Dagur - 27.08.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 27.08.1921, Blaðsíða 3
34. tbl. DAQUR 135 Hjálparbeiðni Frá Bandalagi kvenna í Austurríki. Útlendar þjóðir hafa þegar gert svo margt fyrir oss Austurríkismenn, að vér eigum búgt meö enn á ný að rétta fram hendurnar biðjandi: En neyð vor er hrœðileg. Af- staða, er friðarsamningarnir mörkuðu oss, svijta oss ndlega öllum leiðum til sjálf- bjargar og vér erum dœmdir til óumrœðilegra þrauta og þjdningar. Þess vegna höjum vér, Austurriskar konur, sameinast, án tillits til trúarbragða- eða stjórnmálaskoðana, til þess að leita hjálpar hjá betur stœðum systrum vorum i öðrum löndum. Þvi vér erum að bcrjast jyrir velferð, nei, liji barna vorra, sem yjir vojir feikna hœtta og dauði. Vér berjumst jyrir lifi og tilveru þjóðar vorrar. Nýbirtar opinberar skýrslur sýna þá hrœðilegu staðreynd að aj 6 miljónum —- ibú- um Austurrikis — ganga 180.000 með tœringu, og eigi aðeins þeir eru dauðadœmd- ir, mikill jjöldi á á hœttu að verða Jyrir sýkingu. í tveggja mil/óna bœ — Vinar- borg — hafa 90°/o aj öllum börnum hneigð til tœringar og helmingur allra skóla- barna, er þegar smitaður af þessum voða sjúkdómi. Lij hvers einasta barns er í veði. Mismunurinn á tölu jœddra og dáínna er að verða óttalegur. í öðrum bœjum og iðnaðarhdruðum eru ústœðurnar litlu betrif jafnvel i sveitum breiðist þessi hrœðilega veiki óðfluga út, með herjöngum og örkumlamönhum. Heilsu- hœli og sjúkrahús eru hœtt að starfa, landið getur eigi risið Undir rekstrí þeirra, vegna hins lága gengis gialdeyris vors. Aðeins sjónarvoítur getur skilið eða lýst því hve illa 6 ára hungursneyð, sem er afleiðing verzlunarbanns, fjárhagslegs hruns, al- rnenns atvinnuleysis vegna skorts á kolum og öðrum iðnaðarejnum, er aðrar þjóðir neita oss um, hefir leikið heilbrigðisástand þjóðar vorrar. Vér höfum engin ráð til að reisa við fjárhag vórn. En oss langar til að geta trygt vesaiings börnum vorum betri Jramtið. Hjálpið oss. Sendið oss litla gjöj handa saklausum börnum vorum og œskulýð. Hvc litið sem það er, sem þér góðfúslega látið af hendi; það verður skerfur til að frelsa barnslij Jrá hungurdauða eða œfilöngu heilsuleysi. Vor innilega bæn til yðar, sem vér vonum að sé yður eigi um megn, er þessi: Að hver yðar sem þessa hiálparbeiðni les vildi gefa 1 krónu. Þessi gjöf — sem ckki er þungur skattur gefandanum — gerir oss kleijt að senda hina sjúku á sér- stök hœli eða sveitaheimili, að scnda hina hœtt stöddu unglinga vora í heilnœmi jjall- hérað þar sem þeir geta fengið nœgilega fœðu, hreint loft, heilsubót. Það er rauða- krossfélagið sem annast um það. Vér gerum sjálfar það sem vér getum en án liðsinnis annara megnum vér eigi að veita fullnœgjandi hjálp og neyðin vex með ógurlegum hraða. Aðeins fljót hjálp get- ur bjargað fjölda barna frá sýkingu og dauða. í nafni miskunseminnar snúum vér oss iil yðar, sem eins og vér haldið uppi gam- alli mcnningu, til hjartna mœðra, sem eiga hraust og heilbrigð börn, er eigi þekkja skort — ó svo ólik vorum börnum. Leggið á yður þá fórn, er vér biðjum yður um, hún mun sannarlega jœra hverjum yðar sin laun.. Þvi vér biðjum jyrir liji barna vorra. (19. júní.) eða þessar 25 — 30 þús. sem útgerðar- menn græöa beinlíuis á fjárhagsvand- ræðum þjóðarinnar. Krafa bankanna virðist þvf vera ekki eingöngu rétt- mæt heldur sjálfsögð, þar sem þeir hafa þurft að útvega crlent rekstursfé handa útgerðinni. Þó er hún aðeins réttmæt að þvf tilskildu, að þeir geri sig ekki seka um samskonar