Dagur - 08.10.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 08.10.1921, Blaðsíða 3
^40. tbl. DAOUR 159 lCppboðsauglýsing. Kunngerist: Ár 1921, föstudaginn 14. p. m/ verður selt við opinbert uppboð bjargað góss frá m.sk. »Rigmor% er strandaði i Djúpuvík á Árskógsströnd 28. f. m., svo sem: Matvæli, segl, kaðlar, legufæri o. fl. og ef til vill skipskrokkurinn sjálfur með öllu, sem í honum er. Uppboðið hefst kl. 12. á hádegi. Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum við Djúpuvík. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 8. okt. 1921. Steingrimur Jónssog unarráðsins og einn aðstandandi Morg- unblaðsins. Hann er sá, sem hefir haldið uppi fyrir hönd þess flokks andróðri gegn saonrinnulögunum. Frá politísku sjónarmiði er þessi afstaða mannsins ekkert óeðlileg. Nú mun það ekki talið neitt ósæmi- legt að ráðherra hafi ákveðna stefnu í þjóðmálum. En það er kuanugt, að atvinnumálaráðherrann hefir ákveðna stefnu og enginn efast um, að hann fylgir henni af hjartans sannfæringu fyrir því, að hún sé þjóðinni fyrir beztu. Stefna hans er Landsverzlun með vissar vörutegundir. (Sbr. einka- sölufrv. á síðasta þingi) og félagsieg samvinna landsmanna um almennan verzlunarrekstur. Þetta er hans stefna. Nú mun það ekki talið óeðlilegt eða ósæmilegt að ráðherra beiti veitingar- valdi sínu þannig, að fremur sé hlynt að þeim stefnum, sem að hans áliti og eftir hans hjartans sannfæringu eru þjóðinni fyrir beztu, heldur en að hanh skipi í þau embætti, sem mjög mikið veltur á, fyrir stefnurnar menn, sem eru þeim mjög andstæðir. Enginn vænir Pétur Jónsson, ráðherra um hlutdrægni vegna persónufylgis og vináttu, en því erfiðara verður að skilja þær tvær bankastjóraskipanir, sem farið hafa fram nýlega. Allir vita að atvinnumálaráðherrann vill vera »loyal«. En hans »loyalitet« birtist með undar- legum hætti. Hann tekur af allan grun um, að hann vilji beita valdi sínu sfnum mönnum til geðþekni á þann hátt, að beita því svo, sem þeim er allra andstæðast og ógeðþekkast. Þó flokksfylgi sé á þenna hátt sett í hættu, er það minna vert hinu, að stefnurnar sjálfar séu fyrir borð bornar. Pað getur tæplega nokkurt »loyalitet« réttlætt. Lánskjörin. Eftir því sem The New Statesman hermir var um sama leyti og íslenzka ríkislánið var þoðið út i London annað lán boðið þar út fyrir hérað eitt á Nýja Sjálandi. Það lán var nofckru stærra. Þegar hlutfalls- legur samanburður þessara lána er tekinn, verður kjaramunurinn þessi. Þeir fá sitt lán með 4% afföllum; við með 15x1 = 16%. Þeir borga Allir kaupendur blaðsins, sem skulddfyrir éldti árganga og geta ekki náð til neins af inn- heimtumönnum þess, eru beðnir að greiða nú þegar skuldir sinar beint til ritstjórans. t»ingeying:ar! Greiðið andvirði blaðsins til kaup- félagsstjóra Sig. Sigfússonar Bjarklind f Húsavfk eða kaupfélagsstj. Ingólfs Bjarnasonar, Fjósatungu. Grýtubakka- hreppsbúar greiði áskriftargjöld sfn til Kaupfélags Eyfirðinga, Akureyri. Skagfiröingarl Greiðið alt sem þér skuldið fyrir blaðið og áskriftargjöldin framvegis til kaupfélagsstjóra Sigfúsar Jónssonar, Sauðárkróki eða kaupfélagsstjóra Guðm. Ólafssonar, Stórholti í Fljótum. Kaupendur Dags á Akureyri geri aígreiðslunni tafarlaust aðvart, ef vanskil verða á blaðinu. 