Dagur - 18.06.1921, Blaðsíða 4

Dagur - 18.06.1921, Blaðsíða 4
100 DA0UR 25. tbl. flaustnrsleg lagasmfðin virtlst vera, þar sem á hverju þingi þyrfti sífelt að breyta ýmsum lögum frá sfðustu þing- um. Orsökin vseri ónógur undirbún- ingur og hin mikla viðkoma þingmanna frumvarpa, sem kæmu fram iítt hugs- uð og vseri flaustrað í gegn. Ráðið við þvi vasri það, að takmarka mjög rétt þingmanna, til að bera fram frum- vörp; takmarka hann því nær við rétt þeirra, til þess með þingsályktunar- tillögum að skora á stjórnina, að leggja fyrir næsta þing vel undirbúin þau mál, sem þingmenn bæru fyrir brjósti. Til tryggingar því, að málin yrðu vel undirbúin frá hendi stjórnarinnar, stakk hann upp á þvf, að hver höfuðgrein atvinnuveganna og atvinnustéttanna ættu ráðgefandi fulltrúa f Stjórnarráð- inu til aðstoðar við frumvarpagerð. Þyrftu það að vera sérfræðingar og væri þá meiri von þess, að vel yrði gengið frá lögunum og til frambúðar. Afstöðu þingsins til stjórnarinnar og stjórnarskifta taldi hann lítt þolandi eins og væri, þegar mikill hluti þing- tímans gengi til þess að rffast um það, hveijir ættu að verða ráðherrar. Þjóðin þyrfti að róa að því öllum ár- um, að heilsteyptir flokkar gætu mynd- ast, sem befðu sína foringja. Þegar svo einn slfkur flokkur yrði í meiri hluta við kosningar, færi ekki á milli mála, að foringinn væri sjálíkjörinn, til þess að mynda ráðuneytið og veldi hann mennina án íhlutunar þingsins. Þá mintist hann á þá þingmenn, sem flytu á því, að vera duglegir fyrir sitt kjördæmi. Það væri af ýmsum talinn kostur en væri f raun og veru hinn mesti þingmannslöstur. Þeir menn væru vanalega hugsjónalausir í yfir- gripsmeiri þjóðmálum og hrossaprang- arar f þinginu. Þá væri bitlingarnir eitt vandræðamálið. Utgjalda og fjár- veitingaáætlun stjórnarinnar væri berfi- lega umhverft af þingmönnum, sem hefðu ýmissa persónulegra hagsmuna að gæta f meðferð málanna, vegna þess að jafnframt því, sem þeir sætu á þingi, gcngdu þeir opinberum stöðum og helðu þvf tækifæri til að nota þing- mannsstöðuna sér til aðhlynningar. Vildi að embættismönnum væri þvf fækkað á þingi. — Þá myntist hann á heimfýsi þingmnnna. Þeir færu að ókyrrast f sætunum, þegar rollurnar þeirra væru komnar að burði. Málin væru oft afgreidd með afbrigðum frá þingsköpum og slíkt ætti ekki að eiga sér stað. Fulltrúar þjóðarinnar á þingi þyrftu að láta heili hennar sitja fyrir eigin bagsmunum. — Hann vildi láta taka af þinginu og fá hæstarétti úrskurðarvald um gildi kosninga. Dæmi væru til þess, enda lægi opið fyrir, að gera slíkt mál að flokksmáli. Fyrirlesarinn mintist á fleira og var fyririesturinn ftarlegur. Helztu atriðin eru hér talin, þó ekki í réttri röð. Er þetta aðeins IftiII forsmekkur og vonandi lætur Hallgr. birta fyrirlestur- inn einhversstaðar áður langt lfður. Steingr. læknir Matthíasson flutti fyrirlestur s. 1. sunnudag, sem hanr* kallaði: Ellibelgnum kastað. Fjallaði hann um nýjar og mjög mérkilegar uppgötvanir á sviði læknisvísindanna. En það er hvorki meira né minna, en að nú er gamla þjóðtrúin að verða raunverulegur snnnleikur og að þegar eru fengin mörg dæmi um það, að menn hafa með lítilfjörlegri læknis- aðgerð kastað ellibelgnum og hafa vfsindamenn ástæðu til að ætla, að takast megi að lengja lff manna alt að því um hedming. Austurrískir, þýzkir og franskir vfsindamenn hafa unnið að þcssum tilraunum um mörg ár með þeim árangri, sem nú er ný- lega kominn á daginn. í fám orðum • má segja, að aðferðin byggist á því að örfa vissa kirtlastarfsemi í lfkam- anum. Kirtlarnir