Dagur - 23.12.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 23.12.1921, Blaðsíða 2
102 DAGUR 1 51. tbl. timans, sem kemur meö heilaga stund. Stjörnuskygni á himni. Hæg- lát noröurljós. Kyrð, íriður og há- tign! Oleðileg jðl! Nýjar bækur. Ólafía Jóhannsdóffir: Dé Ulykkeligste. — 2. Udgave. Frede- rikstad. 1920. Ágætlega akrifuð bók og íslending- um til sóma. Góði lesari. Þú sem lest svo mik- ið; fáðu þér heldur þessa bók og lestu hana, heldur en einhvern bann- settan reyfarann, sem þú eyðir tíman- um f að næra þig á. Því þessi bók er bæði fróðleg til að kynnast eitur- lofti stórbæjanna og hún vekur mann til að hugsa um þær syndir og sjúk- dóma, sem fáum eða engum er unt að lækna. Hjá sumum vaknar máske Fariseahugsun, en hjá öllum betur inn- rættum glæðist auðmýkt við að lesa þessar dæmisögur. Þær sýna svo vel hvað freistingar, og segjum — tæki- færissyndir—, geta gert jafnvel gott fólk að glæpamönnum. Eg heimsótti Ólafíu í Kristjaníu í hitteð fyrra. Heimsótti hana þar sem hún bjó f einni smágötunni, innan um þær »bersyndugu«, sem hún var að hjálpa og vildi frelsa, einmitt sams- konar sálir og hún lýsir svo meistara- lega f bók sinni. . Ólaffa hélt sig ekki rfkmannlega, en þó þótti mér vistlegra f hennar stofu en á »Grand«* og óbreyttu réttirnir hjá henni smökkuðu mér bet- ur en dýrar krásir þar. Þvf Ólaffa gerir hvert hreysi vistlegt með vitur- legum og andrfkum samræðum, jafn- vel þó skiftar verði skoðanir um marga hluti. »Sys(ir« Ólafía var hún kölluð í Noregi, og hún átti sér þar og á sér enn ótal vini og velunnara víðs- vegar um land, af æðri sem lægri stéttum. Og eg hjó eftir því, að marg- ir voru þeir, sem litu upp til hennar með helgilotning. Þó efnalaus væri, hafði hún ætfð öðrum að miðla — »á lfkn við fátæka fátækt sfna ól.« Hvern- ig hún gat það, var flestum gáta og henni sjálfri, — en einhverjir göfug- lyndir efnamenn munu hafa sent henni gjafir og má gera ráð fyrir, að hún hafi skoðað þær lfkt og Elfas brauðið sem krummarnir færðu honum. Þegar þessar gjafir komu, gladdist hún yfir að geta ausið þeim út til bágstaddia, og gleymdi hún því þá oft hvað hún sjálf var þurfandi. Þesskonar harð- rétti mun það vera að kenna, að Ólafía hefir verið heilsulftil f mörg ár. Flestar sögurnar, sem hér ræðir um, fara illa. Rétttrúaðir vinir Ólafíu hafa kvartað um það við hana, að hún f fyrri útgáfunni af þessari bók, segi aðallega frá þvf, hve illa gengur að frelsa sálir. Þessvegna hefir hún f * Það er nafnkunnasta veitingastofan f Kristjanfu. Þar var Ibsen heitinn daglegur gestur. þessari nýju útgáfu bætt ofurlítið úr skák. En það er vitanlegt að það gengur illa að »frelsa« þær sálir, sem mest sýnast þurfa þess með, Gengur illa, jafnvel Ólaffu, sem mun þó vera með þeim sSnnkristnustu og hæfustu til að snúa fólki til betra vegar, því hún hef 'u jafnan sýnt ttú sína í verk- inu og hún lætur sér ekki nægja með eintóma þröngsýni andans. Við að lesa bókina, rifjaðist upp fyrir mér það sem gárungar sungu hér á árunum: »Ó, það er ömurlegt, hve Eriksen gengur tregt, að frelsa fólkið hér, feykileg þörfin er«. Ekki vantar þó að Evangelium sé prédikað. En *Herrann hefir sinn tfma« eins og þar stendur. Margir frelsast að vfsu, að því er sýnist við að umvcndast, og aðrir frelsast af ýmsum öðrum atvikum, en oft er það þá annaðhvort fyrir það, að þeir eru ekki eins afvegaleiddir og margur heldur, eða þeir eru í þann veginn að vðxa upp úr veikleika sín- um. Með aldrinum kulna ástrfðurnar. En sá