Dagur - 05.11.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 05.11.1921, Blaðsíða 2
174 DAOUR 44. tb!. merkið væri, að geta verið sammá'la um, að varpa slíku frá sér þegar f stað. Við eigum svo óhemju mikið af siðlegum viðfangsefnum, sem meiri manndómur er í að fást við. Þau við- fangsefni verða ekki tæmd fyrst um sinn, svo hætta sé á, að við stöndum uppi ráðalausir með að hafa eitthváð, til þess að þroska ckkur á. Viður- eignin við áfenga drykki er áreiðan- lega ekkert sáluhjálparskilyrði. Slfkt er blekking. Meðan við erum ekki orðheldnari en við erum, ekki hrein- skilnari og sannari ménn f umgengni hver við ann&n, en nú gerist næstum alment; meðan eigingirnin sveigir fjölda manna frá sannfæringu sinni og réttu máli, þurfum við ekki á brennivfni að halda, til þess að verða menn. Ef viðureignin við spiritus er nauðsynlegt þroskaskilyrði ætti svo að vera eigi sfður um hin önnur eiturlyf, sem hafa svipaðar verkanir. Sú viður- eign ætti að vera eigi sfður þroska- vænleg. Sala þeirra er þó bönnuð með lögum og þykir sjálfsagt. Það hlýtur að vera af gáleysi, að andbann- ingar heimta ekki frjálsa 'sölu á öllu sliku dóti. Úr því að þeir telja viður- eignina við eiturlyf nauðsynlegt þroska- skilyrði, ætti þeim að vera það kapps mál, að sú viðureign gæti orðið sem mest og fjölþættust. Þvi er miður, að hjá öllum fjöldan- um af andbanningum ræður eigingirnin f þessu máli en ekki umhyggjusemi fyrir siðfágun þjóðarinnar. Ef hið sfðar- nefnda réði, mundu þeir, sem hæst lætur f, gefa almenningi betra dæmi, þeir mundu fylgja kenningum sfnum fram í verki og telja menn af áfengis- nautn meira, en raun hefir á orðið. Því betur eru margir andbanningar til, sem tala af sannfæringu um málið og breyta samkvæmt því, en þeir eru venjulega hœglátastir. Það eru drykkju- rútarnir sem hæst hrópa um siðspill- ingaráhrif þeirra laga, sem banna þeim að sýkja og eitra umhvetfi sitt f mannlífinu. Naumast er hægt annað, en að verða hraðorður, þegar hræsnin og þjóðlýgin brjótast þannig til valda. Þessu skyld eru þau veðrabrigði, sem mjög mikið bólar á. Menn minnast þess að á sfnum tfma áttu bindindis- félög og Reglan ekki upp á pallbor'ið hjá þeim, sem tignuðu vínguðinn. Gegn bindindinu var þá haldið fram alveg sömu röksemdum og nú er haldið fram gegn banninu. Það þótti meira en ómannlegt að leggja á sig bönd bindindisheitsins. Hitt þótti meiri manndómur að vera frjáls og kunna að stjórna sér. Alveg samskonar rök- semdum er nú haldið fram gegn banninu. Aðeins sá munur að þjóðin öll er komin f stað einstaklingsins áður. En veðrabrigðin eru þau, að þeir, sem nú lasta bannið, eru óþreyandi að lofa og dásama bind- indishreyfinguna gömlu, sem þeir áður höfðu á hornum sér og töldu blett á óháðri þroskunarviðleitni þjóðar- innar. Ekki er nema eðlilegt, að slfkar röksemdir slái f baklás fyrir sjónum heilskygnra manna og heilindin verði tvfsýn, þegar siðfágunin er gerð að höfuðástæðu f rökræðum háværustu andbanninga. Mikið hefir verið um æaingar á báða bóga f þessu máli. Eg hefi aldrei getað verið mjög æstur f mál- inu. Álft það vera tvfsýnan hag fyrir stefnuna. Eg hefi getað látið mér lfða vel f hópi þeirra, sem hafa haft vín sér til gleðskapar, meðan i hóf he/ir verið stilt. En mfn reynsla hefir verið sú, að eg hefi aldrei séð vín haft um hönd, og hafi verið gnægtir víns, f samkvæmum á ferðalögum og við önnur slfk tækifæri, að það hafi ekki verið misnotað einhverjum til hrygðar, skaða eða skammar. Þess- vegna er