Dagur - 26.11.1921, Blaðsíða 4

Dagur - 26.11.1921, Blaðsíða 4
188 BAOUR 47. tbl. hammAai Ný lesbók. Gefin út að tilhlutun Kennara- arafélagsins á Ak- ureyri: Préntsrniðja Björns Jónssonar, Akuréyri, 1921. 1 formála bókarinnar segja útgefend- urnir, að henni sé ætlað að vera tengi- liður milli 3. og 3. heftis eldri les- bókarinnar, þar sem 3. heftið hafi verið alt of þungt til þess að lesa það strax á eftir hinum tveimur. Þetta hefti er og nokkru stærra en hvert hinna og er ætlast til að það dugi til lestrar heilan vetur. Efnið er fjölbreytt, bæði safnað úr eldri ritum fslenzkum, frumsamið og þýtt. Er efnið til þess fallið, að vera bæði skemtandi og þó einkum fræðandi. Fróðleiksmolar og smágreinar um merka menn og eftir- breytnisverða, kvæði og sögur, en heldur fátt af myndum. Tveir smágall- ar eru á bókinni. Efnisyfirlitinu er ekki raðað eftir stafrófsröð og höf- undanöfnin er hvergi að finna nema f efnisyfirlitinu. Þetta veldur tímatöf og óþægindum, þvf nú er sú tfzka, að vilja jafnan vitá hverjir eru höfundar að þvf, sem menn lesa. Það er fremur kennara en leikmanna að dæma um, hversu verk þetta er leyst af hendi. Viðleitnin er góð og kemur sjálfsagt að góðum notum. í sambandi við þetta er vert að benda á hvflfkt skipulagsleysi og handa- hóf ræður um alla okkar kenslubóka- gerð. Ýmsir ráðast f að semja kenslu- bækur, aem til þess þykjast færir. Jafnvel ekki fráleitt að menn kynnu að gera það f eigin hagsmunaskyni. Þetta er vont fyrir alla aðiia og eink- um þó nemendur, sem verða jafnt og þétt að kaupa nýjar og dýrar bækur sem gefnar eru út styrklaust af því opinbera. Við þyrítum, eins og bent er á f formála þessarar lesbókar, að koma á betra og skipulagsfastara kerfi f útgáfu lesbóka og allra kenslubóka til að koma f veg fyrir að fúskað verði f kenslubókasamningu af hinum og öðrum þjóðinni til stórkostlegra útgjalda og misjafnlega mikils gagns. Þessi lesbók er tilraun að tengja saman ósamstæða hluta og bæta úr þörf til bráðabirgða. Að þvf leyti er hún viðurkenningarverð þó hér verði ekki um það dæmt, hversu þetta hefir tekist frá sjónarmiði kenslunnar. Telur blaðið kennara bezt færa og þeim ekki ofætlun um það að dæma. Úr Svarfaðardal. Dagur minn! Eg get naumast sagt að eg sé bús- göngull að jafnaði, og dvel þar á ofan upp við fjöllin f fásinninu, við fjósa- verkin, eins og aagt var forðum við bóndann á Öxará. Bauð þó fieti mfnu sitjandann f þetta skifti með það eitt fyrir augum, að bjala við þig, meira mér til skemt- unar en þér til uppbyggingar. Fyrir hér um bil 3 vikum sfðan kvaddi sumarið okkur Svarfdælinga eins og aðra Frónbúa. Mátti sá timi beita kaldur og vossamur, er það dvaldi hér f bygð, að undanteknum nokkrum hluta júlfmánaðar, spratt þá gras yfir vonir fram, svo grasspretta á túnum og harðvelli var hér f betra meðallagi, en mýrlendi miður. Óþurk- arnir votu með meira móti. Langsöm og þráiðin norðan- og norðaustanátt ollu þeim vandræðum, að illmögulegt var að þurka hér heytuggu, sffeld þoka og rigning og krapaveður og upp í dalnum var ein sú hretviðrakviða svo löng, að naumast sá til sólar í háUan mánuð samfleytt. Rinn þá afréttar- fénaður mjög til bygða og olli skemd- um á ógirtu landi. Hey voru yfirleitt linþur í garð búin og fór það mjög að vonum f slfku tfðarfari. Það var eins og náttúran væri ákveðin f þvf, að virða að vettugi alla þá framsýni og viðleitni til bærilegrar heyverkunar er mensk byggja getur framleitt.