Dagur - 28.05.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 28.05.1921, Blaðsíða 2
86 DAGUR 22. tbh að nokkru miðað við framleiðsluna og fór vaxandi í hlutfalli við hana. Ár- angurinn af þessari skiptin málsins var sá, að framleiðslan óx og alt virtist íalla í ljófa löð. Það varð þó Ijóst, þegar á leið, að til úrslita hlaut að draga. Brezku kolin voru of dýr, til þess að stand- ast samkepni á heimsmarkaðinum. Síðast liðið haust voru kfnversk kol ódýrari í sjálfri New-Castleborg, en break kol. Á sfðustu tfmum hafa Bretar tapað stórmikium markaði f Suður-Ameríku í hendur Bandaríkja- mönnum. Með friðarsamningunum var Þjóðverjum gert skylt, að láta af hendi til Frakka ákveðnar kolabirgðir árlega. Þetta hefir að miklu bygt út brezkum kolum þar í landi. Loks hafa allar þjóðir reynt að takmarka inn- kaup sfn sem mest og þá ekki sfður á dýrum brezkum kolum en öðru. Þannig hefir smátt og smátt dregið til úrslitanns. Stjórnin, sem nú situr að völdum í Bretlandi er algerlega á bandi námueigenda, cn á móti verka- mönnum. í marz s. 1. afhentu námu- eigendur verkamönnum í kolahéruðum Englands tilkynningu um það, að samningar féllu úr gildi um mánaða- mótin. Þetta gerðu þeir að undirlagi stjórnarinnar. Það var látið í veðri vaka, að þetta aetti ekki að skoðast sem vcrkbann frá þeirra hendi; vildu gjarnan, almenningsálitsins vegna láta misklíðina, sem var fyrirsjáanleg, frem- ur heita verkfall kolanámumanna held- ur en verkbann námueiganda. Um mánaðamótin lýsti svo atvinnumála- ráðherrann yfir þvf á fundi, sem hann átti með foringjum verkamanna, að námueigendur gsetu ekki framvegis goldið sama kaup og fœrði fyrir þvf áðurnefndar ástæður. Þá hófst sam- stundis verkfall f öllum kolanámum Bretlands. Jafníramt lögðu þeir menn niður vinnu, sem verja námurnar vatni og skemdum. Um tfma var gert ráð íyrir samúðarverkfalli járnbrauta- og flutningamanna, en af þvf varð þó ekki, Stjórnin gerði þegar ýmsar ráð- stafanir, til þess að fyrra vandræðum. Sfðan hefir verkfallið staðið óslitið og er undarlega hljótt um það mikla mál. Mikil fiamleiðsla og tregur mark- aður hafa gert það að verkum, að miklar kolabitgðir hafa safnnst fyrir f landinu. Enn er þvf ekki kolaleysi til baga atvinnuvegum iandsins inn á við, þó kolamarkaðu.’ Breta hljóti að lfða og ganga úr sér við slik áföll sem þessi. Auk þess gapga koiabirgðirnar fljótt til þurðar eigi sfður en biðþol verkamanna. Hér er þvf aðeins um stundarfrest að ræða á þeirri stund sem dregur til fullra úrslita. Eftir sfðustu íregnum að dæma hafa flutningamenn gert samúðarverk- fall. Ensk blöð herma, áð um 25% af brezkum kolanámum séu uú svo illa farnar, að þeim verði ekki komið í rekstursfært horf á skemri tíma en ári og allar aðrar námur meira og minna skemdar. Inflúenzan breiðist eitthvað út austaniands. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að stöðva hana við Jökulsá. Sterling fór fram bjá sýktum höfnum f þessari ferð. Veikin talin lakari en í fyrra. »Niður með Iygina«. Svo heitir grein, sem birtist í 13., 14. og 15. tbl. íslendings þ. á., eftir einhvern B. K. Mér er sagt að þessi B. K. sé ung- Iingspiltur, sonur Kristjáns Benjamínssonar á Ytri-Tjörnum. Hvort svo er, veit eg ekki og læt mig engu skifta. Hitt ber greinin með sér, að hún er skrifuö af unglingi. Hún ber á sér þau einkenni hugarhita, umvöndunarsemi og jafnframt ógætni, seni ungæðinu fylgir. Það hefir dregist lengur en vert mætti þykja, að þessum unglingi væri svarað nokkru, en hvorttveggja er, að umræðurn- ar hér í blaðinu út af fyrirl. B. L. hafa orðið að sitja fyrir, enda hefir grundvöll- ur þessa