Dagur - 17.09.1921, Blaðsíða 2
146
DAGUR
37. tbl.
að sætta sig við það síðar, að bregða
tönn á 28. gr. samvinnulaganna.
Aðaltilgangur greinarinnar á víst
að vera sá, að sýna fram á, hversu
fráleit rangsleitni, geræði og heimska
það þafi verið, að setja lagafyrirmæli
um skattgrundvöli samvinnufélaganna
á þann hátt, sem það var gert og
hrífa þau undan geðþóttavaldi and-
stæðra niðurjöfnunarnefnda og hamla
þvf, að þær gætu farið, í gegnum
samvinnuveizlunina, ofan í vasa bænda
og tekið þar það, sem til vantar, f
austurstrog misviturra fjármálastjórna
f bæjum landsins. Að minsta kosti
er mikið af stóryrðum f sambandi við
þá ákvörðun löggjafarvaldsins. Mót-
mælin eru í einum kafla greinarinnar
bygð á fullyrðingum um það, að félögin
hafi alls ekki gert almenningi neitt
gagn, fram yfir það sem kaupmenn
hafi gert og hafi þessvegna engan
frekari rétt til ívilunnar en þeir (ísf.
35. 2. d.). í öðrum kaflanum eru þau
bygð á þeim íullyrðingum, að sam-
vinnufélögin séu auðvaldið f landinu,
vegna þeirra miklu sjóða, sem bændur
hafi með samvinnuverzluninni safnað
sér. Þau séu því einskonar hringur
(trust), sem séu að kúga alla aðra
menn í landinu og noti mátt sinn, tU
þess að velta af sér gjaldabyrðum yfir
á aðra. (ísl. 37- 3 d ). Þessar tvær
gagnstæðu fullyrðingar um að félögin
hafi ekki gert almenningi neitt gagn
og að þau hafi gert almenning, sem f
þeim er, að auðvaldi, sem geti kúgað
alla aðra, reka sig beint hvor á aðra
og má ekki milli sjá, hvor undir
verður í svo alfrjálsri samkepni, enda
er Jóni sennilega jafnant um bæði
þessi ástfóstur sfn.
í 36. tbl. kemst Jón að þeirri niður-
stöðu, að aamvinnuverzlanirnar hafi
alls ekki veitt félagsmönnum betri
verzlunarkjör en kaupmenn sfnum
viðskiftamönnum. Hinsvegar er því
ekki neitað, að verzlunarkjörin hafi
verið jafngóð, nema þar sem hann
minnist á, að smákaupmaður einn
auglýsti einn sekk af rúgméli með
því sem næst Landsverzlunarverði, en
Landsverzlunarverðið var þá búið að
setja niður fyrir kaupfélagsverð. Sé
nú þessu slegið íöstu, að beggja megin
hafi verið jafndýrt selt, hvernig er
þá hægt að halda. því fram, án þess
að gera sig hlægilegan, að verz'.unar-
kjör samvinnumanna hafi í engu verið
betri og að það sé ósannað og ósann-
anlegt, að félögin hafi komið til leiðar
minkuðúm útgjöldum við daglega
eyðslu (ísi. 39. 3. d.), en að þau hafi
þó safnað svo miklum sjóðum fyrir
félagsmenn, að þau séu orðin auð-
valdið í landinu? Jón neitar því senni-
lega ekki að allir þessir sjóðir, nema
Innlánsdeilcl, er beiniinis sparað fc
með samstarfinu, fyrir utan árlega upp-
bót í viðskittareikninga og þó hafa
kaupfélögin ekki selt dýrara en kaup-
menn, svo ekki sé meira sagt. Naumast
er ór.nað hægt, pn að kenna í brjósti
um þann mann, sem rýfur svona niður
með annari hendinni, það sem hann
byggir með hinni. Sá málstaður er
ekki vel staddur, sem hefir þvílíkt
»forsvar«. Jón getur til hvorugrar
hliðar vikið sér, án þess að lenda í
sfnum eigin rökvillusnörum.
