Dagur - 23.07.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 23.07.1921, Blaðsíða 2
110 DAQUR 28. tbl. bczt reikninga Sambandsins og ástæður allar, í tilefni af rógi þeitn og kviksögum, er gengið hafa víða um land um það, að Sambandið væri að fara á höf- uðið. Mæltist hann til að kosn- ir yrði i nefnd þessa menn víðsvegar að af landinu. Kosningu hlutu: Þorsteinn Jónsson, Reyðarfirði. Björn Kristjánsson, Kópaskeri. Séra Sigfús Jónsson, Sauðárkrók. Ólafur Lárusson, Skagaströnd. Sigurður Þórðarson, Laugabóli. Guðbrandur Magnússon, Hall- geirsey. Bjarni Kjartansson, Vík. 2. Svohljóðandi tillaga frá Þor- steini M. Jónssyni samþykt: „Fundurinn ályktar að kjósa 5 manna nefnd, til þess að rannsaka hvort ekki sé heppi- legt að sambandsdeildirnarstofni sjóð til tryggingar óhöppum, er einstakar deildir kunna að verða fyrir á gjaldeyrisvörum". Kosnir voru: Séra Jakob Ó. Lárusson. Ólafur Metúsalemsson. Davíð Jónsson. Jón Ólafsson. Þorsteinn M. Jónsson. Var fundi sfðan frestað til mið- vikudagsmorguns kl. 8 árdegis, sakir forfalia formanns. |Meira.] Sarðar Suðlaugur Jónsson dáinn '30. júni 1921. f sama knérunn enn þá höggvið hefur og holund veitt því blómi, er yngst hér stóð, þú hvíti-dauði, er engu griðin gefur, meö grimdaræði hrellir vora þjóð. Já, hvenær raun þín sigð í sundur brotin og sára-valdi allur máttur þrotinn? Það er svo sárt, að sjá á æsku-vori in svásu blómin slitin upp með rót, þars gleði’ og yndi greru’ í hverju spori, og göfug sálin horfði degi mót. Iiér gaf oss trúin von um vænsta gróður ef við þú tefðir hjá oss, bróðir góður. Af hvörmum vina höfug tárin hrynja, að horfa á bak þeim æskuglaða svein; en foreldrarnir sámt hér sárast stynja, er soninn kveðja’, er var þeim gleðin ein Vér biðjum guð, sem gefur mátt í hörmum, þau góðu hjón að vefja sínum örm- um. Þig kveðjum, vinur! Sæ!I til sólar- Ianda þú svifinn ert að lífsins veldisstól; þar mur.tu heill um alla eilífð standa, með englum drottins halda dýrðleg jól, og biðja fyrir bróður, systrum, móður og blíöum föður, hjartans vinur góður. J. Ó. Útlit fyrir gífurlegt atvinnu- leysi í Reykjavík, bæði í sumar og einkum næsta vetur. Fréttaritari Dags. Símskeyti. Reykjavík, 22. júlí. Japanir hafa þegið friðarboð Hardings forseta; vilja þó vita, hvað Ameríka vill í Kyrrahafinu. Frakkar hafa sent Pjóðverjum boð um að úrskurði í Upp-Slesíu- málum verði frestað til hausts. Byrjaður í London friðar- fundur íra og Englendinga. Sitja forkólfar Sinn-Feina þar með Lloyd George og öðrum forráðamönnnm Breta. Sífeldar óeyrðir haldast í Belfast. Arabar í Gyðingalandi ýfast við innflutningi Gyðinga. Búist við að þrengt verði að þeim. Er óvíst, hvort tekst að endur- reisa Gyðingaland. Fleiri og fleiri lönd taka upp verzlunarviðskifti við Rússland. Norski íþróttaflokkurinn gaf íslenzkum íþróttamönnum vand- aðan silfurbikar, sem vera skal verðlaunagripur hér á Iandi. Iþróttafélagið gaf Norðmönnum vandað útskorið drykkjarhorn. Inflúenza gengur víða um Suðurland, fremur væg. Umsækjendur um landsbank- ann: