Dagur - 27.08.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 27.08.1921, Blaðsíða 2
134 DAGUR 34. tbl. Mánudagfinn 22. þ. m. and- aðist á heimili mínu Björn Arnþórsson frá Hrísum í Svarfaðardal. Jarðarförin fer fram að Miklagarði föstudaginn 2. september. Þetta tilkynnist vinum og vanda mönnum hins látna. Syðra-Dalsgerði 24. ágúst 1921. Guðbjörg Jósefsdóttir. vort og eigi láta oss biðja án árangurs. Bund Ö3terréichisher Frauenverefne Wien IX. Sensengasse Nr. 5. Margrete Minor. Áskorunin sém bréfinu fylgdi er prentuð á öðrum stað í blaðinu. Líka hef eg von um að dagblöðin og viku- blasðin birti hana, svo hún komi fyrir flestra sjónir. Hún er átaksnleg. Það fór hrollur um mig að loknum lestri bréfanna. Hversu ólíkt okkar ástæðum. Hér lifum vér íslendingar, njótum ævarandi friðar, og þótt nú séu örðugleikar hjá okkur eru þeir smávægilegir og annars eðlis, en þeir sem hér er frá skýrt. Getum við ekkert gert til að bjálpa ? Geturn við ekki á einhvern hátt orðið við bæn aystra okkar í Austurrfki. Sverfur nú svo að hjá okkur að við gelum eigi lagt af mörkum eina krónu hver, sumar kanski eitthvað meira, Nei sannarlega ekki. Við getum hjálpað ef við viljum.. Efast nokkur uth að við viijum það? Þið trúið t ekki hvað mikið verður úr peningunum, einn einasti 100 krónu seðill, sem héðan var sendur, borgaði hálfsmánaðar dvöl fjögra þreyttra kenslukvenna á hressingarheimili. Hver einasta-króna sem lögð er í lfknar- sjóð austurrfskra barna vinnur krafta- verk. Þess vegna allar þið konur, sem getið gert ykkur f hugarlund bvflík raun það er að horfa upp á börn, veslast upp og verða hvíta dauðanum að bráð, vegna skorts og hungurs leggist á eitt að vinna á móti því. Bregðist vel við þessari bæn, vel og fljótt, svona málefni þolir enga bið. Gjafir má senda til stjórnar Banda- lags kvenna einnig til ritstjóra þessa blaðs Ingu L Lárusdóttur. í trausti þess, að Akureyrarbúum og lesendum norðanblaðanna yfirleitt, hljóti að gangast hugur við þessu átakanlega neyðarópi systra vorra f Austurríki hafa þessar þrjár konur á Akureyri boðist til að taka á móti gjöfum í þvt skyni, og veita fúslega viðtöku hverjum skerf, smáum eða stórum, sem gefinn er af góðum hug. Pórdis Stefánsdóttir, Aðalstræti 54. Guðrun Ragúels, Hafnarstræti 86. Ingibjörg Jónsdóttir, Gránufélagsg 9. Hagkvæmar samgöngur. Niðurl. Loksins var lagt af stað. Skipið var yfirfylt af fólki. Á fyrsta og öðru far- rými var alveg t'roðið og frara og aítur lestarrúm svo full, að tæpast var stigið niður fyrir mannabúkum. Má nærri geta hvernig hafi verið að búa í lest, þegar svo stóð á, ekki sízt fyrir þá, sem lasnir voru af kvef- pest þeirri sém geysaði um Reykjavík meðan Sterling dvaldi þar. En það var síður en svo, að skipið þyrfti að flýta sér til þess að losna við þennan lifandi pening, er það hafði innanborðs. Það kom við á 3 höfnum áður en það kom til ísafjarðar og var ekki á- ætláð á neina þeirra. Á ísafirði var skjpið hálffylt af þorskhausum og öðru •fiskmeti, auk þess bættiit þar við íjöldi fólks, var því þjappað saman í lestunum eins og síld í tunnu og lestarrúmin síðan byrgð að mestu, svo að hornrekur þær, sem þar bjuggu skyldu ekki njóta þeirra líf>þæginda að anda að sér hreinu lofti. — Þá var haldið til Bolungarvíkur. Reyndar var skipið ekki áætlað þangað, en það þurfti að melta það rækilega sem innanborðs var, og því var um að gera að koma sem víðast við. Á Bolungarvfk. var ógrynnis ósköp af þorskhausum