Dagur - 18.06.1921, Síða 2

Dagur - 18.06.1921, Síða 2
98 DAOUR 25. tbl. Sfór úfsala. Vegna þess að eg ætla að hætta að selja vefnaðarvörur og fatnað f heildsölu, held eg útsölu á fyrirliggj- andi birgðum og sel í smásölu ýms- ar vörur undir innkaupsverði. Sérstak- lega skal nefna: hvft léreft, blikin og óblikin, tvisttau, yfirfrakka, sumarkápur. kvenkápur, klæði mjög gott, ýmsar teg., cheviot, karlm.fatatau, margar teg., verkamannaföt, mikið af karlmanna- fatnaði, þar á meðal vönduð svört klæðisföt á 125 krónur klæðnaðinn o. m. fl. Útsalan er byrjuð og stendur yfir næstu vikur. Jón Stefánsson, Hafnarstræti 102. þess langt að bíða, að eg rétti við. En ef mér þrútnar skap og eg læt hendur skifta búmannsörlögunum vex eg upp úr nauöleitarmennsk- unni og get strokið um frjálst höfuð. Og nú er þjóðin stödd í þessum sporum. Við höfum fengið fánann en við höfum ekki öðlast fullan skilning á varnarskyldunni, sem hon- um fylgir. Við höfum öðlast full- veldi, en ekki að sama skapi full- veldismeðvitund. Úrslitastundin nál- gast, sem sker úr því, hvort við rísum óbugaðir upp úr brimlöðri þessara tíma, eða hvort þjóðarmeð- vitundin skolast burt og með henni fáninn úr landinu, Sú stund sker úr því, hvort við drögum fánann niður og leggjum áiúiir út á bón- bjargarveginn, eða hvort hann fram- vegis blaktir yfir lítilli þjóð, sem hefir unnið þrekvirki. Ofsi Þjóöverja hefir verið lægður. En það hefir verið gert meira. Það er verið að reyna að kúga þjóðina til bana. Þeim er goldin smán á smán ofan. Hvernig hafa þeir snúist við? Þeir hafa snúist við á þann hátt, að þeir eru með dugnaði sín- um aö koma sigurvegurum sínum í vandræði. Þeir eru að verða sigur- vegararnir. Þeir sækja ekki viðreisnar- baráttuna með vopnum, heldur með verkfærum. Vísan, sem eg las upp í upphafi máls mfns, er eins og værí hún til þeirra kveðin. En sú vísa er þó kveðin til þess- arar þjóðar. Hún er lausnarorð hennar á þessum tímum. Örlög fán- ans vetía á því, að vW lálum hendur skifla þjóðarörlögunum. Hið mikla málefni Jóns Sigurðs- sonar er á þessum.afmælisdegi hans i raun og veru miklu nauðulegar statt, heldur en þegar hann hóf baráttu sína. Þá átti sameinuð þjóð alt að vinna, nú á sundruö þjóð öllu að tapa, ef svo vill verkast. Minning Jóns kallar okkur saman í þéttar fylkingar um fánann Úræða- snilli þings og stjórnar megum við ekki treysta. Par verður lltið annað gert, en að bisa við að vetía skuldum úr einum stað í annan. Úrræðin eru heima fyrir í verkahring. hvers manns, þar sem atorka og bjartsýni leggja stein við stein f grunninn. »Höggur sá er hlífa skyldi.« Þá er blaðið »íilendingur« síðast gekk kaupum og sölum, var skrifað- ur langur leiðari í hann fyrir nýja rit- stjórann. Meðal annars stóð þar, að nú ætti blaðið meir að vera »bæjar- blað« en áður. Mundu f þvf, af áhuga miklum, verða rædd bæjarmál, og reynt að gæta hags og sóma bæjarins í hvfvetna. Liðu svo stundir fram, en aldrei mintist íslendingur á bæjarmál. Eftir þrjá mánuði kom fyrsta greinin. Hún boðaði fall Akureyrarbæjar. Sagði bæ f Noregi kominn á hausinn, og stjórnarvöld hans rekin frá. Akureyri mundi á eftir fara. Skuldirnar væru orðnar botnlausar og bæjarfulltrúarnir ýttu lengra og lengra út á hyldýpið. Enginn mætti treysta bænum. Þar gat að Hta frumgetninginn — fyrsta sóm- ann, sem reið úr garði. Var þetta látið vera f fylgd með nýju útboði um kaup á skuldabréfum bæjarsjóðs. Lá svo íslendingur