Dagur


Dagur - 30.03.1922, Qupperneq 1

Dagur - 30.03.1922, Qupperneq 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtudðgi. Kostar kr. 6.00 árg. Qjalddagi fyrir 1. júlí, Innheimtuna annast ritstjóri blaösins. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni I>. Dóf, Norðurgötu 3. Talsimf 112. Uppsögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 30. marz 1922. 13. blað. Þ-E-I-R S-E-M B-Y-G-G-J-A ibúðarhús, verzlunarhús eða hvaða hús sem er, þar sem hitunartæki þurfa, »miðsföðvar<:- vélar, ofna eða eldavélar, ættu að snúa sér til undirntaðs. Jón Stefánsson. Talsími 94. 'Ss' Akureyri. Framfaramál Akureyrar. Rafveitan. Prátt fyrir alla mótspyrnu, sem rafveitumálinu hefir mætt, miöar því áfram jafnt og þétt. Síðastl. sumar var miklu af verkinu lokiö, en af ýmsum ástæöum gat því ekki orðið lokiö á einu sumri. Olli því einkum vöntun á fé til innkaupa á efni og vélum og yfirfærsluvandræðin. En eins og áður hefir verið getið, tóicst bæjarfulltrúa Ragnari Ólafssyni að útvega mjög hagkvæmt ián í Dan- mörku til rafveitunnar. Þaö sem fram- kvæmt var i fyrra varð stórum ódýr- ara en búist hafði verið viö. Nú er máiinu svo komið að búið er að kaupa vélar og efni til verks- ins, nema götuljósker og eitthvað af leiðsluþráðum auk steinlímsins og er það alt mun ódýrara en gert var ráð fyrir. Þeir Indriði Helgason á Seyöisfiröi og Rögnvaldur Snorra- son kaupm. hér í bæ hafa tekið að sér að koma fyrir leiðsluþráðum og Iampastæðum í húsin og er það mun ódýrara en í Reykjavík og það sem tíökast hefir hér áður í því efni, eða kr. 1950 fyrir almenn Ijós. Oert er ráð fyrir að sami maðurinn, sem stóð fyrir verkinu í fyrra, verk fræðingur Ole Sandell komi snemma I maí og að verkinu verði lokiö í septemberbyrjun. Þessi framgangur málsins má gieðja alla, sem unna fyrirtækinu sigurs og sérstaklega má það gleðja menn, að fullar líkur eru til, að iafstðöin muni ekki kosta meira en 250 000 kr. í stað 370 000, sem áætiað var eða 120 000 ódýrari Kúabú. Skoðanir manna um framtfð Akureyrarkaupstaðar eru dálítið skiftar. Sumir hyggja, að bærinn standi og falli meö sjávarútveginum; Síldin og fiskurinn séu þeir hyrn- ingarsteinar, sem á verði að byggja ásamt iönaði og verzlun. Aðrir hyggja, að jarðræktin sé öllu trygg- ara lifsskilyrði fyrir þenna bæ í framtföinni. Svo hagar tii, að framsýnir menn í bæjarfélaginu hafa á undanfðrnum árum trygt bænum mikið af frjósömu landi. Bærinn hefir keypt nálegar jarOIr Qg á uk þess alimikið af ágætu engi f hólmum Eyjafjarðarár. Væri alt þetta iand ræktað, gæti það ekki einungis framleitt mjólk handa bæjarbúum í rfkulegum mæli, heldur og veití fjölda mðrgum fjölskyldum lifsuppeldi við kvikfjárrækt og garð- rækt. Bæjarstjóri Jón Sveinsson vi!l fara að hrynda í framkvæind því sjálf- sagða umbótamáli, að rækta eitt- hvað af þessu mikla landi f stærri stíi og með stórvirkari aöferðum, en hingað tii hefir verið gert Hann vill að í Kjarnaiandi sé tekin lands- spilda til ræktunar fyrir reikning bæjarins og aö »þúfnabani« sé feng- inn, til þess að brjóta iandið. Hug- mynd hans er sú, að bærinn