flutt um borð. Var nú fylt hver smuga f lestunum og seinast voru farþegja ræflarnir, sem búnir voru að hreiðra um sig í lestunum við sæmilega illan aðbúnað, reknir á fætur um miðja nótt og skipað burt með flutning sinn ti! þess hægt væri að stafla þorskhausakippum þar, sem þeir höíðu legið. Sumir þessara far- þegja voru sárlasnir af kvefpestinni, versnaði þeim stórlega við þennan næturhrakning, og er ósýnt hvenær þeir bíða þess bætur. En þorskhaus- unum mátti ekki hlaða á þilfarið — ætli þeir hefðu oröið kvefaðir aí því ? Allur þessi þorskhausaflutningur mun með íramskipun og uppskipun hafa tafið skipið um dag. Væri þvf fróðlegt að vita,' hvað þeir hafa kostað landið í heild sinni, þegar búið var að flytja þá til neitenda og rífa þá þar. Sagt var mér að hundraðið af þeim kostaði 5 — 7 krónur. Og þegar á það legst flutningsgjaid og vinna við að rífa hausana skil eg ekki hvaða hag neyt- endur sjá sér f þvf að kaupa þá. En þcgar þar við bætist, að stór strand- ferðaskip hlaðin af fólki eru tafin á því að flytja þannan óhroða milli haína, er komið út fyrir öll skynsamleg tak- mörk. Það má gera ráð fyrir að alt að 300 vinnufæira manna hafi verið á skipinu, og er lágt reiknað að telja þeim io kr. daglaun um bezta tímann, hafa þvf aðeins þorskhausarnir haft um 3000 kr. a< farþegjum, er það laglegur skildingur. Öðrum 3000 kr. má gera ráð fyrir að farþegjar hafi tapað daglega þá 3 daga, sem skipið dvaldi f Reykjavík fram yfir áætlun, verða þetta því til samans 12000 kr., sem farþegar hafa tapað fyrir athuga- leysi eða kæruleysi Eimskipafélags- stjórnarinnar, — verður að telja slíkt fúilkomlega vftavert. Það eina sem bjargaði f norðurferð Sterlings var, að veður var með af- brigðum gott alla leið að heita mátti, en það var ekki mönnunum eða þeirra umönnun að þakka. Af þvf sem þegar hefir verið sagt, verð eg að telja það vítavert af stjórn Eimskipafélags íslands að gefa mönn- um kost á ferð til Reykjavfkur með svo hægu móti, þegar jafnframt var ekkert hugsað fyrir að koma fólki heim til sfn aftur. Það var f Idfa lagið að láta Gull- foss bíða 1 — 2 daga fram yfir áætlun í Reykjavfk. Pað hefði ekki orðið dýr- ara en að láta Slerling bíða 3. En þá hefðu líka allir þeir að norðan og vestan, sem ekki voru beinlínis bundnir við íundahöld, kcmist heim fljótt og vel og allir verið ánægðir Þegar um svo geisilegan fólksflutning var að ræða álít eg, að það hafi verið sið- ferðisleg skylda þeirra, sem völdin höfðu, að sjá fólkinu farborða heim aftur. En það var lítil og lé eg úrlausn þó Sterling færi seint og um síðir norður, þar eð hann þurfti að sleikja hverja smáhöfn, sem á áætlun stóð og margar fleiri í tilbót, enda fundu þeir það ljósast, sem iétu færa sér hesta suður í Borgarnes. Vonandi verður þeim, sem lentu ( þessu ferðalagi svo minnisstæð frammi- staða þcirra, sem völdín hafa f sam- göngumálum okkar, að þeir hugsi sig tvisvar um áður en þeir leggja í aðra ferð suður til Reykjavíkur, meðan ekki er samvizkusamlegar séð fyrir sam- gönguþörfum almennings en nú er. J. G. ATHS. Þess má gela, að Sterlingsferðinni mun hafa verið frestað samkvæmt áskorunum þeirra, sem réðu fyrir Búnaðarþingi og Sambandsfundi og öðrum stórfundum f höfuðstaðnum Með því er þó ekki sagt, að öllum hafi komið sá frestur jafn vel. Að öðru leyti er blaðið sammála greinarhöfund- inum og telur aðfinslur hans fyllilega tímabærar og þarfar. Ritsíj. Símskeyti. Reykjavík, 26. ágúst. Pólverjar mótmæla því, að Alþjóðabandalagið úrskurði um Schlesíu. Samningar um hjálparstarf- semi Bandaríkjanna til handa Rússum eru undirskrifaðir. Englendingar vona að al- menningsálitið knýi írska pingið til pess að taka samningum lið- lega. Ógurlegir jarðskjálftar í Kína* FjöII hrynja. 