Dagur - 09.07.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 09.07.1921, Blaðsíða 3
DAGUR 107 27. tbf. gegn honum, og hvar kenningamun- ur er. Spfritismi varð til á þann hátt, að menn urðu varir við og íóru að geía gaum einkennilegum fyrirbrigðum, er þeir ekki vissu hvaðan, eða frá hverju stöfuðu. Og er menn nú fóru að at- huga þetta, kom það í Ijós að fyrir- brigði þessi voru verulegri og á allan hátt stórkostlegri, en menn höfðu áður gert sér grein fyrir. Þetta leiddi til rannsóknar og titrauna á þessu sviði. Og eftir nokkurn tfma fóru þeir, er við rannsóknirnar fengust, að láta það í ljós opinberlega, að fyrirbrigði þessi mundu stafa frá öðrum heimi og að hægt væri að komast í sam- band við framliðna menn, jafnvel ná tali af þeim í gegnum þar til hæfa menn, er nefnast miðlar. Lengra áleið- is en þetta var spfritisminn eigi kom- inn, þegar kirkjan eða hennar menn, sem svo eru nefndir, hófu hinar svæsn- ustu árásir á spíritista. Héldu þeir því þá fram jöfnum höndum, að öll þau íyrirbrigði, er spíritistar töluðu um, væru tilbuningur einn og hégómi, svik og prettir. Eða þá, að slfkar rannsóknir og tilraunir væru eigi leyfilegar nokkrum kristnum manni, biblfan bannaði að leita frétta af framliðnum og því væri þetta synd- samlegt athæfi, sem kirkjan hlyti að banna og dxma harðlega. En ekki veit eg, hvort þeir, kirkjunnarmenn, hafa athugað það, að undireins með hinni seinni ásökun játuðu þeir í raun og veru það, sem þeir neituðu í hinni fyrri; sem sé að hægt væri að kom- ast í samband við og fá fréttjr frá framliðnum. En það veit eg, að á þessu stigi málsins kom »afneitun spfritista á Jesú« alls eigi til greina. Og mun engínn halda því íram, jafn- vel ekki hr. Á. J. Þrátt fyrir þessar árásir kirkjunnar efldist þó spíritisminn stöðúgt. Rann- sóknir og tilraunir urðu fullkomnari og gerðar með vísindalegri nákvæmni af viðurkendum sálfræðingum. Ýmisleg dularfull öfl og óþektir hæfileikar, er búa f mönnunum, fóru að koma í ljós. Stórfengilegt andlegt lögmál er nefn- ist ielepatia uppgötvaðist. Það er, að hugsanir berast frá einni vitsmunaveru til annarar og eru, ef viss skilyrði gefast, sendanlegar, sem bein skeyti frá veru til veru, óháðar fjarlægðum. Sannanirnar fyrir því að fyrirbrigðin gerðust urðu óhrekjanlegar. Má segja að nú á tfmum sé það viðurkent um allan mentaðan heim. Og það þó að hr. próf. Á. H. Bjarnason vilji eigi viðurkenna það og geti grafið upp einhverja svika miðla sér og sfnu máli til stuðnings. Þá hafa og spíritiatar oft og mörg- um sinnum hrakið og hrundið af sér þeim ákærum, að tilraunir þeirra væru syndsamlegar. Og hafa nú að lokum fengið það viðurkent hjá hinni miklu ensku Biskupakirkju að tilraunirnar og rannsóknir á þessu sviði eigi full- an rétt á sér. Þó hið gagnstæða klingi enn hjá nokkrum mönnum, eins og t. d. hr. Á. J. En út í það skal eigi frekar farið, enda stendur það eigi f neinu sambandi við mál mitt. |Meira.J Brynjólfur Sigtryggsson. Símskeyti. Reykjavík, 7. júlí. Danski Pjóðbankinn lækkar vexti niður í 6%>. Hergangabúr