setji þarna upp stórt kúabú og að gamai- mennaheimili og þurfalninga sé stofnsett í sambandi við það. Fá- tækraframfærsla kostar bæinn 10— 14000 kr. árlega. Er hugsanlegt að úr þeim úlgjöldum yrði dregið með þessum hætti og að þeir þurfalning- ar, sem eru að einhverju leyti vinnu- færir, gætu aðstoðað við þetta fyrir- tæki og fengið um leið betii að- búð og rólegra heimili en ella. Hörmulegt slys »Talisman«ferstmeð 12 mönnum. Þilskípíð »Talisman«, 44 tonn, eign Ásgeirs Péturssonar, fór héðan frá Akureyri á leið suður til Vesimanna- eyja sunnudaginn 19. þ. m. Skipvetjar voru 16 og skipstjórinn var M kael Guðmundsson ættaður úr Hrlsey en til -heimilis hér í bæ, kvongaður Gunn- laugu Kristjánsdóttur lögregluþjóns, þau bjón eiga 3 börn og hið elzta á 4 ári. »Talisman< fór frá Siglufirði fimtudaginn 23. kl. 9V2 og hrepti stórhríéargarð um miðjan dag. í Húna- flóanum lékk það áfall; brotnaði þá ofan af káetunni og hana fylti að sjó. Skipið hélt síéan áfram vestur fyrir land. Á laugardagsnóttina sáu skip- verjar vita og álitu það vera Straum- nesvita. Beygðu þeir þá að laudi og setluðu að bleypa inn á ísa'jarðardjúp. En vitin, sem þeir sáu var ekk, á Straumnesi, heldur vestan megin Súg- andaljarðar og af þessum orsökum sigldu þeir til skipbrots upp á Sauða- nes milli Súgandaljarðar og Önundar- íjarðar, Súgandafjarðarmegin. Þar gekk óbrotinn sjór á land. Sktpið brotnaði þegar allmikið og gerðu 7 af skíp- verjum tilraun að komast á stórsigl- unni til lands. 4 af þeim komust líta af og hellir á húfi, en 3 fórust. Þeir 9, sem eftir voru á skipsfjöl, fórust allir, því skipið brotnaði mjög fljótt. Alls fórust þvf 12 menn en fjórir komust af. Þcir 4, sem lifa, eru þessir: Einar Guðbjartsson frá Grenivík, Jakob Einarsson héðan úr bænum, Jóhann Sigvaidason úr Hörgárdal og Arin- björn Árnason úr Möðruvallasókn. Þeir tólf, sem druknuðu, voru þessir: 1. skipstjórinn Mikael Guðmundsson, sem áður er getið. 2, stýrimaðurinn, Þorst. Jónsson, frá Grímsnesi, ógiftur. 3. vélar- stjóri Stefán Ásgrímsson héðan úr bæn- um frá konu og 5 börnum. 4. Sigurður Þorkellsson frá Sigiufirði, ókvæntur. 5, Jóhannes Jóhannesson írá Kúgili f Þor- valdsdal,ókvæntur. 6. Benedikt Jónsson héðan úr bænura írá konu og 4 börnum. 7. Sæœundur Friðriksson úr Glerárþorpi frá konu og 4 börnum. 8. Ásgeir Sigurðsson fóstursonur skipseiganda, ókvæntur. 9. Sigtryggur Davíðsson frá Dalvík frá konu og börnum. 10. Bjarni Emilsson frá Hjalteyri, ókvæntur. II. Gunnar Viglússon frá Siglufirði, ókvæntur og 12. matreiðslusveinn Stelán Jóhannsson frá Nunnuhóli ( Möðruvallasókn. Lfk allra þessara manna eru fundin og er gert ráð íyrir að »Helgi magri«, skip Ásgeirs Péturs- sonar, sem fer suður um þessar mundir, flytji þau hiiígað, þegar það kemur til baka. »Talisman< hafði meðlerðis slldarfarm til Vestmannaeyja og var sk p og farmur hvorttveggj'* óvátrygt. Alllangt er alðan Ægir hefir unnið Akureyri og grend hennar þvílíkan geig. Fimm af þeim, sem druknuðu, joru frá Akureyri og Glerárþorpi, þar af 4 kvæntir og dánir frá konum og alls 15 börnum. Auk þess hefir ein kona í