6°/o vexti; við 7%. Við fáum útborgað af láninu 12% minna en þeir eða 1.200.000 kr. Við borgum um 100.000 kr. méira í vexti. Við útvegun íslenzka lánsins gekk auk afíaHanna I % eða um 100.000 kr. til einhverra milliliða. Þetta hefir ef til vill verið óbjákvæmi- legt. En menn spyrja hvort sendiherr- ann okkar, sem er talinn einn af okkar færustu mönnum, hefði ekki getað umgengist þetta og einhverjir þeir fjármálamenn, sem rlkið hefir á að skipa, svo ekki hefði þurft að fleygja 100.000 kr. af fé þjóðarinn f vasa einhverra óvalinna milliliða. Heyrst hefir ennfremur að félögin brezku, sem útveguðu lánið, hafi boðið það út til almenning þar fyrir gi°/o. í vasa félaganna rennur þvf mis- munurinn á 91 og 8 5 0/0 eða 600.000 kr. Varla er hægt að segja annað, en að ýmsum hafi tekist að »mata krók- inn,« þegar lán var tekið fyrir hið fslenzka ríki árið 1921. Símskeyti. Reykjavík, 8. okt. Branting myndar sennilega jafnaðarmannastjórn í Svípjóð. Bandaríkin neyða Englendinga og Japani til að takmarka víg- búnað; hóta ella viðskiftastríði. Nýir samningar milli Ira og Englendinga. Fréttaritari Dags. Akureyri. Hjónaefni. Ungfrú Guðlaug H. Kvar- an, kenslukona fráBlönduósi og hr. Sig- urður Kristinsson, frámkvæmdastjóri, Akureyri birtu trúlofun sfna í gær- kvöldi. Ungfrú Hulda Guðmundsdóttir Péturssonar, útgerðarmanns hér í bænum og Gunnlaugur Jónsson verzlunarmaður hjá Kaupfélagi Verka- manna birtu trúlofun sfna 29. f. m. Hjónaefnin tóku sér far með Islandi til Reykjavlkur. Gunnlaugur gengur í Samvinnuskólann næsta vetur. Dagur óskar hvorumtveggja hjónaefnanna til hamingju. Skipafregnir. Sterling kom hingað fyrra föstudag og fór vestur um til Rvíkur. Sirius kom á þriðjudaginn og fór austur um og til útlanda. Ville- moes kom f gær og tekur ket fyrir Sambandið hér við fjörðinn. Frímann B. Arngrímssoi) hefir í hyggju að gera enn ákveðna tilraun að brenna kalk úr skeljum. Hann bið- ur því alla sjávarbændur beggja megin Eyjafjarðar og í Hrísey að halda til haga kúskeljum, þegar þeir fara að veiða þær til beitu nú í vertfðinni. Verkfrœðingurinn Ó. Sandeii sá, sem staðið hefir fyrir byggingu stífl- unnar f Glerá f sumar, fór heimleiðis með Sirius. Nýr tannlæknir er komin til bæjarins. Frú Caroline Espholin kona Jóns S. Espholin kaupmanns auglýsir að hún opni lækningastofu 15. þ. m. Gagnfrœðasl;ólinn var settur eins og lög standa til þann 1. okt. Skóla- meistarinn nýi, Sigurður Guðmundsson setti skólann með langri ræðu og merkilegri. Hann mintist mjög ræki- lega fyrrirrennara sinna Hjaltalíns og Stefáns skólameistara. Hann gerði talsvert ítarlega grein fyrir skilningi sfnum á hlutverki skólans; þeim kröf- um, sem yrði að gera til hans, og þeim kröfum, sem yrði að gera fyrir hans hönd ekki eingöngu til löggjafar- valdsins heldur til Norðlendinga. Hann benti á, hversu það væri mikilsvert skilyrði fyrir velgengi skólans að hann væri borinn á