niðri um stund, og lét sig litlu skifta málefni bæjarins. En um daginn, þegar endánlega var ákveðið af bæjarstjórn, að byrja þeg- ar á að reisa raforkufyrirtæki við Glerárfossinn, umhverfðist hann með öllu og bannfærir fyrirtækið. En hefir þagað um það, þar til ákveðið var, að það skyldi sett á stofn. Þegir með- an málið var f undirbúningi, meðan hann hefði átt að skýra það fyrir al- menningi og taka afstöðu með eða móti, en ræðst lúalega á það þegar honum bar siðferðisleg akylda, til að fyigja þvf eða halda sér saman, að öðrum kosti. Nú segir hann peninga, sem safn- að hafi verið til stöðvarinnar, komna út í veður og vind, ekkert gert til að útvega lán erlendis, nema f einu rfki, sem sé að verða gjaldþrota (Danmörk), ekkert aðhafst til að yfirfæra peninga til greiðslu véla og byggingarefna, hafnað hafi verið amerfkönsku tilboði um að reisa stöðina fyrir hálfvirði og öðru hér fyrir tæpan þriðjung verðs. Sú stöð, sem eigi að reisa, sé af- styrmi flestra fyrirhugaðra mannvirkja og örverpi allra raforkustöðva norðan- lands og sunnan, stýflan muni þegar velta um eða leka öllu, stöðin fram- leiði ekki nema 250 ^Jiestöfl f stað 450, en eigi að kosta 370,000 kr. o. s. frv. Þótt að almenningi sé að vfsu kunnugt um, að þetta eru ekki nema ósannindi og blekkingar, sem styðjast við bandvitlausa útreikninga, er þó vonandi að raforkunefndin skýri mál- ið, einkum þar sem skrif eins og þessi geta út f frá orðið bæjarfélaginu til tjóns og álitshnekkis. Að vísu er hér ekki um ritsmfðir eftir ritstjórann að ræða, enda kunn- ugt að blaðið hefir engan ritstjóra f raun og veru, en þar sem hann annað tveggja lánar ritstjóra merkið eða leppar, verður blaðið að vftast fyrir þær sem og aðrar skemmandi grein- ar, um málefnið. Greinarnar eru eftir Jakob Valdiroarsson og Frfmann Bjarna- son. Sá fyrri óþroskaður og þekking- laus unglingur en hinn þverúðarfullur kreddugikkur, sem aldrei getur átt samleið með öðrum og virðist vera búinn að segja allri tilverunni strfð á hendur. Sameiginlegt er ábyrgðarleys- ið og viðleitnin að spilla fyrir málinu. Annars kemur þessi framkoma blaðs- ins hér í bæjarins mesta framfaramáli engum á óvart, sem til þekkja. Þeir sem að þvf standa vilja enga raforku- stöð — vilja málið feigt um ófyrir- séðan tfma. Um skoðun ritstjórans verður þó fátt sagt. Það er vitaniegt að hann er skoðanalaus og hefir eng- an áhuga á opinberum málum. Hann hefir aldrei komið á bæjarstjórnarfund og fullyrt er, að hann hafi aldrei hjá bæjarstjóra leitað sér hinna minstu upplýsinga um bæjarmál. Aftur er það kunnugt um suma af þeim fáu mönn- um sem að tslendingi standa, að þeir eru úr flokki þeirra manna, sem sakir fáfræði, bölsýnis og hugleysis eða vesalmensku, hafa verið fjandsamleg- astir öllum framfaramálum bæjarins. Að vfsu var lftið farið að bera á þeim á sfðustu framfaratfmum f opinberu lffi bæjarins, en nú þegar nýir örðug- leikar hafa skapast, sem þeir hafa von um að geta aukið, skrfða þeir að nýju fram í dagsijósið, en gæta sfn þó, að láta ekki neroa sem ábyrgðarminsta menn tala fyrir munn sinn. Þessir menn standa að íslendingi, menn sem settu sig á móti þvf, að bærinn kæmi sér upp hafnarmannvirkjum, menn sem sögðu að jarðeignakaupin settu hann á böfuðið, voru á móti vatnsveitunni og kölluðu hana óþarfa, mennirnir sem glopruðu kaupum á Oddeyrinni út úr höndum sér fyrir nokkrum ár- um, þegar hægt var að fá hana keypta fyrir andvirði meðalhúskofa