Ben. Sveinsson, Snæbjörn Arnljótsson, Jón Dúason, Georg Ólafsson, Jens Waage. Atvinnu- málaráðherra kvað ekki ætla að veita það fyr en í haust. Töluvert magnaður fjárkláði. í Árnessýslu. Hannes Jónsson, dýralæknir stýrir lækningum þar. Dr. Vilhelm Andersen, helzti bókmentafræðingur Dana, annar en Brandes, heldur í Reykjavík 5 fyrirlestra um danskar bók- mentir. Gunnar Egilsson kallaður heim frá Genua og veitt forstjóra- staða í Brunabótafélagi Islands. Andbanningar í Reykjavík með Morgunblaðið í broddi fylkingar sýnast vilja Iáta undan kröfum Spánverja umtölulaust. Bannmenn kenna úrræðaleysi stjórnarinnar um öngþveiti þetta. Vilja að send sé nefnd valinná manna til Spánar, til að vera við endanlega samninga fyrir Islands hönd. Búist við að stjórnin kalli þingið saman seint í haust, ef ekki fæst Iengri frestur og að þar verði lagt til, að hleypa áfenginu aftur inn í landið. ’Andkristni‘ Frh. Þá vfk eg að þvf, er spfritistar fóru að birta opinberlega frásagnir úr öðrum heimi, bera þær saman og gagnrýna, og síðan af þeim að mynda sér skoðun á lffinu eftir >dauðann«, framhaldslífinu. Kemur þá kirkjan enn með andmæli og segir, að skoðanir þeirra og lýsingar á framhaldslífinu séu eigi í samræmi við það, sem hún sjálf kenni um það. Og vcit eg eigi betur, en að spfritistar viðurkenni, að svo sé. Viðurkenni, að skoðanir þeirrá á framhaldslffinu falli eigi með öilu f faðma, við kenningar kirkjunnar um það, eins og hún boðar þær. Þar kemur þó kenningamunur. Þá mætti segja, að vegna þess skiftust leiðir. Og vegna þessa áreksturs í frásögnum framliðinna af öðru lffi, við kenningar kirkjunnar um það, hefir ritningin, eða sérstaklega Nýja testa- mentið verið talsvert gagnrýnt, til þess að komast að hreinni niðurstöðu um það, hvort kirkjan hefði nú virki lega útskýrt það og kent það rétt að öllu leyti, hvað þetta snerti. Og að hinu leytinu til þess að reyna að komast til fullrar vissu um það, hvort frásögnum hinna framliðnu bæri eigi að neinu leyti saman við það, sem sagt er f Testamentinu um framhalds- lífið. Þetta, að nokkrir skyldu leyfa sér að atbuga, hvort kirkjunni, eða kenn- ingum hennar bæri í öllu saman við biblfuna, hefir sumum mönnum þótt mjög vftavert athæfi Að efast um að það eitt og alt, sem hún segir, sé rétt. Eins og hún frá upphafi og um alla eilífð sé eigi samkvæm sannleikanum og sjálíri sér! En ekki meira um það að sinni. Lftum nú á f hverju frásagnir hinna framliðnu um framhaldslffið eru írábrugðnar kenningum kirkjunnar um það. Eg tala um frásagnir hinna fram- liðnu, en nefni það eigi kenningar spfritista, vegna þess að spíritistar halda þeim alls eigi fram sem neinu sönnu, og eíast ætfð um, að frásagnirnar um annað líf séu réttar ; svo framarlega að þær séu ósamrýmanlegar þvf, sem Kristur hefir kent um það. Eg þarf, vitaskuid eigi að vera langorður um kenningar kitkjunnar um þetta atriði, þær þekkja allir, sem þetta lesa. En hún segir, að til séu tveir bústaðir, tveir heimar, aðrir en hinn jarðneski, sá er við nú lifum f. Þessa heima nefnir hún himnarfki og