það, að eg álft viðureignina við ofnautn víns of Iítilmótlegt sið- legt viðfangsefni. Lft eg svo á, að mesta þroskamerki, sem þjóðin gæti sýnt f þessu máli væri það, að varpa þessu frá sér, gangast öll undir bindindisheit og halda það. Eg mun þvf fylla fiokk þeirra manna, sem gera þá kröfu til þjóðarinnar og halda áfram að krefjast þess, hversu marga fleiga sem andstæðingunum kann að auðnast að reka inn f þetta mál. Nú horfir málinu þannig við, að andstæðingarnir hafa fengið óvæntan byr undir vængi, þar sem eru hinar margumræddu spásku kröfur. Nú er því af andbanningum haldið fram, að hér sé aðeins um að ræða samning milli rfkja á hreinum kaupsýslugrund- velli. Aðalatvinnuvegur þjóðarinnar sé i húfi, ef nú sé ekki slakað til á banninu. Þetta er lævfsleg tilraun að villa almenningi sýn yfir málið. Incflutnings- höft á fiski með óbærilegum tolli og innflutningsbann á áfengi er runnið af ólíkum rótum. Vínbannið er reist á grundvelli siðmennilegrar kröfu en fiskurinn verður jafnan metinn til efnalegs verðmætis. Það reynir því á að velja á milli munns og maga annarsvegar en siðmenningarviðleitni hinsvegar. Ef erlent ofurvald neyðir okkur til að falla frá siðlegum kröfum með hótun um toll á saltfiski, sem er vara Spánverjum jafn nauðsynleg eins og okkur er vínið ónauðsynlegt, þá er þar um kúgun að ræða frá hendi þeirrar þjóðar, sem metur sinn hag meira en siðmenningarstarfsemi okkar. Vel getur svo farið, að við verðum af illri nauðsyn að beygja okkur f málinu. En þá verður það ekki annað en sárasta móðgun gegn okkur, kinn- hestur frá hendi ribbaldans, siðmenn- ingu okkar veitt það tilræði, er mun fylkja iiði f landi hér, sem sigrar, ekki eingöngu fslenzka acdbanninga, heldur og Spánverja. Akureyri. Brúöhjól). Uungfrú Gunnlaug Júlfus- dóttir frá Hvassafelii í Eyjafirði og hr. lyfsali O. C. Thorarensen á Akur- eyri voru gefin saman í hjónaband á heimili brúðarinnar fyrra laugatdag. Dagur óskar brúðhjónunum til hamingju. Kolaverðið í bænum er hátt samanborið við verð f Reykjavík. Kolin eru um þessar mundir seld á kr. 100 lægst, en f Reykjavfk selur Lands- verzlunin kol fyrir 80 kr. tonnið. Það sér á að Landsverzlun er hætt að keppa um þessa verzlun hér f bænum. Er leitt til þess að vita, að bæjar- búar skuli þurfa að kaupa þessa bráðnauðsýnlegu vöru 2 5°/o hærra verði, en hún er seld f Reykjavík. Eða mundi þetta verð vera eitt af heilbrigðiseinkennum frjálsrar sam- kepni hér f bænum ? Óeirðir hafa orðið f bænum undan- farið. Utanbæjarmaður gerði vart við komu sfna f húsi einu á Oddeyri á óviðeigandi hátt með þvf að drepa högg á húshliðina á næturþeli. Maður- inn bafði verið við öl og vildu hús- ráðendur ekki að kunningi mannsins, sem bjó í húsinu leyfði honum gist- ingu líklega af ótta við óspektir, sem hefðu komið sér illa, þvf f húsinu var veik kona. Næturvörðurinn var sóttur til þess að halda reglu, en þá voru komnir til viðbótar tveir bæjarmenn og voru eitthvað druknir. Barst leikur- inn út úr húsinu og lenti í slagsmál- um milli þessara tveggjá bæjarmanna og næturvarðarins. Gunnar Snorrason sló næturvörðinn og reif af honum föl. Hinn maðurinn Jakob Olsen tók og þátt f þessu handalögmáli. Voru allir þessir menn kallaðir fyrir rétt. Utanbæjarmaðurinn, Brynj. Sigtryggs- son, var sektaður um 20 kr. fyrir höggið f húshliðina. Jakob Olsen um 40 kr. fyrir óspektir og Gunnar Snorrason um 200 kr fyrir óspektir og barsmfð, auk þess var hann dæmdur til að greiða næturverðinum 75 kr. fyrir