Dagur - 19.01.1922, Page 1

Dagur - 19.01.1922, Page 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. jú!í. Innheimtuna annasl ritstjóri blaðsins. AFOREIÐSLAN er hjá Jóni I>. í>ór, Norðurgötu 3. Talsími 112, Uppsögn, bundin við áramót sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. V. ár. Akureyrí, 19, janúar 1922. E-L-D-F-Æ-R-Á-V-E-R-Z-L-U-N. Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda- vélum, þvoffapoffum, ofnrörum, rörþnjám, eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirhggj- andi og selt með verksmiðjuverði. Panfanir afgreiddar ú f u m 1 a n d. Jón Stefánsson. Talsími 94. Akureyri. Flóaáveitan. I. Dagur 30. des. síðasti., flutti smá- grein um Flóaáveituna fyrirhuguðu, þar sem hann gat þess, að í ráði mundi vera að fela Jóni Þorlákssyni verkfræðing forstöðu verksins og jafnframt heitið á atvinnumáiaráð- herrann, að iáta slíkt ekkt koma fyrir að svo vöxnu máli og þess aö iok- um látið getið, að saga máisins yrði sögð hér í blaðinu síðar, ef þörf gerðist. Sama tölublaði barst, á síðustu stundu fyrir útkomu þess, símskeyti, sem tilkynti, að stjórnin væri búin að ráða Jón Porláksson, til að standa fyrir verkinu með 15. þús kr. árs- Iaunum í tvö ár. En nú með því að þessi stjórnar- gerð orkar mjög tvímælis, vegna ýmsra hluta, verður hér sögð í fáum dráttum saga málsins. pað fyrsta, sem framkvæmt var f málinu, var, að Búnaðarféiag íslands útvegaði danskan verkfræðing Tal- bitzer að nafni, árið 190ó og 1910, til þess að mæla og gera áætianir um skurði, uppþurkun landsins og til að gera uppdrátt yfir takmörk jarða og svo framvegis. Síðar fóru fram frekari mælingar, sem Jón ísleifsson framkvæmdi undir stjórn Jóns Þor- lákssonar og var þá að nokkru vikið frá áætlunargerð Talbitzers og henni breytt. Áriö 1916 er svo stofnað á- veitufélag með lögum og híuttaka lands ákveðin í fyrirtækinu, þannig, að ríkissjóður skyldi leggja fram >/4 hiuta fjár. Jafnframt var á- kveðið aö landsstjórriin skyldi í sam- ráði við stjórn Áveitufélagsins, ráða mann til að hafa yfirumsjón með verkinu. Sfðan lá málið í dvala, þar til innan lands ríkislánið var tekiö, en þá var svo til ætlast að ein milljón króna af þremur gengi til fram- kvæmdar verksins. Settu bankarnir það að skilyrði. Á síðast liðnu sumri fór að koma skriöur á málið. Stjórn Áveitufélags- ins kom til Reykjavíkur og átti tal við stjórn eða forseta Búnaðarfélags- ins um málið. Var þá svo að skilja að Áveitufélagsstjórninni væri það mjög hugleikiö, að Búnaðarfélagið tæki að sér, að hafa stjórn og fram- kvæmd verksins með höndum, enda alkunnugt að Búnaðarfélagið hefir í þjónustu sinni eina sérfróöa mann íandsins i þessari grein. Atvinnu- málaráðherra var þess og mjög fýs- andi. En áður en slfkir samningar eða ákvarðanir kæmust í kring, var haldinn annar fundur um málið í Reykjavík, þar sem saman voru komnir atvinnumálaráöherra, stjórn- arnefnd Áveitufélagsins og 2 eða 3 verkfræöingar og þar á meðal Jón Þorláksson. Hvað á þeim fundi gerð- ist, er ekki kunnugt, en upp úr honum urðu þau skringilegu veðra- brigði, að stjórn Áveitufélagsins sló upp á og reið heim, án þess að bera ráð sín frekar saman við Bún- aðarfélag fslands. Það næsta, sem gerist I málinu, er, að Jón Þorláks- son tekur sér ferð á hendur austur í Flóa, til þess að ræða málið frekar við stjórn félagsins og síðan þykir það hafa verið einsætt, að stjórn Á- veitufélagsins eða þeir, sem þar hafa ráðið mestu, hafi horfið fjær og fjær því ráði, að fela Búnaðarfélaginu framkvæmd verksins. Þykir þetta bera vott um, að Jón Þorláksson hafi talið það mikiu skifta, hvar yfir- umsjón með þessu mikla verki lenti bæði af fjárhagslegum ástæðuin og sennilega einnig af umhyggju fyrir þessu stórræði, sem veriö er að ráöast í. Eins og áður er tekið fram, virt- ist atvinnumálaráðherra vera þess fýsandi að Búnaðarféiaginu yrði fal- in framkvæmd verksins. Hið næsta, sem hann gerir f málinu er, að hann leiíar til Búnaðarfélagsins og biður um, að það segi álit sitt um málið. Áveitufræðingur félagsins, hr. Valtýr Stefánsson og Búnaöarfélagsforset- inn unnu að þessu eftir því sem tími leyfði, en hann var mjög tak- markaður og því borið við, að mjög lægi á aö ráöa framkvæmdastjóra. Lögðu þeir síðan fram álit sitt á fundi, sem, að tilhlutun atvinnumála- ráðherra, var enn haldinn um mál- ið austur frá. — Um leiö og for seti Búnaðarfélagsins lagði fram þetta álit, lýsti hann yfir því í heyr- anda hljóði, að Búnaðarfélagið byð- ist til að taka að sér framkvæmd verksins. Á fundinum var Jón