deilumáls smátt og smátt próf- ast og þar á meðal grundvöllur áður- nefndrar greinar B. K. Má vera, svo mikið sem honum félst til um upphafsskrif Dags í þessu máli, að honum hafi síðan volgn- að meira undir uggum og að honum hafi þótt Björn Líndal ekki ieika sínum »hreina skildi. jafn hermannlega eða með þvílíkri sigurvissu, sem hann hefir búist við. Orein B. K- hlaut að standa og falla með máls- stað B. L. Höf. slœr þvl föstu Jyrirfram að B. L. hafi gott og satt mál að verja, byggir svo á þeim grundvelli svigurmæli sín um þjónustusemi Dags við lýgina, skinhelgi hans o. s. frv. Það hlaut því að koma sér illa, ef grundvöllurinn bilaði og hryndi í rúitir. Dagur ætlar ekki að færa frekari rök að því, að svo er nú komið, en hann er þegar búinn að gera. Hér verður sýnt hvers vegna grein þessi hlýtur að sæta sömu örlögum, og að þessi ung- lingur hefir í ógætni sinni svo að segja klætt sig úr hverri spjör frammi fyrir al- menningi. Til þess að geta gert Dag nógu átak- anlega beran að skinhelginni, tekur höf. upp orð og ummæli úr greinunum »Úti á þekjuc. Grein hans gengur síðan til þess að sýna fram á ósamræmið í fram- komu Dags gagnvart B. L. og kenningum þeim, sem fluttar-hafa verið í áðurnefnd- um greinum. Hann telur þessa þörf og þykist eiga að inna af höndum ekki smátt ætlunarverk. Um þörf slíkrar greinar, sem þessarar, farast honum svo orð: »Þessa álít eg þörf, því reynslan hefir jafnan borið dómgreind almennings það raunalega vitni, að einn af hundraði sé eigi fær um að skera úr nokkru því máli, sem meira vits þarf við, en að leggja saman 2 og 3«. Svona tala ekki aðrir en montgikkir nýsraognir gegnum alþýðuskóla, þar sem þeir hafa ekki borið gæfu, til að láta nám- ið verða sér til neinnar þroskunar, heldur aðeins til þess að auka dramb sitt og sjálfsálit. Þau dæmi eru til, þó fá séu, um slíka menn, að þeir þykjast geta, þegar þeir koma heim í sína sveit, horft niður á þær 99 hræður, scm í nágrenninu eru, eins og einhverja óæðri tegund af dýrum. Þesskonar ofrembingur lætur sér því meir til skammar verða, sem heimskulegar er á honpm haldið. Takist reynslunni og ár- unum ekki að lægja ofsa þessara manna með hægð, kemur hann fyr eða síðar ó- þyrmilega niður á þeim sjálfum við á- rekstur. En sá unglingur, sem byrjar með því að hlaupa svona af sér hornin, á eftir að fara marga kollhnísu í langri grein. Oetur það yfirlit ekki orðið jafnrækilegt og þörf væri á, því Dagur vill takmarka mál sitt sem mest í þessari deilu. B. K. tekur það fram, að hann »geti ekki á neinn hátt dæmt um heiðarleik hr. B. L.c Hann þekki hann ekki af öðru en »Kosningahugleiðingunum« og áður nefnd- um fyrirl. En honum þykja kosningahugl. hafa verið eitt hið drengilegasta rit, sem birt hefir verið í norðlenzku blaði. Og það, sem honum þykir bera af um dreng- skapinn, virðist vera, að B. L. hefir í þeim hugl. lýst andstæðinga sýna opinbera ó- sannindamenn. Nú vita allir að þær yfir- lýsingar B. L. eru sprottnar af deilu um það, hvað hann hafi sagt eða ekki sagt á kjósendafundum. Á það mál gæti verib mjög örðugt og jafnvel ómögulegt að færa sönnur. Sjálfur hefir B, K. sagt í þessari grein, hvers með þurfi til þess. Það er hvorki meira né minna en »fleiri en eitt samhljóða hraðrit af ræðunni í heilu lagi.