skemdir á fatnaði. FjármÖrHum er verið að safna í bænum um þessar mundir, til undir- búnings hinni fyrirhuguðu markaskrá og hefir verið útbýtt eyðublöðum til manna, sem gefin hafa verið út f þessu augnamiði. En ekki hafa svipað því ailir bæjsrbúar fengið þessi eyðu- blöð og er sagt, að þau séu þrotin hér f bænum. En mörkin eiga að vera tilbúin og send Benedikt Einars- syni á Hálsi eigi síður en 15. þ. m. Verður því að vinda bráðan bug að því að koma þessari markasöfnun í kring. Skólatombóla. Nemendur Gagn- fræðaskólans halda tombólu kl. 7 f kvöld heima i skólanum til stýrktar fánasjóði skólans. Meðal annars, sem verður þar til skemtunar, er erindi, sem Lárus kennari Bjarnason flytur f sambandi við eðlisfræðislegar tilraunir. Skemdir urðu á vélbátum Höfð- hverfinga og Hríseyinga hér á höfn- inni sfðastl. miðvikudag. Bátarnir komu þann dag hingað inn eftir og hafði að minsta kosti einn þeirra meðferðis um 20 skippund af saltfiski. Autt var við Oddeyrartangann, en fiskeigendum þótti langt að aka fiskinum þaðan á ákvörðunarstað og freistuðu að kom- ast inn að Torfunefsbryggju, en Poll- urinn vár lagður nýrendum fs. Lögðu bátarnir f fsinn og brutu sér leið upp að bryggju. En svo fóru leikar að göt skárust á tvo þeirra og 3ökk báturinn með fiskinum við bryggjuna. Þriðji báturinn skemdist til muna. Skaðinn á fiskinum mun verða tals- vert mikill. Fyrirspum. Er það lögum sam- kvæmt að sekta þann mann, sem flytur eina flösku af vfni f land úr skipi, um kr. 50.00, en annan, sem flytur 15 flöskur f land úr sama skipi, aðeins um kr. 100.00. Gert ráð fyrir að það sé í fyrsta skifti, sem hvor um sig er sektaður fyrir slfkt? Ólögfróður. SVÁR. Sektarupphæðin fer ekki nema að nokkru leyti eftir magni þess víns, sem flutt er í land. Ýmsar að- stæður koma jafnframt til greina. Knýjandi aðstæður geta hamlað þeim, sem flytur cina flösku, frá því að flytja meira, en honum er trúandi til þess, þegar ástæður leyfa. Brotið sjálft er aðalatriði og saknæmi þess fer eftir atvikum. Þau atvik þurfa að vera kunn, til þess að hægt sé að svara spurningunni, sem hér liggur fyrir. Ritstj. Símskeyti. Reykjavfk, 4. nóv. Briand hefir fengið traustsyfir- lýsingu með 599 gegn 178. Bandalagið sendi Ungverjum harðorða kröfu og heimtaði af- vopnun peirra, en Bretar vilja ekki að Ungverjar séu beittir harðýðgi. Hinsvegar ráðgera Bretar, að senda herskip eftir Doná og handtaka Karl stroku- keisara. Austurríki vill að Karl segi af sér konungdómi par í landi. Neiti hann, á að kveðja saman ping og afnema kon- ungdóminn með Iögum. Pjóðverjar telja skiftingu Slesíu vera kúgunarbrögð gegn sér. Þeir ganga nauðugir að kostun- um, en mótmæla peim. Finnar lofa að víggirða ekki Álandseyjar og halda par ekki her. Svíar láta par við sitja. Norsku kosningarnar féllu pannig: Hægrimenn 56 ping- sæti, vinstrimenn 37, kommun- istar 29, bændaflokkurinn 18, socialistar 8. Hægrimenn og sumir bændur eru andbanning- ir. Hinir pingmennir eru flestir eru með banni. Rússar hafa boðist til að við- urkenna ríkisskuldirnar, ef peir fái viðurkenningu og verzlunar- frið við aðrar pjóðir. Vesturríkin hóta Bandalaginu hörðu ef pað Ieitist við að kúga Ungverja. Austurríki lýsir yfir hlutleysi sínu, ef til ófriðar dragi. Engir samningar takast enn milli skipaeigenda og sjómanna. Togararnir liggja aðgerðalausir. Búist við að sum togarafélögin Ieysist upp með gífurlegu tapi, af pví að skipin voru keypt í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.