Dagur - 10.12.1921, Síða 2
194
DAOUR
49. tbl.
þessa umhveifis, er kærkomin lang-
ferðamanninum, sem kemur úr ys
og þys stórborganna. Þó mér þyki
mikið koma til Alpafjalla, hika eg
ekki við að segja, að íslenzk fjalla
sýn er á sumum stððum á Iandinu
ekki eingöngu jafnoki að fegurð og
tign, heldur fremri sjálfum fjall-
kongum meginlandsins. Leyndar-
dómur íslenzkrar náttúrufegurðar er
samband vatns og Iands með þeim
hætti, sem því er fyrir komið og
ólíkt því sem fjallgöngumaður í
Alpafjöllum hefir af að segja. Við
og við sér hann smávötn, en fær
aldrei að anda að sér hressandi
sjávarloftinu. Þetta er hið sérkenni-
lega einkenni íslenzkrar fegurðar
eins og hún kemur mér fyrir sjónir
við strendur landsins.
Norðurströnd íslands einkum frá
Húsavik vestur á bóginn, er tignar-
leg og sviphörð. Traustir fjallarmar
reka klettahnefann i sjó fram. Harð-
ýðgissvipur þeirra ber vott um þá
baráttu, sem þau hafa háð um aldir
alda gegn öflum heimskautsins. Þrátt
fyrir alt standa þau upprétt ogsterk
eins og óbifanlegir kastalar fyrir á-
hlaupum úr norðurhöfum. Slíkur
mun og vera andi hinnar íslenzku
þjóðar, þjóðarinnar, sem eg ber
djúpa virðingu fyrir, vegna ýmsra
kosta hennar.
i. des. 1921. (Þýtt úr énsku).
Prestafélagsritið.
III. ár. 1921.
Fyrir þrem árum stofnuðu prestar
þessa lands og prestaefni með sér
félagsskap, sem þeir nefna prestafél-
agið. Eitt af aðalverkefnum þessa
félags varð auðvitað það, að koma á
fót tímariti fyrir kristindóms og kirkju-
mál. Eftir að Nýlt kirkjublað lagðist
niður, við andlát Þórhalls biskups,
hafði ekkert slfkt rit verið til, nema
Bjarmi, sem alla tfð hefir verið of
einhliða, til þess að geta talist mál-
gagn þjóðkirkjunnar íslenzku, enda er
honum algerlega haldið uppi af einum
manni, sem ekki stendur í þjónustu.
kirkjunnar. Margir höfðu sárt til þess
fundið, að við svo búið mitti ekki
standa, að ekkert kirkjumálarit væri
til í landinu, en eaginn varð þó til
að beita sér fyrir útgáfu þess, fyr en
prestasamtökin komust á, en sfðsn
hefir Prestafélagsritið verið gefið út
sem ársrit.
Þessi III. árg. ritsins, sem nú er
nýlega út kominn, er n arkir að
stærð, jafn vandaður að frágangi og
fjölbreyttur að efni og undanfarnir
árgangar. Auk ritstjórans (S. P. Sívert-
sens) skrifa 8 kennimenn og i Ieik-
maður f ritið. Biskup landsins á þar
tvö erindi, annað um Jón Ögmundsson,
hitt um Hans Egede. Prédikanir eru
þar eftir Harald Nfelsson, Ásmund
Guðmundsson og Þorstein Briem og
erindi eftir ritstjórann, Árna Sigurðs-
son cand. theol. og Arnór Sigurjóns-
son kennara,
Höfundarnir eru flestir nafnkunnir
menn. og hér ekki rúm til að rekja
efni hverrar ritgerðar um sig. Þó vil
eg sérstaklega benda á prédikun
Haraldar Níelssonar, er hann nefnir
hlutverk trúarbragðakenslunnar. Þó
ekki væri annað í ritinu ætti það er-
indi inn á hvert einasta heimili. Erindi
Arnórs Sigurjónosonar um ungkirkju-
hreyfinguna sænsku og Sigtúnatkól-
ann (frh, fiá fyrra árgangi) er einkar
fróðlegt og skemtiiega skriíað, og
erindi Árna Sigurðssonar um sænska
guðfræði og trú gefur Ijóat og skýrt
yfirlit yfir trúmálanmræður þær, er
spunnust út af ritgerð eftir prófessor
E. Linderholin, sem út kom 1919
Ritgerð þesai er nú komin á íslenzku
í síðasta heíti Iðunnar, en f erindi
Árna er sú hreyfing ra'cin, sem þessi
ritgerö vakti f Svíþjóð og ekki er
enn til lykta leidd.