200 pús. manna hafa farist. Sagt er að Rússastjórn hafi leyst höft á fasteignasölu. Sömu- leiðis að Rússar kaupi saltfisk og síld af Norðmönnuin. Fréttaritari Dags. Dagur flytur auglýsingar íyrir augu fleiri manna en nokkurt annað blað hér norðanlands. Þvf ekki að auglýsa f Degi? Auglýsingura má skila í prenlsmiðjuna eða til ritstjórans. Úr öllum áttum. Bannlagabrot. Fýrir nokkru sfðan kom til Borgarness saltskip að nafni ♦ Valdemar Torneö*. Sýslumaðurinn hafði farið út f skipið og innsiglað eitthvað af vínbirgðum, sem skipstjóri framvísaði. Þó þótti mönnum s«m sýslum. mundi ekki hafa tekist að stífla uppsprettu víns í skipinu. Maður einn úr Rvfk játaði að hafa keypt þar vfn. Hófst þá rannsókn og var maðurinn sektaður um 200 kr. Skip- stjóri hlaut 500 kr. sekt, brytinn og einn háseta 200 kr. hvor. Vínbirgðir, sem fundust, voru gerðar upptækar. Skipstjóri lagði við dréngskap sinn að ekki væri um meiri vínbirgðir að ræða í skipinu. En drengskapurinn reyndist eklci meiri en það, að við enn frekari rannsókn fundust í leyni- hólfi sjö 40 potta kútar, 2 brúsar og nokkrar flöskur af koníaki. Ekki veit blaðið hversu háa sekt skipstjóri hefir fengið fyrir falsvottorð sitt og undan- brögð. En það lakasta var, f sambandi við þetta vínsrnyglunarmál, að héðsðs- iæknirinn, Pórður Pálsson varð santtnr að sök um vfnsmyglun f land úr skip- inu og var sektaður um 200 kr. Gjaldeyrisokur. Síðan gjaldeyris- vandræðin ágerðust svo mjög hefir þótt koma lftið fram af andvirði sjáv- arafurða í erlendum gjaldeyri bönk- unum til góða. Útgerðarmenn hafa borgað skuldir sfnar við bankana í íslenzkum seðium. En erlenda gjald- eyririnn hafa þeir selt kaupmönnunum fyrir okurverð. Kaupmenn hafa svo notað þenna gjaldeyri til þess að kaupa fyrir birgðir af vörum, sem þeir f svipina hafa haft von um að geta komið út í íslenzka alþýðu. Bankarnir hafa nú séð að þetta má ekki svo til ganga, og að þeir hafa sig aldrei úr gjaldeyrisklíkpunni, ef erlendur gjaldeyrir gengur þeim jafnan úr greipum, þegar innlendar sjávaraf- urðir seljast, en á þeim standa ótal kvaðir um útvegun á erlendum gjald- eyri. Því er það, að bankarnir eru farnir að kreíjast yfirráða á andvirði varanna erlendis. Lfklegt er að þeir tryggi sér þetta með samningum þegar þeir lána fé til útgerðarinnar. Þetta er spor sem nauðsynlegt er að stfga og heíði þurft að stíga fyr. Etnn þátturinn í þessu vandræðafar- gangi hefir verið leikinn á þeuna Jiátt á bak við tjöldin. íslenzkir fjárgróða- menn hafa notað sér fjármálavandræði okkar til enn frekari fjárgróða, enda er þetta uppátæki bankanna ekki vinsælt af útgerðarmönnunum. Þeim reiknast svo til, að með þessu muni haft af þeim íé, sem némur 25 — 30 þús. kr. á hverjum togara. Það virðist þá liggja svona f málinu: Útgerðtr- menn hafa selt kaupmönnum enska mýnt þeim mun hærra verði en hún er skráð á kauphöllum nð mismunur- inn nemur 25 — 30 þús. kr. á hverri togaraútgerð yfir árið. Kaupmenn, sem verja þessum dýra gjaldeyri ti| vörukaupa, þurfa auðvitað að vinna upp hallann í hækkuðu vöruverði. Loks eru það þá kaupendur varanna — íslenzk alþýða, sem »borgar brúsannc,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.