt, ef viðunanleg boð fást mikið af gömlum trjávið (klasðn- ing og bjálkar úr skipi, ágætt til bygginga og sumt til eldsneytis), tóm- um kössum, greni og eikartunnum. — Ennfremur: fatnaður, nýr þvotta- pottur, borð, stólar, skápar, fiskbörur og margt fleira. Uppboðið hefst kl. 11 fyrir hádegi. > Akureyri 2Vs 1921. Þorvaldur Sigurðsson. Skemtisamkoma verður haldin ef veður leyfir, við þinghús Öngulstaðahrepps sunnudaginn 5. júní n. k. og hefst kl. 12 á hád. Til skemtunar verður: 1. Ræðuhöld. 3. Hornablástur. 2. íþróttir. 4, Dans. Merki verða seld á staðnum, einnig veitingar á Þverá. Ágóðinn rennur til Sjúkrahúss Akureyrar. Forstöðunefndin. vettvangi. Þxr spurningar, aetn hér var átt við, voru t. d. um fjárhagsástæður Sambandsins og kaupféiaganna. Það verða víst fáir, sem geta gert sig svo heimska, að halda því frani, að þeim stofnunum sé skylt, að gera grein fyrir fjárhagsástæð- um sínum á opinberum æsingafundum, þó einhver hávaðamaður krefjist þess. Rétt- ur vettvangur eru auðvitað aðalfundir þeirra félaga. Loks telur B. K. að Dagur hafi brotið bág við kenningar sínar með því að leyfa ekki B. L. rúm í blaðinu í deilu þeirri, sem staðið hefir undanfarið. Svo langt teymir B. K. sig á eyrunum, að hann kemst að þeirri niðurstöðu, að ritstj. dæmi sig skilningslausan, samúðarvana, andstæð- an samvinnuhugsjóninni og byggi rit- smíðum sínum út úr Degi með þessu at- hæfi. Hann hafi með því leitast við að hefta ritfrelsi hr. B. L. og vilji ekki sjá nema sína skoðun. Að þessari niðurstöðu kemst B. K. þar sem hann er að ræða um grein í Degi, þar sem variÖ er mikla rúmi til þess einmitt, að birta skoÖanir B. L. Þetta hefir ekkert blað gert jafn rækilega ekki einusinni ísl., sem stendur þó B. L. nær. Enda var hr, B, L. Degi þakklátur fyrir vikið. Að ritstj. hafi heft ritfrelsi B. L. nær engri átt. Hann hefir ekki gert annað en að ráða yfir sínu blaði. Ef það er að hefta ritfrelsi manna, að neita ein- hverju upptöku í blað, þar sem nóg önnur tækifæri bjóðast til birtingar, þá fer að verða lítið úr rétti og starfssviði ritstjóra og útgefanda. Hver dóni getur þá vaðið uppi, hvar sem honum sýnist og með hvað, sem honum sýnist. Þetta bendir á, hvaða hugmyndir B. K. hefir um frelsið. Það er samkvæmt þessu sama og stjórn- leysi. Hann virðist hér sem annarsstaðar hafa gert leik, til þess að velta sér um hrygg í tómum staðleysum og ata blaðið, sem hann skrifar í, út í rökvillum, blekk- ingum og óvitarugli. (Meira.) Símskeyti. Reykjavík 27. maí. rar sennilega mjólkurfélagið frá að koma því í framkvæmd, að gerilsneyða alla mjólk, sem not- uð er í bænum. Búist við að Ooðafoss komi fyrstu ferð hingað seint í ágúst. Fullyrt að stjórnin ætli að slá upp pví bankastjóraembætti við Landsbankann, sem Benedikt Sveinsson hefir verið settur í um nokkur ár. Rafmagnsstöð Rvíkur full- gjörð í sláttarbyrjun. Tilraunir með áhöldin ganga vel. Fréttaritari Dags. Akureyri. Rottubardaginn. fað er á aimæii, að rotturnar séu við furðu góða heilsu, þrátt fyrir eitrunina um daginn. En reynslan er sú, að ekki fellur tré við fyrsta högg. Er nú verið að eitra fyrir þær á ný um allan bæ. Peningakreppai). Hún er nú svo mikil sem mest má verða að Ifkind- um. Hvorugur bankinn getur yfirfært neitt og eru að sögn farnir að neita að taka á móti erlendum kröfum til innheimtu. Forsætisráðherrann og bankastjóri Landsbankans, eru sigldir í lántökuerindum. Rafveitumál Akur- eyrar er að stranda á fjárkreppunni. Hvorki bankarnar né ríkið geta yfir- fært fé nema póstsjóður að einhverju sáralitlu leyti. Engir aðrir geta neitt i þessu efni nema Espholin Co. á Ak- ureyri, samkv. auglýsingu þess félags í ísl. 29. apríl s. 1. Þy :ir mörgum þetta félag, sem er hálfgerður frum- býlingur, gera það vel, að taka þann- ig við af bönkunum og ríkinul drengur góður, Hann lætur eftir sig ekkju og 6 börn. Margrét Kristjánsdðtíir unglings- stúlka vel gefin og vinsæl andaðist á heimili sínu hér f bæ 7. þ. m. Hún var dóttir Kristj. Guðmundssonar frá Vatnsenda og Arnfríðar Stefánsdóttur frá Hellulandi f Þingeyjarsýslu. Þau hjónin eiga eftir á Iffi einn son, er