tfmi er enn ekki kominn, að ráð séu fundic til að bæta siðferði þeirra, sem fyrir margfalt erfðaböl hafa spilt líkama og sál. Óskfrlffi er sumum ásköpuð og óviðráðanleg á- strfða. Þeir og þær eru öðruvfsi en fjöldinn. Þannig ert^margar af þeim sem Ólafia nefnir »de ulykkeligste*. Við vitum nú að þegar svo er, þá er einnig lfkaminn engu sfður óheil- brigður en sálin — þar er sérstakt og margháttáð ósamræmi f kirtlaþroska og kirtlastarfsemi lfkamans. Seinni ára uppgötvanir læknisfræð- innar, gefa okkur nokkra von um, að hægt muni verða að lækna óskfrlffis- ástrfðu og aðrar kynviliur, engu sfður en sýfilis. Maður samhryggist Ólafíu, þar sem hún f góðri viðleitni að leiða sfnar seku systur á dygðarinnar braut, rek- ur sig á, áð þær sumar finna sig ekki lengur eiga erindi meðal »siðaðra« manna. Þær er »fallnar«. Og »fallnar kanur« f augum fólksins eiga erfiðlega afturkvæmt upp á yfirborðið. Ólaffa segir með rettlátum þótta: »En enginn talar um »fallna menu«. Þeir mega lifa og leika sér og halda áfram að seiða systur sínar »f svarta hamarinn inn«. Þeir komast til vegs og valda og verða kvennagull á æðri stöðum. »Þar greyptu á kýlinu « Þarna er himinhrópandi ranglætið. En þar á kvenþjóðin nokkra sök, og þá ekki sfzt — þær sem frakkastar eru að kasta fyrsta steininum, og eru þó margar þeirra f bjarta sfnu óskfr- lffar sjálfar. »Að skilja er að fyrirgefa*. Hræsni og skinhelgi og skfrlífisuppgjörð, verð- ur ætfð til bölvunar f heiminum eins og hver önnur lýgi. Mikiil hluti þess skfrlífis sem menn halda vera dygð, er oft fjarri öllum hreinleik. Anatole France fer um það svofeldum orðum: »Það er ekki annað en feiknarleg hræsni, en mjög almenn (bætir hann við) og er f þvf fólgin, að ekki má nema f laumi tala um þá hluti, sem hugurinn löngum dvelur við«. Að svo mæltu vil eg að sem flest- ir lesi bók Ólaffu, fyrst og sfðast, til þess að kynnast góðri og stórhuga konu, þar sem höfundurinn er. Hún hefir slitið kröftum sfnum á að vilja vel og að reyna að bæta þennan syndumspilta heim. Það er ekkert á- hlaupaverk, en vel sé hverjum, sem notar krafta sfna alla meðan endast, öðrum til góðs — »til hjálpar hverj- um hal og drós, sem hefir vilst af leið. . Sieingrimur Matthíasson. Úr öllum áttum. FálkaorBan- Fyrir skömmu kom sú fregn að nýlega hefðu 28 menn verið sæmdir heiðursmerki Fálkaorðuna ásamt viðeigandi titlum. Yfirleitt mun mönnum blöskra að fé skuli vera fleygt f slfkt tildur og að menn skuli geta tekið við þvf eins og nú er komið atvinnumálum og fjárhag þjóðarinnar. Ekki verður annað sagt en að Jón Magnússon hafi Iátið hendur standa fram úr ermum við þenna þarfa og er engu Ifkara en að hann sé að keppast við að »krossa« gæðinga sfna, áður cn hans politfsku dagar enda. Allur almenningur hlær að þess- um »verðleika uppfyllingum* og þess ver ’ur ekki langt að bfða, að almenn- ingsálitið dæmi þær dauðar og ómerkar og að þær verði fremur hemdargjöf en sæmdar hverjum sem þiggur. Eitt af þvf, sem gerir þessar orður og titla ómerkar og óvinsælar er sú hlut- drægni, sem kemur fram f veitingu þeirra. Þær eru ekki yfirleitt veittar eftir verðleikum, heldur eítir stjórn- málaskoðunum og flokksfylgi. Að þessu mun auðvelt að færa gild rök, ef þörf krefði, en þetta er á allra manna vitorði. SHíðabiKar íslarjds. Skfðaféiagið á Siglufirði hefir gefið verðlaunagrip til eflingar skfðafþróttinni. Gripurinn kallsst Skíðabikar /slands. Á að keppa um hann árlega á Skfðamóti íslands og f fyrsta skifti f Siglufirði