Dalvik orðið ekkja við þenna atburð, en blaðinu er ókunnugt um, hversu mörg börn hennar eru, Margir eiga nú um sárt að binda og Við fá- tækt að striða og rcynir nú á örlæti þeirra og samúð, sem virðast hafa fullar hendur fjár, hvenær sem skemt- anir og gjálifi er annars vegar. Stórar stundir og hörmulegar koma yfir bæi og landshluta við þvfiíka atburði. Sam- eiginlegur barmur margra legst eins og alvaran yfir bæinn með flöggum í hverja stöng hálía. Og þvfllkar stundir þoka alvörugefnum mönnum saman undir byrði missis og harma, sem öllum er á herðar lögð fyr eða seinna/ Og Dagur efast eklci uro, að yfir þenna bæ renni dagur almenns harms og hluttekningar, þegar »Helgi magri< skilar á land líkunum tólf. F r é f t i r. Frú Guörún Indriðadóttlr fór suður til Rvfkur með Sterling sfðast. Eins og áður hefir verið skýrt frá, kom hún hingað norður að tilhlutun Leikfélagsins, til þess að leika Höllu í »FjaIla-Eyvindi.< Hún gerði því kleift að' sýna leikinn hér. Enginn ef- ast um, að leikur frúarinnar var f verulegum atriðum stórmikil list, þó að mætti finna og munu Akureyrar- búar vera frúnni stórþakklátir. Jón Guðmundsson frá Gufudai, endurskoðari Sambandsins dvaldi bér við endurskoðun hjá Kf. Eyf. Hann fór raeð Sterling síðast vestur á bóg- inn til endurskoðunar hjá Sambands- deildunum. Stórhríðarbyl gerði hér á föstudags- nóttina með aftakaveðri og hlóð niður miklum snjó á föstudag og laugardag. Sterling náði til Sigluljarðar á fimtu- dagskvöldið í slæmu veðri og lá þar til sunnudags. Á laugardagsnóttina strandaði á Súgandafirði motorskipið »Talisman< frá Akureyri og fórust tólf menn, eins og getið er annars- staðar hér f blaðinu. Viðurkenníng.StyrktamefndSjúkra- hússins Gudmanns Minde hér f bænum, afhenti nýlega — fyrir hönd sjúkra- hússins — frú Júlíönu Friðriksdóttur hjúkrunarkonu, að gjöf mynd af sjúkra- húsinu utan og innan f vandaðri um- gerð með áletruðum silfurskildi. Var mynd þessi gefiu f viðutkenningar- skyni fyrir vel unnið starf hennar til umbóta á sjúkrahúsinu, bæði með bættri hjúkrun og fjársöfnun til þess, hér á landi og vestan hafs. ólafur Túbals iistmálari kom frá Húsavík hingað til bæjarins með Sterl- ing sfðast. Hefir dvalið f Húaavfk mánaðartfma og tnálað þar. Hann opnar í dag málverkasýningu í stóra salnum í „Hotel Akureyri." Ólafur er ættaður frá Múlakoti f Fljótshlfð. Hann er náttúrubarn f list sinni og gefur sig lftið að hinum nýju öfgastefnum í þeirri grein. Ólafur hafði málverka- sýningu í Rvfk f vetur og hlaut mikið lof í blöðunum. í Húsavfk hafði hann og sýningu og seldi þar allmörg málverk. Dánardægur. Þessir menn eru ný- lega látnir: Halldðr Stefdnsson bóndi á Skútum á Þelamörk, Páll Jónsson á Sórlastöðum f Fnjóskadal, báðir á áttræðisaldri, Bjarni Helgason véistjóri, Norðurpól hér í bæ, frá konu og fjór- um börnum f ómegð. Ennfremur er nýlátið stúlkubarnið Ninna Hjartar- dótlir á Stóruvöllum hér i bæ eftir miklar þjáningar. 27. þ. m. lést á heimili sfnu, Gamla spítalanum, Sigurður Eiríksson, góður og gegn borgari þessa bæjar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.