Dagur - 08.10.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 08.10.1921, Blaðsíða 2
158 DAGUR 40. tbl. því, að veltuféð, sem atvinnuvegirnir safna á hendur fárra manna, verði notað eins og þeir einstaklingar telja sér vera gróðvænlegast í bili, en síður til þess að tryggja atvinnu- veginn og tryggja almenningi at- vinnu. Á meðan vel lætur í ári bera verkamenn'. úr býtum ef til vill ríf- lega það, sem þeir þurfa til hnífs og skeiðar. En þegar á bjátar er skipunum iagt í lagi og verkamönn- um sagt, að sjá fyrir sér sjálfir. Á meðan þessir atvinnuvegir eru reknir með fé einstakra manna og á ábyrgð þeirra eingöngu, á meðan þeir eru gróðafyrirtæki einstaklinga en ekki atvinnufyrirtæki almennings vofir yfir þeim sú hætta, að þeir stöðvist, þegar illa lætur í ári. Á meðan leikin er skollaleikur áhættu- brasksins með framleiðsluna, verður árangur vinnunnar hverfull og óviss og alþýðan, sem hefir lífsviðurværi sitt af þessari atvinnu, á það sífelt á hættu, að komast á verðgang at- vinnulega. Pessir atvinnuvegir komast ekki á fastan grunn nema þeir séu reknir eftir öðrum stefnumiðum en nú gerist. Ágóðinn, sem vinst fram yfir ríflegan tilkostnað, þarf að verða Iagður til tryggingar atvinnuveg- unum sjálfum, þannig að gróði mæti óhjákvæmilegum halla. Á þann hátt verður frekar komist hjá stöðvun og atvinnuleysisvandræðum, þegar að sverfur. Pví verður ekki komið í kring á annan hátt, en að verka- fólkið beri hlutdeild f ábyrgð og hlotnist jafnframt hlutdeild í ágóða. Þá eru sölusamtök fyrsta sporið. Margir gætnustu og framsýnustu sfldarútgerðarmenn eru þeirrar skoð- unar, að nauðsynlegt sé, til trygg- ingar atvinnuvegi þeirra, að hafa ein- hverja skynsamlega takmörkun á veiðinni og sölusamtök. Togaraútgerðin er sú atvinnu- grein sem mjög mikið veltur á fyrir landið. Það er þessvegna skylda bankanna og ríkisvaldsins að hlynna að honum. En jafnframt þeim hlunn- indum þarf að koma eftirlit og ihlutunarréttur um, að atvinnuvegur- inn sé rekinn samvizkusamlega, ekki með hag togaraeigendanna eingöngu fyrir augum heldur og almennings. Á meðan þessir okkar uppgripa- mestu atvinnuvegir eru reknir sem gróðafyrirtæki einstakra manna en ekki sem atvinnufyrirtæki fyrir al- menning eigum við sífelt á hættu að þeir gefi harmabrauð f aðra hönd. Á meðan almenningur tekur ekki þátt í ábyrgð og ágóða veröa verkamálin aldrei Ieyst. Pað er þýð- ingarlaust fyrir andstæðingana að reiða til höggs þau vopn á sam- vinnumenn, að þeim sé um að kenna ófarnaðinn. Meinsemdirnar liggja í misskilningi flestra þeirra, sem hafa þessa atvinnu með höndum á þegn- félagslegu hlutverki sínu og á því, hvað atvinnuvegunum sjálfum muni vera fyrir beztu. Reynslan hefir þegar brotið vopn- in í höndum þeirra og ófarnaöurinn verður því meiri, sem þeir leitast lengur við að koma skuldinni á aðra, í stað þess að athuga sinn gang, eins og hygnum mönnum sæmir. f A Vesturvegum. VIII. Á snjóplógi. Snjófallið á sléttufylkjunum í Kan- ada (Manitoba Saskatchewan og AI- berta) er mjög mismunandi. Suma vetur fölvgar þar aðcins. Aðra vetur kyngir snjónum niður. Þegar svo ber við, er erfitt að starfrækja járnbraut- irnar, einkum ef tiðin er umhleypinga söm og stormasöm. En það er hún oft, einkum ( febrúarmánuði. Þar sem brautirnar eru upphækkaðar, stöðvast ekki snjór á þeim til muna, en þar sem þær eru grafnar niður — gegnum hæðir og hóla — berst mikiil snjór á þær f byljum og skafrenningum. Á sllkum stöðum ber það við, að járn- brautarlestirnar komast ekki leiðar sinnar, heldur verða fastar f snjónum og komast hvorki aftur né fram. Þar sitja þær, þar til hjálp kemur —snjó- plógur með marga menn, sem moka með rekum snjónum frá lestinni beggja mégin og undan henni, þar til hún orkar