Áki heitir. Jónina Jónsdótllr kona Hannesar Jónssonar bónda f Hleiðargarði andað- ist í Reyjavík 7. þ. m. Aðalbjörg Tryggvadótíir kona Jóhann- esar Helgasonar bónda á Ytra-Lauga- landi andaðist á heimili sfnu 17. þ. m. Ódýrir Haífar kvenna og karla fást í verzlun Póru Matthíasdóttur. Brennimark Undirritaðs er: Rósv. Reykjahlíð við Mývatn, 23. maí 1921. Pétur /ónsson. Sendiherra Bandarikjanna í London fullyrðir, að Bandaríkin gangi ekki í Þjóðabandalagið. Aftur sé stefnt að pvi, að Eng- land og Bandaríkin taki hönd- um saman um forustu í stjórn- málum heimsins. Enskir bankar buðu út 70 miljóna lán fyrir norska ríkið. Lánið fékst á tveim klukku- tímum. Rannsókn ófriðarglæpanna byrjar pessa daga við ríkisrétt- inn í Leipzig. Pólskar hersveitir hafa ráðist inn í Schlesíu. Mælt að enskar og pýzkar hersveitir hafi tekið á móti peim. Upphlaup mikil í Egyftalandi út af sjálfstæðismálum landsins. Frakkar og Bretar reyna að jafna deilumál sín. Eggert Stefánsson söngvari nýkominn frá Italíu. Syngur nokkrum sinnum í Reykjavík. Jón Magnússon sigldi í ping* lok; væntanlega til að fá við- skiftalán fyrir Islandsbanka. . Bæjarstjórn Reykjavíkur hind- Kolil). Bærinn er því sem næst koialaus. Kol fást engin f Englandi og má búast við, að þess geti orðið iangt að bfða, að úr þvf greiðist. Bórg er farin til Beigfu eftir kolum, hvort sem nokkuð af þeim slæðist hingað norður fyrir. íþróttamót. Blaðið hefir verið beðið að geta þess, að fþróttamót það, sem auglýst var f sfðasta blaði, er haldið að tilhlutun U. M. F. N. Einnig mun öllum heimil þátttaka f mótinu, hvort scm þeir eru f í. S. í., eða ekki. Burtfararprófl við Gagnfræðaskól- ann hér var lokið á fimtudagskvöldið. Skólanum verður sagt upp á mánu- daginn kcmur. Úr öllum áttum. Dánardægur. Ólafur Oíslason bóndi á Kolgrímustöðum andaðist hér f sjúkrahúsinu 10. þ. m. Hann veikt- ist hastarlega a' botnlangabólgu þann 7. á leið heim til sfn. Komst fram í Hólshús og settist þar að. Hann var síðan fluttur f sjúkrahúsið og skorinn upp. En veiki hans var svo bráð og illkynjuð að honum varð ekki bjargað. Ólafur var mesti dugnaðarmaður og Samvinnulögin eru samþykt. Fram- gangur þess máls í þinginu hefir verið stórum mun giæsilegri en samvinnu- menn gerðu sér vonir um, og þjóð- inni til stórsóma. Gjaldskylduákvæðin hafa verið hert að nokkru, en við það er þó vel unandi. Aðalatriðið er ekki að samvinnulélögin greiði svo og svo Iftið fyrir aðstöðu sfna f bæjum, heldur hitt að bæjarfélögin geti ekki farið ofan f vasa þeirra eftir sinni vild og beitt þau þvf gerræði, sem á hefir brytt. Mega hvorirtveggja málsaðilar vel við una að hafa fastan grundvöll, til að byggja á, sem kemur í veg fyrir óánægju og málaferli út af skatta- álögum f framtfðinni. Svertingi fæddist nýlega í Reykja- vfk og þykir nýlunda sem von er. Móðirin er fsfirzk en faðirinn blámaður, sem var kolamokari á skipi, er hér kom við land fyrir nokkru og hafði skamma dvöl. Barninu er talið bregða mjög í föðurætt og er sagt að ísfirð- ingar séu mjög upp með sér af þess- um borgara. Sauðburður stendur nú sem hæst og er yfirleitt talinn ganga vel, því fé gengur vel fram undan sfðasta vetri. Áfellið núna f vikunni getir bændum þó skapraun og ef til vill skaða. Það þykir bera á þvf venju Zinkh víta, ásamt fleiri málningavörum, nýkomið til Hallgr. Kristjánssonar. fremur, að ær vilja ekki rækta lömb sfn og kalla sumir, að það sé bolsé- vfsk smitun eða afleiðingar af þvf frelsisskrafi, sem hefir átt sér stað hér nyrðra undan farið. Sklpafregnir. Síerling og Villemo- es eru á höfnum hér norðanlands. Sterling á vesturleið. Villemoes á austurleið og út. Koma bæði um eða eftir helgina. GuIIfoss fer frá Rvfk til ísafjarðar og út. Lagarfoss f Ameríku- ferð. Kemur hér norður fyrir á leið til Khafnar. Borg er í ferð til Belgfu, að sækja kol. Molar. íslendingur er í 28. tbl. að sýna rökfimi sýna og »logik<. En svo fer um það sem margt annáð f því blaði, að það heíði tekist betur hjá meðal- greindum mönnum. Hann segir: >ís- lenzk dýr, sem hafa loðinn haus, eru

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.