Dagur - 26.01.1922, Síða 3
4. tbl.
DAOUR
!3
Fjalla-
Eyvindur
verður leikinn n.k. laug-
ardag kl. 8 e. h. og
sunnudag kl. 7 í leik-
húsi bæjarins.
Hús íil söiu.
Ritstj. vísar á.
og félagið. Hvorttveggja ætti að halda
sér utan við pólitiskar deilur. Ástæður
framkvæmdastjórans skulu hér ekki
véfengdar, heldur aðeins vakin athygli
almennings á þvf bændanámsskeiði,
þar sem ekki þykir fært, að hleypa
neinum manni að með fyrirlestur um
samvinnumál f hvaða formi sem væri.
Áreiðanlega er ekki sérstaklega mikil
velvild til samvinnustefnunnar drottn-
andi á þvf þingi. En til skýringar má
geta þess, að þar sló mest um sig
sá maður, sem þolir illa að heyra
samvinnustefnunni haldið fram, eins
og kom á daginn f umræðum um fyrir-
lesturinn f Samkomuhúsi bæjarins, en
það var samvinnumaðurinn og bænda-
forsvarinn lögm. Björn Líndal á Sval-
barði.
Ólafur LárUSSOn, prófessor hefir
skrifað blaðinu og leiðrétt það, sem
sagt var f frásögn þess af Ó'afs mál-
inu Friðrikssonar 3. des. s. 1., að
hann hafi verið einn þeirra manna,
sem gerðir voru út á fund landsstjórnar-
innar, til þess að leita um sæltir. Heim-
ildir fyrir þes:u hafði blaðið frá manni,
sem vænta mátti, að væri því nákunn-
ugur. En vafalaust er það mishermi
samkv. leiðréttingu prófessorsins og
leiðréttist það hér með.
íuær stökur.
Guðmundur á Sandi hitti Jón á
Arnarvatni á jólaföstunni og skaut að
honum þessari vísu — en Jón er mað-
ur vel eygður og skáld gott, en ald-
urhníginn nú.
Hittir jafnan hugskot mitt
haglega samin baga, —
enn þá strjálar auga þitt
eldglæringum Braga.
Jón svaraði:
Vfsan, sem þú vékst til mín,
vann mér hugarteiti, —
enn þá breiða orðin þfn
yl um kalda reiti.
O.
CRitstjóri: JÓNAS ÞORBERGSSOjTS
Prentari: OPDUR BjÖRNSSON A
Orgelta söiu
Magnús Einarsson,
organisti, vísar á.
Fjalla-Eyvindur.
Tílhlökkun f nokkra mánuði. Og nú
er fylling tfmans komin. Frú Guðrún
kom, Freymóður málaði, frúin æfði f
einum rykk og nú hefir verið leikið
tvisvar og tókst prýðilega.
Leikíélagið hefir gert sitt. Sett sinn
síðasta skilding á hættu, og býður til-
finnanlegt tjón, ef ekki verður vel
sótt, þvf kostnaður er mikill. Þess
vegna verða allir sem unna góðri leik-
list — og hver gjörir ekki það? —
að mæta í leiknum og leggja fram
sinn skerf. Með þvf móti fáum við
einnig góða leiki framvegis.
Eg var fyrsta kveldið. Óblandin
nautn alt kveldið. Þetta áhrifamikia
sorgarleikrit er meistaraverk, sem
hver íslendingur þarf að þekkja. Það
er út af fyrir sig óvenjulegt, andlegt
sælgæti að hlusta á flest samtölin,
því þau eru snildarlega gagnorð og
þrungin andrfki og fróðieik um góða
gamla fslenzka menningu, sem nú
heyrir sögunni til að mestu. En það
er þó enn meira gaman, að geta neytt
augnanna með og sjá hve Ieikendun-
um tekst að sýna okkur hugsjónir
skáldsins með holdi og blóði. Og
þetta tekst okkar Iftt æfðu leikendum,
svo að sómi er að.