að iosa sig. Þar sem samgöngur eru jafn tíðar og greiðar, sem i Kanada, tfðkast það ekki að menn safni birgðum til bús sfns svo miklu muni t. d. olfu, eldi- við o. fi., heldur kaupa jafnharðan til heimilisins eftir því sem þörfin krefur. Samgönguteppa, þó ekki sé um lengri tíma en 2 — 3 vikur, getur því orsak- að mikil óþægindi. Járnbrautafélögin leggja sig því fram, til þess að halda uppi óslitnum samgöngum, einkum þar sem umferðin er mest á aðal- brautunum, sem mega heita Hfæðar þjóðfélagsins. Þessvegna eru snjóplóg- arnir sffelt á ferðinni þegar snjóasamt er og haldá brautinni greiðfærri svo sem framast er unt. Á brautastúfum og hliðárgreinum aðalbrautanna, þar sem umíerðinn er minni og tekjur af rekstri brautanna rýrari, verður þó á þessu nokkur misbrestur atundum. Þá safnast snjórinn á brautirnar f djúpa samanbarða skafla, svo að sjálfir plóg- arnir komast ekki f gegnum þá, nema í mörgum atrennum. Og setjist þeir að í sköflunum eru þeir venjulega að mestu leyti á kafi f snjó. Þá þarf mannsöfnuð, til þess að moka rauf beggja vegna meðfram plógnum og gufuvélinni, hreinsa snjóinn undan hvorutveggja og af teinunum, svo að rekhjól vélarinnar grípi niðri og fái viðnám á brautarteinunum. Einn dag var safnað saman verka- mönnum í þorpinu Baldur og skyldum við fara með fólksflutningslestinni austur til næota þorps, sem var önnur endastöð á hliðargrein brautarinnar, og átti snjóplógur frá Winnipeg að koma þangað um kvöldið, taka okkur og fara út á þessa hliðargrein, sem vanrækt hafði verið, og hreinsa aí henni snjóinn. Það brást að plógurinn kæmi um kvöldið og vorum við látnir fyrir berast f fólksfiutningsvagni óhit- uðum og fengutn ekkert matar, nema þurt brauð og ost, sem plógstjórinn kom með f fanginu, og auk þess kalt vatn. Hrfðarbylur var og frostharka, svo fremur var óvistlegt þarna. Morguninn eftir kom plóglestin. Er þar fyrst að nefna plóginn Hann er bygður Kkt og aðrir vagnar, nema framan á hon- um er skáflötur langur og stálvarin brún að neðan, sem liggur þvert yfir brautina um 3 þuml ofan við teinana. Þessum skáfleti er skift í tvent um miðju með nokkurskonar hníf eða skera, sem skiftir snjónum um miðja braut- ina. Ofan til líkist þessi skáflötur tveim veltifjölum sem varpa snjónum upp og út til beggja hliða. Næst á eftir plógnum var sjálfur gufuketillinn, en aftan f honum var matreiðsluvagn og vagn, sem okkur var ætlað að dvelja f, þegar ekki var unnið og aft- ast var vagn lestarstjórans og lestar- þjónanna. Nú var lagt af stað og eftir 3 atrennur komumst við gegnum fyrsta skaflinn. Lttið gerðist frásögu- vert fyrsta daginn. Þegar Iestio sett- ist að í sköflunum, komum við til með rekum okkar, til þess að losa báknið, þá fór hún aftur á bak V2—1 mflu enska; kom á fullri ferð og rendi sér f skaflinn á ný, bylti snjón- um af á 100—150 feta löngum spotta og settist svo að. Og á þessu gekk þar til hver skafl var unninn. Um kvöldið seint var sezt að á bersvæði og ferðin hafin á ný næsta morgun. Þá var kafaldsbylur, og fent f alt, sem unnist hafði að baki okkur. Um daginn var æfi okkar ill. Sífeldur mokstur f renningskófi og frosthörku þar til lest- in .var laus f hvert skifti. Hlupum svo alsnjóugir inn i plógiqn meðan lestin hljóp til baka og rendi f skaflinn á ný. Snjórinn bráðnaði á klæðum okkar svo við urðum meira og minna blautir og þegar út kom, frusu þau að okkur, svo okkur var erfitt um hreyfingar. Um morguninn kom upp misklfð á milli manna út af keti: Lá þá við sjálft að margir gengu úr vinnunni. Þó fékk plógstjórinn, sem um leið var verkstjórinn, miðlað svo málum, að eigi varð af, og voru menn sáttir að kalla. Voru íslendingar upphafs- menn að því uppþoti, enda höfðu þeir alia skömmina af þvf. Um kvöldið