Orikkja í Smyrna sprengt upp. Her peirra á undan- haldi. Tyrkir nálgast Miklagarð. Bandamenn hafa par 24 her- skip, 15 púsund hermenn. Rú- menar leggja til önnur 15 pús- und til varnar bæjum. Rússar og Japanar hefja styrj- öld austur í Asíu. Frakkar fjandskapast við herlið Breta í Slesíu, af pví pað ann Þjóðverjum réttar og laga. Margir aðkomumenn veikir af inflúenzu í Reykjavík. Fremur væg. 400-500 gestir sátu konungs- veizlu Reykjavíkurbæjar. Sigurði magister veitt -skóla- meistaraembættið. Stjórnin myndar Fálkaorðuna og skipar orðuröð. 5 menn: rit- ari konungs, Klemens, Jóhannes, B. Kr., Ásgeir Sigurðsson og fjöldi Dana krossaður. Af Islend- ingum: samningsnefndin 1918, Jón Magnússon og Sveinn Björns- son. Mikil oerðlækhim \ Sápubúðinni : á Oddeyri. (Sími 82.) Bezta Krystalssápa V2 kg. . . 0.60 • Lessive iútarduft Sódi - - . . 0.14 • 0Bedste“ þvottaduft V2 pk. •■. . . 0.48 Marseillesápa — — . . 0.52 : Do. Do. V2 - . . . 0.30 Sápuspænir — - . . 1.65 i Sodanak >/i - . . . 0.46 A. B. C. Sápa, stk 0.62 : Do. V2 - . . . 0.27 Sápuspænir í kössum .... 0.90 : Skúringaduft, pk . 0.27 Jurtasápa, stór stykki. . . 0.40 : Salernispappír — Standardsápa, — — . . . 0.40 ; Fægiefni „Gull" glasið frá . . . 0.40 Ágætir skúringaburstar frá . . 0.55 : Marseille úrgangssápur V2 kg. . 0.52 — gólfskrúbbar — . . 0.95 : Mikið úrval af ágætum handsápum. 800 kgr. af hvítri blautsápu, lh kgr. á kr. 0.39. 1000 — - handsápu, V2 kgr. á kr. 1.00. Mikið úrval af alskonar burstum og gólfsópum, pvottaskinn, greiður, kambar, hár- og fataburstar. Krydd í brauð og mat. Mikið úrval af svömpum. i i I i i i t i 4 ® i * •••• •- þykt með öllum atkvæðum svohljóð- andi tillaga: »Fundurinn lýsir alvarlega óánægju yfir fjáreyðslu þings og stjórnar á næstu fjárlögum og gildandi fjárauka- lögum. Telur hann mjög alvarlegar sérstakar nýjar fjárveitingar til em- bættismanna.« Leiðrétting. dóminn f íslendingi. Þær sömu villur, sem hr. B. L. segir að hafi verið f Degi, flutti þvf íslendingur s vikum áður, nema að þvi leyti að íslendingur segir í inngangi, að sýslunefnd Eyja- fjarðarsýslu hafi bætt við »örlítilli viðbótagrein,« en í Degi er það orðað svo, að frumvarpið hafi verið samþykt með »Iitlura breytingum.« Þar er því aðeins um orðamnn að ræða. Það er rangt hjá hr. B. L., að »viðbótin« sé talin 12. gr. í Degi. Þar er því ekkert að leiðrétta. Ofan úr dalnum. Bréf úr 0xnadal 30. júní 1921. Héðan úr dalnum er fátt að frétta. Strjálbygð og illar samgöngur er haft á alla viðleitni til framfara. Talsverður kvíði hefir gripið suma menn, fyrir framtfð lands og lýðs. Vita, að margir einstaklingar eru skuldum fjötraðir, og landabúið ekki síður, með íslands- banka á herðum sér, óskmög þjóðar- innar, sem í fæðingunni var. Eru sumir hræddir um illviðii úr þeim skýhnoðra, þó að gulli rigni á örfáa einstaklinga. Mest er talað um erfiðar samgöngur, sérstaklega eru menn í vandræðum að komast yfir Þverána og skiija ekki, hversvegna svo lengi er dregið að koma brúargerðinni í framkvæmd. Lftið er talað um