okur. Sundpróf. Sunnudaginn 17- þ- var sundpróf haldið í Hólavatni, að tilhlutun U. M. F. »Vorboði« í Hóla- sókn. Félagið hefir haldið uppi sund- kenslu undanfarandi vor í sundlaug sinni við Hólsgerði. í sambandi við prófið var kappaund háð; kept var um verðlaunBpening, sem »Vorboðinn« hefir gefið, og ætlast er til að allir innanhreppi, er sund hafa lært, skuli keppa um. Lengd sundsins var 50 stikur. Þessir tóku þátt í sundinu: 1. T.iljendal Sigurðsson 51 sek. 2. Þorvaldur Jónsson 52 — 3. Vigfús Þorsteinsson 52V2 — 4. Ástvaldur Krisfjánsson 54 — 5. Valdemar Jónasson 54 — 6. Frfmann Karlesson 67 — Sfeinolíufélagið, Aiþýðubi. frá 11. ágúst segir svo frá, að þá fyrir 3 dögum hafi Steinojfuíélagið fengið farm af olíu, 1000 tn , frá Danmörku, og selji hana 21 kr. dýrara hverja tunnu en Landsverzlunarolían var seld, sem þá var fyrir skömmu upp- gengin. Blaðið tilgreinir verðið á þeim tveim tegundum olíu, sem voru f farm- inum og ber saman við Landsverzlunar- verð og nemur hækkunin satnkv. því um 20%. Raunar má telja það vfst, að blaðið sé féiaginu ekki vilhalt í frá3ögninni, en ekki heldur ástæða til að ætla hið gagnstæðaj þar sem það tilgreinir verðið nákvæmlega. Steinolfuverð hefir verið að lækka. Þessi farmur félagsins kemur seinna til landsins en umrædd Landsverzlunarolía. Þessi verðhækkun virðist þyf benda á eitt af tvennu, nema hvorttveggja sé, að félagið hafi notað sér olíuleysið, til þess að okra á olfunni, ellegar að Landsverzlunin hafi f þetta skiíti reynst fullkomlega samkepnisfær. Meðhaldsmönnum fé- lagsins en móthaldsmönnum Lands- verzlunar þykir lfklega slæmt að þurfa að viðurkenna hvort heldur sem er. En það verða þeir nú að gera samt. Á venjulegum tímum getur félag þetta brotið niður hvaða samkepni sem er í olíuverzlun. Að sjálfsögðu hefir það sinn eigin hag fyrst og og fremst fyrir augum, eins og eðli- legt er um slíkt gróðafélag og eins og hefir sýnt sig nú fyrir skömmu. Rfkis einkasala á olíu ætti því að yera sjálfsögð þegar eftir næsta þing. Kaupmenn þyrftu ekki að rfsa upp á endann út af þvf. Þeir geta, hvort sem er, ekki staðið Steinolfufélaginu á sporði. íslenzkur gjaldeyrir. Eins og von er til verður töluvert kapp á milli þeirra, sem verzlun reka, að ná í fs- lenzkar afurðir. Þetta er eðlileg afleið- ing af yfirfærsluvandræðunum. Það hefir jafnvel brytt á því, að menn hafa boðið meira fyrir vöruna en þeir hafa gert sér von um ftð fá fyrir hana á erlendum markaðí, með það fyrir aug- um, auðvitað, að vinna þann halla aftur upp á aðfluttri vöru eða jafnvel á væntanlegu gengisfalli íslenzkrar krónu. Siðasti Sambandsfundur skor- aði á samvinnubændur, að iátav félög- in njóta gjaldeyrisins í sem íylstum mæli. Þeim, sem skilja erfiðleika þess- ara tfma og er ant um félögin, bregð- ast ekki undan nú, þegar mesk Hgg- ur við. Að vfkjast undan kvöðinni væri í raun og veru að svíkja sjálfa sig. Með því mundu þeir vinna sjálf- um sér tvöfafdan skaða. Þeir mundu láfft félagi sfnu ganga úr greipum gulls fgildi, þar sem væru íslenzkar gjaldeyrisvörur og þeir fengju í stað- inn hálfóriýta seðla eða vörur, sem þeir þyrftu að borga að öllum jafnaði jafnháu eða hærra verði en í kaupfé- lögunum, án þess þó að geía gert sér vonir um nokkurn verzlunarhagn- að um áramót. Þannig mundu þeir skaða félag sitt og sjálfa sig. Eftiríekfaverf göfuglyndi. Stúika, að nafni Valgerður Sigurgeirsdóttir frá Vindbelg f Mývatnssveit, sem iengi hefir legið fársjúk á I.auganesspftala, hefir sent Heilsuhælissjóði Norður- lands 30 krónur. Þetta er