« Geta má nærri, hvort þess hafi verið kostur á kjósendafundum. B. K. þykir það vera mesta drengskaparbragð af B. L., að lýsa menn opinbera ósann- indamenn að því, sem hann sjálfur B. K. telur ekki vera hægt að sanna. Þetta mun almenningur ekki teija neinn drengskap- arvott, heldur miklu frekar vott um fólsku. Að B. K. þykir þetta vera afburðavotfur um drengskap í fari B. L., þarf sérstakrar skýringar við, sem síðar kemur fram í þessari grein. B. K. þykir það vera mikil óhæfa, þar sem Dagur sagði, að engin heimild Iægi frammi fyrir því, að hr. B. L. hafi haft umboð, til þess að fara með nafn Stefáns skólameistara á vörunum upp á ræðupall- inn þenna dag og ausa úr sér ókvæðis- ádeilum þeim á Hallgrím Kristinsson o. fl. sem komu fram í ræðu hans. B. K. þykja þessi ummæli óhæfa, vegna þess að B. L. hafí ekkert umboð þurft, »til þess að segja það, sem honum sýndist«. Og því til staðfestingar skýrskotar hann til 68. gr. stjórnarskrárinnar. Nú munu flestir minnast þess, sem hlustuðu á er- indi Björns, að hann lýsti yfir því, með hjartnæmum orðum, að hann hefði þá fyrir skömmu átt tal við Stefán og að þeir hefðu verið sammála í þeim málum, sem Björn valdi sér til umræðu. Af því, hvernig Björn tengdi og tviunaði nafn Stefáns og minningu við sína fáheyrilegu ræðu, varð ekki annað ráðið, en að hann kæmi þar fram sem opinber málssvari hugsjóna Stefáns og skoðana (að vísu veikur og óverðugur, samkv. hans eigin orðum); að hann væri að taka upp merki hins framliðna, sem nú var fallið, Var þá ekki að furða, þó mönnum þætti fara betur á, að ræðan væri í samhljóðan við það, sem menn höfðu ástæðu til að ætla, að hefði verið hugarfar Stefáns f. d. gagn- vart Hallgr. Kristinssyni, sem ræðumaður hefir lagt sérstaklega í einelti. Það vili svo til að mörgum var kunnugt um hug- arfar Stefáns gagnvart Haligrími. Menn hafa jafnan þótt færast í faiig nokkurn vanda, þegar þeir hafa tekið sér vald, til þess að staðhæfa um skoðanir og álit framliðinna manna á mönnum og mál- efnum. Að inönnum sé leyfilegt að segja, hvað sem þeim sýnist, við slík tækifæri, vegna þess að stjórnarskráin kveður á um niálfrelsi, er auðvitað fjarstæða. Það er hægt að þverbrjóta lögmálsgreinar sið- gæðisins og almennrar velsæmisvitunar og vera þó í samræmi við 68 gr. stjórn- arskrárinnar. s Þá þykist B. K. komast í gott færi við Dag, þar sem blaðið hafi orðið sjálfu sér ósamkvæmt í framburði sínum. Segir, að Dagur geri mikið veður úr því, að Björn hafi talið bændur vera orðin viljalaus verkfæri í höndum samvinnuforingjanna. En nokkru síðar glappist þó upp hjá honum það, »sem flestum raun virðast sannara og lýsa betur hugsunarferli Björns*. En það eru þessi orð: »Spurði' hann, hvort ekki gæti skeð, að menn greiddu atkvæði eftir því, sem hagur þeirra stæði hjá kaupfélögum.« Þessa ósam- kvæmni í ræðu Björns, ef það getur heit- ið því nafni, telur hann Degi til syndar. Úr því að B. K. var viðstáddur á fundin- um, hefði honum átt að vera vorkunar- laust, að taka eftir því, að Stefán bóndi á Varðgjá fór upp á ræðupallinn, til þess eins, að mótmæla hinni fyr nefndu stað- hæfingu. Stefán rakti með ljósum orðum, hvernig samvinnufélögin væru bygð og hvernig þeim væri stjórnað. Spurði, hvort Björn Líndal vissi þetta ekki og svaraði sjálfur því, sem hver maður hlaut að svara, að víst mundi hann vita það. Hagaði Stef- án orðum sínum svo, að hverjum manni í sporum Björns, hefði mátt þykja mikið lakara, að hann skyldi taka til máls. Þetta atvik nægir því til staðfestingar, að Dag- ur hefir ekki hermt þetta rangt. Um síð- ara atriðið, þar sem Björn kvað vægara að orði um það saina, fer ekki á milli mála B. K. þykir það sjálfum lýsa hugs- unarferli Björns rétt. B. K. felst mikið til uin það, að hon- um þykir Dagur hafa gert gys að tilvitn- unum Björns til guðs uin orð hans og sannleiksást. Þykir honum Dagur með því afnoita krafti guðhræðslunnar. Honum þykir vera »þörf að staldra við og skýra lítið eitt hvað í