eru enn að miklu leyti ráðgáta vfsindanna, en svo mikið telja þau vfst, að þau lfffæri séu ákaf- lega þýðingarmikil; einskonar Iðunnar- epli, sem vinni á móti hrörnun og sliti. Að öðru leyti er ekki hægt hér að skýra frá fyrirlestrinum, vegna þess hvað efni hans var yfirgripsmikið og vísindalegt, enda mun hann birtast einhversstaðar á prenti, áður langt llður. Steingr. lýsti því yfir, að hann væri reiðubúinn, að gera aðgerð þessa á hverjum, sem þess óskaði og er lík- legt að einhverjir telji sér vera þörf á, að yngjast upp. „úr bréfum " Ógeðsleg eru skrif þau, sem ritstj. eða andlegir sifja- menn íslendings hnoða saman og kalla : >Úr bréfum til ís).« Það situr hálf- illa á íslendingi, að tala um árásir annara blaða á einstaka menn, þar sem heita má, að hann hafi því nær eingöngu lagt stund á það, að ofsækja einstaka menn og atofnanir, síðan hann komst í hendur núverandi um- ráðamanna. Ætli nokkur, sem hefir að staðaldri lesið blöðin hér nyrðra undan farna mánuði, neiti þvf, að hann og hans nótar hafi átt upphaf að öll- um þeim deilum, sem orðið hafa ? Biaðið, sem uppbaflega ætlaði sérstak- lega að helga sig bœjarmálum hefir birt eina smáklausu um að bærinn væri, ef til vildi, að fara á hausinn. Nú nýlega hefir hann gefið í skyn, að tugir þúsunda af rafveitufénu væru komnar veg allrar veraldar, við hvað sem blaðið kann að eiga með því. Og f rafveitumálinu leggur það til, að slá öllum framkvæmdum á frest. Annað hefir það ekki frá eigin brjósti lagt til bæjarmáia, enda er þcss ekki að vænta, þvf allir betri menn, sem að blaðinu stóðu við áramótin, haía nú snúið við þvf baki og eftir standa nú aðeins örfáir þröngsýnustu brodd- borgarar þessa bæjar og heldur nú Einar á Stokkahlöðum uppi merkinu. í Kaupfélogi Eyfiiðinga fást Drengjahaffar, «nir, stangaðk. Ullarklúfar, ódýnr. Blúsuefni, (Eolienne,) fleiri litir, mjög ódýr. Kvenbolii, fleiri teg. Samband Isi. Sam vinnufélaga útvegar beint frá verksmiðjunni hið viðurkenda, ágæta Mc. Dougall’í BAÐLYF T-í-JVI-/\-R-I-T isl. samvinnufélaga. Nýútkomið hefti rekur í aðaldráttum sögu samvinnustefnunnar hér á Iandi síðust 40 árin. Koma þar við sögu fjölmargir þjóðkunnir menn: t. d. Tryggvi Qunnarsson, Jalcob Hálfdánarson, Benedikt á Auðnum, Jón Sigurðsson á Gautlöndum og synir hans þrír, Einar í Nesi, Jón í Múla, sr. Einar Jónsson á Hofi, Skúli Thoroddsen, Ólafur Briem, Páll Briem, Torfi í Ólafsdal, Guðjón á Ljúfustöðum, Hallgrimur Kristinsson, Sigurður á Ystafelli, Ágúst í Birtingaholti, Bogi Th. Melsteð, Sigurður Sigurðsson ráðunautur. Lárus Helgason Kirkjubæjarklaustri, Guðmundur Þorbjarnar- son á Hofi, Eggert í Laugardælum, Björn Bjarnarson í Grafarholti, o. m; fl. Ennfremur er i sama hefti rækiíegt yfirlit yfir mörg hin helstu málaferli sem risið hafa út af útsvarsskyldu samvinnufélaga. Nýir kaupendur að árg. 1921 fá þetta hefti í kaupbæti, ef borgun fylg- ir pöntun. Afgreiðsla tímaritsins er í Sambandshúsinu, Rvík. Sími Ö03. Eyfiröingar! Greiðið andvirði blaðsins til Kaup- félags Eyfirðinga eða útbús þess á Dalvík, eftir því sem yður hentar bezt. Kaupendur blaðsins í Múlasýslum og Norður-Ping- eyjarsýslu eru beðnir að greiða áskriftar- gjöldin til þess kaupíélágs, sem þeir verzla við, Skagfirðingar! Greiðið alt sem þér skuldið fyrir blaðið og áskriftargjöldin framvegis til kaupfélagssljóra Sigfúsar Jónssonar Sauðárkróki eða kaupfélagsstjóra Guðm. Ólafssonar, Stórholti í Fljótum. / Ritstjóri: JÓNAS ÞORBERGSSOJI S k Prentari: OPDUR BjÖRNSSON

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.