helvíti. — Bezt að nefna það svo, því svo er að skilja, sem hr. A. J. þyki orðið helja, sem það lfka hefir verið nefnt, eigi nógu beiskt eða bragð- mikið fyrir sig og kirkjuna, þar eð hann talar um að það sé afvatnað með því. — Þá kannast allir við, að kirkjan kennir, að eftir andlátið fari sálir vor I Indirrituð tekur að sér kensluj hljóDfæraleik, eftir næstu mánaðamót. Oagnfræðaskólanum, 22. júll 1921. Hulda Stefánsdótfir. mannanna inn ( annan hvorn þessara heima, Himnaríki er sælubústaðurinn og þeim öllum, sem þangað komast líður svo vel, sem unt er um alla eilffð, f samfélagi við Jesúm Krist og guð, föður lífsins. Helvfti er aftur á móti kvalabú- staður og stjórnandi þess heims er djöfullinn, óvinur guðs og manna. Þeir, sem þar lenda eftir andlátið, kveljast þar hinum óttalegustu kvöium am alla eilífð. En spíritistar segja: Við höfum komist í samband við framliðna menn og þeir hafa sagt okkur _ margt og mikið af högum sfnum þar, og frá þvf, hvað þeim virðist um það líf, en hvort frásagnir þeirra um það eru réttar getum við ekki ábyrgst, því slfkt er ósannanlegt. En eftir því að dæma, hve þeir geta verið nákvæmir í lýnngum sfnum og vissir og rfkir af endurminningum frá jarðarlffinu, virðist okkur sjálfsagt að taka það nokkuð til greina, sem þeir segja um annað lff. Flestum eða öllum ber þeim saman um það, að þeim virðist »dauðian« eigi annað enn nokkurskonar svefnástand, eða dá, er þeir falli í, meðan þeir flytji af jarðarsviðinu og yfir f annan heim, eða annað svið. En misjafnt sé það, hvað sá svefn vari lengi og einnig misjafnt hvað fljótir þeir eru að átta sig á því, að þeir séu komnir í annan heim, þegar þeir vakna þar. Og eftir öllum lýsingum þeirra að dæma er Ifðan þeirra mjög mismunandi í öðru Iffi, og bústaðir þeir, eða svið þau, er þeir komast á og dvelja í, mjög mis- jöfn. En þeir segjast geta fært sig til á hverju sviði og eftir vissum skilyrð- um komist af einu sviði á annað. Svo að, þó einhver lendi á því sviði, þar sem iit er að vera og honum líður illa, getur hann með tfma, mis- munandi löngum, eftir því, hvert hugar eða sálarástand hans er, hafið sig af því sviði og á annað, þar sem gott er að vera og honum líður vel. Við verðum þvf að álfta, að eftir öllum frásögnum þeirra að dæma og iýsingum á »öðru lffi«, framhaldslífinu, þá sé það með mörgum sviðum mjög misjöfnum. Sumum nokkru fullkomnari en jarðarsviðið, en lfka öðrum ómetanlega miklu æðri og sæiurfkari. En aftur enn öðrum óæðri, jafnvel margfalt verri og þjáningameiri. En milii allra þessara bústaða er t samband og samgangur. Og mennirnir, eða þeir sem lenda f þjáningabústöð- unum, eiga það fyrir höndum að komast úr þeim til hinna sæluríku staða, að lokum til hinnar æðstu sælu, þar sem Jesú Kri3tur lifir f sfnum »dýrðar- lfkáma.* — Framliðnir ségjast einnig hafa líkama, sem sé lfkur hinum jarð- neska að ytra útliti, en úr alt öðrum efnum og annars eðlis. Þetta held eg að séu, f sem allra fæstum orðum, aðalatriðin f frásögn-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.