svo stór- feld gjöf, þegar tekið er tillit til ástæðna, að sjálfsagt er að geta þessa opinberlega. Nefnd Heilsuhælissjóðsins sendir hinni góðu og göíuglyndu stúlku innilegt þakklæti. Kaupmenn og Landsverzlunin. Mörgum mönnum gengur illa að skilja andúð kaupmanna gegn Lands- verzlun*. Ofstækislausir menn líta á hana bara sem keppinaut stórkaup- mannftnna í Rvík. Andstaða þeirra er því skiljanleg, en andstaða smákaup- mannanna úti um alt land miklu sfð- ur. Margir smákaupmenn hafa stórhag af Landsverzlun eins og skiljanlegt er um þá, sem hafa litla gjaldeyrisvöru til yfirfærslu. Landsverzlunin verkar því eins og tilraun frá ríkisins hálíu, að bjarga þeim frá eyðileggingu, sem standa verst að vfgi og eru að troð- ast undir í öngþveiti viðskiítanna. En það er vanþakklátt verk og líklega ekki þarft, að bjarga þeim mönnum, sem vilja sfna eigin eyðileggingu. En eins og liggur f augum uppi er Landsverzlunin ekkert annað en stór- sala ríkisins. Hún er keppinautur stór- kaupmanna f Rvík. Stórkaupmennirnir hsfa á undanförnum árum grætt stór- fé. Til þess voru dæmi, að reynslu- litlir en öttilir strákar, sem ekki höíðu úr neinu að spila, blésu sundur á skömmum tíma og urðu fokríkir stór- kaupmenn. Jafnvel þó að stórkaupm. standi nú margir tæpt á brúninni og sumir séu þegar oltnir fram af meðal annars vegna yfirspents kaupbrasks (síldin, lýsið 0. fl) er ekki vafi á þvf, að fslenzk stórkaupmenska er ekki smávaxin féþúfa. Þsð er þvf uudar- legur þegnskaparvottur að sjá ofsjón- um yfir þvf, að eilthvað af þessu mikla fé, sem »lagt er á« nauðsynjar landsmanna, renni í rfkisfjárhirzluna. Annars er aðal röksémd kaup- mannanna gegn Landsverzlun sú, að hún sé ekki samkepnisfœr. Það virðist vera einkennilegur vopnaburður af hyllendum frjálsrar samkepni, að finna keppinaut sfnum það til foráttu/ Það virðist óhyggilegt að eggja hana með þesskonar brýningum. Hitt væri skyn- samlegra, að láta reynsluna dæma Landsverzlun til dauða og sanna um leið ágæti og lffsnauðsyn stórkaup- mannanna. Eu ef til vill óttast þeir, að fá ekki að lifi þann dag, sem færir þeim þann fögnuð. Dánardægur. Látnir eru nýlega Þórður Guðmundsson, sem kallaður var Spítala-Þórður. Hann var búinn að vera um 22 ár á Sjúkrahúsi Akur- eyrar, en lengst af rólfæ% og tók þar maigt handarvik. Hann var jaínan glaður f bragði og hress, þrátt fyrir vanheilsu, og vinsæll af öllum. Krabba- mein varð honuin að bana. Ennfremur Björn Arnþórsson frá Hrísum f Svarf- aðardal. Hann lézt að Syðra-Dalsgerði 22. þ. m. Jarðskjálffa varð vart ú Akureyri þann 23. þ. m. Var ]iað aðeins lítils- háttar kippur. Ekki hefir frézt um að meiri brögð hafi verið að honum annarsstaðar. Gjaldeyrislánið. Eftir viðtaii við mann í Rvík f gær, hefir stjórnin enn ekki tekið lánið. Sagt, að sú hafi verið tilætiuhin að taka lánið mestmegnis í Englardi. En nú falli gengi Sterlings- pundsins grfðarlega, svo lántaka f Englandi virðist verða óálitlegri meðftn svo er. Ekki verður því neitað að stjórnin virðist hafa verið heldur úrræðasein í þessu lántökumáli, að vera enn að velta því fyrir sér síðan um þing. En svo miklar geta verið hermar málsbætur, að varlega er um þetta daunandi. Samt sem áður gerir Dagur sig ekki ánægðan yfir þessum gangi málsins fyrri en þær málsbætuf koma á daginn. Goðafoss, hið nýja skip Eimskipa- félags íslands, er væntanlegur hingað til Akureyrar í dag. Hestur, 6 vetra gamall, þægur í allri brúkun, er ti! sölu hjá Jötii Samsonarsyni, Qarði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.