Dagur - 20.08.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 20.08.1921, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. IV. ár. E-L-D-F-Æ-R- Á-V-E-R-Z-L-U-N. Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda- vélum, þvoffapotfum, ofnrörum, rörþnjám, eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj- andi og selt með verksmiðjuverði. Panfanir afgreiddar úf um land. Jón Stefánsson. Talsfmi 94. Akureyri. Skuldirnar beygja. Haröfylgni þings og; stjórnar. Pess var getið síðast, að Tíminti fékk aldrei svarað spurningunni: »Hvar eru peningarnir?" Verður vikið að því nánar síðar, að mikil þðrf er, að fá þeirri spurningu svar- að. Til viðbótar við þær ráðstafanir, sem stjórnin hafði gert, til þess að stemma stigu fyrir of miklum inn- flutningi á vðrum, tók hún rögg á sig og bætti við ráðstöfunum, til þess að takmarka eyðslu landsmanna, meðan verið væri að rétta við fjár- hag þjóðarinnar. Hún fyrirskipaði skömtun á hveiti og sykri. Strax þótti mönnum stjórninni hafa mis- fagst hendur, þar sem hún auglýsti þessa fyrirskipun 2 mánuðum áður en hún átti að koma til framkvæmda, en fyrirskipaði enga rannsókn á birgðum manna. Landsverzlun átti þá sama sem ekkert af sýkri, en í landinu voru nokkrar birgðir, sem kaupmaður einn hafði fengið leyfi til þess að flytja inn. Þeir menn, sem þóttust sjá fram á skort með skömtulagi stjórnarinnar og voru ófúsir á að beygja sig fyrir þessum bjargráðaákvæðum, reyndu nú að klófesta þessar vörur á þessum 2 mán. fyrirvara. Petta varð til þess að kaupmenn, sem höfðu fengið sylfur frá áðurnefndum kaupmanni, seldu nú alt á svipstundu. Eftir á þykjast menn sjá, að stjórnin hefði getað komið þessu hönduglegar fyr- ir á þann hátt, að undirbúa skömt- unina í kyrþey og birta fyrirskipun sína með mjög stuttum fyrirvara. Þjóðin þurfti engan frest til þess að hugsa sig um, á hvern hátt hún gæti leitað undanbragða eða risið á móti þessari sjálfsögðu vandræða- ráðstöfun. En svo þegar skömtunin er aug- lýst, rís strax upp mótþrói. Þjóð- inni má heita óstjórnandi gegnum örðugleika eða hættutímabil. Væri fróðlegt að bera saman þegnfélags- lega fórnfýsi íslendinga og t. d. Þjóðverja eða Rússa á síðustu tím- um. Nú voru það bakararnir i Reykjavík, sem fyrstir gerðu uppi- stand. Peir hótuðu verkfalli og öllu Akureyri, 20. illu. Nú voru hagsmunir þtirra í veði og fyrir þeim þurfti auðvitað þjóðarheill að víkja. Verkamenn í Rvik hafa dyggilega fylgt kaup- mönnum að máium í því að ónýta alla bjargráðaviðleitni stjórnarinnar. Þeir efndu til uppþotsfunda og gerðu dyn mikinn í höfuðstaðnum. Hvort sem það hefir stafað af þreytu og sliti eöa af einstæðings- skap þeirrar stjórnar, sem nú fer með völdin, virtust þessi uppþot og hávaði heimskunnar í Rvík vinna verulegan bug á kjarki hennar. Hún lét strax undan síga og jók skamtinn, sem ákveðinn hafði verið. Þetta þrekleysi stjórnarinnar gaf mótþróanum byr undir vængi. Nú þóttust menn sjá, að hægt væri að fara sinu fram fyrir stjórninni. Orð var á því gert að fyrirskipunin væri höfð að engu mjög víða og kaup- menn seldu sykur og hveiti og bakarar brauð, án þess að ganga ríkt eftir seðlum. Þella mun hafa verið á rökum bygt. Úthlutun varanna átti auðvitað, ef vel átti að fara, að vera undir opinberu ettirliti. Enginn sanngjarn maður neitar því, að stjórnin hafði beztu við- leitni, til þess að gera þær ráðstaf- anir, sem hver sæmilega siðuð þjóð h§fði talið sér skylt að hlíða á slík- um tfmum. En hún hefir ekki reynst að því skapi harðfylgin; Þetta geð- leysi stjórnarinnar varö þess vald- andi að skömtunin fór í mola og varð þjóðinni og stjórninni til ó- sæmdar en lítils eða einskis gagns. Þetta sama geðleysi hefir valdið hiki og hálfum verkum líka á öðr- um sviðum. Þegar þingið kom saman, var stjórnin enn eindregin og ákveðin í dýrtíðarmálunum. Hún skipaði sér öll þeim megin sem haldið var fram innflutningshöftum. Starf við- skiftanefndar var þá farið að bera árangur. Þá vildu margir halda fast í því horfi og jafnvel gera enn róttækari ráðstafanir. En meiri hluti þingmanna komst að annari niður- stöðu. Nú má ætla að engii stjórn hefði á þessum tímum verið falið annað mikilsverðara verkefni, en að bjarga þjóðinni út úr fjárkreppunni. Stjórn-. in hafi hafist handa og tekið á- kveðna stefnu í málinu. En þá víkur þvi svo við að hópur ábyrgð- arlítilla og enn þekkingarminni manna á þessum