Dagur - 30.12.1921, Síða 2

Dagur - 30.12.1921, Síða 2
206 DAOUR 52. tbi. dýpkað, skerunum dýpt í tnoldina eða teknir upp o. s. frv. Hanu sýnir hon- um ennfremur hvernig hann skuli skifta niður akrinum f sneiðar og plægja báðar leiðir. Hann varar við grýttum blettum í akrinum, þar sem gætilega þarf að plægja. Hann kennir honum að stjórna hestunum með ak- taumunum og með orðum og skipunum. Hestarnir eru fjórir eða fimm, oft- ast fjórir. Hver þeirra þekkir sitt nafn og hlýðir þvf. Þeir skilja einnig fyrirskipanir og hlýða þeim. Þeim er skipað fyrir hvort heldur þeir eiga að fara af stað eða nema staðar, standa kyrrir eða ganga aftur á bak, vfkja til hægri eða vinstri, ganga hratt eða fara gætilega. Svo hlýðnir eru vel tamdir hestar, að dæmi eru til að þeir detta dauðir niður af hræðslu, heldur en að hreyfa sig úr sporum, ef húsbóndi þeirra skipar þeim að standa kyrrum. Pilturinn, sem um var rætt, kemst fljótt að raun um það, að hestarnir eru beztu kennarar hans við plæginguna. Það er skemtilegt að veita því athygli, hversu hestarnir eru sívakandi við starfið. Sé grýttur blettur f akrinum biður sá, sem á plógnum situr, þá að fara gætilega og rekist plógurinn á stein stanza hestarnir þegar og í næstu umferð hægja þeir á sér sjálfkrafa á sömu stöðvum. Að- eins getur þá verið hætt við, að þeir geri sér tftt um að stanza og noti sér hvert minsta tilefni. plæginga- maðurinn kemst fljótt að raun um, að verk þetta er raunar mjög létt og skemtilegt. Það krefst aðeins mikillar aðgætni og samvizkusemi, þvf mis- munandi jarðvegur krefst þess að plógnum sé beitt misjafnlega. Hestun- um þarf einnig að geta nærri, sýna þeim umhyggjusemi og aðhlynningu. Hverjum vel hugsandi manni hlýtur að hlýna af velvild til þessara skepna, sem hann má treysta betur en sjálfum sér og hlýna af velvild til þeirrar menningar, sem hefir lyft sál skepn- unnar upp yfir blinda orku hennar (brutal force) og komið til leiðar slfkri samstillingu milli manns og hests og verkíærisins. sem báðir nota. Plógurinn hefir venjulega 2 skera og ristir tvo ca. 14 þuml. strengi. Akurmoldin er laus fyrir og hrynur auðveldlega sundur, því hún er plægð árlega. Plógurinn er vel hirtur; vand- lega borið á alla ása og hreyfijárn og á skera hans og veltifjalir railli þess sem hann er notaður. Þannig helzt hann jafnan spegilfagur og tilkippi- legur, hvenær sem er. Berum þetta saman við svipuð verk- brögð hér heima. Vesturfrá draga 4—5 stórir hestar plóginn í órætinni, lausri mold. Þeir geta þvf unnið f hægðum sfnum allan daginn og dag eftir dag. Hér heima er tveimur litl- um hestum beitt fyrir brotplóg f hörðu og rætnu þýfi. Að vfsu er á plógum þeim aðeins einn skeri, en þó eru þeir langtum þyngri f fs- lenzkri jörð heldur en akurplógur með tveimur skerum f sléttri jörð og lausri mold vestra. Enda er 4 hestum beitt fyrir brotplóga þar. Það er blátt áfram afskaplegt að sjá tvo fslenzka hesta brjótast um þýfinu hér heima og verða kúguppgefna á skammri stundu. Eins og áður er sagt er hestunum vestra stjórnað með orðum og fyrir- skipunum og hlýða þeir bverri skipun !viðstöðulaust. Hér heima ræður afls- munur eða þá fólska. Er aumt til þess að vita, að svo greindum skepn- um, sem fslenzkir hestar eru, skuli ekki einu sinni f bændaskólunum vera kent að hlýða fyrirskipunum. Viðbjóðs- legt blfstur er það eina sem íslend- ingar hafa látið sér hugkvæmast, að kenna hestunum að skilja. Þetta veldur oft miklum skapraunum, auknu erfiði og illri meðferð og getur oft valdið slysum. Plógarnir vestra eru vel hirtir, oifa borin á skera og veltifjalir f hvert skifti sem notkun er lokið, svo að þeir koma spegilfagrir úr moldinni eftir fyrstu umfcrð. Hér