Dagur - 09.02.1922, Blaðsíða 1

Dagur - 09.02.1922, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast ritstjóri blaðsins. AFOREIÐSLAN er hjá J6ni !>, Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við áramót sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. V. ár. Akureyri, 9, febrúar 1922. 6. blað. E-L-D-F-Æ-R- A-V-E-R-Z-L-U-N, Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda- vélum, þvoffapoffum, ofnrörum, rörþnjám, eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj- andi og selt með verksmiðjuverði. Panfanir afgreiddar úf um land. Jón Stefánsson. Talsími 94. j&r Akureyri. Flokksmenn og flokkleysingjar. Síðan ríkisréttardeilu íslendinga og Dana lauk, hefir verið ömur- legt um að litast í stjórnmálaflokkum íslendinga. Pó millilandanefndar frumvarpið frá 1908 féili og gerði mikinn þyt í landinu, átti pað mikinn þátt í að draga hugi manna saman í deilumálinu. í frumvarpinu 1918 falla lfnurnar sarrian. í þinginu varð því nær engin mótstaða. Gamlir harðvítugir, andstæðir fiokkar mætast og afgreiða deiiuefnið með samkomu- lagi. Grundvöllur flokkskifdngarinnar er þat með úr sögunni. En eftir eru nöfnin. Ekkert sýnir betur reikandi ráð þjóðarinnar í stjórnmálum en fast- heldni manna við þessi gömlu flokka- nöfn, sem eiga tilveru sína í dauðu deiluefni fortíðarinnar. Gömlu flokk- arnir hafa eftir mætti reynt að halda þeim við lýði. Þá hópast menn ekki lengur um stefnur í málum heldur hver um annan. Menn standa á verði hver um annan og tengibandið eru gamlar minningar um margra ára pólitískan samhernað. Og enn í dag er talað um Sjálfstæðisflokk, Langsum og jafnvel heimastjórnar- menn. Það mun ekki vera neitt ýkja al- gengur viðburður, að stjórnmál einnar þjóðar standi alt í einu á ,»dauðum punkti" í aðalatriðum. Þá er Iagt upp í hendur hennar það örðuga viðfangsefni, að skifta liði á nýjan leik; finna hvar aðalleiðir skiftast og koma til leiðar heilbrigð- um pólitískum vinnubrögðum, þar sem höfuðflokkar sækja fram eða standa til varnar. Það verður verkefni ungrar kynslóðar. Eldri mennirnir flestir eru um of rótfastir í sínum tíma og sínum viðfangsefnum. En þetta mikla verk, að marka nýar leiðir í pólitískri flokkaskift- ingu er örðugt og seinlegt. Úr for- tfðinni velta margir örðugir steinar í götuna, en framtíðin er eins og óvörðuð leið. í pólitísku lífi þjóðar- innar hlýtur að verða einskonar millibilsástand. Þar hlýtur að verða reikndai ráð, Fiokkaskifting þjóðarinnar á þingi og utan þings hefir á síðustu árum borið á sér glögg kennimörk þessa ástands. Margar tilraunir til flokka- myndunar hafa verið gerðar, en með litlum árangri enn sem komið er. Tilraun var gerð að taka upp flokka- heiti eftir erlendri fyrirmynd: hægri og vinstri, en við því hefir þjóðin daufheyrst. Bændaflokkurinn var fyrsta verulega byrjunarsporið og upp úr þeim samtökum rfs Fram- sóknarfiokkurinn, sem setur sér ákveðna stefnuskrá. 10 manna sam- tökin á þingi er og ein tilraunin, sem fór með öllu í mola. Þessar umleitanir eru eðlilegar og ekki furöa þó þær verði ekki til fram- búðar aiiar. Nýja liðið er að miklu klofið út úr eldri flokkum. Bygging arefntð er því ósamstætt og ósam kynja. Traust byggtng verður ekki gerð úr hnausum sem eru fyrir öngu þornaöir í fornum vegg. Af þessu hefir leitt að ýtnsir þing menn hafa verið laustr í tlokki. Þeir hafa stöðugt reikað á milli og tæplega heftr verið hægt að treysta á flokkssamheldni. Aldret heftr pó reikið oröið jafn bert og ógæfusamlegt og á síðasta þingi, þegar hvorki var hægt aö koma fram formlegri trausts eða vantrausts yfiriýsingu á stjóm- ina. Nú hefir ásökunum til beggja handa ‘ verið haidið jafnt á lofti. Menn hafa verið sakaðir um blint flokksíylgi og aðrir um hringi og steínuieysi. Etnstaklingarnir eru tæp- lega ásökunarveröir nema þá fyrir það eitt, að una við siíkt ófremdar- ástand í stjórnmálum landsins. Bráöa nauðsyn ber, tii þess að hverfa svo fijótt, sem unt er, frá samsteypustjórnarfyrirkomuiaginu.