málum stöðvar stjórnina í þessu verki og drepur á dreif áhugamálum hennar. Þá kemur það furðulegasta. í stað þess að gera niðurbrot stefnu sinnar i ágúst 1921. fjárkreppumálunum að fráfararsök, gugnar stjórnin og hallast þegar yfir á sveif andstæðinga sinna, þann- ig verður stjórnin og úrslit þessara mála leiksoppar í höndum sundur- leitra og stefnulítilla þingmanna. Beizlinu er svo að segja slept fram af öllu; aöeins gerð málamyndar- miðlun á þann hátt að banna að- flutning ónauðsynlegs varnings.nema með stjórnarleyfi. En ekki er þó nein veruleg þurð á slíkum varn- ingi enn og þeir, sem selja þær vörur, eiga ekki erfiðara uppdráttar en aðrir verzlunarrekendur, nema síður sé. Tíminn og fleiri blöð ásökuðu stjórnina mjög s. 1. ár fyrir aðgerða- Ieysi hennar um lántöku. Stjórnin sat við sinn keip og þegar á þing kom gerði fjármálaráðherrann grein fyrir stefnu stjórnarinnar í þessu efni. Hann hélt þvf fast fram og gerði það meira að segja mjög íík- legt í augum margra, að Iántaka væri bara misráð, frá hvaða hlið sem hún væri skoðuð. Aftur á móti vildi hann ákveðinn halda fast við hin önnur atriði á stefnuskrá stjórn- arinnar og mun hafa verið sá ráð- herrann, sem var einna einbeittast- ur og helzt við því búinn, að standa með sínu máli eða falla. Samt sem áður fóru svo leikar að stjórninni virtist ekki liggja þetta stefnuskrár- atriði þyngra á hjarta en hin önn- ur. Þegar fram á þingið kemur, þykir öllum einsætt að lán vérði að taka, meðal annars og einkum til þess að hefja íslandsbanka úr hans ófremdarástandi. Stjórnin hverfur þá þegar frá sinni stefnu f þessu mikilsverða máli. Þannig lét hún hrekjast í þeim málurn sem voru efst á baugi, málum þjóðar- vandans, þeim málum, sem hver góð stjórn hefði álitið vera sín mál fram yfir alt annað og kosið að standa með þeim eða falla. Miklar tilraunir voru gerðar til þess að koma stjórninni frá, en mistókust með öllu. Sú stjórnarfarslega furða hefir gerst, að einmitt slefnureik og skörungsskaparleysi stjórnarinnar gerði henni fœrt að standa á rústum sam- takalausra flokka. Þingið, eins og það var skipað, var fullsæmt af slíkum stjórnarfarslegum reikistjörn- um og þjóðin, sem kaus þingið, sæmd af hvorutveggja. Hver stjórn má eiga það víst, að verða fyrir aðköstum og jafnvel of- sóknum. Mótstöðumönnunum hættir við að taka síður til greina orsakir heldur en afleiðingar, þegar um stjórnarstörfin er að ræða. Það verð- AFGREIÐSLAN er hjá Jóni I>. t>ór, Norðurgötu 3. Talsími 112, Innheimtuna annast ritstjórinn. 33. blað. Innileg; hjartans þökk öll- um þeim mðrgu, sem með svo djúpri hlut- tekninguoghjálpsemitóku þátt í kjörum mínum og barnanna minna við frá- fa.ll og greftrún konunnar minnar Jflargréfar Sigur- jónsdóftur. £árus J. ftisf. ur aldrei of vandlega gáð að þeim erfiðleikum, sem hver stjórn á þess- um tímum hefir við að stríða. Þess vegna ætti jafnvel að vera hægt að fyrirgefa og skilja hin og önnur mistök, sem kunr.a að eiga sér stað. Hitt er síður hægt að fyrirgefa að sú stjórn telji sig bezt kjörna til valda, sem aldrei virðist þora að setja hnefann í borðið og kveðja þingheim til fylgdar í þeim málum, sem hún telur mikils um verð, en Ieggja niður völd að öörum kosti. Það hefir heyrst úr herbúðum stjórnarinnar, að hún teldi sér vera siðferðislega skylt að halda völdum, meðan ekki væri beht á menn í sinn stað, sem hún teldi vera hæfari. Hvenær mun þessi stjórn eða yfir- höfuð nokkur stjórn verða við því búin að leggja frá sér völdin og segja: »Nú drögum við okkur í hlé, þvf nú hefir verið bent á aðra menn okkur hæfari?" Það verður líklega seint. Að minsta kosti virðist að til þess muni þurfa meira siðferðislegt þrek, en nú er til að dreifa á AI- þingi. Hagkvæmar samgöngur. Það varð heldur en ekki uppi fót- ur og fit, þegar það var gert heyr- um kunnugt, að e.s. Sterling ætti að fara hringferð austur og norður um land og þaðan til Reykjavíkur, rétt fyrir konungskomuna. Gamlir bændur og æruverðar hús- mæður, sem aldrei höfðu rétt sig úr erfiðisbeygjunni, tóku að bursta spari- fötin og telja saman skildingana og ef niðurstaðan af þeim athugunum varð sæmiléga góð, var lagt af stað f kaupstaðinn til þess að fara með Sterling og sjá konginn. Enginn hugs- aði um heimleiðina, menn bjuggust svo fastlega við, að eins mætti fá sæmilega góða ferð norður eins og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.