Það gladdi mig að heyra, að menn,
sem séð höfðu leikinn fyrir sunnan,
fullyrtu, að hér væri hann yfirleitt
betur leikinn. Og aðrir sem höfðu séð
hann f útlöndum, héldu fram sömu
skoðun enn ákveðnara. Eg trúi þeim
vel. Eogir nema íslendingar geta skilið
tli fulls Fjalla-Eyvind og Höliu, ís-
lenzkt sveitalíí og útilegumannalff.
Frá þvf eg var ungur og sá f fyrsta
sinn Skugga Svein og Hellismenn, hef
eg aldrei skemt mér betur en nú við
Fjalla-Eyvind. Útleudir leikir á okkar
leiksviðum eiu mjer vanalega svefnlyf.
Eg kýs heldur Bíó. En íslenzka leiki
eigum við að kunna að sýna öllum
öðrum betur. Þetta hefir Leikfélagi
voru tekist.
Jóhann Sigurjónsson er heimsfræg-
ur fyrir Fjaila-Eyvind. Hvers vegna?
Hann hefir valið sér gott yrkisefni,
sannsögulega þjóðsögu, sem listfeng
fslenzk alþýða hefir fegrað í meðferð-
inni.
Hann var bóndadrengur frá góðum
bæ af garnla skólanum. Hann hefir
með sfnu skáldauga kynt sér land og
þjóð og frá blautu barnsbeini drukkið
f sig alt sem gott er og sérkennilegt
f fslenzkri bændamenning. Hann svaf
f baðstofu, ferðaðist nm landið, reið
f réttirnar, ferðaðist um öræfin, þar
sem þjóðsagan gerðist og kom á
Hveravelii. Þetta gerði hann færan að
útlista þjóðsöguna svo, að hver sem
eyra hefir að heyra með, hann heyrir
að hann snertir viðkvæma tilfinninga-
strengi manna f öllum löndum. Það
er einfalt mál. Orsök og afleiðing.
Laus staða.
Bæjarstjórastaðan á Akureyri er Iaus frá 1. júli þetta ár að
telja.
Umsóknarfrestur til 15. marz næstkomandi.
Stöðuna veitir bæjarstjórn Akureyrar til priggja ára í senn.
Bæjarstjórinn, á Akureyri, 25. janúar 1922.
Jón Sveinssoij.
Býlið Sandgerðisbót í Glerárþorpi.
íbúðarhús, fjárhús, heyhlaða, tún og garður, fæst til kaups nú þegar. Laust
14. maí n. k. Upplýsingar gefur Vilhljálmur Þór f Kaupf Eyfirðinga eða undir-
ritaður. Jón SÍgUfjÓnsson, Auðbrekku.
hIf Eimskipafélag íslands.
^ðalfundur.
Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands verður hald-
inn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík, laugardaginn 17. Júní 1922
og hefst kl. 9 f. h.
Dagskrá:
1: Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu
starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæð-
um fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða
rekstrarreikninga til 31. desember 1921 og efnahagsreikning
með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og
tillögum til úrskurðar frá endurskoðendunum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu árs-
arðsins.
3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins í stað þeirra, sem úr
ganga samkvæmt félagslögunum.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer og eins
varaendurskoðanda.
5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna
að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumið.a. Aðgöngu-
miðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum
hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, eða öðrum stað, sem
auglýstur verður síðar, dagana 14. og 15. júní næstk., að báðum
dögum meðtöldum. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð, til
pess að sækja fundinn hjá hlutafjársöfnurum félagsins um alt Iand
og afgreiðslumönnum pess, svo og á aðalskrifstofu félagsins í
Reykjavík.
Reykjavík 3. janúar 1922.
Stjórnin
Maður og kona góðum hæfileikum mannalífi á íslandi. Kærleikúrinn er
gædd en f breyskara lagi. Ástrfðurn- aringlóðin þeirra Eyvindar og Höllu
ar, sem erfðasynd og umhverfi hafa og heldur við sambúðinni. »Þó ytra
æst, leiða þau upp á öræfi. En það herði frost og kyngi snjó<. Alt geng-
þarf krafta í köglurn til að lifa útilegu- ur vel nokkur ár. En þegar slokknar