Dagur - 27.08.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 27.08.1921, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgatigurinn. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. IV. ár. Akureyri, 27. ágúst 1921. AFOREIÐSLAN er hjá Jóni t». I>ór, Norðurgötn 3. Talsími 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. j 34. blaö. E-L-D-F-Æ-R-Á-V-E-R-Z-L-U-N. Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda- vélum, þvoftapottum, ofnrörum, rörþnjám, eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj- andi og selt með verksmiðjuverði. Panfanir afgreiddar út um land. Jón Stefánsson. Talsími 94. '&r Akureyri. Skuldirnar beygja. Dýpra og: dýpra. Andstæðingar Landsverzlunar, inn- flutningshafta og allra opinberra af- skifta af verzlun landsmanna héldu því fram í ræðum og ritum s. 1. vetur, að það sem stæði íslending- um fyrir þrifum á þessum tímum væri skortur á frelsi; allar hötnlur og hindranir, reglur og ráðstafanir væru til ills eins og ástandið mundi lagast af sjálfu sér, ef alt væri látið frjálst. Nú fór svo, eins og áður er tekið fram, að stjórninni féllust hend- ur í þessum málum og þingið eyði- lagði viðleitni hennar. Alt var látið svo að segja frjálst. En ástandið hefir því miður ekki batnað, heldur versnað. Kaupsýslumenn Iandsins hafa síðan flutt inn hvern skips- farminn eftir annan af misjafnlega nauðsynlegum vörum, sem þeir hafa fengið að láni erlendis. Skuldir þjóð- arinnar erlendis hafa því aukist stór- um fram yfir það sem þurft hefði að vera, hefði stefnu stjórnarinnar verið stranglega fylgt. Á aðalfundi S. í. S. brýndi atvinnumálaráðherra það fyrir mönnum, að beita ítrustu varkárni í innkaupum, því ástandið væri nú orðið svo erfitt viðfangs, að þjóðin mætti ekki að svo stöddu taka meira út í viðskiftareikninga sína við aðrar þjóöir. Dagur hefir átyllu til að ætla, að stjórnin sé nú öll á einu máli um það, að mjög hafi verið misráðið, að láta alt frjálst og að hún telji það hafa verið yfir- sjón sína, að hafa ekki sett hnefann f borðið og gert niðurbrot stefnu sinnar í fjárkreppumálunum að frá- fararsök. Pegar innflutningshöftunum létti af, hugsuðu kaupsýslumenn lands- ins sér til hreyfings. Tvent hefir þó dregið mjög úr innflutningi þeirra á vörum, annarsvegar verðfall fram- undan, hinsvegar yfirfærslu vand- ræðin. Samt sem áður hefir verið flutt til landsins mjög mikið af vör- um, sem þjóðin hefði getað komist af án þetta árið, einkum vefnaðar- vörum. En kaupfýsi og kaupgeta almennings hefir þorrið að mun, þjóðin er farin aö spara við sig mjög mikið af því, setn hún telur sér ekki bráðnauðsynlegt. Úr þeirri átt er helzt að vænta bjargráða. Al- menningur er að setja fyrir sig fæt- ur og bera vit fyrir þinginu. Er það vitanlega eina ráðið, til þess að drepa af sér skuIdadrómannWlend- is, að takmarka eyðsluna sem mest. En sú viðreisn, sem stafar af þverrandi kaupfýsi og minkandi eyðslu, kemur of seint. Búðir kaup- sýslumanna eru meira og minna íyltar af vörum, sumum miður nauð- synlegum. Mikill hluti þeirra er tekin í skuld erlendis, síðan um nýjár. Kaupmennirnir margir hverj-' ir standa nú uppi í miklum vand- ræðum vegna sölutregðunnar og yfirfærsluvandræðanna, sem hafa alt af ágerst. Þeim hefir enn ekki hepn- ast að grípa þá gœs, sem átii að fljúga á vœngjum frelsisins upp i fangið á þeim. þvert á móti virðist, því mið- ur, margt hjálpast að, til þess að bera margan íslenzkan kaupmann ofan fyrir bakkann efnalega. Menn munu höggva eftir orðunum »því miður" í þessu sambandi og í þessu málgagni, að minsta kosti þeir, sem áiíta að ætlunarverk og markmið blaðsins sé, að ganga af öllum kaup- mönnum dauðum hið bráðasta. Samt sem áður vill Dagur endur- taka orðin. Hann mun síðar gera fyllri grein fyrir því, hversu mjög hann teldi það illa farið, ef þau við- skiftavandræði, sem nú þjaka þjóð- inni og sem koma þyngst niður á ís- lenzkri kaupmannastétt yrðu til þess að útrýma henni á svo óeðlilegan hátt. Slíkt mundi í bili gefa víðari leikvöll þeim stórgráðugu erlendu verzlunarfélögum, sem nú eru í þann veginn að spenna greipar um- hverfis alt land. En þó þær vörur, sem nú eru komnar til landsins, seljist dræmt, hefir það engin áhrif á viðskiftaað- stöðu þjóöarinnar gagnvart útlönd- um eins og hún er orðin nú. Sam- svarandi skuldir meira og minna aðkallandi hafa hlaðist upp erlendis, sem þurfa að greiðast með íslenzk- um gjaldeyrisvörum. Þær skuldir eru nú orðnar svo miklar og ískyggileg- ar í augum Dana, að dönsk blöð hafa krafist þess að væntanl. ísl. ríkisláni í Danmörku yrði fyrst og fremst varið, til þess að greiða þær. Samkvæmt því ætti ríkið að taka að sér það hlutverk íslandsbanka