Þor- láksson staddur meðal annara. Til- boði félagsins var ekki svarað á fundinum, en upp úr honum gerist svo þetta, sem marga furöar á, að stjórnin gerir þennan áðurnefnda samning við Jón Þorláksson. II. Oert er ráð fyrir að áveitan kosti P/a miljón króna. Jarðirnar, sem eiga að njóta góðs af henni, eru 150. Á hverja jörð kemur því milli 5 og 10 þús. kr. kostnaöur. Nú er bústofn þessara jarða til jafnaðar ekki nema 5 nautgripir 7 hestar og 50 fjár. Það er því sýnilegt, að mörg strá þurfa aö vaxa í Flóanum fram yfir það sem nú er, til þess jarðirnar beri uppi þenna gífurlega kostnað. Það virðist því ástæöa, til að fara gætilega í þessu máli og rasa ekki fyrir ráð fram, því fyrirtækið hefir enn ekki hlotið nema hálfan undir- búning. Önnur hliðin aðeins rann- sökuð, sú sem snýr að verkfrœðinni, en hin, sem snýr að áveiiujrœdinni, alls ekki. Það er órannsakað að mestu hversu vatnið, sem nota á, mundi verka á jarðveginn sem fyrir er og hversu mikils grasauka megi vænta o. s. frv. En þetta er óhjá- kvæmilegt rannsóknarefni, ef fram- kvæmd verksins á að vera á viti bygð. Ein aöal tillaga Búnaöatfélagsins lýtur að þessu mikilsverða atriði. Það Ieggur til, að byrjað verði heima fyrir á jörðunum. Að þar veröi grafið skurðakerfi þéttara og dýpra en áður hefir verið gert ráð fyrir og flóögarðakerfi verði bygt. Sé öllu svo hagað, að það verði í samræmi við hina fyrirhuguðu að- aláveitu. En með þessu hyggur fél- agiö að tvent vinnist. Vatn það, sem til felst heima fyrir í Flóanum, kem- ur að notum sem áveituvatn, en reynsla er fyrir, að það gerir tölu- vert gagn. Jarðirnar fara strax að batna og verða færari um að bera uppi aðalkostnaöinn. í öðru iagi fæst frá Skeiðaáveitunni, sem nú er undir framkvæmd, reynsla fyrir því, hversu slíkar áveitur gefast, því að þar stendur líkt á með vatn og jarðveg. Önnur tillaga féiagsins, sem stend- ur í nánu sambandi við þetta, er að áveitulögunum verði breytt þann- ig, að lánsheimildin nái til flóð- garðahleðslu, sem samkv. lögunum er ætlast til að bændur sæju sjálfir um. Aðtar tillögur Búnaðarfélagsins Iúta að framkvæmd verksins að öðru leyti, svo sem: Að framkvæmdastjórn áveitunnar fái til umráöa og ábúðar eina eða fleiri jarðir á áveitusvæðinu, til þess að gera þar nauðsynlegar tilraunir viðvíkjandi rekstri áveitunnar, að séð verði fyrir því, áður en 3. blað. verkið er hafið, að nægilegt fé sé fyrir hendi, svo framkvæmd verks- ins þurfi ekki að stranda í miðju kafi, aö komið verði í veg fyrir jarða- brask í Flóanum, sem gæti hækkað verð jarðanna óhæfilega og gert þær iilsætilegar og að alt verkið verði boðið út í stærri eöa minni ákvæðisvinnu, þó þannig að bænd- ur geti að fullu notað sinn vinnu- kraft. Virðast tillðgur þessar vera bygð- ar á varúð og framsýni og óvíst að Jón Þorláksson hitti á vænlegra ráð. Og enn mælir það með þvi, að taka þessum tiliögum, að enn er ekki full rannsakaö hvar bezt muni vera að aðalskurður áveitunnar liggi, því á leiðinni er hraunspilda, sem þörf væri aö sneiða hjá eftir föngum, því sprengingar kosta afar fé. III. Af því sem að framan er sagt, mun flestum virðast, að öll skyn- semi, varúð og fjárhyggindi hefðu mælt með því, að fela Búnaðarfélag- inu verkið á þessu stigi málsins. Liggja til þess þær ástæður, sem nú skal greina: 1. Áveitufræðislega hliðin á verk- inu er órannsökuð, en á vegum Búnaðarfélagsins er eini sérfróði maðurinn í þeirri grein. 2 Að svo vöxnu máli, virðist það eiit skynsamlegt, að byrja á flóð- garðahleðsíu og framræslu heima fyrir. Forstaða þess verks er hverj- um búfræðingi fær, hvað þá áveitu- fræðingi Verkfræðisvit Jóns Þorláks- sonar of dýr »luxus*, til þess að beita því á þetta einfalda verk, hversu sem honum persónulega kann að vera það nauðsynlegt, að fá þarna atvinnu. 3 Að Búnaðarfélagið er að sjálf- sögðu vaxið því, að sjá um fram- kvæmd áveituverksins að öllu leyti, því þaö mun standa í samböndum, sem gætu trygt því verkfræðiskunn- áttu þá, sem til kynni að skorta og sem ekki stæði í neinu að baki verk- fræðiskunnáttu Jóns Þorlákssonar. Því miöur virðist, að einhver ó- heillarás viðburðanna hafi ráðið þessum úrslitum, að hverju sem verður. Eftir því sem atvik liggja til, verður ekki komist hjá að álíta, að jón Þorláksson hafi lagt mikið kapp á, að ná tökum á þessu verki. Sinnaskifti Áveitufélagsstjómarinnar og ferð hans austur, benda freklega í þá átt, að hann hafi komið ár sinni fyrir borð hjá henni, svo sem honum nægði. Allir vita að forsæt-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.