Dagur - 09.02.1922, Blaðsíða 4

Dagur - 09.02.1922, Blaðsíða 4
84 DAGUR 0. tbl. Garðyrkjunámsskeið. TilkvnnÍllO*. Sem að undantörnu verður haldið námsskeið í garðrækt við Gróðrar- -M. M M. M m M m. JK. JB. M Jft. -M. R. M rmaqttnmanrli vnr ncr snmar Kinr hin sornii sem að undan- ^ stöð R- N., næstkomandi vor og sumar. Kjör hin sömu sem að undan törnu. (Sjá H!ín s.l. ár). — Umsóknarfrestur til 15. marz n. k. AHar upplýsingar þessu viðvikjandi gefur undirritaður. Akureyri 7. febrúar 1922. p. p. Ræktunarfélag Norðurlands Einar /. Reynis. máli, þá finn eg mig knúðan til að birta íyrir almenningi binar réttu ástæður og leiðrétta um leið rang- færslur og ónákvæmni hr. ritstjóra Jónasar Þorbergssonar. Bændanámsrkeið það er haldið var hér, g.—15. þ. m. var ákveðið all- löngu fyrir jól og mun flestum bæjar- búum hafa verið kunnugt um það. Fyrirlesarar voru fengnir þá þegar að meslu. Fullnaðarákvörðun um öll atriði þessu viðvíkjandi var tekin á stjórnar- fundi 4. þ. m. Var eg þá ekki kominn til bæjarins úr ferð, er eg hafði verið í síðan fyrir jól eg hafði því éngin afskifti af því, hverjir fyrirlestrar yrðu teknir á dagskrá fyrir námsskeiðið. Það eitt mun þó víst, að J. Þ. mun aldrei hafa farið fram á, að fá að flytja fyrirlestur á námsskeiðinu, hvorki um eitt eða annað efni. Fimtudags- kvöldið, 5. jan. fór eg til ritstj J. Þ. og bað hann að taka stutta grein f »Dag« um tilhögun námskeiðsins og bjóst eg þá við að blaðið kæmi út á sama tfma, sem venja var til. Ritstjór- inn kvað blaðið ekki koma út fyr en viku síðar og væri það því gagns- laust. Spurði hann mig þá hvo t hann gæti komist að með erindi á náms- skeiðinu. Svaraði eg sem var, að það væri orðið of seint, þar sem búið var að prenta dagskrá fyrir námsskeiðið og auk hinna ákveðnu fyrirlestra, til- tekin málefni fyrir kvöldfundina. Hið eina er komið gæti til mála, væri ef fm i yrði til, að hann gæti orðið máls- hefjandi á kvöldíundi. Næsta þriðjudag kom J. Þ. enn á ný, en þá var ekki sýnilegt að neinn tími yrði afgangs.— Föstudagskvöld 13. jan. var eini tím- inn er tilhugsandi var að erindi þetta kæmist að. Þrátt fyrir það þótt fleiri af þeim málum, er fyrirfram væru ákveðin að flytja ætti á kvöldfund- unum, væru ekki komin til umræðu og einum fyrirlestri væri ekki lokið sökum tfmaleysis, fór eg nefnt kvöld til J. Þ. og sagði honum að hann gæti komist að og fengið 15 — 20 mfnútur til umráða, sem aðrir máls- hefjendur á umræðufundinum. J. Þ. kvað sér það ónógan tfma og vildi ekki þiggja boðið. Að hér sé rétt frá skýrt, veit eg að hr. J. Þ. hvorki vill eða getur neitað. Er hann hafði afsalað sér því að flytja erindi sitt inn á námsskeiðið, þá spurði eg hann um hvað hann hefði ætlað að tala. Sagði hann það hafa verið um pjóðmálas/efnur. Spurði eg hann hvort það væri »pólitfskt« og gekk hann inn á að svo væri. Tók eg þá fram, að svo miklu leyti sem eg mætti ráða, skyldi aldrei nein slfk mál verða flutt inn á fundi eða Jörðin Rauðavík á Árskógsströnd, er til sölu og laus til ábúðar á næstkomandi fardögum. Notasæl bújörð og Iiggur mjög vel við sjó. Semja ber við Pormóö Sveinsson, Akureyri. námsskeið Ræktunarfélagsins, því það ætti að halda sér utan við allar slfkar illdeilur og þras. Er það þvf ekki nema hálfar sannleikur er ritstjórinn segir, að eg hafi sagt, að eg »vildi engum hleypa að með fyrirlestur um sam- vinnumál,« heldur var svo með hvert það mál er telja mátti flokksmál eða pðlitískt. Það vlrðist því vægast sagt, að vera að fara á snið við sannleikann, er ritstjórinn segir að eg h»fi bægt sér frá með nefnt erindi. Hann ákvað