náðum við með naumindum til þorps, þar sem hægt var að fá kol og vatn handa vélinni, en að kvöldi annars dags þar frá vorum við þrotnir að hvorttveggju og áttum þá eftir um 6 mílur að endastöð brautarinnar. Nú voru góð ráð dýr. Um nóttina var unnið að þvf að aka vatni úr brunni sem var þar eigi allfjarri og ausið f ketilinn með fötum. Um morguninn var tínt saman alt sem unt var að brenna, járnbrautarbönd o. fl. Þá brut- ust menn heiman frá þorpinu með tvö sleðahlöss af kolum, um tvær sroálestir. Var nú á ný kyntur eldur, snjó mokað á vatnshylki vélarinnar og bræddur með gufu til vatnsdrýg- inda. Seint um daginn var haldið af stað. Sóttist ferðin seint. Þegar dimt var orðið, vorum við komnir heim undir þorpið Var þá enn eftir langur skafl og festist lestin f honum miðjum. Þegar við vorum að moka snjóinn frá lestinni, kom verkstjórinn til okkar og segir; »í guðabsenum, piltar, verið nú fljótir, þv( kolin eru nú næstum þrot- in.« Unnu þá allir af miklu kappi milii vonar og ótta um það, hvort okkur mundi takast, að ná inn til þorpsins, þar sem okkar beið kol, vatn, kaffi, vín og vindiar, gleðskapur og hvíld eftir harða útivist. Loks var mokstrin- um lokið, bjöllunni er hringt til merkis um að menn skuli forða sér frá, vilji þeir halda lffi og limum. Jötunarmar vélarinnar taka á hjólunum, en fast er fyrir, svo lestin þokast ekki úr stað. Vélin herðir á takinu, svo 5 feta há hjólin snúast undir þessu bákni og skafa stálið úr teinum en gneistarnir sindra f myrkrinu óg er sem eldgjörð sé spent um hjólin. Vélin neytir allrar orku ýmist aftur á bak eða áfram, unz hún losar lestina. Verkstjórinn hrópar: »Bfðið hér, þvf nú fer eg svo hart, sem vélin orkar.< Til baka fer lestin alt að mílu vegar og gerir svo áhlaup á skaflinn harðara og djarfara en nokkurt áður. Verkstjórinn er einn í plógnum. Hann situr upp í yfirbyggingu sem er á plógnum þar sem hann sér út um glugga. Hann hefir vaid á blásturpfpu vélarinnar og gefur vélstjóranum merki, er hann vill auka hraðann, en það merki er tvö snögg og stutt hljóð. Áfram kemur lestin hægt og þungt fyrst f stað og varpar öndinni mæðilega. Tvö stutt hljóð heyrast og vélin eykur skriðinn. Aftur og aftur heyrast tvö stutt hijóð og skriðurinn eykst jafnt og þétt, unz vélin stritar af öllum mætti með tfð- um og snöggum hvellum, reiðilegum og djúpum sogum, en eldstrokan stendur um strompinn í loft upp. Menn standa á öndinni, þegar báknið nálgast með ofsalegum hraða. Allir vita að þetta er glæfraför; — að hér er teflt á tvær' hættur. Brautin er óslétt og ótraust. Engu má muna, að alt hlaupi af sporiuu og fari í eina kös. Lestin ruggar og hnykkist til. Samt er hert á ferðinni unz hún ræðst á skaflinn og þeytir snjónum f stórum stykkjum hátt f loft tii beggja hliða. Og hún tekur það sem eftir var í einu áhlaupi og veður f gegnum alt að tvö hundruð feta langan skafi, án þess að hraðinn minki til muna. Um leið og lestin rennir út úr skaflinum blæs hún með löngum seim, stanzar og bíður okkar. AUir eru glaðir. Vígið er unnið. Um kvöldið gerum við mat og viudlum beztu skil, en að morgni byrjar ferðin til baka. Eg segi ekki frá henni, því það yrði að mestu endurtekning á því, sem sagt er hér að framan. Alt gengur lfkt til og þó naumast eins erfiðlega. Eftir nfu daga komum við til baka frá því að hreinsa snjóinn af 50 enskra m(lna löngum brautarstúf. Úr öllum áttum. Bai)kastjórinn nýi. Georg ólafs- son hefir verið skipaður bankastjóri við Landsbankann. Hér v skulu ekki bornar neinar brigður f hæfileika þessa manns, heldur bent á þann politfska blæ, sem er yfir þessari embættis- skipun. Georg Ólafsson er, eins og kunnugt er, einn af aðalmönnum Verzl-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.