að standa skil á þeim greiðslum f er- Iendum gjaldeyri en fá í staðinn samsvarandi fúlgu af seðlum bank- ans ógjaldgengum erlendis. Sumir kynnu máske betur við að kalla þetta lán til bankans, en alt kætni i svipaðan stað niður eins og högúm bankans er nú háttað. — Því betur eru líkur ti! að stjórnin íslenzka liti ekki við láni, ef um þvílík kjör væri að ræða. íslenzk ríkisstjórn, íslenzkir bank- ar og þorri kaupsýslumanna m'unu vera á einu máli um það, að við- skiftaaðstaða okkar gagnvart útlönd- um hefir stórversnað síðan dagur frelsisins rann upp á Alþingi. Verzl- unarskuidir hafa stórmikið aukist fram yfir nauðsyn. Póstsjóðurinn er kominn í miljóna skuld og láns- traust einstakra kaupsýslumanna og fyrirtækja ýmist á þrotum eða þrot- ið. Engin veit hversu þetta ár verð- ur okkur happadrjúgt eða ófarsælt: Nú sem stendur eru ekki óvænleg- ar horfur á-sölu fisks og síldar. Um annað heyrist lítið. En ef dæma mætti af reynslu s. 1. árs, eru líkur til að andvirði gjaldeyrisvaranna hrökkvi skamt til skuldalúkningar eða þá að sumt af því komi alls ekki fram, heldur verði skoiið til hliðar og notað til annars en að greiða áfallnar skuldir. Meðan þjóðin notar láns- traust sitt erlendis til þess ítrasta, andvirði erlendra vara safnast fyrir í íslenzkum bönkum f óyfirfæran- legum seðium en hinsvegar ekkert eftirlit með ráðstöfun á andvirði ísl. gjaldeyrisvara og atvinnurekendur látnir sjáifráðir um það, hvenær þeir borga skuldir sínar, er hætt við að við sökkvum dýpra og dýpra í ófæru þá, sem við erum komnir út í. Er þá hætt við, að enn verði að grípa til róttækra ráðstafana, til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot hins unga ríkis. Frá skuggahliðinni.* Það var í síðu3tu viku júlímánaðar. Borgin okkar var skreytt hátíðaskrúða »og ánægja var það, eg segi það satt að sjá hana í búningnum þeirn*. Tignir gestir heimsóttu okkur og alt var gert til að gera þeim dvölina sem ánægjulegasta. Alstaðar var fólk á íerð °g flug«, prúðbúið og glatt f bragði. Já, við vorum sannarlega langt frá eymd og böli hinna undirokuðu. Fæstir rendu huganum f þá átt, það gerum við sjaldan og getur bæði fjarlægð og ókunnugleiki afsakað það. Einn þessara giöðu hátfðisdaga barst mér tilkynning um ábyrgðarbréf, sem eg átti á póststofunni og fór eg * Tekið eftir beiðni upp úr 19, júnf. að sækja það. Mér voru þá afhent tvö' slfk bréf með mörgum og stórum útlendum frímerkjum. Þið trúið því máske ekki, en 15 krónur hafði kostað 'að nenda þessi bréf hingað, IS krónur austurrískar. Bréfin voru send mér sem ritara Bandalags Kvenna. Þau v.ofu frá Bund Österreichisher Frau- envereine (Sambandi kvennfélaga f Áusturríki). Prentuð áskorun og bréf sem fylgdi henni til skýringar. Eg leyfi mér að birta bréfið hér orðrétt. Það talar sfnu máli sjálít betur en eg get gert. Vfnarborg 3. maí 1921. Kæra frú! Á síðasta fundi Alþjóðaráðs kvenna fundum vér Austurrfskar konur hina hlýju vináttu, er fundarkonur frá öll- um löndum sýndu fulltrúum vorum og landi. Þetta gefur oss áræði til að senda yður meðfylgjandi hjálparbeiðni og biðja yður að senda hana til allra félaga f sambandi yðar. t Áskorunin mun sýna yður hve hörmulegar á- stæður vorar eru orðnar. Oss er bók- staflega um megn að rfsa undir þeim raunum, sem oss eru lagðar á herðar, af óslitnu verzlunarbanni, nærfelt 7 ára. Því það sem f fyrstu var hern- aðarráðstöfun, er nú afleiðing þeirrar landskipunar og fjárhagslegu afstöðu, er voru ógæfusama landi var mörkuð með friðarsamningnum í St. Germain. Því fyrir litlu fjallalandi lfkt og voru með ófullnægjandi skilyrði til að geta framfleytt fbúum sfnum, umkringt af gömlum óvinum, er neyta því nauð- synjar til viðurværis og starfa: mat- væli og kol, er lfkt ástatt og umsetnu virki, er dæmt er til tortímingar, berist því eigi hjálp utan að. Þessi nausyn- lega hjálp hcfir oss verið veitt með ljúfu geði, úr mörgum áttum, án henn- ar væri mikill hluti þjóðar vorrar eigi enn á lífi, en allar þær gjafir, er oss hafa verið gefnar nægja eigi til að reka á flótta hinn miskunarlausa föru- naut hungurs og kulda: tæringuna. sem vofir yfir og deyðir börn vor og æskulýð. Vér biðjum yður að senda oss mildar gjafir í ávísunum á einhverja bankastofnun yðar. Því peningar vorir falla f gengi dag írá degi, og eru nú eigi virði hundraðasta parts af því er þeir áður voru. Vér, af meðalstéttinni, erum orðnar öreigar, og getum eigi gefið cins og áður. Vér höfum eigi önnur ráð en að biðja — biðja fyrir þá sem hjálparþörfa eru, en það er nú mikill meiri hluti þjóðar vorrar. Vér treystum því að systur vorar f fjarlægum löndum muni heyra bænaróp

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.