hér á Akur- eyri. Menn, sem aldrei sjá nema hung- ur, örðugleika, vandræði, skuldir og fé- leysi; menn, sem með sífeldum rauna- tölum um hag og framtfð bæjarins reyna að telja allan kjark og dug úr almenningi. Mannrolur þessar sjá ekk- ert nema þúsundir króna, sem bæjar- sjóður skuldi eða hafi tapað. Gæta alls ekki þess, sem bærinn hefir hrept f staðinn, gæta þess ekki að hann á nú kost jarða og mannvirkja, sem lágt metið er sexfalt meira virði en skuldirnar og þaraf eignir, sem bein- an arð gefa, fjórfalt meiri en skuldir. Andar þessara manna svffa yfir vötnum íslendings. Því er það, að blaðið ræðst nú svo lúalega á raf- magnsmálið og vill það feigt. Bæjarbúar! Gætið varhuga við þess- um roönnum, að þeir sýki ekki út frá sér. Látið ekki ásannast að til séu þeir óupplýstir heimskingjar, sem láti kararsálir þessara hjassa, drepa úr sér dáð og kjark. Vitið, ef ^þessir menn ættu að stýra gegnum vandann, sæu þeir alls engin úrræði til nokkurs skapaðs hlutar—nema láta alt horfalla. Allar framkvæmdir, sem kjark og dugnað þarf til, væru dauðadæmdar, ef þessir menn væru ráðandi eða ráðum þeirra hlýtt. Umfram alt, raf- lýsingamálið má ekki láta drepa úr hendi sér. Sé það gert, þá liggur fullkomin vansæmd bæjarins við. Þá, sem með ósannindum og blekk- ingum ráðast á málið og rcyna að skaða bæjarfélagið út f frá, ætti að svelta innan grjótveggja einsog Spart- verjar gerðu við sfna föðurlandssvik- ara. Er vonandi að enginn vilji velja sér það hlutskifti, en allir sýni hér stolt og spartverskan borgarahug, styðji hver annan og bæjarstjórniha í því, að koma rafmagnsstöðinni upp á þessu ári, þessu margþráða fyrirtæki, sem búið er að vera f undirbúningi um 20 ár. Kaupið skuldabréf bæjarsjóðs — og sem betur fer getur það margur—og munu þá þeir peningar fást, sem enn vanta til fyrirtækisins, séu þeir ekki þegar útvegaðir. Sameinið vilja og kjark, ráðsnild og bjartsýni, þá er sigurinn vfs. Ýtum miðaldamönnunum til hliðar og nátttröllunum úr götunni. Kolbeinn ungi. Dagur. Um eða eftir helgina fer ritstj. blaðsins til Reykjavíkur. í fjarveru hans má senda ritgerðir og bréf til blaðsins á heimili hans. Auglýsingum sé skilað í prentsmiðju Odds Björns- sonar. Næsta blað kemur ekki út fyr en 2. jálí. Áður hefir komið eitt auka- blað, svo eigi verður fyrir þvf gengið á bak loforði um fjölda tölublaða. Símskeyti. Reykjavík 18. júní. Allsherjarverkfalliö norska hætt- ir, en sjómenn halda áfram sínu verkfalli. Nýr sáttasemjari hefir verið skipaður til að miðla málum. Hannevig skipamiðlari, fyrrum talinn ríkasti maður í Noregi tekinn fastur fyrir fjársvik, talið að pau nemi 20 miljónum. Viðreisnarráðherrar Frakka og Þjóðverja hafa haft tveggja daga fund saman. Talinn fyrsti ráð- herrafundur milli peirra landa síðan 1870. Brezkur alríksfundur stendur yfir í London. Á að ræða par framtíðarskipulag brezka heims- veldisins. Dalasýsla er veitt Porsteini Porsteinssyni frá Arnbjargarlæk. Einar Stefánsson af Sterling á að stýra Goðafossi, en Pór- ólfur Beck Sterling. Júlíus, sem fyr stýrði Goða- fossi, tekur Lagarfoss. Borg kom með kol frá Bel- gíu til Landsverzlunar. Reykja- vík og skipastóllinn kolalaus pá. Jón Magnússon nýkominn heim, til að leggja síðustu hönd á undirbúning konungsmóttök- unnar. Lánið ófengið, en ein- hvern ádrátt munu Danir hafa veitt um svör, pegar konungur kemur. Búist við að pótt 10

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.