heima er plógnum hent hvar sem vera skal og óvíða hirt um að verja þá ryði. Fari menn um sveitir landsins, til þess að skoða jarðabótaverkfærin, sem til eru á vegum jarðabótafélaganna, hlýtur þeim að blöskra, sem séð hafa annað betra. Piógarnir liggja kolryðgaðir eins og Ieifar frá gamalli styrjöld. Sllk vetkfæri eru óhæfileg til notkunar og tauga sundur hestana. (Meira.) Yfirlýsing B. K. f 61. tbl. ísl. er glögt sýnis- horn af þvf, hvernig atvikin lftillækka óuppalda menn, sem láta stjórnast af blindu sjálfsáliti. Hann segir, að ritstj Dags hafi logið sig út úr sfoum eigin ávirðingum, þar sem hann hafi haldið því fram að ritstj. íslendings hafi skrifað aths. við grein B. K Fyrst og fremst er ritstj. Dags allvel kunn- ugt um hug umráðamanna ísl. til þessa ófrægilega skrifs. 1 öðru Iagi gat hann ekki trúað því, að B. K. gerði sig svo hlægilegan, að lýsa yfir því, að hann nenti ekk’ að birta áframhald og endir þeirra greinar, sem hann var búinn að skrifa, í blaðinu, sem flutt hafi 14 kapftula af henni, en væri til með að birta niðurlagið í öðru blaði. í þriðja lagi er útreið B. K. ritstj. Dags áreiðanlega ekki til neinnar minkunar, heldur B. K. sjálfum. En nú vill B. K um fram alt láta mönnum skiljast, að hann hafi af eigin hvötun hætt f miðjum klfðurn og að orsökin hafi verið letil Við þvf er auðvitað lítið að segja. Þessu trúir bara enginn lifandi maður og sfzt þeir, sem þekkja þenna hnakkakerta oflát- ung, sem hér á f hlut. Hvernig sem hann snýr sér f þessu máli og hversu stórorður, sem hann verður, er dæmi hans alveg einstætt f Íslenzkri blaða- mensku og framkoma hans í þessari viðureign frá fyrstu til sfðast hlægilega kjánaleg en um leið meðuumkunarverð. En sárast mun honum svfða, að spá- dómur Dags (22. tbl.) um að ofsi hans mundi lægjast við árekstur, skyldi rætast svo fljótt. Sá sársauki ætti að geta orðið honum til þrosk- unar. Akureyri. Jarðarför Karls Guðnasonar fór fram f gær. Hjónaefni. Trúlofun sfna birtu á jóladaginn þau ungfrú Jóhanna Þórðar- dóttir og Steingrfmur Kristjánsson bflstjóri, bæði til heimilis hér í bænum. Dánardægur. Á jóladaginn andað- ist að heimili sfnu hér f bænum hús- freyjaValgerður Arinbjarnardóttir, kona Daníels Gunnarssonar múrara. Einkasala. Hér með vill Dagur vekja athygli lesendanna á tilkynningu bæjarfógetans, sem birtist hér í blað- inu um einkasölu Landsverzluaar á tóbaki frá áramótum n. k. Jólaglaöningar. Sjúkiingarnir í Sjúkrahúsi Akureyrar hafa nú um jólin verið gladdir á ýmsan hátt eins og um undanfarin jól. Hjúkrunarfélagið Hlff hefir sent hverjum dálitla peninga- gjöf, ávexti, jólaspjald og gengist fyrir messu f sjúkrahúsinu á Jóladaginn. Hefir félagið gert þetta til margra ára. Spftalahaldarinn, Jón Guðmunds- son, hafði smfðað og gefið sjúkrahúsinu kertastiku grænmálaða handa hverjum sjúklingi og gefið þar með jólakerti. Úr Hamborg fengu sjúklingarnir ávexti og fleira góðgæti. Móðir og ekkja Jóhannesar sál. Þorsteinssonar halda uppi þeim hætti hans, að gleðja sjúkl- ingana um jólin. Eru allar þessar gjafir og glaðningar stórnotalegar og viðurkenningarverðar. Hafa margir sjúklingarnir óskað eftir því að Dagur fiytti gefendunum innilegar hjartans þakkir og mun vera óhætt að flytja það þakklæti fyrir hönd þeirra allra. Íílendingur í Winnipeg, sem viil ekki láta natns sfns getið, hefir gefið Hjúkrunarfélaginu Hlff peningagjöf. Átti hann inni hér í bænum upphæð, sem enn er eigi vfst, hversu mikil er og sem hann lætur ganga til félagsins »af því hann hefir heyrt þess getið að þvf, að gleðja sjúklinga um jólin.c Félagið hefir þegar fengið 300 kr. og er gert ráð íyrir að meira geti orðið. Fyrir gjöf þessa hefir félagið beðið Dag að flytja þessum fjarstadda, sam- úðarfulla landa alúðarfylsta þakklæti. Perlur Hér skulu enn tíndar upp nokkrar perlur, sem Einar á Stokka- hlöðum hefir skilið eftir f íslendingi þann stutta tíma, sem hann' hafði rit- stjórnina á hendi, nú fyrir skömmu. Grein með yfirskriftinni Framtíðarhorfur sem birtist í S9 tbl. byrjar með þessum gullvægu orðum: »Ef litið er yfir tfma- bil undanfarinna ára og ef byggl* væri á þeim undanlörnu tímum framtfðar- horfur lands og þjóðar, þá er því miður ekki glæsilegt tfmabil fyrir þjóð vora f vændum.