Fyrsta ritgerðin í heftinu er eftir
séra Vaidemar Briem um séra Matt-
hías Jochumsson sem trúarskáld, og
sfðast eru ritdómar um erlendar trú-
málabækur, sem sérstaklega virðast
ætlaðir klerkum og kennilýð, en geta
þó étt erindi til fleiri. Er þar bent á
mörg rit og bækur, sem líklegt er,
að eigi nokkuð misjafnlega við smekk
þeirra manna, er trúmálabækur vilja
lesai Eu kost verður að telja það á
ritinu. að vilja vekja athygli lesend-
anna á sem flestu, sem um þetta
mál er skrifað, hvað sem öllum stefn-
um og skoðunum llður. Hver einstakur
lesandi verður auðvitað að velja það,
sem hann heldur að sér verði hugð-
næmast.
Nokkuð mun það draga úr útbreiðslu
Prestaíélagsritslns, að það er ekki á
boðstólum f bókaverzlunum og lítið
eða ekbert að þvf gert, að auglýsa
það. Sóknarprestum og öðrum félags-
mönnum er ætlað að sjá um útbreiðsl-
una, og mun því beinast að snúa sér
til þeirra, ef menn vilja eignast ritið.
Þegar Kirkjublaðið gamla var á
ferðinni, setti það sér það mark, að
komast inn á hvert einasta heimili.
Prestafélagsritið hefir ekki látið uppi
neina slíka heitstrengingu, en með
frjálslyndi sfnu og vlðsýni væri ekki
nema eðlilegt, að þvf miðaði nokkuð
áfram að því marki. Þótt því sé
stjórnað af einum af leiðandi mönnum
hinnar frjálslyndari guðfræðisstefnu í
íslenzku kirkjunni, þá hefir það þegar
sýnt, að það ætlar sér ekki að vera
neitt málgagn hinnar svonefndu nýju
guðfræði, heldur þvert á móti viil
það — og hefir tekist það hingað til
að mestu leyti — hefja sig upp yfir
öll ágreiningsatriði. Það vill flytja
lesendum sínum kristindðm, lifandi
kristindóm, en ekki neinar fastmótaðar
guðfræðiskoðanir, og er þvf ágætt
sýnishorn þess, hvernig hinir frjáls-
lyndari guðfræðingar okkar hugsa sér
»rúrrgóða þjóðkirkju*. Takist ritinu
að halda þannig áfram, þá á það
fyllilega skilið, að þvf sé vel tekið.
Og þó mörgnm finnis nú svo margar
ólíkar stefnur á sveimi, jafavel inoaa
þjóðkirkjunnar íslenzku, að varla sé
unt að synda þar milli skers og báru
og halda friði við alla, þó er þó sér-
hver viðleitni f þá átt virðingarverð,
og mér finst engan veginn örvænt
um, að Prestafélagsritinu muni tak-
ast þetta.
Steinþðr Guðmundsson.
Bréf frá Pingeying.
Dagur minn góður ! O.l héfir mér
ógnað að sjá, hversu fáliðaður þú
stendur af þeim, sem beita pennanum.
Einkum ógnar mér þó, hvað Þingey-
i»gar hafa verið hljóðir og afskifta-
lausir undanfarið. Varla getur það
heitið, að héðan hafi heyrst andlegar
stunur né hósti alt þetta ár. Líklega
geta þeir talið margt upp sér til
afsökunar, ef þeir þykjast þurfa að
afsaka sig, svo sem strit og áhyggjur
um efnahag sinn, baráttu við skuldir
og stirða veðuráttu. Ekkert aí þessu
er þó f niínum augum full afsökun
fyrir því, að láta svo sjaldan til sín
heyra og iiðsinna svo iítið þér og
þeim manni, sem leggur fram alla
krafta, til að byggja upp dugandi
málgagn hér fyrir norðursýslur, eins
og eS þykist sjá að ritstjóri þinn
geri. Án þess að eg telji þig galla-
lausan, Dagur sæll, verð eg að segja,
að mér hefir fundist til um það, hyað
vel þér hefir tekist, að balda þér á
kfli gegnum stotminu og Iáta aðal-
stefnu þína vera framsækjandi þó þú
hafir jafnan átt vfða f höggi og stund-
um við fjóra til sex höfuðféndur til*
veru þinnar f einu. En ekkt mátt þú
ofmetnast þó þú hljótir þessa viður-
kenningu frá einstaklingi, sem lætur
lítið á sér bera og skal eg þá jafn-
framt láta þig vita, að eg tel þér
hafa orðið á talsvert oft og vildi óska
að þú í framtfðinni legðir meira kapp
á, að temja þér siðprýði f rithætti
við hvern sem þú átt. En svo eg
víki aftur að sinnuleysi sýslunga minna
og annara að leggja eitthvað af mörk-
um til styrktar og eflingar sómasam-
Iegu málgagni fyrir Norðurland þá
minnist eg þess, að um það leyti,
sem þú varst endurvakinn, var talsvert
uppi í mörgum manni um það, að
við hér norður frá þyiftum að eiga
frjálslynt og íramsækið samvinnumál-
gagn. Jafnvel þó Tfminn sé okkar
málgagn og að vonum mjög útbreiddur
hér um slóðir, getur hann ekki í
smáutn atriðum unnið hlutverk fjúrð-
ungsmálgagns. En þessi orðaþytur virðist
ekki hafa verið studdur af neinni veru-
legti þörf eða áhuga íyrir þessu mál’.