sjálfur að svo væri, enda eftir því sem sfðar hefir komið fram, sjálfsagt fyllilega vitað hvert hann stefndi með því. Hinsvegar skal þess getið, að ef J. Þ. hefði flutt erindi sitt á nefndum kvöldfundi, þá hefði eg vikið úr fundarstjórasæti og um leið gefið þá yfirlýsingu, að þær umræður, er þar færu fram, væru Ræktunarfélagi Norður- lands með öllu óviðkomandi. Má rit- stjórinn skilja það á hvera veg, sem hann vill. Akureyri 31. jan. 1922. Einar J. Reynis. Aths. Leiðrétting framkvæmdastjóra hr. Einars J. Reynis fer ekki að neinu leyti í bága við það, sem sagt var f smágrein Dags, nema hvað hr. E. J. R. ber við tfmaskofti á námsskeiðinu og skal það ekki véfengt fremur en aðrar ástæður hans hafa verið véfengdar af blaðsins hálfu. En Degi fanst og finst enn, að höfuðatriði málsins vera hitt, að ekki þótti fært að hleypa að manni með fyrirlestur um samvinnu- mál af ótta um illdcilur. Þetta sannar hr. E. J. R. sjálfur f niðurlagi leið- réttingar sinnar. Dagur hefir hvergi ásakað framkvæmdastjórann og gerir það ekki enn. Hann vildi aðeins láta það koma skýrt fram, að samvinnu- hugsjónin má ekki vænta þess, að fulltrúa hennar verði hleypt að á Bændanámsskeiðum R. N. eins og nú er ástatt. Skattanefndin í Akureyrarkaupstað verður að jafnaði til viðtals og Ieið- beiningar bæjarbúum við að fylla út skattframtalsskýrslurnar kl. 8 — 10 e. hád. á skrifstofu bæjarstjórans penna mánuð út. Skattgreiðendur eru alvarlega ámintir um, að hafa afgreitt skýrslurnar í síðasta lagi fyrir lok þessa mánaðar. Félög öll og einstakir menn, sem skylt er að halda bækur (sbr. lög nr. 53, 11. júlí 1911) skulu láta fram- tali sínu fylgja ársreikning sinn yfir tekjur og gjöld síðasta reikningsár sitt ásamt efnahagsreikningi sínum. Skattanefnd Akureyrarkaupstaðar, Akureyri 6. febrúar 1922. jón Sveinsson. Bjarni /ónsson. Böðvar Bj.ark.an. Samband íslenzkm Sam vinnufélaga hefir fyrirliggjandi og útvegar alls konar LANDBÚN AÐARVERKFÆRI: Sláttuvélar, Milwauke. Rakstrarvélar, Milwauke. Snúningsvélar, Milwauke. Brýnsluvélar fyrir sláttuvélaljái. Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er hlutu fyrstu viður- kenningu á landbúnaðarsýningunni í Rvík 1921. Garðplóga, Pinneberger. Rótherfi, Pinneberger. Tindaherfi, Pinneberger. Arfaplóga, Pinneberger, með tilheyrandi hlújárnum, sem hlutu sérstaka viðurkenningu á fyrnefndri sýningu. Rófna sáðvélar. Forardælur. 4=> Vagnhjól frá Moelvens Bruk. j3 Skilvindur, Alfa Laval. T Strokka, Alfa Laval o. fl. o. fl. ? Ennfremur verkfæraskápa með öllum algengum smíðatólum. X Tilbúinn áburð, gaddavír o. m. fl. X ci, Flest verkfærin hlutu viðurkenningu á Iandbúnaðarsýn- 4= ingunni í Reykjavík 1921 og eru valin í samráði við 'p ÍBúnaðarfélag íslands, sem einnig gefur upplýsingar um pau. 4» Aœtlun þóstbátsins um Eyjafjörð, hefir verið breytt þannig: Komið verður við á Kljáströnd, Grenivík og Húsey í útleið, en ekki á Grenivík á innleið bátsins. — Ennfremur fer báturinn frá Siglufirði degi síðar í hverri ferð en áætlun greinir, að öðru ieyti gildir ástlunin óbreytt áfram. Akureyri 7. febr. 1922. Útgerð bátsins Þingeyingarl Greiðið andvirði blaðsins til kaup- félagsstjóra Sig. Sigfússonar Bjarklind á Húsavík eða kaupfélagsstj. Ingólfs Bjarnasonar, Fjósatungu. Grýtubakka- hreppsbúar greiði áskriftargjöld sín til Kaupfélags Eyfirðinga, Akureyri. EyfirOingar! Greiðið andvirði blsðsins til Kaup- félags Eyfirðinga eða útbús þess á Dalvfk, eftir því sem yður hentar beat. é~Ritstjóri: JÓNAS ÞORBERGSSON \J. Prentari: OPDUR BjÖRNSSOJI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.