í 36. tbl. fer Jón mörgum lítils-
virðingarorðum um Sigurð Jónsson
fyrverandi ráðherra. Hann kemst að
þeirri niðurstöðu, að honum sé um að
kenna öll vandræðin á verzlun og
atvinnumálum, sem við eigum nú við
að stríða og telur það sérstaklegan
vott um ábyrgðarleysi og ranglæti
samvinnumanna að hafa stutt hann til
ráðherradóms. Honum þykir það bera
vott um ófagurt innræti, að setja sam-
vinnumann, til þess að vaka yfir vel-
ferð fslenzkrar kaupmannastéttar, bónda
ofan úr sveit, til að sjá um sjávarút-
veg og um siglingar, sem á þeim tím-
um hafi verið svo miklum erfiðleikum
bundnar, að allar þjóðir hafi falið þær
Eérfróðuui snillingum. Samkvæmt þess-
ari röksemdaleiðslu mætti ætla að
vandfundinn hefði verið maður í þetta
sæti. Það hefði verið jafnmikil fjar-
stæða, að fela kaupmanni ^ð sjá um
velferð íslenzkra samvinnufélaga, út--
gerðarmanni að sjá um landbúnað,
siglingafróðum manni um alla aðra
atvinnuvegi o. s. frv. Þegar það er
athugað, hvað tímarnir í stjórnartíð
Sigurðar voru erfiðir, einkum siglingar
og verzlun og að á þeim árum eign-
aðist fslenzka þjóðin stærri' skipastól
tiltölulega við fólksfjölda en nokkur
önnur þjóð f heimi, að aldrei varð
vöruskortur í landinu, að árin voru
uppgangsár fyrir atvinnuvegina, að
Landsbankinn var hrifinn úr langvar-
andi ófremdarástandi 0. s. frv., þá
standa samvinnumenn kinnroðalausir
vegna þess manns, sem gat leyst af
hendi öll þau verkefni, sem ekki var
annara meðfæri, en að minsta kosti
þriggja sérfræðinga, samkv. rökleiðslu
Jóns, — og fór frá embætti sínu með
fullri sæmd. Samvinnumenn þurfa að
minsta kosti ekki að blygðast sfn
írammi íyrir Jóni, sem getur ekki
dregið nokkra pennadrætti um opin-
ber mál, án þess að verða sér til
minkunar. Það eru litlar líkur til, að
hann sé fær um að dæma um stjórnar-
störf Sigurðar. Fyrst og fremst sakar
hann Sigurð um þá skatta, sem hann
telur fþyngja atvinnuvegunum. En ef
einum ráðherra verður um þá kent
fremur en öðrum mun það vera fjár-
málaráðherrann. Það er ekki sfldar-
tollinum að kenna, að útgerðarmenn
hafa með frjálsri samkepni komið sín-
um eigin atvinnuvegi á kné; ekki Sig-
urði að kenna, að sum togarafélögin
borguðu út 100% arð á veltiárunum
og stóðu svo uppi með tvær hendur
tómar, þegar á bjátaði. Ekki heldur
honum að kenna, að veltufé íslands-
banka var bundið f mishepnuðu fisk-
braski o. s. frv. Orsakirnar til ófarn-
aðar í atvinnuvegunum er að finna í
hinni frjálsu . samkepni, en ekki f
stjórnargerðum Sigurðar frá Yztafelli.
(Meira)
Símskeyfl.
Reykjavík, 16. september.
, # /
I síðustu orustu hafa Grikkir
mist 18,000 matina, en Tyrkir
12,000,
Tollstríð er hafið milli Noregs
og Portugals.
Rússar háfa hafnað hjálpar-
skilmálum bandamanna.
Stjórnarráð Islands tilkynnir
hver séu ensku lánskjörin. Lán-
ið er að upphæð 500,000 sterl-
ingspund, veitt til 30 ára, með
7°/o. AfföII 15°/o og auk pess
l°/o póknun fyrir að útvega lán-
ið. Tolltekjurnar eru sérstaklega
trygging fyrir láninu.
Óhug hefir slegið á almenn-
ing hér syðra yfir Iánskjörunum.
Fréttaritari Dags.
Úr öllum áttum.
Spunavélar. í síðasta tbl. Dags
auglýstu þeir bræðurnir Bárður og
Kristján Sigurðssynir að þeir tækju
að sér að smíða spunavélar fyrir al-
menning. Fyrir forgöngu Heimilis-
iðnaðarfélags NorðurIandsaer að komast
talsverður skriður á þessa iðnaðarum-
bót. Bárður og þeir bræður báðir
smfðuðu allmargar vélar fyrir félagið
s. 1-. ár, sem voru svo seldar út um
sveitir og hafa gefist vel. Ein af
þessum vélum var send á sýninguna
f Reykjavfk nú í sumar og hlaut þar
fyrstu viðurkenningu og lauk dóm-
nefndin lofsyrði á allan frágang vélar-
innar. Dómnefndarmenn voru Jón Hall-
dórsson, trésmíðameistari, Magnús
Benjamfnsson, úrsmiður og ungfrú
Kristjana Pétursdóttir frá Gautlöndum.
Bræður þessir hafa nú þegar all-
mikla reynslu f smfði þessara. véla.
Þeir eru sömuleiðis æfðir í því að
fara með þær við vinnuna og geta
þvf ábyrgst að þær séu ekki eingöngu
nothæfar heldur ágætar. Báðir eru
þeir snjallir smiðir og sérstaklega
vandvirkir að dómi allra, sem til þekkja.
Almenningi er þvf óhætt að treysta
því, að vélar þeirra verða góðar og
væri óskandi að alþýða mknna snúist
sem mest að þvf ráði, að framleiða
góðar vörur úr okkar góðu en verð-
litlu ull.