Þetta hugtak »íjórðungsmálgagn« virð-
ist enn, sem komið er, eiga rér íá
ftök í hugum manna og allmargir
virðast vera fúsir að beygja sig undir
reykvískan broddborgarahátt, sem flæðir
út yfir landið með fólks3traumi og
b'.öóum Mér sýnast vera horfur á
þv/, að Reykjavík þrælki landíð meir
og meir ekki eingöngu Ijáthagslega,
heldur og andlega.
Mikill uggur er f mönnum hér sem
víðar yfir verðfalli landbúnaðörafurða
og vinskiítahorfum. Er það alment
mál, að nú þutfi að viuna meira til
viðreisnarinnar, heldnr eu að tala um
sparnað. Uppeldisahrif kaupfélagsins
virðast ekki hafa verið nógu mikil, til
þess að kenna mönnum að standa á
verði og taka í taumana við eyðsluna
nógu snemrna. En sfðasta ár með
almennu tapi bænda mun verða eítir-
minnilegt og hvetja menn til varfærni
í viðskiftum Það hefir verið látið
mikið af kaupfélasskipulagi okkar Þing-
eyinga og með réttu að sumu leyti.
Skipnlagið er gott, vegna þess að
gegnurn það er hægt að beita nauð-
synlegum táðstölunum með litlum
fytirvara Er vonandi, að til þess
verði tekið, eigi sfður en hjá Eyfirð-
ingum, sem heyrst hefír að f ráði sé
að gera, þó þeir standi lakar að vígi,
vegna þess að skípulagi þeirra þarf
eitthvað að breyta, til þess að koma
við skipulagsbuudnum sparnaði og
gera almenniugi fært að verzla áfram
félagslega. Er um það talað, að við
bér höfum ekki hagnýtt yfirburði okkar
skipulags á þessum þiengingatímum;
ekki fylgt því fram, svo sem skyldi
og af þvf sé ver farið en ella.
DáKtil óánægja er og vakandi hér
meðai þeirra manna, sem er ant um
kaupíélagið og samheldnina yfir þvf, að
allmargir af þeim, sem eru kallaðir
meiri háttar í búskap og viðskiítum,
verja gjaldeyri sínum meira og minna
í aðrar áttir árlega. Sérstaklega hlýtur
þetla að kcma sér iila á þessu ári,
þegar gjaldeyrisvörurnar eru gullsígildi
en íslandsbankaseðlar ógjaldgengir er-
iendis. Þó að þessir menn gangi ekki
á bak orða sinna við kaupfélagið,
þykir þetta ekki bera vott um jafn-
mikinn ssmvinnuþroska og stundum
er iátlð af að hér sé í sýslunni og
ætti að vera einna ábærilégastur hjá
þeim, sem framarlega standa og láta
talsvert á sér bera. Þetta hefir nú
raunar ekki svo sérlega mikla þýðingu
fyrir kaupíétagið viðskiítalega, en hitt
er öllu lakara, að það verður þess
valdcmdi, að misskilningur breiðist hér
út um þessi fjársölumál. Sá skilningur
gerir talsvert vart við sig, að þeir.
sem hsfi selt kaupmönnum fé á fæti,
séu þeir einu, er hafi rúmt um hendur
eínalega. Það á samkvæmt því að
vera gróðabragð og búhnykkur, að
selja kaupmönnum búsafurðir sfnar.
Vera má að þeir, sem þetta gera,
hafi af þvf einhvern stundarhagtiað,
vegna þess að kaupmenn leggja áherzlu
á, að fá vænt fé, sem þeir slátra til
sölu innan lands. Þeir bjóða því
stundum hærra verð fyrir þetta fé,
heldur en jafnaðarverð kaupfélaganua
verður, af því að kauplélögin hafa
ekki hagnýtt sér innan lands markað-
inn á sami bátt og kaupmenn.
Náttúrlega er það ekki annað en
það, sem við má búast, að einstakir
menn lfti meir á sinn stundaihag, en
velferðarniál kaupíélagsins og við þetta
er lítið að athuga annað en þann
misskilning, sem af þessu rfs, að
betra sé að verzla við kaupmenn en
kaupléíög með búsafurðir sínar, því
ef um nckkurn hagnað er að rasða, er
orsökin náttúrlega sú, hversu fáir það
eru, sem geta setið við þenna eld.
Það er bætt við að verðlagið hjá
kaupmönnum mundi breytast tii þess
lakara, ef þeir ættu að taka á móti
rnikium hluta af niðurlagsfé bænda.
Það er leitt og ekki vel farið, ef
þessi fáu dæmi um þá, sem hagnýta