höndum umhyggjusam- rar alþýðu, sem styrkti hann með fé- gjöfum, gjöfum til bókasafns hans og annara safna. Hann talaði að lokum til nemenda sinna mjög ástúðlega en jafnframt alvarlega. Sérstaklega verður Dagur að lýsa samþykki sfnu og ánægju yfir þeim skilningi skólameistarans, sem kom fram f ræðunni, á hlutverki þessarar og allrar fræðslustarfsemi, að tilgang- ur hennar megi ekki vera bókleg fræðsla eingöngu, heldur miklu fremur andlegur og siðlegur þroski. En sá þroski fáist ekki nema mikið sé um verklegar æfingar, auðugt og starfsamt íélagslíf og náin kynni, samstillingu og samvinnu kennara og nemenda. Það mun ekki veita af því að skóla- menn okkar vakni til þessa skilning á hlutverki skólanna. Vfgslubiskupinn séra Geir Sæmunds- son, sem kendi dönsku í skólanum s. 1. ár, lætur af því starfi, en við tek- ur ungfrú Hulda Árdís Stefánsdóttir .skólameistara. Árni Þorvaldsson, ensku- kennari skólans, er í utanför og er væntanlegur heim um áramótin. í fjar- veru hans kennir Lúðvfk Sigurjónsson enskuna. Ennfremur, er eins og mönn- um er kunnugt, nýr kennari f nátt- úrufræði fenginn að skólanum. Ber öllum saman um, að þar hafi orðið fyrir vali ágætur maður, sem Guðm. Bárðarson er. Hann er þegar orðinn þjóðkunnur sem vfsindamaður. En vfs- indamenskuna hefir hann stundað með Nýjar bækur i bókaverzlun Sig. Sigurðssonar, 1921. Sn. Sturluson: Heimskringla. Sig. Nordai: Snorri Sturluson. M. Þórðarson: íslenzkir listamenn. G. Gunnarsson: Sælir eru einfaldir. Ben. Gröndal: Gamansögur; Goethe: Faust I. Ricard: Nfu myndir úr Hfi meisarans. Reinfels: Gull og æra (saga). Sigurj. Jónss.: Fagrihvammur (saga). G. Sheldon: Angela (saga). Fechner: Lffið eftir dauðann. Lao-Tze: Bókin um veginn. Ný lesbók handa börnum. A. Þormar: Hillingar. F. Munk: Danmörk eftir 1864. S. Þórðarson: Um hæstarétt. I. Einarsson: Dansinn í Hruna. Þ. Grönfeldt: Matreiðslubók fyrir sveitabæi. G. Guttormss.: Bóndadóttir (kvæði). J. Friðfinnsson: Ljósálfar (sönglög). Loftur Guðmundss: Sönglög I.-II. G. Guðmundss.: Mjólkurfræði. Þ. Þorsteinsson: Heimhugi (kvæði). St. Pétursson: Byltingin í Rússlandi. Margeir Jónsson: Torskilin bæjanöfn. Minnisbók bænda. Mikill mannamunur (saga). Tímarit Þjóðræknisfél. II ár. Sindri. Eimreiðin, Morgnnn II ár. Réttur. Syrpa, Iðunn, Andvari 1920, Þjóð- vinafél. bækurnar 1921 o. fl. o. fl. Sömuleiðis mikið af útlendum fræði og skemtibókum, kenslubókum fyrir gagnfræðanemendur. Allskonar ritföng, sem selt er svo ódýrt, sem unt er. Bækur teknar til bands. búmenskunni. Munu vera fá dæmi þess, að menn hafi haft þau tvö járn í eldinum og brent hvorugt. Nemendur eru ekki komnir allir enn, en búist er við, að þeir verði um ioo. 2. og 3. bekkur verða að þessu sinni báðir tvískiftir. Raforkuveitan. Vinna við aflstöð- ina er nú hætt fyrir nokkru. Vinna var hafin 7. júlí. Til jafnaðar unnu að verkinu 30 menn og 3 hestar. Tfmakaup var kr. 1.25 á klst. Fyrir mann og hest var goldið kr. 2.00 á klst. Ákvæðisvinna reyndist til jafn- aðar kr. 1.4*0 á klst. Var talsvert af

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.