einhvern- tfma á tfmabilinu frá 15. febr. til 15. apríl. Oilum félögum innan í. S. í. er heimil þátttaka í þessu kappmóti. Þó þurfa keppendur að vera eldri en 18 ára. Enginn útlendingur má taka þátt f mótinu nema hann hafi dvalið á íslandi sfð stliðin þrjú ár. Siglfirð- ingar eru miklir skfðamenn og eiga þakkir skyldar fyrir áhuga sinn og viðleitni, að efla þá fögru og gagn- legu fþrótt. Verðlaunarifgerð. Stjóm iðnfræða- félaga íslands auglýsir, að það heiti 500 kr. verðlaunum fyrir bezt samda ritgerð um annaðhvort eftirtaldra efna: 1. Hvað eiga menn að gera, þegar ekki er hægt að stunda sjó og eyrar- vinna bregzt? 2. Hvað eiga menn að gera í sveitunum á veturna? Ritgerð- irnar mega ekki vera lengri en ein örk f Sindra (8 blaða brot). Þær mega ekki vera undirritaðar með nafni höf. heldur nafnið sent í sér- stöku umslagi merktu sama kjörorði og handritið. Hvorttveggja sé komið til formanns félagsins fyrir 13. marz 1922. Til að dæma um ritgerðirnar hafa valist þessir menn: Helgi H. Eiríksson form. félagsins, Pétur Jóns- son, atvinnumálaráðherra og Guðm. Finnbogason, prófessor. Stórveður fengu þeir báðir f hafi nýlega Lagarfoss á leið til Amerfku og Gullfoss á leið hingað frá Dan- mörku. Sagt er að þó nokkrar skemdir hafi orðið á skipunum en fregnir um þær ógreinilegar. Gleðiboðskapur blindum. Stórmerkileg uppgötvun til ýrnsra hluta nytsamleg. »Hvað skal blindum bók?« -r eða «hvað á blindur við bók að gera?« segir máltækið. Reynslan hefir verið þessi, að þegar maður er orðin blind- ur, verður hann að leggja bækur sfn- ar á hilluna. Að vfsu hafa fyrir löngu verið gerð leturspjöld með upphleyptu letri, sem blindum hefir verið kent að lesa, með þvf að þreifa sig fram úr stöfunum. Á blindrastofnunum hafa blindir átt kost á, með þessu móti, að kynnast ýmsum heimsfrægum rit- verkum, auk þess sem þeir þannig öðluðust undirstöðumentuu í almenn- um fræðum, en þar fyrir utan hefir þessi fyrirhafnarmikla bókagerð komið [ð litlu liði. Nú nýlega kemur sú frétt frá Lund- únum, að tekist hafi að gera blindum fært að lesa venjulegar bækur. Stafina geta þeir að vfsu ekki séð, en með hugvitsömu áhaldi (optofon), hefir tek- ist að láta þá læra að þekkja stafina gegnum heyrnina. Með þvf að láta Ijósdepla lfða yfir stafina í hverri lfnu, speglast Ijósáhrifin frá hverjum staf í áhaldinu, en um leið framleiðast stutt eða löng einkennileg hljóð fyrir hvern staf, sem heyra má gegnum móttöku- áhald talsfma (mikrofon). Þessu er með öðrum orðum Ifkt háttað stafrofi því, er loftskeytamenn og reyndar ritsfmamenn lfka, læra að lesa eftir hljóðinu, en hver stafur táknast með mismunandi löngum hljóðum og bilinu milli þeirra. Stafrofið lærist mjög fljótt við æfingu. Áhaldið sem breytir Ijósóhrifunum f hljóð, er grundvallað á þeirri athug- un (sem lengi hefir kunn verið), að málmur sá er seleninum nefnist, er tneð þeirri náttúru, að hann leiðir rafmagc vel f Ijósbirtu en mjög illa f myikri. Fyrir þetta breytist stöðugt rafstraumur sem leiddur er gegnum seleniumspöng í áhaldinu, þegar skift- ast á svörtu partar stafanna og bjartari bilin milli þeirra og innan þeirra, og má með þessu láta straum- in gefa ákveðið hljóð fyiir hvern staf eða hvert orð. Þannig verður það, að hinir blindu geta hlustað stafina og heyrt hvað f bókinni stendur. Jeg hefi þessa frétt eftir merkum dönskum augnlækni, K. Lundsgaard, sem hefir séð áhaldið og hlustaði á blinda stúlku lesa með hjálp þess

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.