stærri málin, sem þingið hafði til meðferðar, enda mönn- um ekki vel kunnugt um meðferð þingsins á þeim, nema af misjöínum dómum blaðanna. Þingmenn kjördæmis- ins bættu nú talsvert úr þeim ókunnug- leika með leiðarþingi, sem þeir héldu þ. 29. þ. m. að Ási á Þelamörk. Skýrðu þingmennirnir allítarlega frá ýmsum málum, sem þingið hafði til meðferðar, og voru að öllu leyti hinir liðlegustu að svara spurningum kjós- enda og skýra málin. Þar kom heldur ekki fram nein óánægja við þingmenn þcssa kjördæmis, þótt hnútar féllu til þingsins f heild sinni. Að síðustu var borin upp og sam- Meinleg prentvilla hefir slæðst inn f seinni hluta annarar greinar Marka- dómsreglugerðarinnar, er birt var í Degi 2. þ. m. Þar stendur ráða fyrir raða. Sfðasta málsgreinin á því að enda þannig : »raða þeim og sjá um prentun markaskránna.< Þess er getið í sama blaði, að frumvarp okkar Hallgríms hreppstjóra Hallgrímssonar hafi verið samþykt með litlum breytingum. Þetta er ekki rétt, því að frumvarp okkar var sam- þykt algerlega breytingalaust af báðum sýslunefndunum. En samkv. tillögu sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu var bætt við síðustu greininni um birtingu ný- upptekinna marka í lögbirtingablaðinu. í Degi er þessi viðbót talin 12. grein og er það prentvilla einsog auðsætt er. Jafnframt skal vakin athygli mark- eigenda f Eyjafjarðar og Suður-Þing- eyjarsýslum á því, að ákveðið hefir verið að endurprenta markaskrár beggja sýslnanna á næsta vetri. Verður mörk- unum safnað f haust, og fyrirmælum framannefndrar reglugerðar íylgt ná- kvæmlega f öilum greinum. Svalbarði 7- júlí 1921. Björn Lindal. Athugasemd. Uu. þessa leiðréttingu er það að segja, að markadómurinn, eins og hann birtist f Degi 2. þ. m., var prentaður upp eftir íslendingi, er út kom þann 27. maf, eða 5 vikum áður en Dagur flutti hann. Hafði á þeim tfma engin leiðrétting komið við marka- Akureyri. Dánardægur. Hinn 1. þ. m. andað- ist að heimiii sínu hér í bæ ekkjufrú Þuríður Kjartansdóttir, tengdamóðir Steíáns Sigurðssonar kaupmanns. HúsKaup. Guðmundur Bergsson póatmeistari hefir keypt húsið nr. 84 við Hafnarstræti af Garðari Gfslasyni stórkaupmanni í Reykjavík. Mun eiga að flytja póstafgreiðsluna í það hús á næsta vori. Vinna við byggingu rafstöðvarinnar byrjaði í þessari viku. Sænski verk- fræðingurinn, er veitir verkinu for- stöðu, heitir Olaf Sandell. Telur hann stfflustæðið í Glerá mjög vel valið. Brúðhjón. Hinn 6. þ. m. voru gefin saman í hjónaband nf bæjarfógeta Steingrími Jónssyni Sigrún Sigurðar- dóttir verzlunarmær og Skafti Guð- mundsson á Þúfnavöllum. Hinn 7. þ. m. voru af sama bæjar- fógeta gefin saman f hjónahand ung- frú Guðrún Björnsdóttir frá Veðra- móti og Sveinbjörn Jónsson bygginga- fræðingur. Að loknu brúðkaupinu fóru brúðhjónin skemtiför út f Ólafsfjörð. Dagur óskar báðum þessum brúð- hjónum allrar blessunar. Ferðámenn, er fóru tii Rvíkur í sfðasta mánuði, eru nú að koma hingað til bæjarins. Fyrsti hópurinn kom f fyrrakvöld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.