Vínsmyglun. Tröllasögur ganga af
vínsmyglunarmáli, sem upp hafi komið
á Siglufirði. Sagt er, að þangað hafi
komið þýzkt skip með tunnur og sait
í þeim erindum að kaupa sfld, en að
gjaldeyrir þeirra hafi verið vín, sem
þeir földu f salttunnunum. Rannsókn
hefir staðið yfir f þessu máli og var
lögreglustjóri Siglfirðinga svo önnum
kafinn, að hann gat ekki gefið blaðinu
neinar upplýsingar og gat heldur ekki
sagt um það, hvenœr hann mundi
geta verið við því búinn.
Göngum frestaö. í Eyjafjarðar-
sýslu hefir göngum verið frestað um
viku f 4 hreppum. Hrepparnir eru
Saurbæjarhr., Öxnadalshr., Skriðuhr.,
og Glæsibæjarhreppur.
Þríveldasambandið. Svo semkunn-
ugt er eru Mbl., ísaf. og Lögrétta
runnin saman f eitt. Þeir sem höfðu
að staðaldri keypt ísaf. og Lögréttu,
þessi tvö stórveldi frá stjórnarbaráttu-
árunum, bregður f brún, þegar þeir
brjóta nú upp strangana og sjá: alt
er sama tóbakið og báðar eru orðnar
einskonar safnþrær fyrir þá mola, sem
falla af borðum broddborgaramálgagns-
ins í Reykjavík, Morgunblaðsins. Þetta
telja sumir vera svik við kaupendur.
Vegur ísafoldar minkaði fljótlega,
þegar hún var vanin undir Morgunbl.%
Nú er sagt að dagar hennar eigi að
vera taldir um næstu áramót. Þá fær-
ist ógæfan yfir á Lögréttu eina. Fáir
héfðu trúað því á stjórnarárum Hann-
esar Hafstein3, að eftir nokkur ár
rynni sama blóð í æðum þeirra Lög-
réttu og ísafoldar, báðar flyttu sömu
greinar og sami maður væri ritstjóri
beggja. Ekkert sýnir eins glögt og
þetta, að hinir fyrri stjórnmálaflokkar
eru steindauðir og ekkert eftir af
þeim nefna nöfnin, sem sumir stjórn-
málamennirnir hanga á af ræktarsemi
og ef til vill af skilningsskori á því,
að hin poltfska þungamiðja hvflir nú
á alt öðrum grundvelli en áður fyrri.
Eitt er gott við áður nefnda blaða-
samsteypu. Hún er bygð á skilningi
á því, hvert stefnir í politíkinni. Með
henni er hlaðið svo sterkt varnarvfgi
íyrir íhaldið og hyllendur frjálsrar
samkepni sem kostur er á f bili. Sú
álman, sem gerð er af Lögréttu, er
f
sjálfkjörið brjóstvirki Jóns Magnússon-
ar. Tæplega verður barist innbyrðis f
virkinu. Þeir, sem meta meira fylgi-
spekt við gamlan og mætan heima-
stjórnarmann, heldur en heilbrigða
flokkaskíftingu f landinu, komast tæp-
lega hjá þvf, að ganga innfyrir múra
Mbl. nú á næsta þingi. Yflrlitið, sem
þá fæst yfir hópinn, verður spor í
áttina, til þess að þjóðin geti um
næstu kosningar sent menn á þing,
sem vita hvar þeir eru staddir.
Málverkasýning Jóns Þorleifsson-
ar sunnudag og mánudag var vel sótt
og voru keypt af honum 3 málverk.
Á Seyðisfirði seldi hann 10. Ekki
þykist Dagur vera fær um að dæma
um málverkin. Mjög virðist vera fylgt
þeim stfl, sem nú er að tíðkast, þar
sem eru æpandi litir og skerandi lfn-
ur. Þó voru þarna málverk, sem mörg-
um munu falla betur f geð, mild og
laðandi. Má nefna Sólarlag í Horna-
firði og Útsýn yfir Vatnajökul um
nótt, sem eru líklega bæði snildar-
verk. Fleiri má nefna af svipaðri gerð.
Jón Þorleifsson fer héðan til Reykja-
víkur og sýnir myndir sínar þar og
fer svo til Parísar til þess að full-
komna sig f list sinni.
Goöafoss kom í fyrrakvöld. Meðal
farþega voru Sigurður Guðmundsson,
skólameistari og Guðmundur Bárðar-
son kennari. Dagur býður þessa menn
ásamt skylduliði þeirra hjartanlega vel-
komna til bæjarins og til starfsins,
sem þeir taka hér við. Með skipinu
kom ennfremur Jónas Rafnar Iæknir
með frú 3inni og syiii. Komu þau
vestan frá átthögum frúarinnar í Húna-
vatnssýslu, þar sem þau hafa dvalið
nokkrar sfðustu vikur. Fleiri komu og
með skipinu, sem blaðið kann ekki að
nefna.