efni er«. Spyr, hvort það sé meiningin, að farið sé að segja of satt(l) er menn þori og vilji standa við það frammi fyrir guði, er þeir mæli. Hvernig sé hægt að vega sannleikann öðruvísi, en að leggja guð á vogarskálina öðrum meg- in! Af orðum B. K- um þetta verður ekki annað ráðið, en að hann telji það vera hina mestu synd, að efast um sannleiks- gildi þess, sein einhver maður segir, ef hann vitnar til guðs um orð sín og leggur guð á vogarskálina öðrum megin, eins og hann kemst svo látleysislega að orði! Það sé »þyngri ásökun en menn geti staðið við« og afneitun á krafti guðhræðslunnar! Þessi kenning B. K., að ekki megi vé- fengja orð þess manns, sem kallar guð til vitnis, er í sjálfri sér göfuð og góð. En hún stenzt ekki, nema hún sé hrifin úr samhengi við raunveruleikann. Sið- ferðisþroski nianna er ekki alment nógu mikill, til þess að treysta megi undan- tekningarlaust þess konar tilvitnunum. Er skamt þess að minnast, að hver stríðs- þjóðin fyrir sig í síðustu heimsstyrjöld, kallaði guð til vitnis um sannleik og göfgi síns málstaðar. Þrælaránið í Afríku var framkvæmt með yfirskyni guðhræðsl- unnar: til þess að forða þeim svörtu sál- um frá handvísu Helvíti og koma þeim á rekspöl til Himnaríkis! Einstaklingar og jafnvel heilar þjóðir hafa þráfaldlega vitnað til guðs um það, sem hefir þó ekki eftir á reynst að vera satt. Fjálgleikur B. K. um þetta er í ósköp góðu samræmi við rökleiðsluaðferðir hans og hugsanaöfgar, en ekki í neinu samræmi við heilbrigða skyn- semi og staðreyndir. Samkvæmt rökleiðslu B. K. hefðu allir átt að trúa því, að S. f. S. væri að færa sér Landsverzlunina í nyt á lævísiegan hátt, að framkvæmdarstjóri þess væri að leiða samvinnufélögin út í fjár- hagsléga og siðferðislega glötun o. s. frv. Þessu hefðu menn átt að trúa rannsókn- arlau'St, af því að hr. B. L. hefir sagt og svarið við alt, sem honum er heilagt á himni og jörðu, að hann vildi ekki segja annað en sannleikann. Munu allir sjá, að engum gæti orðið á, að bera fram þess- konar röksemdir, nema unglingi sem á meira af framgirni en vitsmunum, meira af sjálfsáliti en þroska. Dagur hefir hvergi haldið því fram, að hr. B. L. hafi kallað guð til vitnis um vis- vitandi ósannindi. Hann hefir ekki þózt hafa ástæðu, til þess að bera fram svo þunga ásökun. En Dagur hefir spurt, hvort hr. B. L. hafi óviljandi látið blekkjast af lognum upplýsingum og rógi fjandmanna samvinnustefnunnar. Honum hefir ekki þótt hr. B. L. vera nógu vandur að heimildum; ekki þótt hann gera sér siikt far um að þjóna sannleikanum, sem ætla hefðl mátt; viðleitnin til þess ekki í samsvörun við hans hátíðlegu yfirlýsingar um sannleiks- ástina. Það er því mjög fjarri öllum sann- leika, að Degi hafi þótt hr. B. L. segja oj satt. Honum hefir þvert á móti þótt bresta á sannleikann. Degi þykir það vera að misnota nafn guðs og leggja það við hé- góma, þegar maður, sem ekki hefir al- mennustu viðleitni um að leita sér réttra upplýsinga og getur ekki með vissu vitað, hvort hann fer með satt mál eða ekki, kallar jafnframt guð til vitnis um það, að hann vilji ekki segja annað enn sannleik- ann. Þesskonar yfirlýsingar vekja lítilsvirð- ingu, þegar það kemur á daginn, að ein- földustu staðreyndir rétt við hendina hnekk- ja því, sem sagt hefir verið. Þá þykir B. K. vera eitthvað meira en lítið bogið við hugmyndir Dags um sið- ferðislega ábyrgðarskyldu embættismanna gagnvart þjóðinni. Er það bygt á því að Dagur sagði, að sumum spurningum hr. B. L. hefði ekki verið svarað, vegna þess að þeirra hefði ekki verið spurt á réttum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.