Á- vextir þess eru nú komnir í Ijós: Síefnuleysi hik og hálfverk í œðstu stjórn landsins og ábyrgðarleysi þings- ins á slíku stjórnarfari. Á botni þessa óskapnaðar eru andstæð öfl í þjóöareölinu að drag- ast til tveggja skauta og koma fram á yfirborðinu með meira og minna óljósri meðvitund um eigintiiveru- rétt í stjórnmálum. Annarsvegar er Morgunblaðsliðið, sem á sér enn ekkert virðuglegra nafn. Þar í rann á sfðasta sumri Lögrétta meö jón Magnússon í sínum móðurfaðmi. Þessum fiokki er Ijóst hvað hann vill. Þann flokk fylla kaupsýsiumenn, fésýslumenn aliskonar, stórsaiar inn- lendra og erlendra vara, þjónar er- lendra stórgróöamanna hér á landi, stór-útvegsmenn og margir embætt ismenn. Stefnan er, að draga umráð og afnot véltufjár þjóðarinnar í hend- ur einstaklinga og þau ein afskifti löggjafarvaldsins af viðskiftamálum og fjármálum, sem ekki koma í bága við þeíta. Hér er um nýmynd- un að ræða, sem verður tií fram- búðar. Aðeins vantar nafnið. Við hitt skautið hefir vaxið upp Framsóknarflokkurinn. Hann er ó samstæður, vegna þess að nokkuð ósamkynja menn og jafnvel fylgis- menn Jóns Magnússonar, sumir, standa þar að. Aðalstefnan er enn tæplega Ijós fyrir mörgurn í þeim flokki. Aðalstefnan hlýtur að verða þvetöfug við áðurnefnda stefnu Mbl. manna. Almenningsgagn sem grund vallarregla í öllum afskiftum lög- gjafarvalds og stjórnar af viðskifta- málum og fjármálum. Slík myndun á lika að verða til frambúðar og nafnið hlýtur að veiða Samvmnu ftokkur. í þriðja lagi verða jafnaðarmenn, sem halda smum einkennum og sinni stefnu. Þingmenn og alpýða manna þarf að gera sér Ijóst, að liði verður að skifta eftir þjóðmálastetnum en ekki eftir einstökum pjóðmálum og því síður mega persónutengsli og gaml ar minningar ráöa flokkaskipun. Kosningar standa fyrir dyrum í Þingeyjarsýslu og bráðum gengur þjóðin öll til kosninga. Dagur vill alvarlega áminna kjósendur utn að gera sér ljóst hvert stefnir og að öðru jöfnu veija fremur þá menn, sem eru fúsir að ganga framtiðinni á hönd, sem ber í skauti sér óhjá- kvæmiiega nauðsyn, að skifta liði eftir áðurnefndum höfuðleiðum, en sneiða hjá þeim, sem eru fastir á báðum fótum í fortíðinni. Þó margt kunni að vera golt um slfka menn, verða þeir annað hvort flokksleys ingjar eða hreinir aridstæðingar Sam- vinnuflokks f þinginu. Við þurfum að koma skipulagi á í stað gtund roðans, sem nú ríkir á þingi. Við þurfum fremur flokksmenn eri flokks- leysingja. F-u-n-d-a-r-g-e-r-ð. Ár 1922 hinn 24. janúar var fund- ur haldinn að Bieiöumýri til þess að ræða ýms þingmál. Hafði alþm. Sigurjón Friöjónsson boðað til fundarins í samráði við nokkra merin. Á fundinum voru mættir rúmlega 150 kjósendur. Fundar- stjóri var kosinn Sigurður Bjarklind kaupfélagsstjóri, og nefndi hann til skrifara Jóhannes Þórkelsson á Fjalli og Þóri Steinþórsson í Álftagerði. Á fundinum gerðist þetta: i. Tekið til umræðu Ijárhagsástand ríkisins, og urðu um það langar og ftarlegar umræður. Kom fram í þeim flestölium sú skoðun, að það væri komið í svo óvænt efni, að mjög bráðra og róttækra aðgerða væri þörf. Að þeim loknum var borin upp þann- ig löguð tillaga, og hún samþykt með öllum atkvæðum: Fundurinn skorar á alþingi að afgreiða næstu fjárlög tekjuhallalaus án skattaaukningar og lántöku, en gæta þó fullrar varúðar í áætlun tekj- uliðanna. — Til fullnægingar þeim kröfum telur hann óhjákvæmilegt: a. að fella niður allar verklegar fram- kvæmdir, sem ekki miða beinlinis að mjög skjótri aukningu framleiðslunnar. b. að afnema alla dýrtíðaruppbót. c að feila niður alla bitlinga og tild- ur^embætti. d. að rannsaka hvort ekki mætti spara fé við rekstur opinberra starfa og stofn- ana á fieiri vegu en þegar er bent á. 2 Fundurmn ákorar á alþingi-, að láta einskis ófreistað til þess að fult jafnvægi komist á innflutning og út- flutning vara, þegar á þessu ári, og rétta á þann hátt viðskiftahag lands- ins gagnvart útlöndum. — Til þess að ná þvf marki bendir fundurinn á: a. Undantekningarlaust innflutningsbann á öllum þeim vörum, sem ónauðsynlegar má telia, og takmörkun innflutnings á öðrum vörum, svo sem frekast er unt. b. Skipulagsbundna afurðasölu fyrir alt landið, og strangt eftirlit ríkisvaldsins á meðferð andvirðis útfluttra vara. Samþykt í einu hijóði. 3. Fundurinn lýsir vonbrigðum og óánægju á því að þrátt fyrir stórfeid- ar lántökur skuli ekkert greiðast úr viðskiftateppu bankanna, og skorar jafnframt á þingið að gæta fullrar varúðar í samningum ríkisins við ís- landsbanka, sérstaklega um hlutakaup, ef þeim er ekki þegar lokið. Samþykt í einu hljóði. 4- Fundurinn lýsir megnri óánægju yfir meðferð sfðasta þings á fasteigna- skattinum, þar sem ekki verður séð að hann svari til nafns, eftir þær breytingar, sem Alþingi gerði á hinu upphaflega frumvarpi. Á hinn bóginn álitur fundurinn ekki vert að eyða tfma næsta Alþingis í þref um skatta- mál á nýan leik. Samþykt í einu hljóði. Fundargerðin lesin upp og sam- þykt. Fundi slitið. Sig. S- Bjarklind. Jóhannes Pórkelsson. Pórir Síeinþórsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.