* Hitnuðu hey víða, eiukum töður, úr hófi fram og er ekki enn séð hverjar afleiðingar það hefir. En það var ekki eitt sem þessi dauðans tfð hafði f för með sér. Þann- ig brást alment uppskera matjurta hér f sveitinni. Kutöflu- og gulrófnarækt hefir verið stunduð hér nálega á hverj- um bæ um langt skeið, til matbætis og búdtýginda. Og þar sem mörgum bóndanum mun nú vera örðugt um kornvörukaupin, þá er það mjög til- finnanlegt, er þessi grein búnaðarins hefir svo af stóli steypst. Þá gerði illkynjuð kvefsótt (inflú- ensa) vart við sig hér f sumar, eink- um á Ðalvfkinni óg nokkrum bæjum f grend við hana. Komu ýmsir allhart niður af völdum hennar og af þvf far- aldri eða afleiðingum þess dó ein af efnilegastu húsfreyjum sveitarinnar. Það mun þvf mega svo að orði kveða, að þetta nýliðna sumar hafi mörgum reynst andstætt og ógott til fengs og ánægju. Þegar svo þar við bætist dýrtíð og tilfinnanlegt verðfall á íslenzkum afurðum, þá er sfzt und- arlegt, þd að efnalegar ástæður al~ mennings séu heldur bágbornar. Og svo hefir þá veturinn heilsað okkur, snjóugur, gaddfreðinn og svip- illur og er sem bann spái ekki góðu. Vertu svo sæll. Þinn Rutiðlfur í Dal. * Stórt er að orði kveðið og er blað- inu forvitni á að vita, hvort Svarf- dælingar hagnýti sér votheysgerð svo sem verða má. Náttúrunni hefir ekki tekist með óþurkum að virða að vettugi þá framiýni og viðleitni, sem f henni felst, annarsstaðar, hvað sem er í Svarfaðardal. Rilsíj. E-G-G daglega keypt í Sjúkrahúsi Akureyrar. CRitstjóri: JÓNAS ÞORBERGSSOJJ S Prentari: OpDUR BjÖRNSSON } 40 hesfa ,Bolindervél/ 2 ára gömuJ, óskemd, er til sölu með tækifærisverði. Peir sem kaupa vilja, snúi sér sem fyrst til Bjarna Benediktssonar, kaupm. Húsavík. Samband Isl. Sam vinnu féaga útvegar beint frá verksmiðjunni hið viðurkenda, ágæta Mc. Dougall’s BAÐLYF. TIL LEIGU er búðarpláss á góðum stað í bænum. Laust frá nýári eða 14. maí eftir atvikum. Semja ber við Kristjái) Halldórsson, úrsmið. 1 kommóða og 3 ferðatöskur (mjög vandaðir munir) til sðlu Nathan & Olsen. Hross í óskilum Mógrár foli, Iíklega fjögurra vetra gamall, er i óskilum á Sílastöðum j Kræklingahlið. Réttur eigandi gefi sig fram ög sanni eignarrétt sinn á folanum innan 17. des. n. k. og greiði áfallinn kostnað. Verði réttur eigandi ekki búinn að gefa sig fram innan ákveðins tíma verður hesturinn tafarlaust seldur. Síiastöðum 26, nóv. 1921. , Agúst Jónasson. Prjónasaumur: Sjövetlingar, HálfsokKar, Heilsokkar, er tekinn eins og að undanförnu í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.