« Sfðar í greininni stendur: »Eitt af því sem stjórnin lét framkvæma á þeim árum var úthlutun á ýmsum vörum til landsmanna sem dýrtfðarráðstöfun.* Og enn segir í greininni: »Skoðanir manna hafa verið á reyki til að bæta út þeim meinum, ♦Leturbr. Dags. sem landið og landsmennþjáir.* Árásar- grein á Kaupfél. Eyfirðinga f 61. tbl. byrjar á þessum Ijósu orðum: »Á þessum fjárhagslegu hættulegu tfmum ætti hver hygginn maður að hugsa út f það, að það er stór munur að hætta ekki verzlun sinni í tvfsýnu, Það er lfkast þvf að hætta sér út f kviksyndi, sem maður er f óvissu, hvort maður getur flolið til lands eða sokkið. < Fleira verður ekki tínt til. þó kostur sé margs fleira. Annaðhvort hefir Einar á Stokkahlöðum aldrei verið sérlega ritfær maður, ellegar honum er farið að förlast. Naumast er hægt að hugsa sér annað, en að sfþreytandi kvarnar- hljóð trufli þann mann, sem gengur svo illa frá ritgerðum sfnum. Leiörétting. f 59. tbl. íslendings hefir Einar Sigfússon á Stokkahlöðum skrifað rojög svæsna árásargrein á Kaupfélag Eyfirðinga. Væntanlega tek- ur formaður félagsins til máls eða einhver annar f atjórn þess, ef þeir telja ástæðu vera til að svara Einari. Hér skal aðeins að þessu sinni leið- rétt, það sem Einar segir um fyrir- lestur eftir ritstj, Dags f Tfmariti S. í. S. Einar segir að ritstj. Dags hallist þar frekar að pöntunarfyrirkomulagi. Þetla er rangt og uppspuni Einars. í fyrirlestrinum stendur (15. árg. bls. 122 ) »Um önnur þau frábrigði Kaup- félags Þingeyinga, sem áður voru nefnd, pöntun og kostnaðarverðsúthlut- un pantaðra vara skal eg ekki fjöl- yrða. Til þess skortir mig verzlunar- þekkingu. Eg get hugsað mér að frekar geti farið á milli mála, hvort þau at- riði eiga allstaðar jafnvel viðc þetta er alt og sumt sem í fyrirlestrinum stendur um pöntunarfyrirkomulagið. Fyrirlesturinn laut að skiftingH félag- anna f deildir með samábyrgð innan deilda með skuldatrygginguna eina fyrir augum. Ea milli þessa getur Einar ekki greint. Skrif hans sýna, að hann skilur hvorki upp né niður f þeim mun, sem er á pöntunarfyrir- komulagi og Rochdalefyrirkomulagi, þó hann sé sffelt að stagast á orðinu pöntunarfyrirkomulag. Að Einar um- hverfir og rangfærir, það sem liggur íyrir í prentuðum heimildum og fer þannig vísvitandi með rangt mál, gefur hugmynd um, hvernig það, sem enginn stafur er íyrir, verður í meðferðinni bjá honum, þessum alræmda moldviðris- manni. Gjafir til nauðstaddra barna f Austurrfki. Frá börnunum á Kraunast. 4, Hall- grfmur Guðmundsson Grfmshúsum 5, Jónína Jónasdóttir s. st. 2, Þóra Björnsdóttir s. st. 2, Guðfinna Jóns- dóttir Norðurhlíð 5, Sigurbjörg Þorláksdóttir Norðurhlíð I, Elfnborg Pálsdóttir Norðurhlfð 1, Kristján Jónatansson Norðurhlfð 2, Bjarney Helgadóttir Mula 2, Regfna M. Helga- oóttir Múla 2, Logi Helgason s. st. I, Haukur Helgason sama st. I, Helgi Jóhannesson Múla 5, Carólína Benediktsdóttir s. st. 20, Dagrún Jakobsdóttir Múia 2, Kristrún Davíðs dóttir Langavatni 10, Kristjana Jóns- dóttir Klambraseli I, Guðrún Bjarna- dóttir Rauðuskriðu 6, Kristjana Bjarna-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.